Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Qupperneq 2
_____________________FRÉTTIR______________________ Borgarspítalinn Starfsmenn mótmæla Vilja enga ráðherraskipaðafulltrúa ístjórn. Telja breytingar á heilbrigðis- lögum fela í sér aukna miðstýringu Frá fundi starfsmanna Borgarspítalans í gær þar sem mótmælt var frumvarpi til laga um breytingar á heilbrigðislögum. Ljóst er að frumvarp þetta verður ekki afgreitt fyrir jól, svo starfsmenn spítalans geta andað léttar í bili. Mynd-Kristinn Starfsmenn Borgarspítalans mótmæla harðlega því ákvæði í frumvarpi til breytinga á heilbrigðislögum sem kveður á um að stjórn spítalans verði skipuð af heilbrigðisráðherra. Einnig er mótmælt ýmsum öðrum ákvæðum lagafrumvarpsins sem talið er að miði að því að færa ábyrgð og forræði frá sveitarfé- lögum yilr til ráðuneytis og þeim áformum að gera alla starfsmenn spítalans að ríkisstarfsmönnum. Nái frumvarpið fram að ganga telja starfsenn spítalans að stigið sé skref í átt til aukinnar miðstýr- ingar sem leiði til verri og dýrari þjónustu þegar fram í sækir. Starfsmenn spítalans vilja halda óbreyttri stjórn hans og telja ekk- ert það fram komið sem réttlæti breytingar þar á. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem haldinn var á Borgar- spítalanum í gærmorgun. Seinni partinn í gær var síðan ákveðið að frest afgreiðslu þessa frumvarps á Alþingi fram yfir áramót. I ályktun sem samþykkt var á fundinum segir m.a. að þrátt fyrir - Okkur hefur ekki borist nein áksorun frá stjórn sjúkrastofn- ana en hins vegar hefur áhuga- hópur um bætta fæðingarþjón- ustu sent okkur bréf sem við mun- um taka afstöðu til síðar í þessari viku. Þá munum við væntanlega einnig fjalla um bréf stjórnar sjúkarstofnana, hafí okkur borist það innan þess tíma, sagði Arni nauðsyn þess að saman fari fjár- hagsleg og rekstrarleg ábyrgð, réttlæti það ekki eignaraðild eða forræði ríkisins í Borgarspítalan- um. Ríkið kaupir þjónustu af spítalanum og engin fjárhagsleg Ingólfsson læknir, en hann er einn þeirra 11 lækna sem hyggjast leigja tvær hæðir Fæðingar- heimilisins. Eins og greint var frá í Þjóðvilj- anum fyrr í vikunni hefur stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur- borgar samþykkt að senda lækn- unum 11 áskorun um að falla frá fyrirætlunum um að leigja húsn- rök eru fyrir yfirtöku ríkisins, enda hefur vel tekist til um rekst- ur hans á undanförnum árum. Aðrar sjúkrastofnanir hafa einnig mótmælt þessum ákvæðum frumvarpsins, m.a. æði Fæðingarheimilisins og áhug- ahópur um bætta fæðingarþjón- ustu hefur sent læknunum sams konar áskorun. Samningaviðræður standa nú yfir milli borgarinnar og lækn- anna en Árni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlega yrði hætt við þá samningsgerð vegna þrýstings frá áðurgreindum aðilum. -iþ hafa stjórnendur Sólvangs og St. Jósepsspítala í Hafnarfirði sent frá sér mótmæli vegna þessa. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið, þ.e. heilbrigðisráðherra skipi stjórnarformann í stjórn sjúkrastofnana. Aðra fulltrúa í stjórnina á ráðherra líka að skipa að skipa formlega, að fengnum tillögum frá sveitarfélögum og stofnunum. - Þetta þýðir að í raun munu stjórnarmeðlimir starfa á ábyrgð ráðherra en ekki þeirra sem þeir eru tilnefndir af, sagði Magnús Skúlason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Borgarspítalans. Á fundi heilbrigðisráðs borgar- innar var lögð fram bókun vegna þessa máls frá fulltrúa Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Fram- sóknarflokks. Þar er því mótmælt að allir stjórnarmenn verði skip- aðir af ráðherra en talið eðlilegt og til hagsbóta fyrir báða aðila að ríkisvaldið hafi einn fulltrúa í stjórnum sjúkrastofnana. -iþ Fœðingarheimilið Engin viðbrögð enn Arni Ingólfsson, læknir: Tökum afstöðu til áskorananna síðar í vikunni Húsaleiga hækkar Frá og með 1. janúar hækkar leiga fyrir íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði um 2,5%. Reiknast þessi hækkun á þá leigu, sem er í desember 1989. Leiga helst svo óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. febrúar og mars 1990. Þetta gildir um þá leigu sem samkvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breytingum meðallauna. Ný stjórn Ætt- fræðifélagsins Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Ættfræðifélagsins sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Nýju stjórnina skipa þau Jón Valur Jensson formaður, Hólmfríður Gísladóttir varaformaður, Ing- imar Fr. Jóhannsson ritari, Þór- arinn B. Guðmundsson gjaldkeri og Kristín Guðmundsdóttir meðstjómandi. í varastjórn em Anna Guðrún Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Þorgrímsson. Á sjötta hundrað manns em félagar í Ættfræðifélaginu. Kringlukast Samtök um byggingu tónlistar- húss munu standa fyrir hlutavelt- unni „Kringlukasti“ í Kringlunni daglega21.,22. og23. desember. Mörg fyrirtæki í Kringlunni og utan hennar hafa gefið vinninga, stóra og smáa og suma mjög glæsilega, t.d. vöruúttektir, fatn- að, snyrtivörur, leikföng, hljóm- plötur og bækur. Hlutaveltan stendur á meðann verslanir em opnar eða þar til uppselt er. Mið- averð er kr. 50. Hljómsveitar- menn úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar annast miðasölu. Einn- ig koma margir þekktir tónlistar- menn í heimsókn og flytja Kring- lugestum ljúfa tónlist. Allur ágóði af Kringlukasti rennur til byggingar tónlistarhúss. Fertugir kratar Alþýðuflokksfélag Kópavogs verður 40 ára 27. desember, en félagið var stofnað árið 1949. í tilefni afmælisins hefur Alþýðu- flokksfélagið í Kópavogi opið hús milli kl. 17 og 19 í Félagsheimili Kópavogs 27. desember. Bylting í sjúkraþjálfun þroskaheftra Ný sjúkraþjálfunardeild á Kópa- vogshæli var opnuð sl. laugardag. Þar mun vera ein fullkomnasta aðstaða fyrir sjúkraþjálfun þroskaheftra hér á landi. Þrír sjúkraþjálfarar hafa verið ráðnir til starfa og tveir aðstoðarmenn og gjörbreytir það þeirri þjón- ustu sem vistmenn búa við. Allt fram til þessa hefur aðstöðuleysi háð sjúkraþjálfun vistmanna og erfitt reynst að fá sjúkarþjálfara til starfa. Á Kópavogshæli búa nú 146 fatlaðir einstaklingar og þurfa allir líkamsþjálfun að ein- hverju leyti. Samstarfshópur friðarsamtaka stendur fyrir blysför niður Lauga- Skata á Borginni Undanfarin ár hefur Hótel Borg boðið upp á skötu síðustu daga fýrir jól. Föstudaginn 22. des- ember og á Þorláksmessu verður hægt að fá skötu á Borginni. Jóla- hlaðborðið er einnig á sínum stað fram að jólum. veg í Reykjavík á Þorláksmessu einsog undanfarin ár. Gangan hefst við Hlemm kl. 19 og endar í Lækjargötu fyrir framan Torf- una. Þótt horfur í heiminum séu friðvænlegri nú um þessi jól en mörg undanfarin ár er enn barist víða og þjóðir og kynþættir í mörgum löndum búa við kúgun og harðrétti. Blysförin er farin til að minna á að baráttunni fyrir friði er hvergi nærri lokið. Blys verða seld á staðnum. Hafísinn Enn ófært fyrir Hom „Það er mikil hreyfing á ísnum nyrðra og ekki laust við nýmynd- un íss þar sökum kulda. Siglinga- leiðin fyrir Horn að ísafjarðar- djúp er þó enn lokuð. Á siglinga- leiðum á Húnaflóa og fyrir Vest- fírði ber sjófarendum að gæta fyllstu varúðar,“ sagði Þór Jak- obsson veðurfræðingur. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-Sýn fór í ískönnunarflug í gær og kannaði hafísinn fyrir Norður- landi og Vestfjörðum. Sam- kvæmt því er ísjaðarinn um 60. sjómílur norðaustan af Kol- beinsey að þéttleika þrír tíundu og liggur þaðan til suðvesturs á Húnaflóa og áleiðis að Homi. grh Hitaveitan Aukið álag „Ég held bara að það gangi nokkuð vel að halda hita á Reykvíkingum um þessar mundir og nóg til af heita vatninu. En þeg- ar kuidinn verður svona mikÚI er alltaf eitthvað um kvartanir cg bilanir og því höfum við fengið mannskap frá lokunardeildinni til aðstoðar,“ sagði Hjörleifur Jónsson á bilanavakt Hitaveitu Reykjavíkur. I gær var tólf stiga gaddur í borginni með fjórum til fimm vindstigum sem er kannski ekk- ert miðað við það sem var í inn- sveitum fyrir norðan í gær. Þar mældist frostið vel yfir tuttugu stig og þegar reiknað er með vindinum er ekki fjarri lagi að kuldinn samsvari nálægt fjörutíu stigum í logni. í dag er spáð á- framhaldandi frosti frá tíu til fimmtán stigum með hvassri norðaustan átt sem eykur kuld- ann enn til muna. -grh Hitt, nýtt unglingablað Hitt nefnist nýtt unglingablað sem kemur út um þessar mundir. Blaðið er allt litprentað en rit- stjóri er Steinar Viktorsson. Poppið fær ýtarlega umfjöllun í blaðinu og má m.a. nefna viðtal við Ný dönsk, viðtöl við bflskúrs- hljómsveitir, hljómplöturýni og ýmislegt fleira. Þá er fjallað um tískuna, kvikmyndir, myndbönd, stjörnuspeki, kynlíf, áfengismál, billjard og þannig mætti áfram telja. Einnig er ljóð og smásaga í blaðinu. Hitt blaðið er rúmar 50 síður að stærð og kostar 390 kr. Monk í Heita pottinum Tónlist eftir bandaríska tón- skáldið og píanóleikarann Thel- onius Monk verður leikin á tón- leikum í Heita pottinum, Duus- húsi, í kvöld. Monk, sem lést fyrir 10 árum, hefur stundum verið flokkaður með áhrifamönnum bebop-jassins, en stóð um margt sér á parti. Frægð hans var lítil framan af, en nú er hann álitinn eitt af höfuðtónskáldum jassins. Er tónlist hans leikin um allan heim og kunnasta lag hans, Ro- und Midnight, orðið þjóðsöngur jassara. Að kynningunni stendur kvintett skipaður þeim Kjartani Valdimarssyni píanóleikara, Sig- urði Flosasyni saxófónleikara, Hilmari Jenssyni gítarleikara, trymblinum Matthíasi Hemstock og Tómasi R. Einarssyni bassa- leikara. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. 2 SÍÐA — ÞJÖÐVIUIINN Flmmtudagur 21. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.