Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 9

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 9
BÆKUR fjallaði um. Þar strax er sleginn tónn sem höfundum tekst að halda út bókina, létt og skemmti- leg frásögn þar sem blandað er saman kúnstugum lýsingum samtímamanna, blóðugri alvöru og fyrirbærum sem í þátíð voru hluti hversdagsins en koma okk- ur nú sérkennilega fyrir sjónir. í næsta kafla er svo hernámið komið á fullt og strax á hemáms- daginn hófst umræðan um á- standið. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif það hafði á íslenskt þjóðlíf að hingað komu tugir þúsunda erlendra her- manna. Auðvitað setti það allt á anuan endann og svona eftir á að hyggja þá er það eiginlega mesta furða hversu heil þjóðin slapp frá hemáminu. Sá var munur á her- námi íslands og hernámi frænd- þjóða okkar, Dana og Norð- manna, að hér á landi var litið á hernámsþjóðirnar sem vinaþjóð- ir en ekki sem kúgara. Býður slíkt hygg ég frekar heim hættu á al- varlegum skaða menningarinnar en ef þj óð er undir j árnhæl óvina- þjóðar. Enda fór allt á annan endann hér og varla sú fjölskylda til sem ekki hafði einhvert sam- neyti við herinn. Ástandsbókin gerir þessu tímabili góð skil, allavega fyrir þá stakk undan landanum Hrafn Jökulsson og Bjarni Guðmars- son Ástandið - Mannlíf á hernámsárum Tákn Bók þeirra bræðra Hrafns og Illuga Jökulssona um íslenska nasista vakti verðskuldaða at- hygli í fyrra. Þar var á ferðinni bók um þátt í íslandssögunni sem legið hefur í þagnargildi um ára- tugaskeið eðli málsins vegna; hver vill kannast við að hafa mænt hrifningaraugum á upp- gang nasismans eftir að afleiðing- arnar komu í Ijós; glansmynd þúsund ára ríkisins varð að hryl’- ingsmynd útrýmingarbúðanna. Nútímaíslendingurinn hafði hinsvegar áhuga á að fræðast um þetta tímabil sögunnar, enda varð bókin ein af metsölubókum síðustu vertíðar. Formúla þeirra bræðra hafði gefist vel og því lá nokkuð beint við að taka fyrir næsta tabú íslandssögunnar. Ástandið. Samskipti herja tveggja stórvelda við íslensku konurnar. Saga þessara kvenna sem voru úthrópaðar á opinber- um vettvangi. Þennan kapítula sögunnar hefur þjóðin hingað til þagað í hel og það litla sem um hann hefur verið skrifað hefur verið í siðavöndunartón og hafa skrifarar oftast haft mestan áhuga á að leggja þær stúlkur sem höfðu kynni af hermönnum í ein- elti og úthrópað þær sem mellur. Þar til nú að Hrafn Jökulsson fær Bjarna Guðmarsson til liðs við sig að taka saman frásögn af þessu tímabili. Höfundarnir eru kornungir menn og þekkja þvf ekki þessa sögu af eigin raun heldur byggja frásögnina á heimildum frá stríðsárunum, dagblöðum, bók- um, tímaritum, alþingistíðindum og skýrslum, auk viðtala við fólk sem kynntist ástandinu í návígi. Það er í sjálfu sér umhugsunar- efni að kynslóðin sem upplifði at- burðina skuli ekki hafa haft burði til að gera upp þetta tímabil held- ur þurfi menn fædda á síðara skeiði kalda stríðsins til þess. Kostirnir við það eru þó senni- lega fleiri en lestirnir. Þótt þeir þekki ekki ástandið af eigin raun þá er kosturinn sá að þeir eru ekki brennimerktir af því einsog stríðsárakynslóðin, þeir eru ekki þjakaðir af fordómum né heldur af samviskubiti. Þeir geta gengið að þessu verki með opnum huga þess sem ekki þekkir ástandið og flett hulunni af því fyrir lesand- ann. Þótt þeir Bjarni og Hrafn segi í inngangi bókarinnar að þeir fjalli um ástandið einsog það var skil- greint á sínum tíma, sem öll sam- skipti íslendinga við nermenn- ina, þá fjallar þó meginhluti bók- arinnar um samskipti hermanna og íslenskra kvenna, eða einsog ástandið hefur verið skilgreint hin síðari ár. Ástandsbókin hefst á „Veröld sem var“, upprifjun áranna fyrir stríð, þeirra ára sem nasistabókin lesendur sem ekki kynntust því sjálfir. Hún er skemmtileg af- lestrar, oft á köflum spennandi og frásögnin ætíð lifandi. Höf- undar hafa verið fundvísir á skemmtilegar tilvitnanir í blöð og önnur gögn sem þeir nota við skrif bókarinnar. Þá er það mjög ánægjulegt að þeir falla aldrei í þá gryfju að gerast dómarar eða siðapostular. Auk þess sem fjallað er um samskipti hersins við stúlkurnar SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSON SKRIFAR er einn kafli um bretavinnuna. Einn kaflinn fjallar um hernámið úti á landi en annars er augunum einkum beint að sódómunni Reykjavík „einni allsherjar upp- eldisstöð fyrir skækjur" einsog Vilmundur Jónsson landlæknir lýsti borginni við sundin í bréfi til dómsmálaráðuneytisins í júlí árið 1941. Þá eru kynntir fyrir lesendum menn á borð við Wise höfuðs- mann sem sá um almannatengsl fyrir breska herinn. Hann hafði lítið álit á íslendingum, leiddist allt sem íslenskt var. Ýmsir fleiri kvistir úr þjóðlífinu eru dregnir fram í dagsljósið; Jóhanna Knud- sen sem lögreglan réð til þess að „gera tilraun til að rannsaka hve mikil brögð væru að kynnum kvenfólks, sjerstaklega telpna, af hermönnum", Þuríði Þórarins- dóttur, systur séra Árna Þórar- inssonar, en hún rak alræmt gisti- hús að Hverfisgötu 32 sem her- mennirnir sóttu stíft til skyndi- kynna við stúlkur, og þannig mætti lengi telja. Þó skal enn minnst á tvær kon- ur sem sagt er frá. Sagan af Önnu, sem gerð var að persónu- gervingi stúlkubams á glapstig- um í skýrslu ástandsnefndarinn- ar, er dapurleg frásögn. Hún ólst upp við þröng kjör einsog þús- undir annarra barna á kreppuár- unum. Þegar hún var 14 ára var henni nauðgað af íslenskum sjó- manni og við það missti hún fótfestuna í lífinu og var í tygjum við marga hermenn. Hennar líf endaði á stofnun fyrir fólk með geðræna sjúkdóma. Því miður þarf ekki ástand til þess að þessi saga endurtaki sig því Önnurnar í dag eru ófáar. „Þetta var besti tími lífs míns og ég vildi gjarnan upplifa hann aftur,“ segir kona sem lítur til baka, til ástandsins í bókinni. Hennar saga er allt önnur en Önnu en ekki síður merkileg heimild um hugsanaganginn. Einsog fyrr sagði gerast höf- undar ekki dómarar, en þó er augljóst að þeirra samúð er ekki hjá siðavöndunarpostulum held- ur hjá stúlkunum. Lokaorð bók- arinnar er til marks um það: „En þær konur sem kusu að vera með hermönnum þurfa engar máls- bætur, vegna þess að þær voru ekki glæpamenn og ekki föður- landssvikarar." Allur frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar og myndavalið skemmtilegt. Útlit bókarinnar var hannað af þeim Hrafni og Ólafi Lárussyni. -Sáf Þegar herinn Þekkir þú Sögu Islands? aga íslands er einstaklega fróðlegt og aðgengilegt ritverk. Saga lands og þjóðar birtist lesandanum Ijóslifandi í skýru máli og tnyndum sem bœkurnar prýða. Ritinu var hleypt af stokkunum að tilhlutan Pjóðhátíðarnefndar 1974 og höfundar þess eru allir kunnir frceðimcnn. Saga íslands cr afar yftrgripsmikið verk. Þar eru mcðal annars gcrð skil: jarðsögu landsins, fornminjum, landnámi, stjórnskipun og stjórnmálum, lögum, trúarlífi og kirkjusókn, bókmenntum, listum ogfrœðaiðkan, atvinnuvegum og daglegu lífi manna og störfum, matarœði, klæðnaði, skemmtunum auk margs annars. - Saga íslands er ritverk sem á erindi við alla íslendinga. *'(f- ;<7v n„ Fjórða bindi. Saga 14. og 15. aldar sem hingað til hefur verið að mestu ókunn almenningi. Hið íslenzka bókmenntafélag Þingholtsstrceti 3, pöntunarsimi 21960 NÝjARENSKAR BÆKUR FYRIR FAGURKERA BÓKABÚÐ STEINARS Bergstaðastræti 7, s. 12030 Opið 9-18 í desember

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.