Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 8
BÆKUR
Meiri pælingar
Páll Skúlason
Pælingar II. Safn erinda og
greinastúfa.
206 bls. Útg. höfundur,1989.
Á þessa bók hefur Páll Skúla-
son safnað erindum og greina-
stúfum, sem hafa birst í blöðum
og tímaritum síðastliðinn áratug.
Einnig tveimur viðtölum sem
tekin voru við hann af Guðmundi
Páli Arnarsyni og Páli Valssyni.
Þetta eru styttri greinar en birtust
í „Pælingum" fyrir tveimur árum
og flestar frá þeim tíma sem lið-
inn er síðan sú bók kom út. Les-
andinn rifjar hér upp kynni við
heldur viðaminni verk en birt eru
í fyrri bókinni. En viðfangsefnin
eru eggjandi og viðamikil sem
fyrr eins og kaflaheitin bera með
sér: Siðfræði, stjórnmál, þjóð-
mál, kennslumál og lífsskoðanir.
Innan hvers kafla eru mis-
metnaðarfull verk. Ailt frá dæg-
urgreinum, sem einkenna
þjóðmálakaflann, til djúphugs-
aðra erinda sem lengi verða í
minnum höfð. Meðal þeirra er
erindið um hamingjuna og for-
sendur hennar. Páll segir í for-
mála að sú grein sé „tilraun til að
greina ólíka þætti hamingjunnar
en jafnframt hugsuð sem hvatn-
ing til íslendinga um að temja sér
skynsamlegri lífsafstöðu. “
Fræðari, sem tekur sér svo metn-
aðarfullt hlutverk, verður að
hyggja vel að leiðum til að koma
verki sínu á framfæri. Leið Páls
með þetta erindi var: ráðstefna,
erindi í útvarpi, birting í tímariti
og loks bók. Pví miður eigum við
ekki marga fræðimenn sem skila
merkum verkum svo rækilega frá
sér að almenn menntun og yfir-
sýn þjóðarinnar skerpist við
kynnin. En Páll er einn þeirra.
f erindinu um hamingjuna birt-
ast kostir helstu verka sem Páll
Skúlason hefur kynnt okkur á
seinni árum: Rökleg og skýr
framsetning sem hvetur til um-
hugsunar og er ögrandi á köflum.
Eftir að hafa lýst fernskonar meg-
inviðhorfum til hamingjunnar
segir höfundur til dæmis: „Þetta
ríkjandi löngunarviðhorf til ham-
ingjunnar er hjá okkur íslending-
um órofa tengt því sem ég vil
kalla leikviðhorf til hamingjunn-
ar. Satt að segja eru íslendingar
upp til hópa seinheppnir ævin-
týramenn sem freista gæfunnar í
tíma og ótíma og láta sér ekkert
fyrir brjósti brenna, þeim þykir
jafnvel skemmtilegast að lifa
HÖRÐUR BERGMANN
SKRIFAR
undir kjörorðinu „þetta reddast“
þegar allt er í kalda koli.“
Mín vegna mætti ögrandi
broddur í þjóðmála- og kennslu-
málaskrifunum vera hvassari. Er-
indi um kennslu og nám frá 1984
ber forvitnilegt heiti, „Sjálfs-
blekkingar kennarans“, en ég fæ
ekki séð að textinn sá sæti sér-
stökum tíðindum. Vandinn við
að kenna vel er reifaður með at-
hyglisverðum hætti og gerð ágæt
grein fyrir því álagi sem fylgir
ábyrgri og vandaðri kennslu. En
vegna þess að Páll ræðir iðulega
hina hlið vanda, sem hann fjallar
um, sakna ég þess að ekki skuli
vikið að vandamálinu óábyrg og
óvönduð kennsla. Er ekki hugs-
anlegt að meiri hluti nemenda fái
kennslu sem ber þau einkenni
hvort sem litast er um innan hins
opinbera skólakerfis eða námsins
sem einkaaðilar bjóða? Við höf-
um heyrt meira en nóg um það
hvernig kennsla ætti að vera - en
allt of lítið um raunverulegt líf í
kennslustofum.
Eitt þungvægasta erindið í
þessum pælingum Páls Skúla-
sonar nefnist „Réttlæti, velferð
og lýðræði." Það snýst um dygðir
og lesti, völd og gæði lífsins, hug-
sjónina um réttarríki og vel-
ferðarsamfélag. Þar virðist mér
hvað fróðlegust tilraun Páls til að
skýra togstreitu sem getur
skapast milli hugmynda manna
um velferð annars vegar og sið-
rænnar kröfu, réttlætis, hins veg-
ar: „í ákafa sínum við að gera það
sem horfir til góðs leiðast menn
og flokkar út í að gera það sem er
rangt, margoft óafvitandi“. í
Páll Skúlason
framhaldinu sjáum við þetta
dæmi: „Árangur af öllu vel-
ferðarstarfi veltur á því að fólk
skilji það sem framfarir í opin-
beru siðferði. Svo dæmi sé tekið
er umhugsunarvert hvort það
þjónar tilgangi að leggja tugi
milljarða í heilbrigðiskerfi sem
stuðlar að því að lengja líf fólks
sem hefur hvorki efnisleg né and-
leg skilyrði til að njóta lífsins. Það
eru hins vegar brot á
mannréttindum að hindra full-
frísk gamalmenni í því að vinna
sómasamlega fyrir sér á meðan
þau hafa orku til.“
Fyrra dæmið virðist mér vísa til
augljóss vanda, en hið meinta
mannréttindabrot skil ég ekki.
Ber að skilja svo að mikilvægari
skuli telja réttinn til að paufast á
vinnumarkaði þangað til maður
hnígur niður en réttinn til að
njóta lífeyris og hafa tíma til eigin
nota? Hvort er mikilvægara:
atvinna fyrir unga fólkið sem er
að byggja og a\y upp börn eða
atvinna fyrir gamalmenni? Málið
hlýtur að verða að skoða með
hliðsjón af því að flest störf, sem
bjóðast á vinnumarkaði, eru
leiðigjörn og tilbreytingarlaus.
Og ekki hafa allir atvinnu. Hefur
heimspekingur í skapandi og
skemmtilegu starfi e.t.v. gleymt
því í hita rökræðunnar?
Hér er víst komið út yfir mörk
þess rúms sem frekar lítið blað
eins og Þjóðviljinn getur gefið
umsögn um bók um þessar mund-
ir. Og mörg fróðleg umræðuefni
að sjálfsögðu óhreyfð. En ég má
til með að láta þess getið hve vel
er til útgáfunnar vandað. Bókin
er myndskreytt af Sigríði Ás-
geirsdóttur, pappírinn er þykkur
og virðulegur, letrið stórt og fag-
urt og bókin bundin inn með
gömlu aðferðinni.
Kristján Thorlacius
mættur til leiks á ný
Út er komin hjá Bókaútgáf-
unni Reykholti bókin Kristján
Thorlacius: Þegar upp er staðið.
Kristján er hreinskilinn og afar
SELDIHANN TUKTHUSIÐ
LEYFISLEYSI?
Braut hann flöskurnar viljandi?
í samtalsbók Eðvarðs
Ingólfssonar, metsölu-
höfundar, er þessum
spurningum og mörg-
um fleiri nú loksins
svarað af þjóð-
sagnapersónunni
sjálfri Árna Helga-
syni, fréttaritara,
gamanvísnahöfundi,
sýsluskrifara, skemmtikrafti, útgerðarmanni, umboðs-
manni, póstmeistara og spaugara.
Árni í Hólminum hefur alltaf komið á óvart
með hnyttnum tilsvörum, kveðskap og söng.
í bókinni ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR!
lýsir hann dvöl sinni á Eskifirði
og í Stykkishólmi og segir ótal
gamansögur af sér og samferðamönnum
sínum - sumar ævintýrum líkastar.
Ef spurt er eftir fróðleik, skemmtun og
hraðri atburðarás, þá er svarið:
ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR.
ÆSKANh
opinskár í þessari bók. Margt af
því sem fram kemur um nærri 30
ára starfsævi Kristjáns sem for-
maður BSRB á því eftir að vekja
athygli. Má þar nefna misjöfn
samskipti Kristjáns við yfirmenn
og viðsemjendur. Þá segir frá því
að „verkalýðsflokkarnir" séu oft
verri viðsemjendur en íhaldið og
að stærstu áfangarnir í kjarabar-
áttu BSRB hafi náðst í samning-
um við hægri stjórnir. Eftirminni-
leg er frásögn Kristjáns af því
þegar forstjóri Skipaútgerðar
ríkisins háði stríðsleik gegn
BSRB með stuðningi ráðuneytis-
stjóra samgönguráðuneytisins,
Ólafs Steinars Valdimarssonar.
Um lífeyrissjóðamál kemur fram
það álit Kristjáns að BHMR-
menn séu fastir í skotgröfunum
og ASÍ-menn þjáðir af öfund.
Kristján skýrir frá ýmsu sem
tengist þátttöku hans í
stjórnmálum. Hann segir frá því
að eitt sinn þegar ungliðarnir í
Framsóknarflokknum greiddu
atkvæði „rangt“ á aðalfundi, hafi
atkvæðin verið geymd ótalin í
bankahólfi í Búnaðarbankanum
þar til búið var að semja um úr-
slitin. Einnig skýrir hann frá því
þegar Steingrímur Hermannsson
stofnaði atvinnurekendaklúbb
innan Framsóknarflokksins til
mótvægis við verkalýðsmálaráð,
sem síðan var lagt niður.
Af skemmtilegum atvikum
sem nefnd eru í bókinni má nefna
það þegar alræmdir drykkjubolt-
ar í Framsóknarflokknum gerðu
tillögu um að flokkurinn yrði
gerður að bindindisflokki - til að
skaprauna Kristjáni.
Bókin er skrifuð af sóknar-
prestinum á Höfn í Hornafirði,
sr. Baldri Kristjánssyni. í henni
tekur hann skref frá við-
talsforminu, nýtir kosti þess en
kannar jafnframt baksvið at-
burða.
Slæmur fjárhagur og þverrandi
olíubirgðir í austri og vestri
valda ráðamönnum vaxandi
áhyggjum svo að þeir hyggja
á víðtækt samkomulag
um afvopnun.
Framleiðendur vopna og
olíu í Bandaríkjunum svífast
einskis til að koma í veg fyrir
undirritun afvopnunarsamningsins.
ISAFOLD