Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 1
Fimmtudagur 21, desember 1989 220. tölublað 54. árgangur Mið-Ameríka Bandaríkin raðast á Panama Sovétmenn fordœma, Japanir áhyggjufullir. Verður Noriega píslarvottur? Bandarískar hersveitir réðust í fyrrinótt á bækistððvar Nori- ega, einræðisherra í Panama, og panamska hersins í Panamaborg og víðar í landinu. Bardagar geisuðu enn síðdegis í gær og var vitað að tugir manna höfðu fallið. Bandaríkjamenn höfðu hugsað sér að ná Noriega, sem lengi hefur staðið upp í hárinu á þeim, á sitt vald, en hann komst undan og ber fregnum ekki saman um hvar hann haldi sig. Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við Bandaríkin í máli þessu en So- vétríkin og Kúba fordæma árás- ina sem brot á stofnskrá Samein- uðu þjóðanna og hvetja Banda- ríkin til að kveðja herlið sitt til baka. Japanska stjórnin hefur lýst yfir áhyggjum út af þessari hernaðaraðgerð Bandaríkjanna. Gert var ráð fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi sam- an í gærkvöldi til að ræða árás- ina. Sumir fréttaskýrendur telja að vopnin geti snúist ónotalega í höndum Bandaríkjastjórnar í máli þessu. Þótt Noriega sé illa ræmdur má vera að Bandaríkja- mönnum takist með grímulausri hernaðarárás á land hans að gera hann að píslarvotti í augum margra rómanskra Ameríkana, sem vel muna fyrri hernaðar- íhlutanir Bandaríkjanna í Mið- Ameríku, Mexíkó og Vestur- Indíum. dþ. Sjá síðu 6 Alþingi Samkomulag, en Samkomulag náðist ígœr umframgang mála fyrirjól. Sjálfstœðismenn vilja afsökun frá Guðrúnu Helgadóttur sem segist ekki skilja hvað hún eigi að afsaka. Forsœtisráðherra ánœgður með samkomulagið Eftir mikil fundahöld, sem ma. leiddu til þess að fresta varð deildarfundum í þrígang á Al- þingi í gær, náðu þingflokkar stjórnar og stjórnarandstöðu samkomulagi um framgang mála á Alþingi fyrir jólaleyfi. Fjár- málaráðherra gekk einnig frá samkomulagi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um hlut- deild sveitarfélaganna í greiðslu tannlæknakostnaðar og eitt af frumvörpunum sem samkomulag varð um að fresta fyrir áramót er frumvarp um hcilbrigðisþjónustu en innihald þess er tilefni deilu borgarstjórans í Reykjavík við fjármálaráðhcrra. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagðist í gær vera ánægður með samkomulag þingflokkanna og hann liti svo á að þingið gæti lokið störfum fyrir föstudagskvöld. Ríkisstjórnin kæmi með samkomulaginu flest- um þeim málum í gegn fyrir jól sem hún legði áherslu á. Hann hefði boðið sl. föstudag að nokk- ur mál biðu; umhverfisfrumvörp- in tvö, skattur á orkufyrirtæki, bifreiðagjald, en nú hefði frum- varpi um heilbrigðisþjónustu ver- ið bætt þar við. Aðalatriðið væri samkomulag sem náðst hefði við sveitarfélögin og borgarstjóra. Viðhorf ríkisstjórnarinnar varðandi stjórnunarfyrirkomulag Borgarspítalans hafa ekkert breyst að sögn forsætisráðherra og borgarstjóri heldur fast við sína afstöðu. En samkomulagið gerir ráð fyrir að ríkið greiði allan kostnað við rekstur Borgarspítal- ans á næsta ári en viðræður verða hafnar á milli aðila um rekstur heilbrigðisstofnana. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra vildi ekki segja að hann hefði staðið í deilu við borg- arstjóra. Málið hefði hins vegar snúist um að ef Reykjavík vildi ekki sætt sig við að Alþingi og ríkisstjórnin ákveddu stjórnar- form Borgarspítalans og vildi áfram óbreytt form, yrði borgin að taka þátt í kostnaði við rekst- urinn. Eftir fund forsætisráð- herra með borgarstjóra lægi ljóst fyrir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því í janúar að frumvarp um stjórn sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva verði afgreitt, í sam- „Æ Óli minn, hvaða pappír er þetta?" gæti Steingrímur Hermannsson verið að segja á þessari mynd, þar sem hann sat í Kringlunni í Alþingishúsinu með Óla Þ. Guðbjarttssyni dómsmálaráðherra og Júlíusi Sólnes hagstofuráðherra. Mynd: Jim Smart. ræmi við stefnu stjórnarinnar. Að sögn fjármálaráðherra átti hann fróðlegan fund með fulltrú- um starfsfólks Borgarspítalans í gær. Það hefði sett fram ósk um meiri hlutdeild í stjórn spítalans og sér þættu þær hugmyndir mjög athygliverðar. Nánar yrði rætt um þetta við starfsfólkið í janúar en borgarstjóri hefði afsalað sér möguleikum til að hafa afgerandi Fjárdráttur Týndur í kerfinu Fjársvikum íOrkubúi Vestfjarða stungið undirstól ísjö mánuði. Uppgjör innkaupastjórans látið nœgja Enda þótt rúmt ár sé liðið frá því að upp komst um fjársvik innkaupastjóra Orkubús Vest- fjarða hefur málið ekki hlotið eðlilega sakameðferð. Innkaupa- stjórinn gerði upp skuldir sínar við fyrirtækið og verður það að líkindum látið nægja, því málið virðist nú „týnt í kerfinu“. Eftir að upp komst um fjár- dráttinn viðurkenndi innkaupa- stjórinn að hann hefði dregið til sín rösklega eina miljón króna. Málið var þá sent ríkissaksókn- ara, en þaðan var það sent til iðn- aðarráðuneytisins til umsagnar. Ráðuneytinu ber að senda málið aftur til saksóknara en þar hefur málið verið í sjö mánuði. Að sögn Jóns Erlendssonar fulltrúa ríkissaksóknara bárust viðbótargögn frá ísafirði 5. maí sl. þarsem fallið var frá kæru. Gögnin voru send í ráðuneytið og hefur ekki verið hreyft við málinu síðan. Jón sagði saksóknara taka afstöðu til málsins þegar það bær- ist aftur frá ráðuneytinu. Bæjarfógetaembættið á ísa- firði gat engar upplýsingar gefið um hvort eða hvers vegna fallið var frá kæru. Orkubúið mun hinsvegar ekki hafast frekar að í málinu, enda kærði það aldrei innkaupastjórann. „Við óskuðum einfaldlega eftir rannsókn og hún fór féHdega fram. Viðkomandi er búinn að gera upp sín mál við okkur og það er ákæruvaldsins að ákveða næsta skref,“ sagði Kristján Har- aldsson orkubússtjóri í samtali við Þjóðviljann. -þóm áhrif á stjórn spítalans á næstu árum. Samkomulag fjármálaráð- herra við sveitarfélögin gerir ráð fyrir að sveitarfélögin greiði 1/3 af kostnaði við tannlækningar, eða um 250 milljónir í stað 346 milljónir eins og fyrirhugað var. Ólafur taldi þetta gott samkomu- lag. Þá hefði verið ákveðið að setja 40 milljónir í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á þessu ári, til að styrkja verst settu sveitarfélögin. Á næsta ári færu síðan fram við- ræður við sveitarfélögin um hvernig haga ætti málum til fram- búðar. Sjálfstæðismenn halda fast í kröfu sína um að Guðrún Helga- dóttir forseti sameinaðas þings biðjist afsökunar á ummælum sínum varðandi fjarstýringu borgarstjóra á málþófí flokksins á þingi og fl. Guðrún segist ekki ætla að biðja afsökunar, enda skilji hún ekki hvers vegna hún ætti að gera það. Olafur G Einarsson þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins sagði að það lægi í augum uppi að það færi eftir því hvað forseti gerði í upphafi fund- ar sameinaðs þings í dag, hvernig gengi að þoka málum áfram þar. Sjálfstæðismenn myndu ekki ganga af fundi komi afsökunar- beiðnin ekki en hann ítrekaði að hann væri hræddur um að þing- stöf gengju ekki vel biðjist Guð- rún ekki afsökunar. 3 dagar tíl jóla ijJjfx Eíto et'fSiöfcfei.'' Tíundi var Gluggagægir Lilja Eggertsdóttir, 12 ára, teiknaði þennan jólalega jóla- svein. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.