Þjóðviljinn - 16.12.1989, Side 13
BÆKUR
Dagur allur í einu
Dagur
Glímuskjálfli
Ljóð 1958-1988
Mál og menning 1989.
Hér eru öll kver Dags Sigurð-
arsonar komin á eina bók og það
er vel.
Alltaf fannst mér, að Dagur
líktist mest fútúristum af kyni
Majakovskís hins rússneska. Að
vísu lenti hann helst ekki inn í
þeirri tæknidýrkun sem fútúrist-
arnir gömlu voru haldnir: það
kemur þó fyrir í Milljónaævintýr-
inu frá 1960, að skáldum er ráð-
lagt að hætta að hræra hvötum
sínum saman við hjal bæjar-
lækjarins „í stað þess að virkja
stórfljótin og kanna úthöfin".
Dagur líkist fúturistum einmitt í
margítrekaðri fyrirlitningu á ón-
ytjuhjali um skáldlegheit og fe-
gurð og setti strax í upphafi fram
þessa stefnuskrá hér:
Orð eru tœki
til að breyta heiminum
hafa endaskipti á endemum
umhverfisins
Því er Dagur einatt upptekinn
við að reisa níðstengur kapítalist-
um og imperíalistum þar og
íhaldsoddvittunum Geir og Birgi
hér, láta broddborgana „éta sem
mestan skít“ og hvetja börnin til
að verða stór og sterk svo þau geti
lumbrað á auðvaldinu. Og við
þessa iðju sneiddi hann hjá allri
kurteisi í garð þeirrar reglu að
betra sé að segja færra en fleira,
reif stólpakjaft, tók með sér inn í
textana Ijótleikann og það
óskáldlega og bannhelga og brá
líka á leik með orðin sér og öðr-
um til skemmtunar og til að herða
á meiningunni:
Frœndi kallar á fólin sín
(fer hann að sjóða sinn gróða)
Pípuhattur og poki
Pyngjuhroki
Faktúrufalsari
Flottrœfilsauli
Bisnissbauli
og Blókin Kók...
segir í einni pólitískri þulu.
Dagur gat líka snúið af ærnum
hagleik út úr Davíð Stefánssyni
þegar sá gállinn var á honum:
„Sælt er að vera fátækur og fylli-
túnglin borða, í fúkka og rottu-
gangi, ó elsku Dísa mín..“ Hann
samdi líka skondin ævintýri þar
sem farið var með söguna og
bókapersónur eins og verða vildi
og hann rak upp rokur stórar þar
sem kynfærin og sólin stigu kos-
mískan dans til heiðurs skáldinu.
Dagur var engum líkur um leið
og hann er heilt tímabil og því er
blátt áfram skemmtilegt að rifja
hann upp. Hann getur þess í einu
kvæðinu í „Níðstaung hin meiri“
að menn séu að skjóta því á sig að
hann „ætli aldrei að verða full-
orðinn“. Þarna er nú eilífðar-
hnúturinn: hættan er sú að sá sem
„verður fullorðinn“ gerist svo
fjandi ábyrgur að honum finnist
út í hött að taka til máls, hvað þá
þenja sig. Þetta hefur Dagur vilj-
að forðast. Kverunum fækkar
reyndar þegar á líður, það er
lengra á milli þeirra, helvítis
elsku kapítalistarnir eru ekki
sama skotmark og fyrr, en Dagur
vill vera samur við sig. Ég er sá
sem ég er, segir hann eins og hver
annar Jahve út úr þyrnirunni. Við
sjáum í síðasta hluta ritsafnsins
„Kella er ekkert skyld þeim“
(1988) að viljinn til að fara með
heimsósóma er samur við sig og
að hann er ekki genginn upp að
hnjám heldur hleypur við fót.
Heimsósóminn hefur þó gerst
eitthvað tilvistarlegri en hann
var, þótt það væri ofmælt að hann
svífi „hátt yfir tímgun mínksins,
hátt yfir skemmdri skreið" eins
og talað er um í einum bálkinum.
Hann getur til dæmis tekið á sig
þessa gagnorðu mynd hér:
Hvaðþarf marga passa og lykla
tii að komast til manna
Hvað kostar það í reiðufé?
Hvað mikla tilgerð?
Hver getur sagt: Pú
og tekið manni
eins og hann kemur af
skepnunni?
Arni Bergmann
Vor á milli vita
Björgúlfur Ólafsson
Hversdagsskór og skýjaborgir.
Reykjavík 1989.
Ungur höfundur byrjar sinn
feril á því að skrifa skáldsögu um
unglinga. Um það að vera eins og
á milli vita: skólinn er að verða
búinn, próf framundan, skóla-
ferðalag, síðan fer hver sína leið,
sumir í menntó. Á þessum mán-
uðum gerist sagan, byrjar á
skólastælum og ati í kennurum og
endar á alvöru lífsins: vígslu til
vímu, til ástar, til dauðans. Að
sumu leyti er þetta „hópsaga" þar
sem áhersla er á það lögð, hvað er
að gerast yfirleitt á þessu aldurs-
skeiði, en mest er þó athyglin við
vini tvo, Halla og Pétur, og Dísu,
sem er að skjóta sig í öðrum
þeirra.
Má vera lesandanum finnist
það ámælisvert að persónurnar
eru á svo til einum og sama tíma
krakkar og hálffullorðið fólk, að
umskiptin verði full snögg. Þaö
má líka að því finna, að söguflétt-
an er full losaraleg og undir lokin
sýni höfundurinn ekki alvöru-
málum lífsins þann sóma, þá alúð
sem hann sýndi skólatiktúrunum.
Er reyndar í vandræðum með
stefnuna í sögulok. Þar á móti
kemur, að Björgúlfur heldur
þokkalega utan um sitt fólk, kann
tungutak þess og notar það eins
og fara gerir, fær okkur til að trúa
á það sem er að brjótast í því.
Hann er einatt vel fylginn sér
þegar hann er að leyfa lesandan-
um að skoða hjörtun og nýrun í
sínum aðalpersónum. Pétur er að
vísu nokkuð svo „afstrakt" á
stundum, en það gengur bara vel
að lýsa Dísu í sjálfsgagnrýniham
og Halla sem veit ekki, hvers
vegna hann verður að láta allt
vaða. Það tekst heldur ekki illa
að tefla liðsmönnum sögunnar
saman - Halla til dæmis gegn
skólastjóranum sem er maður
skelfilegur vegna þess að hann
hefur ekki gaman af neinu.Text-
inn er alls ekki laus við klisjur,
en hann sækir í sig veðrið og
teygir sig upp fyrir þær eins og
t.d. þar sem því er lýst hvemig
brennivínið svífur á liðið í skóla-
ferðalaginu um leið og ástin fer á
kreik: „Annar fyllist hatri vegna
alls ranglætis og vill taka jörðina
undir hælinn og drepa í henni eins
og sígarettustubbi og sá þriðji
finnur nýútsprungið blóm, og fyl-
list gleði og ást og vill hnoða ver-
öldinni saman og varðveita í
hjarta sér. Og einn kemur inn í
stofuna, sér autt sæti við hliðina á
Dísu og sest þar eins og fyrir
hreina tilviljun."
Árni Bergmann
LJÓÐARABB
Sveinn Skorri
Höskuldsson
Ljóóarabb
4*
Hugvekjur um kvæði ýmissa
ólíkra skálda fyrr og nú,
m.a. Bjarna og Jónasar,
Davíðs og Tómasar, Steins
og Hannesar Péturssonar,
o.m.fl.
ANDVAR11989
ANDVARI
1989
Tímarit Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Hins íslenska
þjóðvinafélags.
Ritstjóri: Gunnar Stefánsson.
Aðalgrein ritsins er æviþáttur
um Þorþjöm Sigurgeirsson,
prófessor, eftir Pál Theodórs-
son, eðlisfræðing. Fjölbreytt
efni: Ritgerðir og Ijóð.
ALMANAK
HÍÞ 1990
//—-------\
ALMANAK
Hins fsleruko
blóövinafélogs
1990
1«M
.-^ ......-
Almanak um árið 1990, reikn-
að af Þorsteini Sæmundssyni
Ph.D., og Árbók íslands 1988
eftir Heimi Þorleifsson. Nauð-
synleg bók á hverju heimili.
STUDIA
ISLANDICA 47
íslensk fræði
DIE ANFÁNGE
GEU HICHmCHMIIUMU
©
Bók á þýsku um upphaf Is-
lensk-norskrar sagnaritunar,
eftir Gudrun Lange.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
SONNETTUR
William
Shakesoeare
ShdksjMwr
ynmettur
154 sonnettur i íslenskri þýð-
ingu Daníels Á. Daníelssonar
og greinargerð um sögu
þessa skáldskapar. Merkur
bókmenntaviðburður. Jóla-
gjöf Ijóðaunnenda.
HAUST-
BRÚÐUR
Þórunn
Sigurðardóttir
Haust-
brúður
Þórunn
Sigurðardóttir
ÍEIKIUT
f^l
Leikritið um amtmanninn á
Bessastöðum og heitkonu
hans, Appoloníu
Schwartzkopf sem frumflutt
var í Þjóðleikhúsinu á s.l.
vetri. 3. leikritið í nýjum leik-
ritaflokki Menningarsjóðs.
SIÐASKIPTIN
1. bindi
ill Durant
Will Durant SIDASKIPTIN
f/
1. BINOI fv
Saga evrópskrar menningar
1300-1517. Tímabil mikilla
straumhvarfa í sögu vest-
rænnar menningar. Þýðandi
Björn Jónsson, skólastjóri.
Fróðleg og stórskemmtileg
bók.
UMBÚÐA-
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
Hörður
Bergmann
Undirtitill: Uppgjör og afhjúp-
un. Nýr framfaraskilningur. -
Forvitnilegt framlag til
þjóðmálaumræðu um mál í
brennidepli.
RAFTÆKNI
ORÐASAFN II
Ritsími
og talsími
RAFTÆKNI
ORÐASAFN
Annað bindi nýs orðasafns
yfir hugtök úr ritsíma- og tal-
símatækni. Unnið af Orða-
nefnd rafmagnsverkfræð-
inga. Kjörin handbók.
FRÁ
GOÐORÐUM
TIL RÍKJA
Jón Viðar
Sigurðsson
Jon Vidat S^iurðsson
FRA GODORÐUM
TIL RIKJA
ÞROUN GOOAVAL DS A12 OG13 OLD
Bók um þróun goðavaldsins á
íslandi á 12. og 13. öld eftir
ungan fræðimann, sem tekur
til umfjöllunar viðburðaríkt
tímabil íslandssögunnar.
Bökaútgófa
/VIENNING4RSJÓÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7* REYKJAVÍK
SÍMI 6218 22