Þjóðviljinn - 21.12.1989, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Síða 3
FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun Horfumar ekki bjartar Allir að geraþað gott nema við ó svo bjart sé yfir efna- hagsmálum í helstu iðnríkjum heims á næsta ári með 3% hag- vexti og um 4% verðbólgu eru horfurnar ekki jafn bjartar í efnahagsmálum íslendinga. Spáð er áframhaldandi samdrætti í þjóðarbúskapnum fram á mitt næsta ár en eftir það er búist við að hagvöxtur glæðist á ný og verði l%-2% á ári á tímabiiinu 1991-1994. Þetta kemur fram í spá Þjóðhagsstofnunar um efna- hagshorfurnar árið 1990. Samkvæmt Þjóðhagsstofnun er gert ráð fyrir að landsfram- leiðsla og þjóðartekjur verði rúmlega 1% minni árið 1990 en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast sam- an heldur meira en þjóðartekjur eða um 1,5% sem stafar einkum Vöruskiptin Hagstæö um 6,8 miljarða Vöruskiptajöfnuðurinn fyrir fyrstu 10 mánuði þessa árs var hagstæður um 6,8 miljarða króna, en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 0,1 miljarð króna á sama gengi. Alls voru fluttar út vörur fyrir 64,6 miljarða króna á fyrstu 10 mánuðum þessar árs, en inn vörur fyrir 57,8 miljarða króna. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu 10 mánuði ársins var 5% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 72% alls útflutnings og voru 5% meiri en í fyrra. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu 10 mán- uði ársins var 6% minna en á sama tíma í fyrra. í október mánuði voru fluttar út vörur fyrir 6.680 miljónir króna en inn fyrir 6.750 miljónir króna. Vöruskiptajöfnuðurinn fyrir október var því óhagstæður um 70 miljónir króna en í október í fyrra var hann hagstæður um 45 miljónir króna á sama gengi. -Sáf af samdrætti í einkaneyslu sem áætluð er að dragist saman að raungildi um 2,5% eða 3,5% á mann borið saman við 2% í þjóð- hagsáætlun. Samkvæmt þessu dregst sparnaður heimilanna nokkuð saman. Spár um sam- neyslu og fjárfestingu eru óbreyttar frá þjóðhagsáætlun, en þar er gert ráð fyrir 1% aukningu á samneyslu, en 1% samdrætti í fjárfestingu sem þýðir að þjóðar- útgjöld verða 1,6% minni. í þessu felst að viðskiptahalli minnkar á milli áranna 1989 og 1990. Verður2,2% aflandsfram- leiðslu samanborið við 2,4% á þessu ári og 3,7% árið 1988. Vegna minni afla er fyrirsjáan- legt að framleiðsla sjávarafurða muni minnka á næsta ári eða um allt að 3%. Þjóðhagsstofnun tel- ur að önnur útflutningsfram- leiðsla muni ýmist standa f stað eða fara vaxandi sem vegur að hluta upp minni sjávarafurða- framleiðslu. Útflutningsfram- leiðslan í heild er því talin minnka um 1% á milli ára. Miðað við óbreytt raungengi og áframhaldandi samdrátt ráð- stöfunartekna á mann sem spáð er að verði um 5,5% frá 1989 til 1990 en þær rýrnuðu um 8% frá 1988 til 1989, er reiknað með minni innflutningi á næsta ári og þar með áframhaldandi bata á vöruskiptajöfnuði. Búist er við að hann verði hagstæður í ár um 7,4 miljarða króna. Aftur á móti mun viðskiptajöfnuðurinn verða áfram neikvæður vegna óhag- stæðs vaxtajafnaðar og er reiknað með viðskiptahalla upp á 7,6 miljarða króna sem svarar til. 2,2% af landsframleiðslu. Varðandi launaþróunina al- mennt á næsta ári ríkir þó mikil óvissa hver hún verður þar sem kjarasamningar vel flestra félaga og samtaka launafólks eru lausir eða renna út um áramótin. Hins vegar eru atvinnuhorfur næsta árs ekki ýkja bjartar því spáð er vaxandi atvinnuleysi og um 3000 manns verði að jafnaði atvinnu- lausir eða tæp 2,5% af vinnu- framboði. Mest er það talið verða strax í ársbyrjun eða 4%-5%. Yfir sumarið um l%-2%, nái lág- marki í september en fari síðan aftur vaxandi og verði um 3% af vinnuframboði í lok árs 1990. -grh Rúmenía íslensk stjóm- völd mótmæla íslensk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af grimmilegri vald- beitingu stjórnvalda í Rúmeníu undanfarna daga og fordæma harðlega fjöldamorð á friðsam- legum mótmælendum, sem átt hafa sér stað í landinu. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu segir að mót- mælaaðgerðir í borginni Timiso- ara séu andsvar almennings í Rúmeníu við þeim ásetningi stjórnvalda að virða að vettugi þær lýðræðislegu umbætur, sem rutt hafa sér til rúms í öðrum ríkj- um Austur-Evrópu. „ísland gagnrýndi endurtekin brot rúmenskra stjórnvalda á mannréttindaákvæðum Helsinki- sáttmálans bæði við lok fram- haldsfundar Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE), sem lauk í Vín í janúar sl., og við upphaf viðræðna um niðurskurð hefðbundinna vopna og traustvekjandi aðgerðir, sem hófust í Vín í mars sl. í ljósi at- burða að undanförnu vilja íslensk stjórnvöld enn skora á stjórn Ce- ausescus að virða þær skuldbind- ingar, sem Rúmenar hafa gert innan CSCE og láta hið fyrsta af þeim ofbeldiskenndu stjórnar- farsaðferðum, sem hvarvetna eru nú á undanhaldi í öðrum ríkjum Austur-Evrópu," segir ennfrem- ur í tilkynningunni. -Sáf Lltlar breytingar í fyrstu Senn líður að því að fjórir rót- grónir bankar leggja upp laupana og sameinist undir merki Islandsbanka. Segja má að aðeins ein vika sé til stefnu því aðeins fimm vinnudagar cru til áramóta. Þá tekur Islandsbanki formlega til starfa og bankar í landinu verða þremur færri en áður. Sjáanlegar breytingar verða þó fremur litlar í fyrstu og þurfa við- skiptavinir bankanna fjögurra varla að óttast að sameiningin hafi neikvæð áhrif á samskipti þeirra við „bankann sinn“. Á sama hátt verða spor bankans til framfara á sviði bankamála nokkuð hæggeng í fyrstu og getur tekið einhvern tíma á komast „i takt við nýja tíma“ einsog bank- inn gerir út á í auglýsingum. Hægar breytingar íslandsbanki varð til þegar Al- þýðubanki, Iðnaðarbanki og Verslunarbanki keyptu Útvegs- bankann og sameinuðust í einum banka. Hann verður annar stærsti banki landsins með 50 miljarða eigið fé, en eigið fé Landsbankans er um 80 miljarð- ar. Fróðlegt verður að fylgjast með samkeppni þessara banka en möguleikar íslandsbanka eru vitaskuld miklir nú í upphafi. Þróunin mun þó verða hæggeng á næstunni og sameiningin verður vart sjáanleg nema í pappírs- vinnu. „Hvert útibú verður með mjög svipuðu sniði og áður og er stefnt að því að viðskiptavinir haldi sömu tengslum við bankana. ís- landsbankinn tekur við öllum inn- og útlánum hinna bankanna og þannig munu allir skilmálar viðskiptavina varðandi núver- andi lánagreiðslur haldast óbreyttir,“ sagði Valur Valsson formaður bankastjórnar íslands- banka í samtali við Þjóðviljann. Ein af fyrstu sjáanlegu nýjung- um bankans verður tékkareikn- ingur sem tekur gildi strax eftir áramótin. Gömlu reikningamir verða þó áfram í gildi svo lengi sem tékkheftin endast fram eftir ári. Tékkareikningurinn líkist nýjustu reikningum bankanna á því sviði og þurfa viðskiptavinir ekki á bankakorti að halda, frem- ur en verið hefur í al-reikningi Iðnaðarbankans. Bankakortið hefur reyndar verið af mörgum talið meingallað og hefur td. rannsóknarlögreglan lýst óá- nægju sinni með slík kort. Einsog flestir bankar hafa boðið við- skiptavinum sínum mun íslands- banki gefa kost á mynd af reikningshöfum á tékkaeyðublöð og óbreytt reikningsnúmer frá fyrri banka. Þá verða sérstakir reikningar fyrir fyrirtæki og munu útibúin viðhalda sérstakri þjónustu vegna þeirra. Greiðslukortaæði landsmanna minnkar varla með tilkomu ís- landsbanka þarsem hann verður umboðsaðili að Visa- og Euro- kortum. Flestar breytinganna munu ganga mjög hægt fyrir sig. Allar innlánsbækur, með mismunandi sérkjörum á milli banka, verða áfram í gildi en ekki verður stofn- að til fleiri reikninga með því sniði. Þannig má búast við að reikningar gömlu bankanna hverfi smám saman og nýir taki við. Heyrst hefur að undanförnu að þessir nýju reikningar líkist meira því sem Iðnaðarbankinn hefur teflt fram síðustu misseri en reikningum hinna bankanna. Valur Valsson sagði það ekki rétt og enginn bankanna fjögurra hefði meiri umsvif í íslandsbanka en aðrir. „Þetta hefur verið góð samvinna fjögurra aðila á jafnréttisgrundvelli og við völd- um það besta hver hjá öðrum. Við leggjum mikla áherslu á að gefa einstaklingum og fyrirtækj- um kost á meiri sveigjanleika en áður hefur þekkst. Stefna okkar er að bjóða upp á heildarlausnir í stað þess að leggja áherslu á ein- stakar vörur og þjónustu, sem hingað til hefur tíðkast,“ sagði Valur aðspurður um stefnu- breytingar bankans. Aukin hagrœðing En það er á engan hátt hægt að segja til um hvort bankinn nái fram markmiði sínu um nýja tíma í bankamálum. Hann hlýtur að fara inn á braut frekari hagræð- inga, en lítið hefur verið rætt um fækkun útibúa eða starfsfólks. Starfsmönnum í bönkunum fjór- um hefur þegar fækkað talsvert en ekkert hefur verið hróflað við í BRENNIDEPLI útibúum. Um 100 stöðugildi hafa losnað á einu ári, því þeim hefur fækkað úr 980 í 880. Stefnan er að fækka starfsmönnum án upp- sagna. Hvort það tekst er vart hægt að segja til um fyrr en á- kvarðanir verða teknar um fækk- un útibúa. Það hlýtur að teljast mjög eðli- legt og raunar nauðsynlegt að bíða með fækkun útibúa þar til reynsla verður komin á rekstur Þótt íslandsbanki nái fram markmiðisínu um nútíma banka í takt við nýja tíma verður hans höfuð verkefni að við- halda þjónustu sinni, eða bœta til betri vegar. Nauðsynlegt er að gera samskiptin við viðskipta- vini enn persónulegri og þœgilegri ánfrekari kostnaðar fyrir kúnnann þeirra undir hatti íslandsbanka. Enda þótt viðskiptavinir haldi jafnan mikilli tryggð við sín útibú geta umsvif þeirra breyst á báða bóga eftir sameininguna. Sem dæmi hefur Alþýðubankinn á Laugavegi liðið nokkuð fyrir staðsetningu sína vegna fárra bíl- astæða. Gera má ráð fyrir að tals- verður hluti verslunarmanna við Laugaveg skipti við einhvem hinna bankanna þriggja, sérstak- lega Verslunarbankann, og færi þannig viðskipti sín yfir í það úti- bú sem nú er Alþýðubanki. Svip- aða sögu má segja á fleiri stöðum í Reykjavík og nágrenni. íslands- banki gæti jafnvel farið í land- vinninga á þennan hátt því gera má ráð fyrir að mörgum viðskipt- avinum henti banki sem hefur svo gífurlegan fjölda útibúa. Þótt íslandsbanki nái fram markmiði sínu um nútíma banka í takt við nýja tíma verður hans höfuð verkefni að viðhalda þjón- ustu sinni, eða bæta til betri veg- ar. Nauðsyniegt er að gera sam- skiptin við viðskiptavini enn per- sónulegri og þægilegri án frekari kostnaðar fyrir kúnnann. Margir viðskiptavinir bankanna fjögurra óttast að litli þægilegi bankinn á hominu verði að stóm miðstýrðu bákni .sem verði afar þungt í vöfum. Nái stefna íslandsbanka fram að ganga er þessi ótti líkast til óþarfur. Þar verða útibúin lyk- ilatriði í rekstrinum og þau verða enn sjálfstæðari en áður. Þannig taldi einn heimildamanna Þjóð- viljans útibúin einmitt eiga möguleika á að ná enn persónu- legri tengslum við sína viðskipta- vini en áður. Bankinn verður reyndar með skipulagðari deildarskiptingu en áður hefur tíðkast. Stjómendur bankans verða hver með sitt svið, allt upp í bankastjórana þrjá að Val Valssyni formanns bankastjórnar undanskildum. Framtíð íslandsbanka er ó- skrifað blað en forráðamenn bankans leggja mikla áherslu á að bæta þjónustu án frekari miðstýr- ingar. Bankinn hefur í raun mikla möguleika á að sölsa enn frekar undir sig á markaðinum en vilji viðskiptavinir heldur lítinn banka verður þeim erfitt um vik. Fyrir slíka viðskiptavini skiptir það sköpum að gera útibúin sem sjálfstæðastar einingar. Frekari kostir og gallar hins stóra íslands- banka munu koma síðar í ljós. -þóm i i \ I Flmmtudagur 21. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.