Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 15
Ætlum að
taka upp
íslenska
framleiðslu
Rætt við Gunnar
Geirsson hjá eggja-
búinu að Vallá
Það er ótrúlega flókið mál að
framleiða eggjabakka þannig að
þeir standist þær kröfur sem
gerðar eru, sagði Gunnar Geirs-
son eggjabóndi á Vallá í Kjós, en
þar er eitt stærsta eggjabú lands-
ins. Bæði þarf stærðin að vera
nákvæm og svo þarf styrkleiki
umbúðanna að vera tryggur. Við
reyndum 30 eggjabakka frá Silf-
urtúni, en þeir reyndust hafa of
grunna bikara, þannig að þung-
inn lenti á eggjunum og þau vildu
brotna.
Við höfum haldið okkur við
innfluttu umbúðirnar vegna þess
að þær hafa verið tryggari. Við
erum líka með vél sem pakkar
eggjunum, og hún er vönd að því
sem í hana er látið. Þar að auki
hafa þeir ekki getað prentað
skiljanleg skilaboð til neytandans
á íslensku bakkana.
Nú hefur hins vegar verið ráðin
bót á því með límmiðum, og þá
horfir þetta öðruvísi við. Við ætl-
um nú að söðla yfir í íslensku 10-
eggja bakkana og treysta því að
þeir muni duga. Gunnar sagði að
þeir myndu nota um það bil 52
þúsund eggjabakka á mánuði hjá
Vallá. Þetta er ekki markaður
sem stendur undir stórum fjár-
festingum, sagði hann, en við
skulum vona að þetta geti gengið
í framtíðinni.
-ólg
Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15
Massinn er pressaður ( mótum vélasamstæðunnar og fluttur inn í
þurrkofn á færibandi.
Bakkarnir koma tilbúnir úr þurrkofni og pressu og límmiði fram-
leiðanda er límdur á bakkann. Myndir Jim Smart.
Úrgangspappír
í eggjabakka
Friðrik Jónsson í Silfurtúni: Hægt að endurvinna affallspappír hér á
landi fyrir einn miljarð á ári. Eggjaframleiðendur þrjóskast við að
nýta innlenda framleiðslu
arins verður betri mun sá kostn-
aður lækka á hvern bakka.
Vélakosturinn sem við notum
hérna er að meirihluta smíðaður
af okkur sjálfum, en viðbrögðin á
markaðnum hafa valdið okkur
erfiðleikum í að greiða stofn-
kostnaðinn niður. Eftir því sem
markaðurinn stækkar batnar
samkeppnisstaða okkar. -ólg
Björgvin Guðmundsson framleiðslustjóri leggur afgangspappír í volgt
vatn og blandar lítilsháttar með mjöli. Úr þessu verður grautur, sem
bakkinn er formaður úr.
Út við sjóinn í Lyngásnum í
Garðabæ er lágreist verksmiðju-
hús sem lætur lítið yfir sér. Þar er
engu að síður unnið brautryðj-
endastarf í íslenskum endur-
vinnsluiðnaði. Fyrirtækið Silfur-
tún hefur framleitt þarna eggja-
bakka úr afgangspappír í fjögur
ár. í viðtali sem Nýtt helgarblað
átti við Auði Sveinsdóttur for-
mann Landverndar um síðustu
helgi kom fram að þessi endur-
vinnsla ætti erfitt uppdráttar
vegna þess að íslenskir eggja-
bændur þrjóskuðust við að nýta
þessa framleiðslu, en kysu frem-
ur áð flytja inn bakka úr frauð-
plasti eða óendurunnum pappír.
Við fórum á staðinn til að
kynna okkur framleiðsluna og
ræða við Friðrik Jónsson fram-
kvæmdastjóra.
Miljón
eggjabakkar
Við framleiðum hér um eina
miljón eggjabakka á ári, sagði
Friðrik. Það er um fjórðungur
ársnotkunar hér á landi. Við gæt-
um hins vegar auðveldlega
fullnægt allri þörfinni. Vandinn
er hins vegar sá að nokkrir stær-
stu eggjaframleiðendurnir í ná-
grenni höfuðborgarinnar telja sig
þurfa eggjabakka úr óendurunn-
um pappír eða frauðplasti. Þær
umbúðir eru að einhverju leyti
„hreinlegri“ í útliti og þykja meiri
lúxus. Engar öruggar heimildir
eru þó fyrir því að neytendur
kaupi frekar egg úr slíkum um-
búðum.
Friðrik Jónsson: Eggjabændur þurfa að skilja að frauðplast er ekkert
stöðutákn í umbúðum lengur. Ljósm. Jim Smart.
Hvað notið þið mikið hráefni í
þessa miljón bakka?
í þá fara um 50 tonn af affalls-
pappír. Það er enginn hörgull á
hráefni hér á landi, og við gætum
vandræðalaust annað allri eftir-
spurn á þessum umbúðum.
Umbúðapappi og
salernispappír
Hafið þið kannski hugað að
frekari endurvinnslu til annarra
nota?
Já, endurnýting pappírs hefur
lengi verið mitt áhugamál. Press-
un á úrgangspappír er fyrsta stig
slíkrar endurvinnslu. Næsta stig
væri að framleiða pappa í papp-
akassa og salernispappír. Ætla
má að neyslan á salernispappír
hér á landi sé um 200 þúsund rúll-
ur á viku. Ég hef áætlað að hér á
Iandi sé hægt að endurvinna ’
pappír fyrir verðmæti sem
jafngilda um einum miljarði
króna. Það er fullkomin sóun og
skammsýni hvernig staðið er að
þessum málum nú. Hins vegar
verður að hafa það í huga að með
endurvinnslu verða menn að slá
svolítið af útlitskröfum. Endur-
unnar pappírsvörur eiga oft erfitt
með að keppa við nýjan pappír í
útliti.
Atvinnugreinum
mismunað
Pú telur þá að íslenskir eggja-
bœndur láti stjórnast af
skammsýni?
Ég vil nú fyrst taka það fram að
það eru margir stórir og góðir
eggjaframleiðendur sem nota
okkar umbúðir eingöngu. Það
eru m.a. flestir eggjaframl-
eiðendur úti á landsbyggðinni.
í búvörulögunum stendur að
tilgangur íslenskrar búvörufram-
leiðslu sé að nýta sem best inn-
lend aðföng. Innflutningur á
eggjabökkum stríðir að minnsta
kosti gegn anda þessara laga, ef
hann er ekki brot á þeim. Eg skil
sjálfur ekki rökin fyrir því að
banna innflutning á eggjum, en
leyfa hins vegar innflutning á um-
búðunum. Iðnaðurinn verður að
fá jafnan rétt og landbúnaðurinn
í þessum efnum. Annað hvort á
að leyfa innflutning á eggjum og
umbúðum eða banna hvoru-
tvepja.
Ég er hins vegar bjartsýnn og
tel að eggjabændur hljóti að snúa
við blaðinu innan tíðar og átta sig
á því, að innfluttar pappírs- eða
frauðplastsumbúðir eru ekkert
stöðutákn.
Er ykkar vara samkeppnisfœr í
verði?
Já, hún er það fullkomlega.
Hins vegar er rétt að hafa í huga
að kostnaður okkar núna er fyrst
og fremst fjármagnskostnaður,
og um leið og nýting tækjabúnað-