Þjóðviljinn - 21.12.1989, Page 9
BÆKUR
Undariegir unglingar
Nú verður kíkt á tvær nýút-
komnar unglingabækur. Önnur
er óspart auglýst en minna ber á
hinni í þeim hamförum sem
bókaflóðið er. Þó er sú vel aug-
lýsta sýnu síðri, en hin sem minna
fer fyrir er gefin út á Ólafsfirði.
Og hefst nú pistillinn.
Út er komin hjá Æskunni bók
Hrafnhildar Valgarðsdóttur,
Unglingar í frumskógi, sjálfstætt
framhald verðlauna- og metsölu-
bókarinnar Leðurjakkar og
spariskór“, eins og segir orðrétt á
bókarkápu. Nú, nú. Ég las téða
verðlauna- og metsölubók á sín-
um tíma og vakti hún mér ekkert
nema hrylling, en þó tók ég á
honum stlora mínum og lagði til
atlögu við þetta nýja stórvirki.
Las það samviskusamlega, síðu
fyrir síðu, orð fyrir orð. Ætti
kannski að fá verðlaun fyrir.
Það er ekki beysið, ástandið,
þegar maður hugsar til unglinga-
bóka Eðvarðs með söknuði, en
nú er semsé komið að því. Eð-
varð skrifar þó nokkurn veginn
lýtalausa íslensku. Unglingar í
frumskógi er undarlega siðlaus
bók og ókræsileg, þar sem flest ef
ekki allt snýst um veraldleg gæði,
peninga og óhollan mat. Yfir
trónir hin sjálfsánægða Milla
læknir, kófsveitt yfir grillinu og
voða skemmtileg að eigin mati. I
þessari bók er hold og blóð að-
eins í formi hamborgara og grill-
mats. Verra finnst mér samt það
Jón Örn Marinósson náði hylli
útvarpshlustenda með skop-
legum pistlum sínum um daglegt
amstur og atburði líðandi stund-
ar. Hætt er við að hlustendur
hans nálgist verk hans í bókar-
formi með vissum fyrirvara.
Voru þetta ekki einmitt þættir
sem menn njóta best samhliða
því að stússa við kvöldmatinn eða
slappa af eftir vinnudag? Eiga
þeir erindi á bók í þungri jólaút-
gáfu?
Ég var enn í vafa eftir að hafa
lesið fyrsta þriðjudaginn. Hugs-
aði sem svo að tileinkunin í upp-
hafi og ávarp til lesara væri ekki
til þess fallið að vekja áhuga og
fyrstu pistlarnir misgóðir í meira
lagi. Fannst sem tilvísanir til
eyrnapinnaframleiðslu, vellings-
áts, Guðjóns og Geirs og ástands
Þorsteinn Marelsson
SmásögureftirÞor-
stein Marelsson
Skálmöld hefur gefið út smá-
sagnasafnið Úr hugarfarinu eftir
Þorstein Marelsson.
Á bókarkápu segir m.a.: Úr
hugarfarinu hefur að geyma sex
sögur sem segja frá fólki sem lifir
tilbreytingarlausu lífi, er alltaf í
sama farinu. Það á erfitt með að
sætta sig við hlutskipti sitt í lífinu
og dreymir um breytingar. Marg-
ar persónur Jtoma fyrir í sögunum
og hafa þær allar sinn djöful að
draga.
lífsviðhorf sem höfundur virðist
hampa. Hér er ekki vottur, ekki
snefill af heilbrigðri skynsemi.
Það versta sem getur hent er að
pabbi manns fari á hausinn. Það
er meira að segja verra en að
lenda í dópi og óreglu, eins og
Sonja sem er bæði óæskileg og
varhugaverð og best komin á
stofnun. Hún þangað. Bara
leiðindaskjóða og friðarspillir.
Afgreitt mál, búið spil. Þetta er
nú allur frumskógurinn. Þessir
unglingar eru alveg lausir við
ungæðislega uppreisn og fflapen-
sla. Allt fer ágætlega að lokum,
ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR
SKRIFAR
þökk sé ábatasamri pylsusölunni.
Hún felur í sér bjargræði, sálu-
hjálp og fyrirheit um betri tíð
með blóm í haga. Þetta er innan-
tómur barbídúkkuleikur, ekki
bókmenntir. Kóngar í ríki sínu og
framhald þeirrar bókar voru ekki
svona meingallaðar bækur. Einn-
ig skal tekið fram að Púsluspil
eftir sama höfund lofaði góðu. Sú
bók kom út fyrir síðustu jól. En,
kæra Æska! Ekki meir, ekki
meir! Nógur er ósóminn samt. Á
maður að lokum að þakka fyrir
að bókarkápa ofbýður ekki feg-
urðarskyninu?
Fyrsta bók Helga Jónssonar,
mála í Iceland Seafood væru
býsna hæpnar við árslok 1989.
Einhvern veginn hefði verið
auðveldara að hrífast af því sem
útvarpið flutti úr Jónsbók í sömu
viku og greint var frá tíðindunum
HÖRÐUR BERGMANN
SKRIFAR
í fjölmiðlum. Þá var léttir að
lunkinni umfjöllun Jóns Arnar og
skemmtilegt að sjá nýjar og
óvæntar hliðar á málunum.
En svo fór verkið að rísa. Grípa
hugann allan og heimta að konan
hlustaði á upplestur. Það gerðist
þegar komið var að frásögnum af
Handbók - og
þó ekki
Út er komin hjá Bókaforlaginu
Birtingi Handbók frambjóðand-
ans eftir Vetus Caper. Bókin er
67 bls. og skiptist í fjóra hluta sem
samtals telja 38 kafla. f kynningu
segir m.a:
Handbók frambjóðandans er
ekki handbók í venjubundinni
merkingu orðsins. Hún er úttekt
á íslensku samfélagi nútímans og
þeim leiðum og aðferðum sem
djarfur frambjóðandi tileinkar
sér framans vegna. Enda þótt
handbókin sé einkum ætluð
frambjóðanda í stjórnmálum, þá
verður því alls ekki neitað, að
sögn höfundar, að meira og
minna sömu reglur gilda um
frambjóðanda til hverskyns
frama í félagsskap, hvaða nafni
sem hann kann að nefnast.
Fyrsti hlutinn fjallar um ástand
og horfur frambjóðanda. Fram-
boðsfiðringur er þar mikilvægt
hugtak sem skilgreint er sem þrá
sem sífellt er til staðar og rakin
eru nauðsynleg og æskileg skil-
yrði sem frambjóðandi þarf að
uppfylla.
Annar hlutinn fæst við mann
og möguleika. Skerpt er á nauð-
syn þess að láta bera á sér og
ímynd stjórnmálamannsins er
skilgreind svo langt sem hún nær.
Innri maður og ytra borð eru
Skotin! Saga um vináttu er kennd
við Stuðlaprent og virðist líka
ætluð unglingum. Bókin er vissu-
lega ekki gallalaus. Frágangur
texta er flausturslegur, söguþráð-
ur ósannfærandi og áhrif frá And-
rési Indriðasyni áberandi. Það
síðastnefnda er ekki löstur nema
að því leyti að enginn er
jafnvandvirkur og Andrés og það
er alveg óþarfi að stæla annað hjá
honum. Ándrés kemst upp með
ýmislegt sem aðrir leika ekki
eftir. Síst þessa takta, að skrifa
upphrópanir með upphafsstöð-
um. Þó eru hér ansi góðir sprettir
og það sem meira er um vert, hér
örlar á hugsun, holdi og blóði.
Tilfinningu. Hér er ekki verið að
leika sér að barbídúkkum.
Sagan er frásögn ungs Ól-
afsfirðings sem hefur óbilandi
áhuga á kvikmyndum en á í ýms-
um erfiðleikum í daglegri um-
gengni við samferðamenn sína.
Hann leysir þessi samskipta-
vandamál með áhugamáli sínu og
er það efni bókarinnar. Kári er
lítillega bæklaður og verður fyrir
aðkasti í skóla en lætur hvergi
deigan síga og hefst handa við
gerð kvikmyndar um krakka í
skólanum sínum. Hér er þó
neisti, hér er þó líf. Það sem helst
spillti ánægjunni fyrir mér var
það að ég get ekki með nokkru
móti trúað því að hægt sé að gera
kvikmynd fyrir sama sem enga
peninga, hvernig sem ég reyni.
áprent
pólitík, menningarstússi og
þorrablóti í dæmigerðu Jónsbók-
arþorpi. Aðvörunarorðum um á-
kafa líkamsrækt. Samræðum
menningarvita yfir osti og
rauðvínsglasi. En einkum þó þeg-
ar komið var að lengstu frásögn-
inni. Þar sem segir frá raunum og
reynslu þeirra sem ætla að láta
drauminn um sumarbústað ræt-
ast: Leitinni að landi í réttri fjar-
lægð, efniskaupum hins óreynda,
verðandi sumarbústaðareigenda,
smíði hans í endalausu slagviðri,
dæmigerðum degi í sumarbústað,
kynhvöt sem vaknar eina sól-
skinsdaginn það sumar en gufar
skjótt upp við óhjákvæmilega,
óvænta heimsókn.
Ég held að sumarbústaðakafl-
inn lifi kannski lengst og víðast af
efni þessarar bókar. Hann er
HANDBÓK
FRAMBJÓÐANDANS
Vetus Caper
tekin til meðferðar og vikið að
tækjum og tólum sem sýna grip-
inn.
í þriðja hluta er rætt um alvöru
stjórnmál eins og þau eru stund-
uð á íslandi að mati höfundar;
hugtök þeirra og eðli, landlægan
misskilning aga og ábyrgðar,
hugsjóna og stefnumiða.
Fjórði og síðasti hluti Hand-
bókarinnar reifar menningu,
land og lýðhylli. Rætt er um
nauðsyn þess að hafa tök á bók-
menntum fornum og nýjum, nyt-
semi talmáls og líkamssérkenna
er skýrð og skilgreind er rökfræði
samanburðar og sökudólga.
hlið málsins fer fyrir lítið... Hann
myndar bara og hókus, pókus,
komin bíómynd. Handritið virð-
ist vera allt sem þarf, enda er það
birt í breyttu letri svo lesandinn
megi freista þess að upplifa frum-
sýninguna. Maður saknar þess að
fá ekki botn í hlut afturgöngunn-
ar í kvikmyndinni, þar var þó for-
vitnilegur efniviður á ferðinni.
Þrátt fyrir hnökrana er þetta líf-
leg og jákvæð frásögn um per-
sónur sem öðlast þó nokkurt líf
og stíga í vænginn við ævintýrið.
Þrátt fyrir myndbönd, bíó og
undur nútíma tækni. Ævintýrið.
Það er einmitt ævintýrið sem
okkur vanhagar um nú um stund-
ir. Ævintýrið þrátt fyrir allt, og
kannski ekki síst þegar höfða á til
unglinga og barna.
JON ÖRN MARÍNOSSON
TiLVERA
BYROIN OG BROSIÐ
kjörinn til upplestrar eða lestrar í
sumarbústað. En vekur einnig
spurningar um eðlilega útgáfu-
hætti í landi voru. Því er bók sem
þessi ekki gefin út að vori? Myndi
hún ekki ná til fleiri ein á ferð á
markaði? Eru íslenskir bókaút-
gefendur óforbetranlegir fjár-
hættuspilarar? Vilja þeir virki-
lega láta allt snúast um að slá
kannski í gegn á jólabókamark-
aðnum? Vega og meta öll handrit
miðað við jólasölu þótt verkin
kunni að eiga enn betri mögu-
leika á að vekja athygli og seljast
sæmilega á öðrum árstíma? Því
ekki að leyfa alvörublöndnu á
skopi að njóta sín í léttum og
ódýrum hversdagsbúningi í stað
þess að færa það í þunglamalegan
og dýran jólabúning? Því ekki að
gefa sér tíma til að gefa sjálfsagð-
ar upplýsingar af kurteisi við
kaupendur og lesendur? Hér vísa
ég til þess að í þessari viðhafnar-
útgáfu er þess hvergi getið hvort
eitthvað af efninu hefur verið
flutt í útvarpi. Og enginn má vita
hver gerði teikningarnar í bók-
inni!
Spurningar sem þessar vakna
auðvitað í framhaldi af því að efa-
semdirnar, sem sóttu að mér við
fyrstu kynni af „íslendingatil-
veru“ gufuðu upp. Mér þótti
fengur að því að hafa heimt nokk-
uð af Jónsbók á prent þegar upp
var staðið. Málauðgi höfundar-
ins, sérstök athyglisgáfa hans og
hæfni til að ýkja og skopfæra
þannig að hlustandinn/lesandinn
öðlist í senn skemmtilega og lær-
dómsríka reynslu gefur þessu
verki ótvírætt gildi. Hvort sem
þess er notið í einrúmi eða með
öðrum.
Jónsbók komin
Spekirit frá
miðöldum
Þrjár þýðingar lærðar heitir
bók sem Hið íslenska bók-
menntafélag gefur út. Dr. Gunn-
ar Harðarson bjó bókina til
prentunar.
í þessari bók eru prentuð þrjú
rit sem þýdd voru á norrænu á 12.
og 13. öld. Elucidarius eftir Hon-
orius Augustodunensis er samtal
meistara og lærisveins og greinir
frá heimsmynd kristinna manna á
miðöldum. Um kostu og löstu
eftir Alvin frá Jórvík, ráðunaut
og kennara Karlamagnúsar, gef-
ur innsýn í siðfræði miðalda. Þar
er fjallað um dyggðir eins og
speki og ást, friðsemi og lítillæti,
og lesti á borð við ofmetnað og
ágimd, ofát og þunglyndi; einnig
um höfuðdygðirnar fjórar, vitm,
styrkt, hófsemi og réttlæti. Um
festarfé sálarinnar, öðru nafni,
„Viðræða líkams og sálar", eftir
Hugo frá Viktorsklaustri er dul-
spekirit og fjallar um leit sálar-
innar að hamingjunni og þrá
hennar eftir æðstu gæðum. Ritin
eru öll prentuð með nútímastaf-
setningu. Þeim fylgja ýtarlegar
skýringar og er fylgt úr hlaði með
inngangi þar sem fjallað er um
skóla, klaustur og menntastarf á
miðöldum, gerð grein fyrir
hverju ritanna um sig og rætt um
gildi þeirra nú á dögum.
Sumar þýðingarnar í bókinni
eru eldri en elstu varðveittar ís-
lendingasögur.
Ritstjóri bókaflokksins, ís-
lensk heimspeki er Þorsteinn
Gylfason.
Úlfar Þormóðsson
Uppgjör og
dæmisaga
„Útgangan - bréf til þjóðar“
heitir bók eftir Úlfar Þormóðsson
sem Frjálst framtak gefur út.
Svo segir í bókarkynningu að
hér fari uppgjör höfundar við á-
kveðna menn og málefni á ís-
landi. Annarsvegar fer frásögn
og dómar um framvindu mála í
Alþýðubandalaginu og á Þjóð-
viljanum, en Úlfar hefur komið
tölvert við sögu á báðum stöðum:
fer þar ekki á milli mála að Úlfar
stendur fyrst og síðast í skothríð á
Ólaf Ragnar Grímsson og þá
sveit manna sem honum stendur
næst, en aðrir „armar“ fá einnig
sinn skammt.
Þessi pólitíska ádrepa er svo
tvinnuð saman við skáldskap sem
settur er frarn í formi dæmisögu
um hamskipti, sá þáttur bókar-
innar tengist hinum með því að
hann er einskonar lykilróman.
Eða eins og í bókarkynningu
segir: „lesandanum er ætlað að
túlka samhengið og þekkja þann
sem sagan fjallar um“. Ulfar
Þormóðsson hefur áður samið
fjórar skáldsögur og deilurit um
Spegilsmálið svonefnda og eftir-
mála þess.
Fimmtudagur 21. desember 1989 ÞJÓOVILJINN - SlÐA 9 "'