Þjóðviljinn - 16.01.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. janúar 1990 10. tölublað 55. órgangur
Þýsk-íslenska
Miljóna skattsvik kærð
Ómar Kristjánsson framkvœmdastjóri ogGuðmundurÞórðarson
ákœrðirfyrir skattsvik og bókhaldsbrot. 44 miljónir vantaldar á skatt-
framtali 1984. Þess krafistað ÓmarogÞýsk-íslenska missi verslunarleyfi
Rflrissaksóknari hefur ákveðið
að höfða opinbert mál á hend-
ur Ómari Kristjánssyni, fram-
kvæmdastjóra Þýsk-íslenska hf.
og Guðmundi Þórðarsyni, hér-
aðsdómslögmanni, fyrir brot á
lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt, og bókhaldsbrot. Þess er
krafist að Ómar og Þýsk-íslenska
verði svipt verslunarleyfi. Málið
verður dómtekið í sakadómi
Rcykjavíkur þann 14. febrúar
næstkomandi.
Hinum ákærðu er m.a. gefið að
sök að hafa vantalið tekjur fyrir-
Framkvœmdastjórn AB
Óttar Proppé
formaður
Óttar Proppé forstöðumaður
fjármálasviðs Hafnarfjarðar-
hafnar, var í gær kjörinn formað-
ur framkvæmdastjórnar Alþýðu-
bandalagsins, á fyrsta fundi
framkvæmdastjórnar eftir lands-
fund Alþýðubandalagsins.
Óttar Proppé fékk 13 atkvæði
við kjörið en tveir greiddu at-
kvæði gegn honum, þau Skúli Al-
exandersson og Birna Þórðar-
dóttir.
Stefanía Traustadóttir var
kjörin varaformaður fram-
kvæmdastjórnar ineð 13 sam-
hljóða atkvæðum.
Á fundinum í gær voru ræddar
niðurstöður landsfundar og sinnt
verkefnum sem landsfundur fól
framkvæmdastjórn. Þá voru
kjara- og sveitarstjórnamál til
umræðu á fundinum.
-Sáf
Rafmagn
Hækkun
staðfest
Iðnaðarráðuneytið hefur staðfest
hækkun á gjaldskrá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Borgaryfir-
völd segjast hinsvegar reiðubúin'
til að endurskoða gjaldskrána til
lækkunar í Ijósi væntanlegra
kjarasamninga, ef niðurstöður
þeirra breyta þeim forsendum,
sem hækkunin er byggð á.
í fréttatilkynningu frá iðnað-
arráðuneytinu segir að ráðuneyt-
ið staðfesti gjaldskrána þar sem
sveitarfélögin hafi lögum sam-
kvæmt sjálfsforræði á gjaldskrám
eigin fyrirtækja og stofnana.
Flestar orkuveitur í landinu
hafa hinsvegar orðið við þeim til-
mælum iðnaðarráðuneytisins að
fresta hækkun á gjaldsicrám sem
fyrirhugaðar voru 1. janúar.
-Sáf
tækisins um tæplega 44 miljónir
króna á skattframtali ársins 1984.
Eftir rannsókn ríkisskattstjóra á
skattskilum og bókhaldi hlutafé-
lagsins, og endurskoðun bók-
halds- og reikningsgagna, voru
opinber gjöld fyrirtækisins
endurákvörðuð. Sú endur-
ákvörðun leiddi til hækkunar á
tekju- og eignarskatti fyrirtækis-
ins um rúmar 45 miljónir króna.
Ákærðu eru einnig sakaðir um
að hafa farið með rangfærslur í
blekkingarskyni í ársreikningum
fyrir árið 1984. Þá segir í ákær-
unni að vanræksla og óreiða á
riggja daga verkfall um 70
langferðabílstjóra hófst í gær
en fundur í deilu þeirra við at-
vinnurekendur hefur ekki verið
boðaður. Nokkuð bar á því að
reynt væri að halda uppi ferðum í
gær þrátt fyrir verkfallið en verk-
fallsverðir komu í veg fyrir það,
ýmist með því að úða ryðvarnar-
efni á framrúður rútanna eða
með því að hleypa lofti úr dek-
kjum þeirra. Meintur verkfalls-
brjótur keyrði á verkfallsvörð
þegar hann reyndi að stoppa bfl-
stjórann. Maðurinn slasaðist lítil-
lega.
Halldór Bergsson formaður
verkfallsnefndar Bifreiðastjóra-
félagsins Sleipnis sagði að komið
hefði til ryskinga í nokkrum til-
grundvallaratriðum í bókhaldi
sama árs, og að færsla bókhalds-
ins og gerð ársreikninganna hafi
almennt verið fjarri því að upp-
fylla kröfur um góða bókhalds-
og reikningsskilavenju. Ákærðu
er gefið að sök að hafa ranglega
tilgreint undir liðnum „langtíma-
skuldir“, skuldir við Samvinnu-
’bankann og Landsbankann upp á
tæpar 38 miljónir króna, enda
þótt um engar skuldir við bank-
ana væri að ræða móti þessum
skuldalið. Þá eru þeir sakaðir um
að tilgreina ranglega viðskipta-
kröfur, viðskiptavíxla og ógreidd
fellum í gær. Hann sagði þó frá-
leitt að verkfallsverðir hefðu
skorið dekk langferðabfls til að
koma í veg fyrir að hann færi af
stað. Og verkfallsverðir sem
Þjóðviljinn hitti á vaktinni sagði
ásakanir um að viftureimar hefðu
verið skornar væru fáránlegar.
Engum með fullu viti kæmi til
hugar að skera viftureim sem
snérist 2.000 snúninga á mínútu.
Verkfallið hefur töluvert mikil
áhrif. Engar rútusamgöngur voru
við Hafnarfjörð í gær og áætl-
unarferð Norðurleiðar í gær-
morgun féll niður ásamt ferð til
Búðardals. Samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust á BSÍ ætlar
rúta að fara af stað til Búðardals
klukkan 8 fyrir hádegi í dag.
vörukaup að upphæð rúmlega 22
miliónir.
Ómar Kristjánsson sagði að
ákæran kæmi mjög á óvart og erf-
itt væri að skilja hvers vegna hún
væri gefin út nú, þar sem sak-
sóknari hefði haft mörg ár til
þess. „Það er vonandi stutt í það
að Hæstiréttur ákvarði í sjálfu
skattamálinu sem ákæran er
byggð á. Þess vegna hefðum við
talið eðlilegt að beðið væri eftir
Hæstaréttardóminum, fyrst búið
er að bíða öll þessi ár, og ákæran
byggð á þeirri niðurstöðu en ekki
Grunnlaun bifreiðastjóra eru
nú 41 þúsund krónur og sagði
Halldór þá gera kröfu til þess að
þessi laun verði 80 þúsund, 25%
álag verði fyrir farmiðasölu og
50% fyrir tungumálakunnáttu,
þegar sérstaklega væri óskað eftir
bílstjóra sem ferðarstjórnanda
með útlendingum.
Bifreiðastjórar og atvinnurek-
endur hafa ekki ræðst við síðan
11. desember. Halldór sagði
Sleipnismenn halda félagsfund á
miðvikudagskvöld og þar yrði
tekin ákvörðun um framhaldið.
Atvinnurekendum hefði hingað
til tekist að brjóta samstöðu bfl-
stjóra á bak aftur á síðustu stundu
en ekki nú. Samstaðan væri ótrú-
lega mikil. -hmp
álagningu ríkisskattstjóra," sagði
Ómar.
Hann sagðist vera hissa á því að
til væri kallaður sérstakur sak-
sóknari í málinu þegar embættis-
menn saksóknara væru því
þaulkunnugir. „Það vekur ekki
minni undrun að heyra að þessi
umræddi maður er flokksbróðir
skattamálaráðherra og ríkisskatt-
stjóra. Maður spyr sig hvort ekki
sé pólitík í málinu,“ sagði Ómar
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Þýsk-íslenska hf.
-gb
Fiskverðsdeilan
Samningar
tókust
Samningar tókust á milli togar-
asjómanna á Fáskrúðsfirði og
viðsemjenda þeirra um helgina og
þá frestuðu sjómenn á Vopnafirði
frekari aðgerðum fram yfir 1. fe-
brúar. I gær náðist svo cinnig
samkomulag milli togarasjó-
manna á Eskifirði. Þar með lauk
þessari fiskverðsdeilu sem staðið
hafði yfir í hálfan mánuð og hafa
togararnir haldið til veiða.
Að sögn Eiríks Stefánssonar
formanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Fáskrúðsfjarðar eru
aðalatriði samnings togarasjó-
manna við viðsemjendur sína þau
að verð á öllum fisktegundum
hækkar um 7,5% frá 1. janúar til
1. febrúar. Eftir þann tíma verð-
ur skipuð samstarfsnefnd sjó-
manna og viðsemjenda þeirra
sem í verða tveir sjómenn af Hof-
fellinu og tveir af Ljósafellinu.
Nefndin mun kanna þær yfir-
borganir sem eru á fiskverði á
Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum og greiða síðan það
fiskverð samkvæmt því meðaltali
sem fæst úr þessari könnun sem
ætlunin er að hraða eins og kostur
er. Þá gerir samningurinn ráð
fyrir að samstarfsnefndin komi
saman 3-4 sinnum á ári til að
endurskoða fiskverðið hverju
sinni. Ennfremur var samþykkt
að öll eftirmæli deilunnar yrðu
látin niður falla.
Hliðstæður samningur var svo
gerður á Eskifirði í gær á milli
togarasjómanna og viðsemjenda
þeirra. Aftur á móti ákváðu sjó-
menn á Vopnafirði um helgina að
fresta frekari aðgerðum fram yfir
1. febrúar en þá á að liggja fyrir
nýtt fiskverð samkvæmt ákvörð-
un Verðlagsráðs sjávarútvegsins.
Að sögn Guðjóns Guðjónssonar
stjórnarformanns Tanga hf. var
þó samkomulag um að það fisk-
verðið frá 1. febrúar muni gilda
frá og með 1. janúar 1990.
-grh
Verkfallsmenn gættu stoppistöðva Landleiða í gær. Þessir voru í Lækjargötu seinnipartinn og greina má
úðabrúsa með tannhjólaolíu í höndum eins þeirra. Frá vinstri: Karl Karlsson, Guðbergur Þorvaldsson,
Þórarinn Grímsson og Sigurjón Jóhannsson. Mynd: Jim Smart.
Bifreiðastjórar
Framrúður rútubíla úðaðar