Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 9
Glasnost á skopmyndum M Sovéskir skopteiknarar hafa upplifað nýja gullöld með málfrelsi því sem kennt er við glasnost. Áður fyrr voru hæfileikar þeirra nokkuð svo bundnir við tvennt: annarsvegar að gera gys að einhverjum föstum hryggjarlið eða skyldufanti í samfélaginu sem kallaður var skriffinnurinn. Mátti helst skilja að ef hann væri ekki þá væri allt í besta lagi í landinu. Hinsvegar teiknuðu Sovétmenn Sám frænda, amríkanann ljóta, þar sem hann var að ráðskast með heiminn - með atómsprengjur upp úr frakkavösunum. Nú er þetta mjög breytt. Sumar teikningarnar eru reyndar framhald af skriffinnslýsingunum, nema hvað þær eru orðnar miklu grimmari en áður. En fyrst og síðast er hugarflug þeirra sovésku listamanna sem fást við pólitíska ádrepu miklu áleitnara, miskunnarlausara og göldróttara en fyrr. Hér á síðunni eru nokkur sýnishorn, sem tekin eru úr bók sem byggir á teikningum úr nýlegum sovéskum blöðum. áb tók saman. Föstudagur 22. desember 1989.NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.