Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 23
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Jólaprédíkun um siðgæðið
ogAndrei Sakharov
Áriö er bráðum liöið og það
sem efst er í huga er það, hve oft
maður stóð sjálfan sig að því að
undrast fréttir utan úr heimi og
segja: nei þetta getur ekki verið
satt.
Nú allra síðast gerist það af
dapurlegu tilefni: rúmensk lög-
regla hefur stofnað til mikils
blóðbaðs í bænum Timisoara. Og
hið heimsfræga rúmenskættaða
leikskáld, Eugene Ionesco, snýr
sér til Gorbatsjovs Sovétforseta
með beiðni um að hann grípi í
taumana og helst steypi Ce-
aucescu hinum rúmenska af stóli.
Með öðrum orðum: franskt fram-
úrstefnuskáld snýr sér til Sovét-
ríkjanna með beiðni um að þau
gerist erindreki frelsisins.
Andlátsfrétt
Önnur frétt sem fyrir
skemmstu væri ótrúleg, var
reyndar dapurleg en bar samt
vissa birtu. Hún var sú, að þegar
Andrei Sakharov kjarneðlisfræð-
ingur, frægastur sovéskra andófs-
manna, lést, þá lýsti Gorbatsjov
yfir þjóðarsorg. Æðstu menn
landsins komu til að votta virð-
ingu sína manni, sem fyrir nokkr-
um árum var ekki á minnst í sov-
éskum blöðum nema til að lýsa
honum og málflutningi hans sem
mesta skaðvaldi fyrir ættjörðina
og kommúnismann og guð má
vita hvað. Þau málalok tákna
mikil umskipti og góðkynja:
maður gæti farið að halda að það
væri til eitthvað sem kalla má
réttlæti í sögunni.
Réttlætið
í sögunni
Hve oft höfum við ekki vonað
að þetta fræga sögulega réttlæti
hefði betur gegn fólsku og glæp-
um! Best vitum við af draumum
skálda um þetta efni: alltaf voru
þau að yrkja um þá von sína, þá
trú sína, að keisarar og kóngar og
herstjórar mundu týnast í sand-
stormum tímans, borgir þeirra
hátimbraðar hrynja og minni-
svarðar þeirra springa og molna.
Meðan að skáldin sjálf reistu sér
minnisvarða sem entist betur en
eir og risi hærra en pýramíðar,
minnisvarða úr orðum sem tím-
ans tönn ekki vinnur á, þannig'
eignuðust þau eilíft líf í þakklátu
minni fólksins.
Við vitum líka um vonir þeirra
sem börðust fyrir erfiðum og
göfugum málstað og áttu von á
píslarvætti: í landi Sakharovs
fjallar Mikhaíl Búlgakov um
þennan réttlætisdraum í skáld-
sögunni „Meistarinn og Mar-
grét“, þar sem píslarsagan ét
sögð upp á nýtt í nafni þessa
draums. Þar er lögð áhersla á
þetta hér; hvenær sem Jesúa Ha-
Notsri, Jón frá Brauðhúsum, Jes-
ús frá Nasaret, er nefndur og
hans'göfuga og hlálega trú á ófor-
gengileika hins góða, mun upp í
hugann koma nafn Pílatusar.
Mannsins sem sveik það besta í
sjálfum sér og sendi bandingja
sinn í dauðann af ótta við Valdið
sem allsstaðar hefur augu og
eyru.
Ekkert var
ólíklegra
Þegar Búlgakov var að skrifa
þessa sögu sína á fjórða áratugn-
um geisaði ógnaröld hreinsan-
anna miklu í Sovétríkjunum með
geðþóttahandtökum, allsherjar-
Þessi mynd var tekin 14. desember, síðasta daginn sem Andrei Sakharov lifði. Hann sést hér (til vinstri) í
hópi annarra sovéskra þingmanna. Fáum klukkustundum síðar var hann allur.
tortryggni, lamandi ótta sem
gerði sæmilega menn að svikur-
um við sjálfa sig og vini sína og
aðra. Ekkert var ólíklegra en að
saklausir losnuðu úr haldi, lyg-
inni yrði hnekkt, eða þá að hand-
ritin brenndu yrðu aftur heil -
m.ö.o. að bækur eins og hin
mikla skáldsaga Búlgakovs kæmi
út. Þó gekk þetta eftir. Of seint,
of seint fyrir alltof marga, en það
gekk eftir samt.
Þegar Andrei Sakharov var
rekinn í útlegð til Gorkí fyrir átta
árum og honum haldið þar undir
sívökulu eftirliti sem engu líktist
meir en hægfara morði, þá var
ekkert ólíklegra en að hann yrði
beðinn um að snúa aftur til
Moskvu og leggja með sínu sið-
ferðilega áhrifavaldi lið lýðræðis-
legri endursköpun þess þjóðfé-
lags sem hafði verið látið hafna
honum og hans hugmyndum um
réttlæti og mannlega reisn. Ekk-
ert var ólíklegra en að Sakharov
lyki ævi sinni sem virtasti þing-
maður Sovétríkjanna, sem einn
helsti talsmaður stjórnarands-
töðu sem átti að sönnu í erfið-
leikum en var þó orðin viður-
kennd og óhjákvæmileg og virt
staðreynd í samfélagsmynstrinu.
Sigur að lokum
Við vitum ekki núna hvernig
Sovétríkjunum mun reiða af. En
hið sögulega réttlæti sem við get-
um greint í dæmi Sakharovs er
ekki aðeins fólgið í því, að eftir á
kveði Sagan upp sinn Dóm, eins
og menn komast stundum hátíð-
lega að orði. Það er ekki síst fólg-
ið í raunverulegum árangri um-
bótamanns. Sakharov var fyrst
og síðast þekktur út um heiminn
fyrir að berjast fyrir mannréttin-
dum. Hann gerði það ekki bar-
asta með almennum yfirlýsingum
um nauðsyn mannréttinda, hann
tók að sér mál einstaklinga sem
voru leiddir fyrir rétt, ásakaðir
fyrir andsovéskan áróður eða
eitthvað því um líkt. (Andso-
véskur, andamrískur, andkristi-
legur - þetta getur reyndar þýtt
hvað sem vera skal f höndum
valdhafa sem gera tilkall til að
byggja á þeim Stórasannleika
sem glæpur er að draga í efa.)
Semsagt: Sakharov tók að sér
mál einstaklinga og setti þau i
skýrt samhengi við málstað
mannréttinda og hann lifði það
líka að skjólstæðingum hans var
sleppt úr haldi og lögum landsins
breytt í átt til réttarríkis. Vita-
skuld kemur hér margt fleira til
en gjörðir Andreis Sakharovs og
vina hans, hitt er óumdeilanlegt
að hugrekki hans og staðfesta á
þeim tíma þegar fáir þorðu sig að
hræra til andmæla urðu mikilvægt
fordæmi, höfðu raunveruleg
áhrif. Meðal þeirra sem viður-
kenna það fúslega er einmitt sá
maður sem kvaddi Sakharov til
Moskvu úr útlegð, Gorbatsjov
Sovétforseti.
Það eru ekki allir sem berjast
fyrir erfiðum og ágætum málstað
sem lifa það að sjá árangur, vinna
sigra. Hvenær sem það gerist
verður bjartara yfir heiminum og
veitir ekki af. En svo geta menn
spurt sig: bjóst Andrei Sakharov
sjálfur við því að sjónarmið hans
hefðu betur? Því getum við vita-
skuld ekki svarað úr fjarlægð, já
og hver þekkir hjörtun og nýrun?
Við getum auðvitað gert ráð fyrir
því að Andrei Sakharov hafi von-
að allt hið besta. Og við getum
líka gert ráð fyrir því, að hann
hafi gert sér það ljóst meðan of-
sóknarhrinur dundu á honum, að
framtíð hans sjálfs og málefna
hans var mjög í tvísýnu. Hann
hefur ekki reiknað sitt dæmi út
með plúsum og mínusum á neina
venjulega mælikvarða.
Undrið mikla
Hér er einmitt komið að fræg-
um ummælum rithöfundarins Al-
exanders Solzhenitsins. Hann
kallaði Sakharov siðferðilegt
undur. Hann átti þá ekki aðeins
við það, að Andrei Sakharov
hefði látið lönd og leið frama sinn
og velmegun og vísindastörf til
þess að sinna þeim málum sem
honum fannst brýnt að vinna að-
bæði í réttlætis þágu og svo í þágu
andlegrar heilbrigði þjóðar sinn-
ar. Solzhenitsin er maður krist-
inn, eins og kunnugt er, oft hefur
hann látið að því liggja að án trú-
ar á guð og son hans krossfestan
hljóti menn að vera illa staddir,
varnarlausir gegn öflum hins illa,
afvopnaðir fyrirfram í stríði við
þau. Sakharov átti ekki slíka trú.
Kírill mítrópolíti, æðsti maður
synóðunnar rússnesku, minnti
reyndar á það á dögunum að Sak-
harov hefði meira að segja verið
heldur tortrygginn í garð trúar-
bragða. En vegna þessa trúleysis
var Sakharov gáta trúmönnum:
hvaðan kom honum styrkur til að
vera það sem hann var? Hann var
þessi forna gáta, sem kirkjunnar
menn fyrr á öldum leystu með því
að segja, að meðal heiðinna
manna væru til þeir sem kalla
mætti „anima naturaliter christi-
ana“, þeas. sál sem er að eðlisfari
sínu kristin, þótt hún viti ekki af
því. Efasemdarmenn geta svo séð
í slíkri formúlu þann kristna
hroka, að ekki er gert ráð fyrir
því að gæska fái þrifist nema sam-
kvæmt „réttri“ játningu, á „rétt-
um forsendum" eins og sagt væri
nú.
Með öðrum orðum : dæmi Sak-
harovs, líf hans, er meðal svo
margs annars viss áminning þeim
sem eru sjálfumglaðir í sinni trú,
áminning um að öll trú án verka
er lífvana, í versta falli hræsni.
Hvarerpláss
fyrir skrýtna
menn?
En hvað sem öðru líður: það er
full ástæða til að taka undir þá
skilgreiningu Solzhenitsins að
Andrei Sakharov, vísindast-
jama, hálaunamaður, forrétt-
indamaður og síðar gagnrýnandi
tilrauna með kjarnorkuvopn,
innrásar í Tékkóslóvakíu og
málsvari mannréttinda, hafi ver-
ið siðferðilegt undur. Því miður,
hljótum við að bæta við. Því mið-
ur segjum við vegna þess, að það
er svo undarlega og hörmulega
sjaldgæft að menn breyti eins og
Andrei Sakharov. Að þeir geri
það sem EKKI borgar sig - og
skiptir þá ekki höfuðmáli að flest-
ir eru spurðir um sína framgöngu
við miklu auðveldari aðstæður en
eðlisfræðingurinn rússneski bjó
við. Við erum ekki betur sett en
svo að það ER furðulegt, að til
skuli vera menn sem EKKI gera
sér það að siðgæði og leiðarvísi
sem er hentugast fyrir þá sjálfa og
þeirra velmegun og vellíðan á
neysluplani og starfsframaplani.
Það er því miður svo, að slík
Sakharov-hegðun á sér engan
tryggan stað, hvorki í sovésku
framapoti né borgaralegu sam-
keppnispoti, hún stendur höllum
fæti í því forræði frekju og
græðgi, sem menn eru sífellt að
laga sig að, sveigja sig undir - ef
þeir eru þá ekki á kafi í skepnu-
skapnum sjálfir með þeirri rétt-
lætingu að þetta sé nú einusinni
„mannlegt eðli“. Þeir menn sem
stefna með lífi sínu í aðra átt en
hér var rakið, þeir eru svo sjald-
gæfir að oftast nær eru þeir kall-
aðir skrýtnir og eru ekki settir á
stall fyrr en þeir eru dauðir: Þá
vona menn að fordæmi þeirra
hafi síður truflandi hrif á lágkúru-
legt amstur þeirra undir sólunni.
Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA ?3