Þjóðviljinn - 22.12.1989, Page 10

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Page 10
Rúmenía Öryggislögregla Ceausescus strádrepur K vopnlaust mótmœlafólk og Bandaríkin H gera hernaðarárás á smáríki. Andófið gegn „Drakúla hinum nýja“ magnað í öllum landshlutum. Sovétmenn óttast ^ um árangur Möltufundar ^ Noriega - miljón dollara lögð honum til höfuðs i villtavestursstíl. Síðustu daga hefur borið hvað mest á tveimur löndum í heimsfréttunum, Rúmeníu og Pa- nama. í ríki Ceausescus, „síðasta stalínistans“ eins og fréttastofur kalla hann (og gleyma þá auðvit- að Albönum), hefur sár óánægja meðal almennings brotist út í mótmælaaðgerðum og óeirðum og valdhafar svarað með mann- drápum. Og Bandaríkin gerðu hernaðarárás á Panama, sam- kvæmt gömlum vana sínum í þeim heimshluta. Sjónarvottar í Timisoara og austurevrópskar fréttastofur segja frá stórfelldum manndráp- um þar í borg, austurþýska frétta- stofan ADN hefur eftir Rúmen- um þarlendis, sem fengið hafa fréttir heiman frá, að um 4000 manns hafi verið drepnir í borg- inni á sunnudag. í gær hafði júg- óslavneska fréttastofan Tanjug eftir heimildamönnum nýkomn- um frá Rúmeníu að öryggislög- regla hefði skotið til bana 36 börn, sem tekið höfðu sér stöðu fyrir framan dómkirkjuna í Tim- isoara með kertaljós í höndum. f framhaldi af þessum atburðum hefur komið til mótmælaaðgerða víða umland,þ. ám. ílasi, helstu borg rúmensku Moldavíu, og í gær í Búkarest. í síðarnefndu borginni, þar sem mest bar á námsmönnum í miklum skara mótmælafólks, urðu sovéskir og júgóslavneskir fréttamenn vitni að því að öryggislögregla um- kringdi fólkið, ók síðan skrið- drekum yfir það og skaut á allt sem hreyfðist, eins og einn frétta- maðurinn orðaði það. Mannfalls- tölur frá Búkarest voru ekki enn komnar í fréttir síðdegis í gær. Þetta bendir til þess að Ce- ausescu forseti sé óðum að verða líkari þeim sem skæðar tungur segja hann vilja líkastan vera, en sá er Drakúla greifi, frægasti Rúmeni sögunnar. SparaA af hörku Ætla má að hrun alræðis í öðr- um Austur-Evrópuríkjum á þessu ári hafi leyst rúmensku mótmælaölduna úr læðingi. Landsmenn hafa fylgst með hljóðvarps- og sjónvarpsfréttum frá grannlöndunum. Og ekki hef- ur farið leynt að margir þeirra hafa lengi verið vansælir með sinn conducator (foringja, leið- toga), eins og Ceausescu er gjarnan titlaður. Á sama tíma og stjórnarfar hefur smátt og smátt orðið mildara í öðrum Austur- Evrópuríkjum hefur það harðn- að í Rúmeníu. Vegna þess að Ce- ausescu lét ekki Kremlarbændur segja sér fyrir verkum var hann lengi vel í uppáhaldi vestantjalds og tók þar lán ótæpt. Þegar skuld- abagginn hafði þyngst úr hófi og merki sáust þess að ekki yrði til —frambúðar hægt að treysta á vin- semd Vesturlanda ákvað conduc- ator að skuldimar yrðu borgaðar upp. Það hefur Rúmenía nú gert á mettíma, en það kostað slíka sparnaðarhörku að gengið hefur nærri heilsu og jafnvel lífi margra landsmanna. Matvörur voru fluttar út til að ná í harðan gjald- eyri á sama tíma og matvælask- orturinn var orðinn slíkur, að í sumum hlutum landsins gátu for- eldrar ekki útvegað börnum sín- um mjólk og brauð. Orka var spöruð með því einfaldlega að taka hitann af íbúðum mestan hluta dags, sama hve kalt var, og vetrarkuldi getur þarlendis orðið mikill, einkum í hálendari hé- ruðum. Sagt er að þetta hafi leitt til þess að allmargt gamalt fólk hafi dáið beinlínis úr kulda. Mikið af upplýsingunum um þetta er úr skýrslu sem prófessor Dumitru Mazilu, í innsta hring hjá Ceausescu um skeið en sner- ist síðan gegn honum, sendi mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Síðan hefur ekkert frést af prófessornum. Sundurleitt land Ofan á þetta er Ceausescu heimsmeistari í dýrkun á sjálfum sér (síðan úr þessháttar fór að draga í Norður-Kóreu) og enn- fremur hefur hann gert fjölskyldu sína að einskonar konungsfjöl- skyldu; kona hans, hörkutól mikið að sögn og sonur þeirra ráða miklu með honum og bróðir hans er í raun æðsti maður hers- ins. Ceausescu byggir þó völd sín fyrst og fremst á öryggisþjónust- unni, Securitate, en sagt er að fjórar miljónir af 23 miljónum landsmanna séu henni áhangandi sem uppljóstrarar ef ekki annað og meira. Séð frá sjónarhornum sögu, menningar og landafræði skiptist Rúmenía í tvo meginhluta, ann- arsvegar láglendið sunnan og austan Transsylvaníualpa og Karpatafjalla og hinsvegar skálina innan fjalla þessara og austur af Ungverjasléttu. Á fyrr- nefnda svæðinu ríktu frá síðmið- öldum einvaldir og harðráðir voj- vódar (furstar) og síðan Tyrkir og illræmdir grískir umboðsmenn þeirra; á 19. öld náðu Rússar þar miklum ítökum. Þeir tóku austurhluta Moldavíu (Bessara- bíu) 1812 og hafa haldið henni síðan, að frátöldum árunum milli heimsstyrjalda. Úr þessum svæð- um, furstadæmunum Vallakíu og Moldavíu, varð til þjóðríkið Rúmenía um 1860. Svæðið norðan og vestan fjalla, Transsylvanía og fleiri landshlut- ar, var hinsvegar lengst af hluti ríkis Ungverja frá því að þeir komu til þeirra landa austan af steppum á víkingaöld þangað til austurrísk-ungverska ríkið hrundi í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Það svæði er því í menning- arefnum nátengt Mið-Evrópu, einkum Ungverjalandi, drjúgur hluti íbúa þar er ungverskrar og Ceausescu - kennir útlendingum um allt saman. þýskrar ættar og ekki er við öðru að búast en að menn þar taki mið af því sem í Ungverjalandi gerist. í Timisoara, 200,000-300,000 manna borg, er þannig margt manna af ungverskum og þýskum uppruna og mótmælaaðgerðirnar þar um helgina hófust vegna hrottaaðferða yfirvalda við þekktan talsmann ungverska þjóðernisminnihlutans. Verstur við Ungverja Harðstjörn Ceausescus er öðr- um þræði sprottin af stalínskri hefð, en hún á sér einnig rætur í sögu landsins, eins og skilja má af framanskráðu. Persónudýrkunin er einnig stalínskur arfur auk þess sem ætla má að venjulegur mann- legur hégómaskapur eigi þar hlut að máli. En á bakvið þetta hvort- tveggja kann að einhverju Ieyti að liggja viðleitni til að bræða saman í eina heild að mörgu leyti sundurleita landshluta og gera veg Rúmena, sem lengst af sögu sinnar hafa átt undir högg að sækja gagnvart voldugri grönnum, sem mestan. Harðstjórn hins rúmenska conducators hefur komið hvað verst niður á ungverskum þegn- um hans og ætla má að mótþróinn við hann sé mestur meðal þeirra. Gera má ráð fyrir að Ceausescu reyni í viðleitni sinni að bæla nið- ur mótþróann að höfða til tíu alda gamallar andúðar Rúmena á Ungverjum, eins og hann strax gerði óbeint í ávörpum í gær og fyrradag með því að kenna er- lendum aðilum um uppþotin. Til eflingar þjóðernishyggju sér til stuðnings kann hann einnig að beina spjótum sínum að Sovét- ríkjunum, út af Sovét-Moldavíu. En fréttirnar frá Iasi og sérstak- iega Búkarest benda til þess að Endara - sór embættiseið í banda- rískri herstöð. Ólíklegt er að mörgum löndum hans líki það vel. óánægjan með harðstjórnina sé orðin það víðtæk, að viðleitni conducators og gæðinga hans af þessu tagi komi fyrir lítið. Forseti í farangrinum Hitt landið sem mest hefur far- ið fyrir í fréttum síðustu daga er Panama, miðamerískt smáríki með rúmum tveimur miljónum íbúa. Á þriðjudagsnótt réðist ris- aveldið Bandaríkin með her manns á þetta land til að skipta þar um stjórn, eins og það hefur oft áður gert í þeim heimshluta. Samkvæmt fréttum í gær hafði sú athafnasemi valdið dauða á ann- að hundrað manns, og voru flest- ir þeirra Panamamenn, hermenn og óbreyttir borgarar. Innrásar- herinn hafði með sér í farangrin- um Guillermo Endara, forustu- mann stjórnarandstæðinga sem Noriega einræðisherra beitti kosningasvindli og stökkti úr landi, og lét hann sverja sig inn í forsetaembætti á bandarískum herflugvelli á Panamaeiði. Síðan var látið svo heita að Endara hefði beðið Bandaríkin að skerast í leikinn með hervaldi til að steypa af stóli harðstjóra og eiturlyfjasmyglara sem héldi völdum ólöglega. Hvað sem líður svoleiðis yfir- klóri er hér um að ræða árás eins ríkis á annað, og varla neitt er talið óafsakanlegra í alþjóðasam- skiptum. Sovétríkin hafa horfið frá Brezhnevkenningu sinni illræmdri en nú sýna og sanna Bandaríkin að þau halda enn fast við Monroekenningu sína frá 1823, en á henni hafa Bandaríkj- astjórnir síðan grundvallað „rétt“ sinn til hernaðaríhlutana, dulbú- inna og grímulausra, í Rómönsku Ameríku. Lítið bætir það mál- stað Bandaríkjanna að benda á harðstjórn og glæpamennsku Noriega, því að þau hafa stutt við bakið á enn meiri óþokkum þar í álfu og gera enn. Hégómagirnd stórveldis Það sem fyrst og fremst mun hafa hrundið þeim gætna manni Bush út í þetta er særður metnað- ar og hégómagirnd stórveldis, sem fyrir því verður að smáríki, fyrirlitlegt að stórveldisins dómi, stendur uppi í hárinu á því. Erg- elsi Bandaríkjamanna af þessum sökum er enn beiskara sökum þess, að Noriega er snákur sem þeir nærðu við brjóst sér. Frá unga aldri var hann í þjónustu CIA og um skeið potturinn og pannan í njósnaneti þeirrar stofn- unar í Panama. Vinslit urðu fyrst með honum og Bandaríkjunum er hann hafði jafnhliða þjónust- unni við þau byrjað sjálfstætt í þjónustu við Kúbu, Níkaragva og kókaínbaróna Kólombíu. Enn er á það að benda að frá því um miðja 19. öld, ef ekki lengra aftur, hafa Bandaríkja- menn litið á Vestur-Indíur og Mið-Ameríku sem áhrifasvæði sitt og enn sem fyrr er það í þeirra augum óþolandi að ríki þar breyti svo nokkru nemi gegn vilja þeirra. Niðurstöður skyndikann- ana benda til þess að um 80 af hundraði Bandaríkjamanna telji stjórn sína vel hafa gert með árás- inni á Panama. Vont mál fyrir Görbatsjov En eftirleikurinn getur orðið Bandaríkjunum erfiður. Þeir hafa ekki náð Noriega, þótt þeir hafi heitið miljón dollara til höfuðs honum, liðsmenn hans veit^ enn viðnám og vera kann að árásin verði honum til vinsælda- aukningar. Ríkjum Rómönsku Ameríku brá illilega, þótt varla hafi þetta komið þeim með öllu á óvart. Ein af átyllum Bandaríkj- anna var baráttan gegn eiturlyfj- aplágunni, og nú óttast rómansk- ir Ameríkanar að þeirri baráttu kunni að fýlgja fleiri bandarískar hernaðaríhlutanir þar í álfu. Áhyggjur Bandaríkjamanna af eiturlyfjum, sem til þeirra koma fyrst og fremst frá Rómönsku Ámeríku, eru í fyllsta máta skiljanlegar, en fjármálablaðið Financial Times bendir með gild- um rökum á það í leiðara að vandinn í þeim efnum sé ekki ein- göngu bundinn við framboðið, heldur og við eftirspumina í Bandaríkjunum sjálfum. Á alþjóðavettvangi er Margar- et Thatcher næstum ein um að styðja Bush eindregið í máli þessu; aðrir fordæma innrásina eða harma hana a.m.k. í Moskvu sagði sovéskur embættismaður við vestrænan kunningja sinn: „Hversvegna í ósköpunum gera Bandaríkjamenn þetta? Engum kemur það að meira haldi en þeim, sem vilja að við og þeir séum óvinir áfram.“ Árásin, gerð tæpum þremur vikum aðeins eftir Möltufund, kemur sér hið versta fyrir Gorbatsjov. Sovéskir íhaldsmenn, lengi óánægðir með stefnu hans í heild sinni, eru lík- legir til að taka Panama- innrásinnni fegins hendi sem átyllu til að halda því fram, að sáttastefna leiðtoga þeirra í Bandaríkjanna garð hafi ekki leitt til annars en vaxandi frekju þeirra á alþjóðavettvangi. Víða í þriðja heiminum er líklegt að menn dragi svipaðar ályktanir. AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON 10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.