Þjóðviljinn - 21.12.1989, Page 16

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Page 16
■SPURNINGIN, Af hverju höldum við jól? Einar Jóhannes Sindrason 8 ára: Nú, af því aö Jesús fæddist á jól- unum og þess vegna gefum viö líka alla þakkana. Gísli Freyr Óiafsson 8 ára: Jesús fæddist á jólunum og hann er frelsari okkar. Ágústa Sif Brynjarsdóttir 6 ára: Út af því að á jólunum á Jesús afmæli. ívan Örn Hilmarsson 6 ára: Ég veit það ekki, kannski af því að Jesús á afmæli. Helga Sjöfn Óttarsdóttir 5 ára: Af því að þá koma jólasveinarnir í bæinn úr fjöllunum. þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 21. desember 1989 220. tölublað 54. örgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 HIMINGEÍ SÓLIR * ST ! GERVITUNGL • SJÖ FURE VERAI -*5/ón wmw. Fróðleiksbækur fyrir böm og unglinga Á undanförnum árum hefur borið œ meir á bókum fyrir börn og unglinga sem œtlað er að miðlafróðleik: líklegt má telja aðþarfir skólabókasafna eigi þar hlut að máli Þetta er svo gert með ýmsum hætti. Til dæmis gefur Isafold út fimm fáorðar smábarnabækur sem leika á áhuga yngstu barn- anna á skilningarvitunum og heita þær eftir þeim: Sjón, Heyrn, Lykt, Bragð og Tilfinn- ing. Texti er i lágmarki, viðfangs- efnið er sýnt í skondnum mynd- um eftir ágæta spænska lista- menn, en aftast er svo lítill fræði- legur kafli sem á að gera foreldr- um eða fóstrum auðveldara að svara spurningum barnanna. „Þrumuguðinn Þór“, sem Bjallan gefur út, er svo tilraun til að samræma fróðleik og sagna- 'skemmtun. Þorsteinn frá Hamri þýðir textann, sem er norskur: þar fá börnin í senn hugmynd um heimsmynd heiðinna forfeðra okkar og svo sögur af Þór þrumu- guði (ekki þó allar sem við þekkj- um; má vera að einhverjar þeirra verði nýttar annarsstaðar því hér er boðið upp á bókaflokk). Tex- tinn er vandaður og myndir Ing- unnar van Etten kátlegar og frá- leitt hvunndagslegar. „Heimur vísindanna" (eftir Annabel Craig og Cliff Rosney, útgefandi Forlagið) er fjölfræði- bók fyrir börn og unglinga. Þar er skynsamlega þrædd leið frá út- skýringum fyrirbæra til þess hvernig við notum okkur skilning á þeim. Til dæmis byrjað á að útskýra hvernig hlutir hreyfast og endað með frásögn af vélum ým- iskonar og geimförum. Myndin ræður ríkjum í þessari bók, einatt er í þeim haglega spilað á það kímilega í fræðunum og þegar á heildina er litið er bókin vel „þétt“, þar kemst mikið fyrir í stuttu máli. „Gluggi alheimsins" heitir flokkur fræðandi bóka sem Mál og menning gefur út. Tvær eru út komnar. Ónnur fjallar um Him- ingeiminn - bæði sól tungl og stjörnur og ekki síst möguleika okkar á því að þekkja þessa himnakroppa og skoða þá úr geimskipum. Hin fjallar um Sjö furðuverk veraldar og fleiri stór- virki. Þar er lagt út af hinum sjö furðuverkum fornaldar (pýra- míðum, hengigörðum í Babylon ofl) á þann veg, að bæði er skýrt frá því í máli og myndum hver þessi mannvirki voru og svo því hvernig menn fóru að því að búa þau til með tækni síns tíma. Enn- fremur eru „furðuverkin“ borin saman við seinni tíma mannvirki - til dæmis vitinn á Rodós saman við aðra fræga turna, Eiffelturn, skýjakljúfa ofl. Hér eru les- endur væntanlega orðnir eldri en þeir sem Heimur vísindanna höfðar til. Myndir og textar eru í jafnvægi og eiga fyrst og síðast að miðla fróðleik án málalenginga - verður ekki betur séð en það tak- ist dável. AB tók saman Fatlaðir Fram- færendur studdir Ný reglugerð: Raunveru- leg umönnunarþörf meira metin en áður Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur gefið út reglugerð um fjárhagsaðstoð við framfærendur fatlaðra sem sjálf- ir annast fötluð börn í heimahús- um og þarfnast verulegrar um- önnunar en njóta takmarkaðrar þjónustu stofnana. í tilkynningu frá félagsmála- ráðueytinu segir að með reglu- gerðinni sé komið til móts við kröfur samtaka fatlaðra og að- standenda, um að meira tillit verði tekið til hversu mikið fatl- aðir einstaklingar eru og hver umönnunarþörf barna sé. Til þessa hefði aðeins verið miðað við hversu marga tíma barn dveldi utan heimilis. í lögum um málefni fatlaðra er miðað við 8. taxta Dagsbrúnar. Sambærilegur taxti er 42.172 kr. en tíminn sem börn njóta um- önnunar utan heimilis er dreginn frá. Með reglugerðinni er raun- veruleg umönnunarþörf barn- anna metin meira en áður, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þetta muni hafa í för með sér hærri greiðslur vegna mjög alvarlega fatlaðra barna en minni vegna vægari fötlunar. Svæðisstjórnum um málefni fatlaðra er ætlað að fylgjast með högum hins fatlaða og framfær- anda og segir ráðuneytið nýju reglugerðina taka gildi um ára- mótin. -hmp Mjóddin Ný skiptistöð Ný skiptistöð SVR ogpóstútibúið R-9 opnað íMjóddinni. Breytingar á leiðakerfi SVR Strætisvagnar Reykjavíkur og Póstur og sími standa sam- eiginlega að byggingu húsnæðis í Mjóddinni í Breiðholti sem opnuð verður l'ormlega á morgun. Þar verður ný skiptistöð SVR og póst- útibúið R-9. Þess er vænst að sambýli þessara aðila muni verða til hagræðis fyrir þá sem búa og starfa í þessum hluta borgarinn- ar. í póstútibúinu verður öll al- menn póstþjónusta og sala sím- tækja, póstfaxþjónusta, for- gangspóstþjónusta og þjónusta við fyrirtæki. Með nýju skiptistöðinn komast á tengsl milli nánast allra austur- hverfa borgarinnar. Stöðin verð- ur opin alla daga frá klukkan 7 til 23.30. Leiðir 11,12,13 og 14 hafa viðkomu á skiptistöðinni og leiðir 4 og 15c hafa endastöð í Mjódd á virkum dögum auk þess sem Kópavogsvagn hefur viðkomu á stöðinni sömu daga. Samhliða opnun skiptistöðvarinnar verða gerðar breytingar á leiðakerfi SVR, m.a. verða leiðir 1 og 16 sameinaðar undir heitinu Leið 1 Hlíðar-Eiðsgrandi, endastöðvar leiðar 4 færist frá Holtavegi í Mjódd og endastöð leiðar 15c færist frá Álftahólum í Mjódd. Nánari upplýsingar um breyting- ar á leiðakerfinu er að finna í nýrri leiðabók, auk þess sem upp- lýsingar verða sendar í öll hús í austurhluta borgarinnar. iþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.