Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 6
BÆKUR Flóttamennimir og spilafíflið Um tvo nýliða í skáldsagnagerð Spilafíflið gefst upp Eysteinn Björnsson Bergnuminn Vaka-Helgafell 1989 Halldór heitir hetja eða and- hetja þessarar sögu. Hann er á valdi spilafíknar með sama hætti og aðrir menn eru háðir dópi eða brennivíni. Sameiginleg einkenni hinna ýmsu tegunda fíknar er ein- mitt eitt af því sem höfundur kann best skil á. Halldór situr og spilar fjandann ráðalausan með- an allt er að hrynja í kringum hann. Eiginkonan hefur fengið meira en nóg, ástkonan er að Iosa sig við hann einnig, það er of seint að laga falsað bókhald í vinnunni. Að lokum er svo kom- ið að útgönguleiðir eru næsta fáar, samt á Halldór enn von sem m.a. er gefin til kynna í draumförum hans þar sem þjóð- trú á huldufólk fléttast saman við hörmulega stöðu hans. Einnig í þessari sögu eru byrj- andaörðugleikarnir augljósir vel. Þeir koma ekki síst fram í því hve áfjáður Eysteinn Björnsson er að segja allt, eiginlega meira en þörf er á, hvergi verður fiskur eftir undir steini. Um leið og mannleg samskipti eru öll upp á það dæm- igerða fremur en hið einstakl- ingsbundna: samband Halldórs við eiginkonu og ástkonu, flótta- tilraunir hans, r allt er þetta rök- rétt og um leið alþekkt úr „sjúkrasögum“ fíkla. (Dæmi um eiginkonuna: „Hún hafði alltof lengi axlað ábyrgðina fyrir þau bæði“ ) Sagan færist því á köflum nær greinargerð fyrir samfélags- ferli en hollt er fyrir persónu- sköpun. Um leið notar Eysteinn Björnsson þegar svo ber undir til- finningalýsingar, sem í senn bera vitni tilhneigingu til að ofsegja og þræða mjög troðnar slóðir: „Það var eins og stífla hefði brostið, stífla sem hafði safnað saman öllum ógrátnu tárunum í eitt lón og nú flæddu þau fram með ógur- legum ofsa“. Hitt er svo í betra lagi, að Eysteinn Björnsson byggir sína sögu haglega upp, ekki síst þegar hann framan af er að fleyga tíðindin við spilaborðið með öðrum tíðindum úr fortíð og samtíð og verður af öllu saman drjúg söguspenna. Það er einmitt lýsingin á Halldóri, alteknum af spilafýsninni, sem tekst miklu best í sögunni, í þeim köflum hennar er lesandinn dreginn inn í reynslu sem er áleitin og ekki hvunndagsleg. Árni Bergmann Gyðingar á íslandi Einar Heimisson Götuvísa gyðingsins Vaka-Helgafeli Reykjavík 1989 Þessi frumraun Einars Heimis- sonar fellur undir heimildar- skáldsögur. Einar hefur, eins og fram hefur komið í tímaritsgrein- um og ágætum sjónvarpsþætti, kynnt sér mál gyðinga sem hing- að flúðu undan nasistum nokkru fyrir stríð, en fengu kaldar mót- tökur. Einar leitaði þá uppi Olgu Rothenberger sem hafði verið hrakin héðan ásamt manni sínum og tveim ungum börnum: eins gott fyrir þá íslendinga sem að því stóðu að sú varnarlausa fjöl- skylda komst hjá því að hrekjast aftur til Þýskalands í opinn dauðann. Hann ræddi þá einnig við Hans Mann, bróður Olgu, sem slapp þá frá brottvísun, líkast til vegna þess að hann hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá höfuð- staðnum. Af þessu efni gerir Einar Heimisson skáldsögu sína og fylgir því samviskusamlega. Að ýmsu leyti líkist sagan handriti að leiknum sjónvarpsþáttum um málið: stuttir kaflar sem hver um sig eiga að segja sitt um raunir fólksins, andrúm tímanna og kaldranaleika, sljóleika og skiln- ingsleysi flestra íslendinga. Sagan ber ofur greinileg ein- kenni byrjandans. Stundum koma þau fram í orðfari sem vel hefði mátt laga („þaulsmoginn draugur“, „snæða kjötseyði"). Það ber við að lesanda finnst sem höfundur hafi ekki gert það upp við sig hvað er mikilvægt og hvað smátt og lítt virkt í stuttri sögu. En þegar á heildina er litið er sá helstur ókostur sögunnar, hve skammt höfundur kemst í að bæta við það efni sem hann hafði í viðtöl og sjónvarpsþátt. Hann hefur sett sig inn í kjör síns fólks og skilur það með góðri samúð, en það er sem vanti fyllingu í þennan skilning, það reynist erf- itt að brúa bilið á milli hans og textans, sem ekki fær „ljóma að innan“ frá djúpum og áleitnum mannskilningi. Það er svo ljóst, að það var þarft verk hjá Einari Heimissyni að hreyfa við þessum málum. Stundum er sagt: Góð meining enga gerir stoð. En það er ekki satt - góð meining í bók er altént miklu skárri en engin meining. Og meningin er vitanlega þessi: að ýta við sjálfumgleði mörlanda, sem halda sig göfuga þjóð og vel innrætta, ýta við þeim með því að rifja upp Ijóta sögu og sanna, sögu sem getur endurtekið sig hvenær sem vera skal, já er reyndar að endurtaka sig í einni mynd eða annarri nú um stundir. Árni Bergmann Eysteinn Björnsson Einar Heimisson SKVGGSJÁ - BÓKABVÐ OUVERS STEMS SF SAGAN GLEYMIR ENGLJM. Ásgeir Jakobsson. Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn og sjósóknarar fyrr á árum, auksögunnarafskipherra landhelgisgæslunnar, sem Englendingar létu íslenskan forsætisráðherra reka. UNDIR LIAMRINUM. Grétar Krístjónsson. Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga. Hér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin koma berlega í Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur. OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Guðmundsson. 20 ræóur og greinar. Hér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu i Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira. LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. Harold Sherman. Sherman greinir hér frá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og setur fram ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. Hann er fullviss um það, að Guðs- krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og líkama. DULRÆN REYNSLA. Guðný Þ. Magnúsdóttir. Frásagnir af dulskynjunum sjö islenskra kvenna. Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Hér segja sjö íslenskar konur frá reynslu sinni i þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum. SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson. Þetta er önnur Ijóðabók Árna Grétars. 1982 kom út Leikurað ordum, þar sem voru bæði frumort Ijóð og þýdd. Hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf- undinn. Eiríkur Smith myndskreytti. At*Pll,N*8ohi tJÓo~ J I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.