Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 11
BÆKUR
Fallega siglir Elín
Elín Pálmadóttir:
Fransí Biskví, - Frönsku
íslandssjómennirnir,
útg. Almenna bókafélagið.
Það sem kemur kannski mest á
óvart við lestur bókar Elínar
Pálmadóttur um frönsku ís-
landssjómennina, er það hve
mikið var í raun og veru um þá
vitað, en að mestu óaðgengilegt
íslenskum lesendum þar til nú.
Bók Elínar er 300 bls., full með
óvæntan fróðleik og tugi áður
óbirtra ljósmynda, en Kerlevo
biskup á Bretagne var þegar bú-
inn að gefa út um íslandssjómenn
760 bls. doðrant árið 1944. Fleiri
heimildaverk eru til. Elín vitnar
til 16 skjalasafna og 40 greina og
ritverka. Fjöldi viðmælenda
bættist við, enda stóðu veiðar
Frakkanna hér við land allt til
ársins 1938. Og er það ekki
makalaust, að strax árið 1905
skuli „Pecheur d‘ Islande" eftir
Pierre Loti vera búin að koma út í
445 útgáfum á 14 tungumálum?
Sumir kunna að sakna taka
hefðbundinnar sagnfræði á efn-
inu, en Fransí-Biskví er á laglegri
siglingu mestalla leiðina og
prýðis bók til að nálgast sögur
sem reynast heilmikið efni til um-
hugsunar. Helst má finna að
Framhalds-
líf og
endur-
holdgun
Bókaútgáfan Reykholt hefur
gefið út bókina Vængir vitundar
- Um framhaldslíf og fleiri jarð-
vistir. í henni eru viðtöl, frásagn-
ir og greinar.
Þeir sem við sögu koma eru
m.a. sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson, Einar H. Kvaran skáld,
Miklabæjar-Solveig, sr. Sveinn
Víkingur, Stella G. Sigurðardótt-
ir, Ulfur Ragnarsson læknir,
Guðmundur Einarsson verk-
fræðingur og Einar Benediktsson
skáld. Samantekt var í höndum
Guðmundar Sæmundssonar,
cand. mag.
Bókin fjallar um framhaldslíf,
drauma, nýjar sambandsleiðir
við látna, örlög veraldar, endur-
holdgun og fleiri jarðvistir af
hreinskilni, heiðarleika og skiln-
ingi. Settar eru fram spurningar
er varða alla tilveru mannsins.
Meðal þeirra eru: - Hvernig er
umhorfs hinum megin? - Er hel-
víti til? - Var Jesús Kristur fjöl-
hæfur miðill? - Er biblían full af
frásögnum um dulræn fyrirbæri?
- Hvað er geislabaugur? - Er
sjálfsvíg synd? - Hafa framliðnir
samband við okkur í draumi? -
Er hægt að hafa samband við
framliðna með fjölmiðla- og sam-
skiptatækni nútímans? - Hvað er
endurholdgun? - Voru Adam og
Eva til? - Eru undrabörn sönnun
um fleiri jarðvistir? - Getur
vitnseskja um endurholdgun
breytt lífi okkar?
LeóE
Uive
ójöfnu vægi kaflanna, þeim
áherslum sem Elín leggur á
mannlífsmyndir ýmiss konar á
kostnað greiningar og saman-
burðar. En svo mikið stað-
reyndaflóð liggur fyrir, að nægir
til margra framhaldsrannsókna.
Ef til vill hefði bókin orðið léttari
í vinnslu og lestri með öðru skipu-
lagi, því sem atvinnumenn til-
einka sér. Skortur á nafnaskrám,
góðu efnisyfirliti og heimildatil-
vísunum er Akkillesarhæll „Fra-
nsí Biskví".
ÓLAFUR H. TORFASON
SKRIFAR
Elín upplýsir að þarflaust er að
reyna að spá hverju það hefði
breytt í íslensku þjóðlífi, ef
Frakkar hefðu fengið hér þá að-
stöðu í landi 1856 sem Jón Sig-
urðsson, forseti, vildi. Hann taldi
íslendingum hollt af mörgum
ástæðum að nálgast Frakka. Elín
sýnir að áhugi Frakka var gufað-
ur upp, áður en íslendingar hættu
að rífast innbyrðis um málið.
Frakkarnir fiskuðu hér fra
1616 til 1938 og voru flestir nær
6000 á miðunum í einu. Há-
marksafli sem þeir lestuðu í flutn-
ingaskip á vertíðinni var rúm 16
þúsund tonn. Ólíkt því sem oft er
haldið fram voru samskipti þeirra
við íslendinga sáralítil. Elín
kemst að þeirri niðurstöðu að
blóðblöndun hafi verið nær engin
og að dökkt yfirlit í ýmsum ættum
á íslandi hljóti að vera úr öðrum
áttum. íslandssjómennirnir
komu frá héruðum þar sem íbúar
eru af norrænum stofni og
meinlíkir okkur.
Franska ríkið styrkti útgerð og
vinnslu á fjarlægum miðum líkt
og Norðmenn gera nú, og margir
íslendingar töldu að við gætum
keppt við þá, fengjum við al-
mennileg skip og þeir hættu nið-
urgreiðslum sínum og verndar-
tollum. Hliðstæða sögu þekkjum
við í dag. Merkilegt er að lesa um
átök ríkis og kirkju í Frakklandi
og hvernig þau endurspeglast hér
í rekstri spítalaskipa á vegum
kirkjunnar og sjúkrahúsa í landi á
vegum ríkisins. Loks gerir Elín
ágæta grein fyrir upphafi ka-
þólskrar kirkju hérlendis eftir
siðaskipti, sem fylgdi Frökku-
num og vakti talsverða skelfingu í
upphafi.
Hrikalegir mannskaðar og
slæm aðbúð á íslandsmiðum
hristi upp í rithöfundum og síðan
almenningi í Frakklandi og varð
ríkur þáttur í baráttu fyrir vel-
ferðarmálum og mannréttindum
í lok 19. aldarinnar. Ein áhrifa -
ríkasta afleiðing þessara frétta
voru skrif Victors Hugo og svo
málverk Vincent van Goghs, sem
hann málaði handa íslandssjó-
mönnum af póstmannsfrú Roulin
í Arles, „la Berceuse“ fyrir rétt-
um 100 árum. í bréfum til bróður
síns lýsir van Gogh hryggð sinni
og Gauguins vegna kjara og ein-
manaleika frönsku íslandssjó-
mannanna og segist hafa málað
þessar móðurlegu myndir handa
Minning frönsku íslandssjómannanna lifir m.a. í 5 myndum Vincent
van Gogh af póstmannsfrúnni Roulin, „la Berceuse" í Arles. Málverkin
áttu skv. bréfum van Goghs að fara á íslandsmið, sem skreytingar á
káetuveggi franskra sjómanna fyrir réttum 100 árum. Gauguin og van
Gogh vorkenndu þessum hrjáðu og einmana mönnum sem allt Frakk-
land talaði um. Það var ekki seinn vænna að við fréttum af þeim líka.
Myndin hangir á Staechelin-safninu í Basel, Sviss.
þeim á káetuveggina. Því miður
komst sú barmmikla Berceuse
aldrei á Selvogsgrunn, sem
franskir kenndu við heilagan Þor-
lák. Hvernig væri samt fyrir
Listásafn fslands að stefna að því
að eignast fyrir aldamót eina af
myndunum 5, eða amk. skikkan-
lega eftirprentun? Hugsanlega
geta einherjir ferðamálafrömuðir
líka gert sér mat úr þessum tengsl-
um. ÓHT
UÓÐABÓK í JÓLAGJÖF
Ljósið í lífsbúrinu
Höf:G.Rósa
Eyvindsdóttir
Þaðvarég
Höf: Þórður Helgason
Snerthörpu mína
Höf: Guðlaug María
Bjarnadóttir
Haustregnið magnast
Höf: Þór Stefánsson
Faðmlag vindsins
Höf: Ragnhildur
Ófeigsdóttir
Dagaruppi
Höf: Eiríkur
Brynjólfsson
Gluggaþykkn
Höf:GisliGíslason
Viltu?
Höf: Eyvindur Eiríksson
Engin þessara bóka er
tilnefnd til bókaverðlauna
goðotd
draumurþinn
rætisttvisvar
kjartan árnason
•káldsaga
Örlagið
Meöalholti 9
Reykjavík
Sími
62 26 18
WUiNRÍN
íslendingar mega ekki til þess hugsa að stórglæpir séu framdir í þeirra friðsæla landi.
Trúverðug spennubók um atburði sem enginn vildi þurfa að upplifa.
ÍSAFOLD