Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 4
BÆKUR Svaml í fúlum pytti Skáldsagan „Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón“ er að flestu leyti óþægileg og sennilega ætlað að vera það. ísbjörg Guðmunds- dóttir, stúlkan sem segir sögu sína, er ekki beint geðfelld og er ekki að reyna að vera það, vill ekki vera það. Hún segir söguna verjanda sínum, Pétri Péturssyni, og setur hann þar með í spor les- andans. Þegar frásögn ísbjargar verður tvíræð eða ótrúleg, spyr hann beint þeirra spurninga, sem þegar eru vaknaðar hjá lesanda og margt af því sem ísbjörg segir við hann, httir lesanda fyrir, t.d. þetta: „Segðu ekki við mig að hugsun mín sé brengluð, Pétur. Að mat mitt sé rangt. Ég svamla í fúlum pytti. Þekki engar berg- vatnstjarnir.“ (138). A þennan hátt slær höfundur mörg vopn úr hendi lesandans. Það er snjöll að- ferð að hafa svona dulbúið ávarp til lesanda inni í sögunni. Samt sem áður tókst þessari sögu ekki að ná mér á sitt vald, sannfæra mig. Söguna segir Isbjörg algjörlega á eigin forsendum eins og hún segir sjálf. Og hún hefur 12 stundir til stefnu. Þessar 12 stundir eru kaflar bókarinnar. Sagan er sögð í ákveðnum til- gangi, hún á sér það markmið að skýra hvers vegna ísbjörg situr í fangaklefa, ákærð fyrir glæp sem lesanda er lengst framan af hul- inn hver er. Þessi hugmynd held- ur sögunni saman og knýr hana áfram. Spennan fer vaxandi og þeir atburðir sem lýst er í lokin eiga sér eðlilegan aðdraganda, eru rökréttir. Bygging sögunnar er snjöll. Þetta er harmsaga frá upphafi til enda. Faðir fsbjargar og móðir koma mikið við sögu. Pabbinn er ómenntaður og vinnur störf sem honum finnast niðurlægjandi. Hann er fullur af máttvana reiði út í ranglátt samfélagið. Samfé- lagsádeila hans hefur þó mjög takmarkaðan áhrifamátt vegna þess að um leið kemur fram að maðurinn er hálfbilaður, rudda- legur og ósanngjarn. ísbjörg dáir hann mjög og orð hans - oft vafa- söm speki - fylgja henni alla tíð. Móðirin er hálfgerð dula, mein- laus, ósjálfstæð. Eftir dauða föðurins dvelur hún mörg löng ár á geðdeild og á meðan er fs- björgu komið fyrir hjá móðurs- ystur sinni og fjölskyldu hennar. Þar kynnist ísbjörg Vilhjálmi, litlum frænda sínum sem á að gegna nokkuð veigamiklu hlut- verki í sögunni. Hann er saklaus og góður drengur sem ísbjörgu þykir innst inni vænt um, en hún er sjálf reið og vond, mótlæti hennar sem er vissulega ekki lítið, hefur fyllt hana illsku sem hún á stundum spýr yfir allt og alla. Góðsemi er að hennar mati andstyggileg og heimsk og breytir engu. Vilhjálmur á að vera ands- tæða hennar, mynda mótvægi, en hann er alltof dauf og smá per- sóna til að vega upp heldur ömur- legan lífsskilning ísbjargar. Rödd ísbjargar er ráðandi í sögunni og það er greinilega markmið höf- undar að vera trú sjónarhorni hennar, sem á sér ef til vill engan talsmann, en ég held að það hefði engu að síður verið nauðsynlegt að hafa einhverja aðra rödd, ann- að sjónarmið (eða fleiri) sem hefði tekist á við hennar. Rödd föðurins heldur áfram að hljóma í hjarta ísbjargar löngu eftir að hann er allur, rödd sem mótar hana. Það sem ræður úr- slitum um að hún grípur til örþrif- aráða, er skyndileg fullvissa hennar um að rödd pabba hennar verði að þagna (262). Það var sannarlega mál til komið og mér finnst að það hefði þurft að gera miklu meira úr því atriði. Upp- gjör þeirra mæðgna við þennan stjórnsama og hálfbrjálaða föður týnist eins og hálfgert aukaatriði. Girnd eða hreinlega losti skipar stóran sess í sögunni. „Án girndar er lífið litlaust" segir ís- björg (114). Gefið er í skyn að milli hennar og föður hennar hafi verið einhver girndarneisti sem hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir bæði. 11 ára er hún dregin á MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR SKRIFAR tálar af ókunnum manni fyrir eins konar tilviljun og 15 ára ákveður hún að veita litla frænda sínum eftirminnilega reynslu. Síðar leiðist ísbjörg út í vændi og festist þar í þeirri snöru sem erfiðast er að losna úr; þegar fastur viðskipt- avinur hennar verður háður henni, fer að „elska“ hana. Þró- uninni í sambandi þeirra er lýst með stigvaxandi óhugnaði. Loks girnist Isbjörg verjanda sinn og nær honum á sitt vald áður en lýkur. Ég held að þessi girnd fs- bjargar eigi að skilja táknrænum skilningi, það sé löngun söguhöf- undar til að ná lesanda á sitt vald, sameinast honum algjörlega. Hugmyndin er ekki galin en eins og þetta er útfært í sögunni, kem- ur þessi kynferðislegi áhugi ís- bjargar á verjandanum fremur einkennilega út. Inn í söguna er öðru hvoru skotið ljóðrænum köflum, eins konar draumsýn fsbjargar. Þar sér hún stúlku. Það er stúlkan sem hún vill í raun vera og að lokum sameinast þær á dularfull- an hátt. Stúlkan í draumnum á lítinn dreng; þau leiðast saman. ísbjörg sá hins vegar engan kost annan en að hafna móðurhlut- verkinu. Þannig er draumurinn tengdur sögu ísbjargar. í þessum köflum er greinilega reynt að skapa annan heim til mótvægis þeim ljóta heimi sem sagan lýsir. En þótt þessar lýsingar séu í sjálfu sér ósköp fallegar, eru þær einhvern veginn of daufar og lit- lausar til að víkka út söguna eða dýpka hana. Stíll Vigdísar hefur löngum einkennst af miklum endurtekn- ingum. í þessari sögu hefur hún dregið úr þeim en notar þær þó talsvert og stundum býsna vel. Hins vegar er stíll hennar hér víða svo orðmargur, ofsafenginn og yfirþyrmandi að hann geigar, gengur of langt, t.d. í upphafi sögu: „...þótt saga mín hverfi; sönn einsog vitfirrtur hermaður sem treður kornabarn undir hæl sér, hold barnsins merst og það brestur í beinunum þegar það rifnar frá skinninu; eða sönn eins og sumarveðrátta grænna dala sem ekki þekkja hraglanda og yfir líða álftir, dúfur sem aldrei skíta og í miðju situr hinn góði og tínir gleymméreyjar“ (1). Sam- líkingarnar eru eins og gripnar úr lausu lofti í hita augnabliksins og allt fer einhvern veginn út í móa. „Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón“ er metnaðarfull skáldsaga og á margan hátt vandlega hugsuð. Samt sem áður finnst mér hún ekki vel heppnuð. Vigdís hefur einu sinni skrifað smásögu að nokkru leyti um sama efni (Leikur í Eldi og regni) og það var mögnuð smásaga. Hér vantar alla þá dýpt og margræðni sem Vigdís Grímsdóttir ræður ríkjum og hún sýnir í raun ekki á sér margar hliðar. Hennar rödd yfirgnæfir allt og hún gefur ekki færi á neinum spurningum eða vangaveltum, hún vísar þeim bara á bug. Því er haldið fram að ísbjörg sé algjört fórnarlamb vondra aðstæðna; samfélagið er vont en þó er engin bein samfé- lagsádeila, það er bara nóg af harðbrjósta fólki og skilnings- lausu með fáeinum, daufum und- antekningum. Lesandi er fullkomlega sáttur við þann „glæp“ sem ísbjörg fremur og líka nákvæmlega sama hvernig fer fyrir henni, dómurinn var hvort sem er algjört aukaatriði allan tímann. Vigdís Grímsdóttir hefur gaman af að láta persónur sínar hverfa í lokin á dularfullan hátt og hefur stundum raunveru- lega skilið lesanda eftir undrandi og hrifinn. Þegar ísbjörg hverfur inn í draum sinn er lesandi ekki einu sinni í óvissu; honum er bara nokkuð sama. Sjón er sögu ríkari Sjón: Engill, pípuhattur og jarðarber Skáldsaga Mái og menning, 1989 139 bis. Kápa: Ragna Sigurðardóttir Frá Sjón hefur þegar komið hátt í tugur verka, ljóð, leikrit og skáldsagan Stálnótt sem vakti nokkra athygli þegar hún kom út fyrir tveimur árum. Bókin sem hér skal rædd er ekki síður athygli verð þótt ólík hinni sé. Engill, pípuhattur og jarðarber er skemmtileg og fjörmikil skáld- saga með þungri undiröldu hins óhugnanlega og vekur lesandann til umhugsunar um örlög mannkyns. f bókinni eru raktar tvær sögur. Önnur er í nútíð og segir frá ungum elskendum, þeim Steini og Mjöll, sem búa í út- lendri borg skammt frá sólar- strönd. Þau rangla um borgina, fara á kaffihús, taka rútu út á strönd og eigra þar um en fara loks til borgarinnar aftur á vél- hjóli. Hin sagan er sögð í þátíð og lýsir ferðalagi félaganna Steins og skuggans um svipaðar slóðir en þó er allt með öðrum og myrkari blæ líkt og þeir fari um afkima eina og undirheima. Þeir fylgja elskendunum náið, fara á kaffi- hús, út á strönd og snúa loks aftur til borgarinnar á tveggja manna reiðhjóli. Þessar tvær sögur skarast lítt með beinum hætti framan af en taka að fléttast sam- an undir lokin og lesandinn skynjar æ betur að það býr eitthvað torrætt og óhugnanlegt undir klofningi textans. Sögurnar eru báðar sagðar í 3. persónu og að því er virðist af hlutlægni kvikmyndaaugans. Sú hlutlægni er þó e.t.v. svikin því þetta auga lætur gjarnan fangast af smáatriðum eða glepjast af aukaatriðum. Slík „g!appaskot“ vekja stundum upp ævintýr úr hinu hversdagslegasta hráefni og hrífa lesandann á hratt hugarflug líkt og gerist þegar Mjöll horfir út á götu ur glugga sínum: „... tjörulyktina leggur yfir gangstéttirnar þar sem dúfurn- ar spígspora í kringum ísvagn- inn og gogga letilega eftir brauðmolum og fljúga ekki upp þótt börnin stappi niður fótum í eirðarleysi þegar íssal- inn nennir ekki að afgreiða þau heldur stendur inni í svalanum og dottar yfir lygnri súkkulað- isósunni og sæt anganin blandast lyktinni og berst út á fljótsbakkann þar sem jarðar- berjatrén ilma...“ (9) Þannig ríkir í sögunum hug- myndaauðgi og frásagnargleði sem heillar lesandann og fær hann t.d. til að kyngja því hiksta- laust í sögu félaganna að heil há- hýsi hverfi fyrir augum hans eða að sverðliljur spretti til himins á svipstundu eða að skuggi varpi skugga. Því að ævintýrið og draumurinn eru veruleiki sög- unnar af þeim félögum og ávallt skammt undan í þeirri af Steini og Mjöll. Þessar tvær sögur spretta held- ur ekki úr sama veruleika. Saga elskendanna er öll af meiði raun- veruleikans einsog við erum ásátt um að hann sé. Sögusvið, per- sónur, atburðir og framvinda eru öll með raunsæislegu sniði í heimi þarsem bíll er bíll og umbreytist ekki nema e,t.v. í huga okkar. Ein leið fyrir manninn til að um- breytast í fisk t.d. er sú að leiká fisk, einsog þau gera í 23. kafla. Slíkur leikur er þó hættulaus á meðan maður heldur völdum - yfir sjálfum sér og leiknum. Hér er líka útilokað fyrir fólk að ganga aftur nema í sögum en slík- um undrum er haldið strangt að- greindum frá veruleika þeirrar sögu. I sögu félaganna fær allt hins vegar á sig blæ hins kynlega og óraunverulega; þar er sögusviðið ekki stöðugt heldur kvikt og breytist á augabragði; persónur líkar filmu eða dauðir hlutir sem léð er líf; atburðir ótrúlegir enda jafnast sviptingar sögusviðsins GARÐAR BALDVINSSON SKRIFAR einatt á við sköpun heims því hægt er að kveikja og slökkva á sólum eða heimum einsog ýtt sé á takka. Og varla lýtur þessi óvænta mynd eðlisfræðilögum: „En skugginn speglaðist ekki í rúðunni. Hann drakk í sig ljós- ið og varpaði ekki skugga á borðið heldur daufri litmynd eins og skuggamyndavél.“ (68). Stóllinn í lundinum sem þeir heimsækja er heldur ekki aðeins gæddur máli því hann segir einnig frá og geymir lögmála frásagnar- listarinnar sem hann útskýrir áður en hann rekur draum sinn um betra líf: „... Ég segi frá í þriðju persónu í karlkyni og nútíð. Semsagt ég erhann. Oghann erég! ...Rétt fjarlægð verður að vera milli þess sem segir drauminn og hinna sem hlusta. Þannig öðl- ast frásögnin meiri trúverðug- leika og vald sögumannsins yfir áheyrandanum verður algert.“ (102) Frásögn hans sem fylgir á eftir í sérkafla er öll brennd marki ævintýrsins: allt getur gerst, rök- rétt tengsl eru öll önnur en venju- leg rökvísi krefst og lesandinn er ofurseldur valdi frásagnarand- ans: „gólfið er moldargólf moldin er svört í henni eru grasfræ í dvala eins og stjörnur í nótt sem er svört fyrir utan eina sól sem geislar stríðum geislum í sexstrendum geimi með nótt sem eina efnið í veggina sex og jörð fyrir öðrum endanum og svart fyrir hinum og stjörnur í dvala í myrkrinu fyrir utan eins og fræ í moldargólfi undir hringlaga mottu með kögri og ofaná er stóll sem snýr baki í glugga á vegg í sexstrendu her- bergi undir turni“ (105) Tákn leika veigamikið hlut- verk í þessum texta Sjóns. T.d. er talan 3 umfangsmikið tákn: að- alpersónur eru 3, skugginn hefur 3 hendur, hann safnar 3 hlutum í öskju og þá loks má sögunni ljúka. Víðar er leikið á þessa tölu. Einnig má nefna nöfn kaffi- húsanna tveggja: Steinn og Mjöll eru fastagestir á „Draumnum“ en skugginn á „Svefngenglinum" og tekur Stein með sér þangað. Margvísleg önnur tákn eru í vefn- aði textans og ásamt nákvæmum lýsingum skapa þau með hægð hrollvekjandi mynd af samfélagi sem úthýsir öllu nema ásýndinni svo að hver og einn er í senn sirk- usdýr og áhorfandi en umfram allt þolandi þegar á reynir. Þessi heimsmynd kemur vel fram í fiskaleik elskendanna: „...öll þessi ár vorum við á sama fiskasafninu. Ég í skraut- fiskadeildinni og þú í nytja- fiskadeildinni.“ „Finnst þér ekki merkilegt með þessi fiskabúr að það sést ekkert út um þau. En svo flöktu alltaf einhverjar myndir á glerinu og einn daginn kom- umst við aðþví að það var verið að horfa inn til okkar!“ (110). Að loknum lestrinum er mikil- vægri stoð kippt undan skilningi lesandans því að þá kemur í ljós að þótt saga Steins með skuggan- umsé sögð í þátíð þá gerist hún eftir að (nútíðar) sögu Steins og Mjallar lýkur. Við þetta breytast þessar samhliða sögur í marg- slungna hringiðu eða spíral eða öldusog. Er þeir Steinn og skugg- inn fara á „Svefngengilinn“ verð- ur tíminn t.d. marklaus því þar vinnur Mjöll sem kallar á Stein og kveðst vera móðir hans. Einnig riðlast rúmið og breytist jafnvel í svart gat sem gleypir upp veröld- ina. Forboðar gera framvindu textans auk þess að nokkru fyrir- sjáanlega. Með þessu er heimsmyndinni kippt úr tengsl- um við hinar venjulegu víddir sínar svo hún markast fremur af mörgum ferlum sem sveigjasat og skarast eftir óútreiknanlegum reglum sem gera heiminn að handahófi. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.