Þjóðviljinn - 16.12.1989, Page 10

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Page 10
BÆKUR Eins og heilsteypt höfuð ísak Harðarson: Snæfellsjökull í garðinum; Átta heilagra nútímamanna sögur 125 bls. Iðunn 1989 Undirtitill þessa fyrsta sagnas- afns ísaks Harðarsonar gefur nokkuð misvísandi tón, bæði vegna þess að heilagleika ávinna menn sér yfirleitt ekki fyrr en eftir dauðann og með „nútíma-“ er sleginn strengur sem finnur lítinn hljómbotn í „sögum“. Þeg- ar svo vísunin í Kristnihaldið treðst undir nálægð jökulsins hér þá er ljóst að titillinn snýst gegn sjálfum sér og gefur menningars- ögunni um leið langt nef. Sögurnar í safninu reynast standa ágætlega undir þessu þrig- gja orða nafni því þótt þær spretti úr samtímalegum veruleika okk- ar og bókmenntahefðinni þá rísa þær bæði gegn henni og þeirri heildstæðni sem hefðin krefst varðandi tíma, rúm, atburðarás og persónusköpun. Þessar átta sögur, sem eru frá 3 bls. upp í 22, lýsa firringu mannsins í heimi þarsem maðurinn hefur snúið baki við sjálfum sér og/eða heiminum. Útskúfunin er eins konar rauður þráður þeirra þótt hann haldi þeim ekki alveg sam- an. Hér er að finna nokkurt per- sónusafn en sögur af Jósef og Maju konu hans mynda ramma um bókina. Þau hjón eru aðal- persónur fyrstu sögunnar og tveggja síðustu auk þess sem Jós- ef virðist koma fyrir í þeirri fjórðu sem „Jossi timburmaður” (88). Vísunin í Krist og sögu hans er auðsæ og reyndar áréttuð á nokkrum stöðum, einkum í „Gangandi Mannssonur" og tit- ilsögunni í „Snæfellsjökull í garð- inum“. Aðrar persónur eru ýmist nafngreindar (jafnvel með táknrænum nöfnum einsog Vísir) eða nafnlausar sem stundum skerpir firringu þeirra og út- skúfun. Efni sagnanna er margb- reytilegt, frá saklausri veiðiferð einsog í „Regnbogabrák“ til tor- tímingar mannkyns í „Alheims- nóttinni" eða hugtök einsog saga í „Hótelsögu“ og fyrirgefningin í „Gangandi Mannssyni“. Allar bera sögurnar vitni um fáguð vinnubrögð og hugvit. Síst þykir mér lokasagan „Rósir og vélar við hafið“ en athyglisverð- astar hins vegar „Regnboga- brák“, „Hótelsaga“ og „Al- heimsnóttin“. Sú fyrstnefnda segir frá ungum dreng, Ragga, sem fer að veiða niðri á höfn og sér risastóra hunangsköku á himni, sjórinn breytist í „ólgandi litahaf" (27) og heimurinn fær blæ ofsjóna eða drauma. Sagan er sögð frá sjónarhorni Ragga og með bernsku myndmáli og jafnvel stíl er venjulegur veru- leiki okkar hafinn upp á svið hetjusagna og ævintýra. Þannig verður t.d. Hótel Holt að Mont Blanc (19) og íbúðarhús í Þing- holtunum að hvítu fjalli þarsem „rauðhærð álfkona" (19) býr. Sagan vindur sig síðan eftir ein- stiginu milli heims raunverunnar og annars heims ímyndunar og ævintýris. Framanaf eru skilin nokkuð skörp fyrir lesandanum en e.t.v. ekki eins fyrir Ragga því að þegar hann t.d. finnur köku- lykt á leið framhjá bakaríi „gufa óravíddir djúpgeimsins upp og ummyndast í girnilegt, sneisafullt kökufat í huga hans.“ (21) Þessi skil leysast síðan upp þegar líður á söguna og heimarnir renna saman svo að lesandi og Raggi reyna í sameiningu að ná áttum en merking sögunnar og veruleiki fjarlægjast það æ meir að láta höndla sig og að lokum er lesand- inn skilinn eftir í miðju falli fram af hengiflugi og sagan læsist um hann sem þögult óp. GARÐAR BALDURSSON SKRIFAR___________________ „Alheimsnóttin“ er áhrifarík dæmisaga um firringu mannsins, endalok hans, smæð og steigur- læti. Sagan gerist í framtíðinni og segir frá manni sem sér ragnarök fyrir og ákveður að lifa þau af. Hann fórnar öllu á altari sjálfs sín og byggir sér „einhýsi" til að búa í um eilífð ef því er að skipta - aleinn. Öll hans fyrirhyggja og nákvæmni koma þó fyrir lítið þegar ragnarökin, sjálf al- heimsnóttin, hefur uppi á hon- um. Löngu síðar skolar honum að strönd mannkyns, að því er virðist í öðru sólkerfi, og samein- ast því á ný. Þótt tími, rúm og veruleiki séu hér með öðru móti en vænta má, gerir hin nafnlausa söguhetja sitt ýtrasta til að binda þessa þrenn- ingu í hefð og vana núna þegar hann er einsog „Palli, einn í deyjandi heiminum“ (72). „Ein- hýsið“ notar hann einmitt til að negla hana niður en hnitmiðuð og ljóðræn lýsingin í því sýnir vel hve „traust“ og geðþekkt þetta hús er: eitt einmanalegt hróp, stor- knað í hjúp utanum hið endan- lega og brothætta blik manns- ins í svörtu, þöglu tómi óend- anleikans. (70) Samtímis því sem myrkur og ljós verða efniskenndari losnar hann úr tengslum við skynjun sína. Þegar hann er að brotna niður undan alheimsnóttinni skynjar hann þannig eftir á en ekki samtímis, og nefnd þrenning sundrast: „Eitthvað þungt og hlýtt féll alltíeinu á handarbak hans: Dropi myrkurs!" (80). Hér sundrast ekki bara skynjunin, heldur kemst skrið á sjálf hans sem hafði verið „misfellulaust einsog kjarnorkubyrgi, eins og heilsteypt höfuð“ (67). Smæð mannsins og firring magnast síð- an með hinu mikla tímastökki yfir í annað sólkerfi til að koma persónunni aftur í snertingu við aðra menn. Svört heimssýn og skörp ádeila eru hér mótaðar í agað og listfengt form sem gerir „Alheimsnóttina" að glæsilegum fulltrúa bókmennta okkar undir aldarlok. „Hótelsaga" er módernískust þessara þriggja sagna, þar þarf lesandinn að geta í eyður í sam- fellunni og heimsmyndin er óráðin, á skjön við hversdags- legan veruleika okkar. Engu að síður er skipulag á óreiðunni í þessari sögu þarsem leikin eru fimm tilbrigði við stutt stef um mann á stað sem er í enn kunnug- legur og framandi, ímyndaður og raunverulegur. Aðrar helstu per- sónur eru gluggi, klukka, bók og ósýnilegur þjónn. Á milli stefja skipta persónur um hlutverk: gluggi verður bók, maður klukka o.s.frv. Sagan er jafnframt háðs- lega meðvituð um að vera saga og gerir gys bæði að sjálfri sér og lesendum líkt og ekkert vilji hún síður en verða þeim úti merk- ingu: „Hverskonar endaleysa er þessi saga eiginlega?“ stundi maðurinn. „Hér afplána ég endalausa nótt með útsýnis- lausum glugga, vísalausri klukku og bók sem hefur hvorki upphaf né endi og eng- inn hefur skrifað! Það mætti segj a mér að þetta væri ævisaga mín...“ En það var ekki einu sinni rétt hjá honum....“(64) Frásagnir þessarar bókar eru hnitmiðaðar og agaðar, á ein- földu en skýru máli og draga upp leiftrandi myndir fyrir lesandan- um. Málbeiting er þannig að heimurinn birtist á ferskan og lif- andi, jafnvel óvæntan hátt. Margvíslegar vísanir í aðrar og eldri bókmenntir dýpka textann einsog t.d. Biblíuvísanir titilsö'g- unnar sem blása öðru lífi í aðra þætti bókarinnar með þeim- af- leiðingum að vefurinn sem les- andi þóttist hafa í höndunum bæði treystist og raknar. Með slíkri úrvinnslu sýnir ísak Harð- arson að hann er ekki síðra sagnaskáld en ljóðskáld. Jðlcnök þjóömcnning Fyrsta íslenska menningarsagan • Hjá Bókaútgáfunni Þjóösögu er komið út sjötta bindi bókaflokksins íslensk þjóðmenning. Það er þriðja bindið í útgáfuröðinni og ber heitið Munnmenntir og bókmenning. í þessu bindi er fjallað um þær menntir sem bárust í mæltu, kveðnu og sungnu máli frá manni til manns og þær menntir sem á bók voru settar og einnig þá kunnáttu sem nauðsynleg var til að miðla þeim. • 172 myndir eru í bindinu lesendum til glöggvunar, þar af 38 í lit, og auk þess fjöldi dæma um kveðskap á spássíum. Einnig fylgir útdráttur á ensku og ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá. • Höfundar eru ellefu: Bjarni Einarsson handritafræð- ingur, Davíð Erlingsson dósent, Einar G. Pétursson cand. mag., Gísli Sigurðsson M. Phil., Jón Hnefill Aðalsteinsson dósent, Loftur Guttormsson dósent, Ólafur Halldórsson handritafræðingur, Stefán Karlsson handritafræðingur, Steingrímur Jónsson cand. mag., Vésteinn Olason prófessor og Ög- mundur Helgason cand. mag. Í&fotíttgáfanjjóðöaga

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.