Þjóðviljinn - 16.12.1989, Blaðsíða 7
BÆKUR
Sagan kringum
séra Snorra
Þórunn Valdimarsdóttir:
Snorri á Húsafelli
Saga frá 18. öld
Almenna bókafélagið 1989
Séra Snorri Björnsson, sóknar-
prestur í Aðalvík og síðar á Húsa-
felli, hefur án efa verið orðinn
þjóðsagnapersóna þegar í lifanda
lífi og það hefur hann verið alla
tíð síðan. Sem persónu í þjóð-
sögnum kannast margir við hann.
Nú hefur Þórunn Valdimarsdótt-
ir, sagnfræðingur, brugðið ljósi
sögunnar yfir merkisklerk þenn-
an og umhverfi hans um leið.
Sá sem þetta ritar fær ekki ann-
að séð en að það hafi Þórunni
tekist með afbrigðum vel. Hún
segist hafa unnið að bókinni á
þriðja ár og skal því vel trúað, því
að feiknaverk hlýtur þetta að
hafa verið. Bókin er 437 bls og
skiptist aðalhluti hennar í fimm
kafla, hverra meginefni er (1)
uppvöxtur og skólaár Snorra, (2)
þjónusta hans hjá höfðingjum að
námi loknu, (3) prestsskapur
hans í Aðalvík, (4) bú- og prests-
skapur á Húsafelli, sem Snorri er
lengstum kenndur við síðan og
(5) rímnaskáldskapur hans m.m.
og áhugi á náttúrufræði o.fl. í
lokin er svo niðjatal Snorra.
Þessi upptalning getur að sjálf-
sögðu ekki gefið nema sáralitla
hugmynd um bókina. Ævisaga
Snorra er hinn rauði þráður
hennar, en utan um þann þráð
setur Þórunn upp mikinn vef úr
sögu aldarinnar sem söguhetjan
lifði á. Nánast hver málsgrein er
þrungin fróðleik um trúarlíf, sið-
ferðisviðhorf, mataræði, sam-
bönd þessa afskekkta samfélags
við umheiminn og áhrif þaðan,
aðstæður frá náttúrunnar hendi,
skiptingu auðs, lífskjör og
mannvirðingar hinna ýmsu
stétta/félagshópa, erjur og mála-
ferli fyrirmanna, illskeytni í
DAGUR ÞORLEIFSSON
SKRIFAR
hörku lífsbaráttunnar af hálfu
þeirra sem minna máttu sín, sjúk-
dóma sem lögðu að velli ríflega
þriðjung landslýðs þegar lengst
gekk, húsakost, störf til sjávar og
sveita og svona mætti iengi telja.
Um þetta fjallar höfundur ekki
einungis af þekkingu, heldur og
af innsýn og skarpskyggni. Þar að
auki er frásögnin á mjög góðri
íslensku og prófarkalestur hefur
verið með allrabesta móti.
Snorri Björnsson fæddist 1710,
þegar Norðurlandaófriðurinn
mikli stóð sem hæst úti í heimi og
lést á tíræðisaldri, 1803, er Nap-
óleonsstyrjaldimar vom í fullum
gangi. Hann var sonur tiltölulega
velstæðs bónda, komst því í skóla
og þaðan um síðir í prestsembætti
og bjó því lengst af ævinnar við
nokkuð góðan hag, eftir því sem
gerðist á þeirri öld, þegar hung-
urvofan var alltaf yfirvofandi og
ekkert mátti út af bera með tíð-
arfar til að hún hyggi ekki stór
skörð í raðir landsins barna. í
móðuharðindunum gekk yfir ís-
lendinga „kvöl sem jafnast á við
fangabúðir nasista og gjöreyðing-
arstríð ... Af þjóðinni allri deyja
á ámnum 1783 til 1786 rúm tíu
þúsund af tæpum fimmtíu þús-
undum sem lifðu áður en hörm-
ungarnar dundu yfir.“ Frá hausti
1974 fram á sumar 1786 dó um
fjórðungur sóknarbarna Snorra,
sem þá var löngu tekinn við
Húsafellsbrauði. Það var helst
eldra fólk sem dó en af yngra
fólki einkum vinnukonur og
sveitarómagar. Það segir sína
sögu, sem Þórunn gerir ýtarlega
grein fyrir. Það fór eftir
mannvirðingum en líka starfs-
orku hversu mikið menn fengu að
borða. Minnst fengu sveitaró-
magar, sem aðallega vom börn
og fullorðið fólk illa vinnufært,
og vinnukonur sem þóttu afkast-
alitlar.
Því fór samt fjarri að mulið
væri undir menn sem voru þó
ekki verr settir í samfélaginu en
Snorri var. Hann var meðal fá-
tækari sveina í Skálholti og þeir
fengu ekki aðra fæðu allan vetur-
inn er harðfisk með sméri og
sláturblöndu, nema á tyllidögum.
Ágætt fæði út af fyrir sig, en ein-
hæf næring hefur það verið. Og
allan sinn prestsskap þjónaði
Snorri í tekjurýrum prestaköllum
og varð að vinna ekki síður hörð-
úm höndum en hver annar til að
framfleyta sér og sínum. Á ævi-
Hamingjanog skugginn
Kjartan Arnason
Draumur þinn rætist tvisvar
Örlagið 1989
Þessi litla skáldsaga fer hægt af
stað. Stuttir kaflar gefa hver um
sig mynd af atviki úr lífi drengs
allt frá því hann kemur í heiminn.
Lesandinn er að velta því fyrir
sér, hvort tilefnin til kaflanna séu
nógu merkileg fyrir hans göfugu
athygli, en hugsar kannski sem
svo: tja þetta er nú einusinni sá
tími ævinnar þegar hið stóra
verður smátt og öfugt.
Þessir kaflar segja frá góðu
Iyktinni í kofanum á blettinum
þegar sólin skín, frá fallegasta
skiltinu í götunni sem fest var á
húsið, frá veislu í mjólkurglasi og
sandkökusneið, frá mestu sælu í
heiminum sem er að vera týndur
og fundinn og kominn heim. Það
eru líka sögð tíðindi sem hafa
annan svip og myrkari, eins og í
ágætum kafla sem segir frá því að
strákur lendir í lífsháska í steypu-
mótum hússins sem pabbi er að
byggja. En það er samt hin orð-
lausa hamingja sem ræður ríkj-
um. Verður hún leiðigjörn? Það
mundi áreiðanlega gerast ef ekki
væru þau tíðindi sem sögð er af
drengnum og ömmu hans.
Ömmu sem er málari og prjón-
abítill og framúrskarandi bullari,
ömmu sem skammar stjórnina,
þjóð sína aurafíkna og útvarpið,
Kjartan Árnason
ömmu sem leggur kapal og
svindlar. Það er reyndar indæll
kafli og undirfurðulegur. Amma
segist ekki vera að svindla, hún er
bara að láta drauminn rætast:
„Nú, mann dreymir um að
leggja kapal og maður gerir það.
Mann dreymir um að kapallinn
gangi upp og þá gerir hann það.
Þannig rætist sami draumurinn
tvisvar. Og ef það er svindl þá
veit ég ekki hvað.“
Það er fleira en lýsingin á dreng
og ömmu hans sem sættir lesa-
rann áður en lýkur við atvik og
myndir sem virðast í fljótu bragði
ekki hafa nein áhrif á framvindu
máia. Kjartan Árnason hefur
kosið sér sérkennilega aðferð til
að segja þroskasögu. Hann segir
ekki frá, hann segir sögu án þess
að segja hana, hann sýnir, les-
andinn er staddur í miðju atviki
og verður oftar en ekki að láta sig
gruna mynstrið á bak við dutt-
lungafulla röð atvikanna. Og oft
er mjög laglega með þessa aðferð
farið, hún er góð vörn gegn þeirri
freistingu að ofsegja. Eitt enn:
þegar á líður söguna fer hún að
gerast í stærri stökkum, sögu-
maður er skyndilega fullorðinn,
• vinnandi, barnsfaðir. En þá hefur
skugga dregið yfir, þjáningin hef-
ur barið að dyrum, sögumaður er
að missa mátt úr fótum. Hann
þarf að virkja allt það sem hann
hefur séð og heyrt og snert á til að
geta játast lífinu eins og það er.
Þar með sjáum við ýmislegt af því
sem áður var skrifað í nýju ljósi,
nýrri réttlætingu, og skiljum enn
betur dýrmætt hlutverk ömm-
unnar sem er nú á förum og var
rétt áðan orðin svo gömul að hún
settist við eldhúsborðið með es-
sku gesti sínum: það hafði hún
aldrei áður gert.
Árni Bergmann
kvöldinu varð hann fyrir því að
sonur hans, sem gerst hafði að-
stoðarprestur hjá honum til að
verða stoð hans í ellinni, veiktist
af holdsveiki.
Snorri var þrekmenni til sálar
og líkama, fjölkunnugur talinn
og í fullri alvöru af upplýstum
samtímamanni andaútrekari
kallaður, skáld, áhugamaður um
náttúrufræði, bátasmiður, sund-
maður (sem var sárasjaldgæft
þá), lyfti grettistökum háaldrað-
ur. Þekktastur hefur hann orðið
fyrir meinta fjölkynngi sína, og út
frá því fjallar Þórunn á greinarg-
óðan hátt um trúarviðhorf lands-
manna á þeirri öld, bæði þau sem
frá kirkjunni komu og trú á tilvist
vætta og kunnáttu, sem klerkleg
yfirvöld ömuðust við. Það er t.d.
áhugavert að lesa að bannfæring
aflagðist ekki með öllu í íslenskri
kristni er kaþólskan varð að þoka
og að seiður var að sögn framinn
(í síðasta skipti svo vitað sé) svo
seint sem á 18. öid. Til þess á
Snorri að hafa fengið konu, þar
eð hann vissi af kunnáttu sinni að
karlmönnum sem lögðu fyrir sig
þá römmu konst hætti til homma-
skapar.
Grimmd aldarfarsins hjá fólki,
sem bjó við svo nauman kost sem
íslendingar þá, kemur skýrt fram
í umfjöllun Þórunnar. Heimilis-
feður tóku saman við vinnukon-
ur, sem orðið höfðu þeim hug-
þekkar, og skildu konur og börn
eftir bjargarlaus. Þegar hung-
ursneyð er hendir að umkomu-
leysingjar myrða börn sín, grind-
horuð og varnarlaus. í móðu-
harðindurti ráfa forsjárlaus börn
og ungmenni milli bæja þangað
til þau gefa upp öndina. Þó var
fyrir hendi vilji til að draga úr
börmungunum og í því efni ekki
látið sitja við orðin tóm. Áhuga-
vert er að vita að Danakonungur
veitti næstum 80,000 ríkisdaU til
hjálpar þegnum sínum á íslandi í
móðuharðindunum og að sú upp-
hæð nam meira en helmingi alls
gróða konungs af íslandsverslun
1743-88.
-dþ.
REGINE DEFORGES
Régine Deforges er lesendum
að góðu kunn fyrir
bækurnar um
Stúlkuna á bláa hjólinu.
Nýja bókin hennar heitir:
Himlnnlnn ylir
Novgorod
Rússneska miðaldaprinsessan Anne
frá Novgorod yfirgefur áhyggjuleysi
æskunnar til að gerast drottning í
Frakklandi. Af tilfinningu og innlifun
lýsir höfundur ástum og hatri, guðrækni og guðleysi,
stríði og friði, undirgefni og vináttu stórbrotinna sögupersóna
ÍSAFOLD