Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 7
BÆKUR
Hetjan og dauðastríð hennar
Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu
eftir Gabrícl García Márquez
Guðbergur Bergsson þýddi
206 bls. Forlagið 1989
Hershöfðinginn sem er inn-
lyksa í völundarhúsi sínu í
splunkunýrri skáldsögu eftir
Gabríel García Márquez er eng-
inn annar en Símon Bolívar,
maðurinn sem stýrði frelsisherj-
um spænsku Ameríku gegn Spán-
verjum á fyrri hluta 19. aldar og
leysti hana undan valdi þeirra.
Frést hefur að sagan hafi valdið
harkalegum deilum í Suður-
Ameríku og á Spáni, og segir
gagnrýnandi Times Literary
Supplement að Márquez hafi tek-
ist að móðga hreint alla skoðana-
hópa með þessari bók. í>ar syðra
er litið á söguna fyrst og fremst
sem sagnfræðilegt og pólitískt
verk: sú hlið á henni kemur
minna við okkur á norðurslóðum
en annað sem sagan hefur að
geyma. Enda er það undramargt.
Ferðasaga
Símon Bolívar fæddist í júlí
1783, en saga Márquezar hefst
ekki fyrr en 8. maí 1830, árið sem
hann deyr aðeins 47 ára. Pá er
Bolívar völdum rúinn, orðinn
helsjúkur maður, gamall fyrir
aldur fram en búinn að lifa við-
burðaríkara lífi en flestir fyrr og
síðar. Hvers vegna byrjar skáld-
sagan ekki fyrr?
Sagan fylgir Bolívar á síðustu
löngu ferð hans: frá Santa Fe í
Bogotá, sem nú er nálægt miðri
Kólumbíu, niður eftir hinu mikla
Magdalenufljóti til sjávar. í hafn-
arborginni Karþagó í Kólumbíu
hyggst hann stíga um borð í skip
og sigla til Evrópu. Hann hefur
sagt af sér embætti sem forseti
lýðveldisins sem hann átti svo
stóran þátt í að stofna; hann hef-
ur mátt þola ótal samsæri og
morðtilraunir, enginn skilur
lengur drauma hans um samein-
aða spænsku Ameríku og enginn
ann honum í Bogotá.
Vatn sem rennur að ósi er gam-
alt tákn lífshlaups mannsins, og í
sögu Márquezar endurlifir Bolí-
var alla ævi sína í stuttum brotum
og svipmyndum á þessu fimm
mánaða ferðalagi niður hitabelt-
isfljótið. Ferðalagið er rammi
utan um æviferð Bolívars. Og
höfundur skirrist ekki við að æða
með okkur fram og aftur í tíma,
stundum mörg ár, stundum bara
dagpart, en alltaf svo snöggt að
maður má hafa sig allan við að
fylgja honum á þeysisprettinum.
Allra síðast rifjar hann upp forna
sorg og svo stóra að hann hefur
aldrei haft orð á henni fram að
þeirri stund.
Þetta stöðuga og óundirbúna
flakk um spennandi ævi mikils
manns gerir söguna erfiða en líka
fjölbreytt og einstætt listaverk,
hún verður eins konar völund-
arhús hugans þar sem eldhuginn
Bolívar gengur um á ófúnum
andans fótum, þótt hann sé far-
inn á líkama. Og eins og ævinlega
eru það smámunirnir, sögurnar
ótalmörgu inni í sögunni sem
verða lesanda minnisstæðar,
myndir af fólki og umhverfi sem
höfundur bregður upp af blygð-
unarlausu örlæti suður-amerískra
sagnamanna.
Eitt yndislegasta dæmið er sag-
an af ungu og fögru, ensku sendi-
herradótturinni Míröndu sem
Símon kynnist í veislu í Kingston
á Jamaíku þegar hann er þar í
útlegð rúmlega þrítugur. Nokkr-
um dögum seinna fær hann boð
um að hitta hana í kvöldmyrkri á
leyndum stað, og þó að hann
hætti dýrmætu lífi sínu stenst
hann ekki ögrunina. Honum til
undrunar er hún ekkert sólgin í
kossa hans en heldur honum þó
hjá sér til morguns við tal og
SIUA
AÐALSTEINSDÓTTIR
SKRIFAR
ljóðalestur. Þegar hann kemur
heim er búið að drepa vin hans
'sofandi í rúmi hans. Það kemur í
ljós að Míranda vissi að það stóð
til að myrða Bolívar, hún gat ekki
sagt honum frá því, en þetta ráð
vissihún að dygði til að bjarga lífi
hans.
Þessa eftirminnilegu nótt er
sama hellirigningin og fylgir
Símoni Bolívar á síðustu ferð
hans niður Magdalenu. Ég hafði
satt að segja ekki hugmynd um að
það rigndi eins voðalega í heitu
löndunum og þessi saga segir.
Mynd af hetju
Fyrst og fremst verður sagan
samfelld persónusköpun Símons
Bolívars, frelsishetjunnar sem
Márquez gefur í skyn í sögulok að
muni aldrei eignast sinn líka, „um
aldir alda“. Sú persónusköpun er
bæði söguleg og persónuleg.
Með því að byrja svona seint að
fylgja honum eftir og leggja
áherslu á hið sammannlega í innri
baráttu hans, viðkvæmni fyrir
gagnrýni, þversagnakenndum
hugmyndum og uppátækjum og
stríði hans við veikindi og dauða
nær höfundur betur að sýna
manninn sjálfan á bak við goð-
sögnina. Hvernig hugsar hetja?
Hvernig verður hann við von-
brigðum og þjáningum? Það
kemur í ljós að fyrir utan hetju-
skap fortíðarinnar er hann maður
breyskur og dyntóttur eins og við
hin - bara svo óttalega miklu
stærri í sniðum, líka þar.
Eins og fram hefur komið
skefur Márquez ekki utan af
goðsögunum heldur. Nóg er af
þeim í endurlitum yfir ævi manns-
ins sem fór átján þúsund spænsk-
ar mflur ríðandi meðan á barátt-
uni stóð: sem jafngildir því að
hann hafi riðið tvisvar umhverfis
hnöttinn og ríflega það, þó að
lágvaxinn væri og fíngerður. Hér
segir frá endalausu kvennafari
hans, óbugandi hreysti, ótrúlegri
heppni og gífurlegum vinsældum
meðal alþýðu. Þetta er eins og
íslendingasögurnar: eitthvað fyr-
ir alla.
Svo má velta fyrir sér hvort sag-
an hafi ákveðna skírskotun til nú-
tímans, hvort Márquez sé hér að
fjalla um dauðastríð sjálfstæðis-
baráttu S-Ameríku gegn Banda-
ríkjunum. Út í það skal ekki farið
hér.
Þý&ingin
Ein af ótalmörgum persónum
sem lauslega en eftirminnilega
eru nefndar til sögu er hershöfð-
inginn José Laurencío Sílva.
Hann sker sig úr yfirmönnum í
her Bólívars vegna þess að hann
er kynblendingur. Lýst er stutt-
lega hreystilegri framgöngu hans
í frelsisstríðinu og örunum eftir
sárin sem hann hlaut, svo er sagt
að bara einu sinni hafi hann verið
niðurlægður sem kynblendingur.
Það var þegar aðalsmær neitaði
honum um dans á hátíðardans-
leik. Viðbrögð Bólívars voru
snögg og dæmigerð: hann biður
hljómsveitina að spila valsinn aft-
ur og býður José sjálfur upp í
dans!
Þessa sögu finnst mér Guð-
bergur skemma með klaufalegu
og geigandi orðalagi. Hann segir
(123): „Hershöfðinginn lét þá
endurtaka valsinn og dansaði
hann með honum.“ Ef þetta þýð-
ir eitthvað þá er það helst að þeir
hafi báðir dansað valsinn, hvor
við sína dömu. Spænskan gerir
það hins vegar alveg ljóst að karl-
Hver er ekki hvað?
Eiríkur Brynjólfsson
Öðru eins hafa menn logið
Smásögur.
Skákprent 1989.
í þessum smásögum er Eiríkur
Brynjólfsson á hringsóli um sígild
efni sem leita víða fram í penna á
seinni árum. Þar eigra um spurn-
ingar um draum og veruleika,
sögu og veruleika, hugsun og at-
höfn. Hvað og hver er ekki hvað.
Fólk hittist í strætisvagni og er
kannski Gunnar og Hallgerður;
eiga þau að vera í þessari sögu
eða halda sig innan spjalda
Njálu? Maður hittir mann sem
kveðst hafa framið morð: en er
það annað en það óskamorð sem
býr í hatrinu?
Oftar en ekki líkjast þessar
sögur einskonar fingraæfingum:
hvert skyldi nú höfundurinn
komast með þessa hugmynd
hérna? Hann kann orðið meira
en skalann, kann reyndar tölvert
fyrir sér, en það er ekki víst að
það sé á hreinu til hvers skal nota
kunnáttuna. Tökum dæmi af sög-
unni „Morð að yfirlögðu ráði“
þar sem aðdragandinn (hvunn-
dagsleikinn í lífi kennara) og upp-
ákoman sem er tilefni sögunnar
(ókunnur maður á kaffihúsi sem
kveðst hafa framið morð og held-
ur því fram að það sé ekki ýkja
mikill munur á því að óska
mönnum dauða og drepa þá) eru
ekki í nauðsynlegu samhengi. Og
útfærslan á vangaveltum um hug-
renningarsynd og athöfn verður
nokkuð svo „afstrakt", nær ekki
að sækja í sig línu og lit og áleitna
ögrun.
Sumar hugmyndir falla niður
máttvana eins og skrýtlan um guð
og mannkynin tvö í sögunni
„Hugleiðingar fyrir tvö klósett og
tölvu". Miklu betur tekst til með
útfærslu í „Áskorunin“, sem væri
nokkuð sterk saga í minningunni
ef karlar eins og meistari Kafka
hefðu ekki fengið svo miklu
mennirnir tveir hafi dansað sam-
an - enda er það rúsínan í pylsu-
endanum.
Ég eyði rými í þetta smáatriði
af því að mér finnst þýðingin bera
þess fleiri merki að vera unnin í
flýti. Guðbergur er auvitað
þrautþjálfaður þýðandi, en róm-
aður tær stíll sögunnar á spænsku
er hrár á íslensku, orðalag stund-
um tyrfið (sem ekki gerir hana
auðveldari aflestrar) og þýðandi
gætir þess ekki alltaf að sjá fyrir
sér myndirnar sem Márquez
dregur upp og framkalla þær á
íslensku.
Kápumynd finnst mér einstak-
lega vel við hæfi og litavalið allt
nema bókarheiti. Var prófað að
hafa það í gulu?
Ljósmyndir
segja sögu
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin Innan garðs sem hefur
að geyma ljósmyndir Þórarins
Óskars Þórarinssonar með texta
eftir Einar Kárason.
f bókinni eru ljósmyndir úr
undirdjúpum mannlífsins, í
Reykjavík, Danmörku og
Bandaríkjunum. Þórarinn hefur
lag á því að láta eina mynd segja
langa og dramatíska sögu, og þótt
myndir hans virðist miskunnar-
lausar og naprar leynir sér ekki
næmi höfundar fyrir hinu átakan-
lega í fari manneskjunnar. Þórar-
inn beinir linsum sínum að ýms-
um þeim hliðum þjóðlífsins sem
sjaldan eru gerð skil og eiga eftir
að koma mörgum á óvart.
Á bókarkápu segir Guðmund-
ur Ingólfsson ljósmyndari:
„Myndir Þórarins Óskars bera
vitni sagnamanninum, eins þótt
ljósmyndir komi fyrir orð. Sögur
af furðulegu fólki og fyrirbænum
og allt lyginni líkast."
Bókin er 69 bls. í stóru broti.
Ævars saga
Kvarans
Hjá Erni og Örlygi er komin út
Ævars saga Kvarans skráð af
Baldri Hermannssyni. Ævar R.
Kvaran var um hálfrar aldar
skeið einn dáðasti leikari lands-
ins, söngvari, rithöfundur og
skeleggur baráttumaður fyrir fag-
urri framsögn íslenskrar tungu.
Hann er fjölhæfur maður, hefur
víða komið við á langri ævi,
kynnst mörgu fólki og gefið gaum
að lífi þess og örlögum.
Ævar segir frá bernsku sinni í
Bergstaðastræti, knattspyrnu-
ferli, ástum og æskudögum,
frama fullorðinsáranna, kjarn-
miklu fólki, fyrsta mið-
ilsfundinum, kynnum af Haf-
steini miðli, lækningum að hand-
an og hvernig það vildi til að hann
ákvað í broddi lífsins að helga líf
sitt öðrum.
í sögu hans stíga fram á sviðið
frægir leikarar og listamenn,
þjóðkunnir stórbokkar og
stjórnmálamenn, gleðimenn og
góðar konur, undirheimafólk og
smælingjar þjóðfélagsins.
meira út úr manninum, sem veit
ekki hvers vegna hann er frelsi
sviptur en láist að taka af skarið
sjálfur og ganga út.
Best gengur Eiríki Brynjólfs-
syni að sýna fram á að hann hafi
erindi af sínu erfiði í sögunum
„Heimkoma" og „Herbergi til
leigu“. Fyrri sagan: ungur maður
kemur heim og finnur karl í rúm-
inu hjá konu sinni. Mun það nú
sannast að hver sem er geti fram-
ið morð ef svo ber undir? Síðari
sagan: nýfráskilinn maður kemst
af tilviljun að því að skilnaðarmál
er í uppsiglingu hjá vinum hans
og hann er eins og dæmdur til að
koma þar við sögu. í þessum sög-
um gengur höfundi best að flétta
þræði í ramman hnút um leið og
hann stflar upp á dularspil um
það, hvort og hvernig hnútur
verði leystur eða á hann höggvið.
Prentvillur eru skelfilega
margar.
Árni Bergmann
íslensk
teíknimyndasaga
Það er ekki á hverjum degi sem út
kemur íslensk teiknimyndasaga.
En Mál og menning hefur nú sent
frá sér teiknimyndasöguna 1937
sem myndlistarmaðurinn Þorri
Hringsson og skáldið Sjón hafa
sett saman. Sagan fjallar um dul-
arfullt hvarf ungra drengja
sumarið 1937 sem vekur ugg í
mörgu íslensku brjósti. Þýskir
fuglaveiðimenn sem eru á ferð
um landið þykja líka all einkenni-
legir. Hinn franskmenntaði
rannsóknarlögreglurmaður,
Hreinn Borgfjörð, kemur til
landsins til að vinna að lausn
málsins. Tinna, stúlkan knáa,
verður honum stoð og stytta í æsi-
legri atburðarás. Auk þeirra
kemur fjöldi persóna við sögu, og
munu glöggir lesendur kannast
við margar jafnt úr íslensku þjóð-
lífi sem erlendum teiknimyndum.
1937 er 48 bls., prentuð í
Prentsmiðjunni Odda.
Speki
Konfúsíusar
Komin er út hjá Iðunni íslensk
þýðing á Speki Konfúsíusar.
Ragnar Baldursson þýddi bókina
beint úr frummálinu og ritar
einnig inngang, skýrir orð
meistarans og lýkur upp leyndar-
dómum þeim sem spakmæli hans
geyma.
I kynningu útgefandans á bók-
inni segir m.a.: í orðum hins
foma vitrings Konfúsíusar er að
finna frábæra djúpskyggni og
mikið mannvit og eiga þau enn
fyllsta erindi við nútímamanninn.
Vísdómsorð hins mikla kínverska
meistara hafa mótað og eflt hugs-
un og menningu Kínverja og ann-
arra þjóða að fomu og nýju.
Margir kunnir andans menn á
Vesturlöndum hafa haft lífsspeki
Konfúsíusar að leiðarljósi. Hann
var sá heimspekingur sem setti
manninn og vegferð hans ofar
öllu. Og víst er að orð hans munu
enn um sinn verða mönnum þörf
áminning, verðug til umhugsunar
og eftirbreytni og eiga vissulega
erindi til þeirra sem láta sig varða
menningarsöguleg verðmæti
þjóðanna.
Fimmtudagur 21. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7