Þjóðviljinn - 09.01.1990, Síða 6
ERLENDAR FRÉTTIR
Innrásin í Panama
Háar mannfallstölur
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna telur að þúsundir
óbreyttra borgara hafi verið drepnar. Ljóster að manntjónvarð
mikið er sprengjuárásir voru gerðar á íbúðahverfi
Tveir háttsettir embættismenn
bandarískir, Bent Scowcroft
þjóðaröryggisráðunautur og
Lawrence Eagleburger aðstoðar-
utanríkisráðherra, drógu í fyrra-
dag í efa að Ramsey Clark,
fyrrum dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, heíði á réttu að
standa um manntjón meðal
óbreyttra borgara í Panama-
innrás Bandaríkjamanna, sem
hófst 20. des. Ljóst er hinsvegar
af ummælum þeirra að manntjón
Panamamanna hefur verið
mikið, miðað við það hve
skamma hríð var barist, en heim-
ildir greinir á um það atriði.
Clark, sem var
dómsmálaráðherra í stjórn
Lyndons B. Johnson, var í Pan-
ama um s.l. helgi. Sagðist hann
þrásinnis hafa heyrt þarlendis að
um 4000 Panamamenn hefðu ver-
ið drepnir meðan barist var og
sumir héldu því fram að um 7000
manns hefðu látiþ lífið.
Eagleburger hefur eftir her-
'stjórn Bandaríkjahers að líklegt
sé að um 400 Panamamenn, her-
menn og óbreyttir borgarar, hafi
verið drepnir í innrásinni, en ekki
sé þó vitað um það með vissu.
Áður höfðu talsmenn Banda-
ríkjaherstjórnar tilkynnt að um
300 manns hefðu fallið af Panam-
aher. Scowcroft sagðist ekki vita
hversu mikið manntjón Panama-
manna hefði orðið, en taldi að
Clark væri honum engu fróðari
um það. Bandaríska vikuritið
Time telur um 600 Panamamenn
hafa verið drepna en hefur eftir
óopinberum heimildum að um
800 kunni að hafa látið lífið.
Eagleburger kvað Bandaríkjaher
hafa unnið verk sitt af snilld og
undir það tekur Time, sem ber
Panamainnrásina saman við bág-
borna frammistöðu Bandaríkja-
hers í Líbanon og á Grenada
1983.
Hernaðaraðferð Bandaríkja-
manna í Panamainnrásinni virð-
ist hafa í stórum dráttum verið sú
að spara ekki breiðu spjótin,
beita óspart þungavopnum og
flugliði til að mola þegar í upphafi
innrásarinnar viðnám Panama-
hers og halda eigin manntjóni í
lágmarki. Hafa Bandaríkjamenn
raunar farið þannig að í öllum
sínum stríðum allt frá því í
heimsstyrjöldinni fyrri. Þetta
tókst að því leyti til að þeir misstu
aðeins 23 menn fallna og að allt
varnarkerfi Panamahers var í
slitrum eftir fyrstu klukkustund
stríðsins, að sögn foringja eins í
því liði. Varðliðasveitir Noriega
veittu hinsvegar meiri mótspyrnu
en búist hafði verið við. En ljóst
er að miklu fleiri urðu fyrir stór-
skotum Bandaríkjamanna en
vopnaðir menn, t.d. voru þéttbýl
fátækrahverfi í kringum aðal-
stöðvar Noriega hart leikin, er
stöðvarnar voru skotnar í rústir,
og fleiri íbúðahverfi voru að
miklu leyti lögð í rústir með
sprengjuárásum. Á frétta-
mönnum Time má skilja, að þeim
finnist þetta ekki alveg nógu gott,
en kalla það skiljanleg mistök.
-dþ-
Gas banaöi sex manna fjölskyldu
Sex manneskjur, 36 ára karlmaður, þrítug kona og fjögur börn þeirra
18 mán. til átta ára, fundust í gær látin í íbúð sinni í einni af suðurút-
borgum Stokkhólms. Hafði íbúðinni verið læst innan frá, loftræsting
stífluð og skrúfað frá gasi. Líklegast er talið að foreldrarnir, annað eða
bæöi, hafi ráðið sér og börnunum bana.
Ráðherrar úr kommúnistaflokki
Tveir ráðherra tékkóslóvakíska kommúnistaflokksins hafa sagt sig
úrhonumog verðurþar með staða flokksins íríkisstjórn, þarsem hann
var í naumum minnihluta, veikari að mun. Þessir tveir eru Valtr Komar-
ek, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra og helsti ráðamaður í stjórn um
efnahagsmál, og Vladimir Dlouhy, áætlanamálaráðherra.
bUNSKU
vömmmmaumm
Tilgangur íslensku bókmenntaverðlaunanna er að styrkja
stöðu frumsaminna íslenskra bóka, efla vandaða bókaút-
gófu, auka umfjöllun um bókmenntir og hvetja almenna les-
endur til umræðna um bókmenntir.
Dómnefnd valdi tíu eftirtaldar bækur sem athyglisverðustu
bækur órsins 1989 og úr þeim verður valin ein bók sem verð-
launin hlýtur:
• Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón höf. vigdIs grImsdóttir.
• Fransí biskví höf. elIn pálmadóttir.
• Fyrirheitna landið. höf. einar kárason.
• Götuvísa gyðingsins höf; einar heimisson.
• íslensk orðsifjabók höf. Asgeir bl. magnússon.
• Nóttvíg HÖF. THOR VILHJÁLMSSON.
• Nú eru aðrir tímar. höf. ingibjörg haraldsdóttir.
• Snorri ó Húsafelli HÖF. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR.
• Undir eldfjalli HÖF. SVAVA JAKOBSDÓTTIR.
• Yfir heiðan morgun. höf. stefán hörður grImsson.
Almenningi gefst kostur ó að hafa óhrif ó úthlutun verðlaun-
anna með því að útfylla atkvæðaseðil sem birtist í íslenskum
bókafíðindum 1989, en einnig mó skrifa upp nafn þeirrar bókar
sem menn telja best að verðlaununum komna, undirrita með
nafni og kennitölu og senda til Félags íslenskra bókaútgefenda,
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík. Frestur til að póstleggja
atkvæðaseðla rennur út 10. janúar. Dagsetning póststimpils
gildir. Nónari grein er gerð fyrir verðlaununum í íslenskum
bókatíðindum.
FÉLA6 ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA
Jafnað við jörðu í orðsins bókstaflegu merkingu - hverfið El Chorillo í
Panamaborg.
Búlgaría
Trúarréttindum
Tyrkja mótmælt
Um 6000 manns voru í fyrradag
á útifundi í Sofíu, höfuðborg
Búlgaríu, og mótmæltu ákaft
þeirri ákvörðun stjórnvalda að
hverfa frá harðhentri aðlögunar-
stefnu stjórnar Todors Zhivkov
gagnvart múslímum þarlendis.
Var fundurinn haldinn við dóm-
kirkju, sem kennd er við Alex-
ander Nevskíj, fursta af Novgor-
od, og byggð var í minningu
þeirra um 200.000 rússnesku her-
manna, sem féllu í stríði Rússa og
Tyrkja 1877-78, er Búlgarar losn-
uðu við fimm alda undirokun
Tyrkja.
Georgi Atanasov, forsætisráð-
herra, ávarpaði fundinn og sagði
að frelsi yrði að verða hlutskipti
allra landsmanna jafnt, en var
hrópaður niður. Yfirstandandi
mótmælaaðgerðir hófust eftir að
hin nýja Búlgaríustjórn Petars
Mladenov ákvað að veita mús-
límum á ný trúarréttindi, er
stjórn Zhivkovs hafði svipt þá.
Neyddi Zhivkov múslíma til að
taka upp búlgörsk nöfn og lét
loka moskum. S.l. árleiddi þetta
til þess að um 300.000 búlgarskir
múslfmar, sem flestir líta á sig
sem Tyrki, flýðu til Tyrklands, en
nærri þriðjungur þeirra hefur síð-
an snúið heim aftur.
Mótmælafólkið krefst þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þjóðernis-
og trúarmál þetta og segist vilja
að tryggt verði í stjórnarskrá að
Búlgaría verði í framtíðinni land
einnar þjóðar, eins tungumáls og
einna trúarbragða. Flestir Búlg-
arar aðhyllast rétttrúnaðar-
kristni. Gamalgróinn ótti við
Tyrki mun öðrum þræði liggja á
bakvið mótmæli þessi, en því hef-
ur verið haldið fram í Búlgaríu að
í tyrkneskum blöðum hafi undan-
farið komið fram tilhneigingar til
útþenslu á Balkanskaga. Ibúar
Búlgaríu eru um níu miljónir, þar
af um hálf önnur miljón múslím-
ar. Reuter/-dþ.
NatólÞýskaland
Afvopnunaitillögu
Gysi fálega tekið
Hann leggur til að þýsku ríkinfœkki íherjum
sínum um helming til loka næsta árs og að
allur erlendur her hverfifrá Þýskalandi á
nœstu tíu árum
Hjá Nató og í Vestur-
Þýskalandi hefur verið tekið
fremur fálega afvopnunartillögu
sem Gregor Gysi, formaður
austurþýska kommúnistaflokks-
ins, kom fram með á laugardag.
Lagði Gysi til að þýsku ríkin bæði
fækkuðu í herjum sínum um
helming á þessu ári og því næsta
og að allir erlendir herir yrðu
farnir af þýskri grund árið 1999.
Undirtektirnar af hálfu Nató
eru á þá leið, að heppilegast sé að
afvopnun fari fram samkvæmt
heildarsamkomulagi, fremur en
að samið sé um afvopnun á hin-
um og þessum svæðum. Vísa tals-
menn Nató í því sambandi til af-
vopnunarviðræðna þess banda-
lags og Varsjárbandalagsins í
Vín, en vonir standa til að þar
semjist á þessu ári um að Banda-
ríkin og Sovétríkin fækki í
Evrópuherjum sínum niður í
275,000 manns, hvort stórveldi
um sig. f þeim samningi yrði
einnig gert ráð fyrir mikilli fækk-
un skriðdreka, fallbyssna og herf-
lugvéla. Hjá Nató er einnig bent
á að ekki hefði komið fram að
austurþýska stjórnin eða Var-
sjárbandalagið hefðu lagt blessun
sína yfir tillögu Gysis. Nató hefur
eigi að síður áður gefið í skyn, að
bandalagið sé til viðtals um
niðurskurð vígbúnaðar framyfir
það, sem gert er ráð fyrir að sam-
ið verði um í Vín í ár.
Sovétríkin hafa nú um 380.000
manna lið í Austur-Þýskalandi,
en því fækkar í samhengi við
heimkvaðingu um 50.000 sové-
skra hermanna frá Austur-
Evrópu. Er það liður í einhliða
ráðstöfun Sovétmanna um að
fækka um hálfa miljón manna í
her sínum. Bandaríkin hafa
246.000 manna her 1 Vestur-
Þýskalandi, Bretland 67.000 og
Frakkland 50.000 auk þess sem
ríki þessi þrjú hafa 11.000 manna
lið í Vestur-Berlín. Her Austur-
Þýskalands er 173.000 manns og
Vestur-Þýskalands 494.000.
Reuter/-dþ.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi
Magnús Björnsson
Hrauntungu 83, Kópavogi
lést í Landspítalanum sunnudaginn 7. janúar.
Hildur Einarsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn