Þjóðviljinn - 16.01.1990, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 16.01.1990, Qupperneq 6
ERLENDAR FRÉTTIR Sovétríkin Neyðarástand í Nagomo-Karabak Tugir manna drepnir íþjóðernisátökum Azera og Armena í Baku um helgina Forsætisnefnd æðstaráðs So- vétríkjanna lýsti í gær yfir neyðarástandi í Nagorno- Karabak og fleiri svæðum þar sem Armenar og Azerar deila. Ákvörðunin um að lýsa yfir neyðarástandi var tekin í kjöífar mikilla óeirða í Baku um helgina. Að minnsta kosti 34 menn voru drepnir í átökum þar á laugardag að sögn sovéska sjónvarpsins. Embættismenn segja að enn fleiri kunni að hafa látið lífið. Flestir hinna látnu eru Armenar. Óeirðirnar hófust á fjöldafundi Azera í Baku eftir að hópur þjóð- ernissinna dreifði nöfnum og heimilisföngum armenskra fjöl- skyldna sem enn búa í borginni. Lögregla virðist lítið hafa gert til að koma í veg fyrir blóðbaðið. Á sunnudag var lögreglunni sendur liðstyrkur flugleiðis og mörg hundruð Armenar voru fluttir burt með bátum. Flestir armenskir íbúar Baku höfðu áður flúið borgina. Hópar ofstækissinnaðra Azera og Armena hafa safnað vopnum að undanförnu. Óttast er að átökin eigi enn eftir að harðna á næstunni. Skotbardagar og skærur í Nagorno-Karabakh fara harðnandi en bæði Azerar og Armenar gera tilkall til svæðis- ins. Þjóðernissinnar í Baku með fána Azerbaijans. Nikolai Ryzhkov sagði í viðtali við norska sjónvarpið í gær að beita yrði hervaldi til að binda endi á átök Azera og Armena. Ekki kæmi til greina fyrir sovésk stjórnvöld að leyfa þjóðernis- átökunum að magnast upp í innanlandsstríð. Hann sagði að til greina kæmi að leysa deilu Az- era og Armena um yfirráð í Nagorno-Karabakh með því að gera það að sjálfstjórnarsvæði. Nagorno-Karabakh tilheyrir Azerbaijan en yfirgæfandi meiri- hluti íbúa þar eru Armenar sem vilji að svæðið tilheyri Armeníu. Reuter/rb Panama Innrásaimenn krafðir bóta Panamastjórn biður Bandaríkin um tugi miljarða til endurreisnar eftir innrásina Guillermo Endara forseti Pa- nama skýrði frá því á blaða- mannafundi um helgina að stjórn sín hefði beðið Bandaríkin um 700 miljónir dollara, jafnvirði 43 miljarða króna, til aðstoðar við fyrirtæki sem urðu illa úti í innrásinni í desember vegna skemmda og gripdeilda. Endara sagði að stjórnin hefði einnig beðið um 35 miljarða doll- ara aðstoð til að endurbyggja hverfið umhverfis höfuðstöðvar Manuels Noriega herstjóra sem bandaríski herinn lagði í rúst í innrásinni. El Salvador Presta- morðingjar í hemum Alfredo Cristiani forseti El Sal- vadors skýrði frá því um helgina að háttsettir foringjar í her lands- ins tengdust morðunum á sex Jes- úítaprestum í nóvember. Forsetinn sagði að rannsókn hefði leitt í ljós að ofursti, sex aðrir yfirmenn í hernum og tveir óbreyttir hermenn hefðu átt aðild að morðinu á prestunum, ráðs- konu þeirra og fimmtán ára syni hennar. Morðin vöktu mikinn óhug á sínum tíma um allan heim. Þetta er í fyrsta skipti sem for- seti E1 Salvadors sakar nafn- greinda foringja í hernum um mannréttindabrot. Leiðtogar ka- þólsku kirkjunnar í E1 Salvador sögðu í gær að þeir vonuðu að þetta bæri vitni um breytt viðhorf stjórnvalda. Vinstrisinnaðir skæruliðar í E1 Salvador saka forsetann hins veg- ar um að hylma yfir fyrir enn hátt- settari menn sem hafi staðið á bak við morðin. Reuter/rb Hann sagði að Bandaríkja- menn hefðu freisað Panamabúa en afskipti þeirra hefðu haft í för með sér nokkra eyðileggingu á efnahagnum. Bandaríkjaforseti og bandarískir þingmenn hlytu að gera sér grein fyrir því að Pan- amabúar þörfnuðust nú aðstoð- ar. Endara skýrði ekki frá því hvað Panamastjórn hefði farið fram á mikla aðstoð samtals frá Bandaríkjunum. En hann sagði að auk framangreindrar hjálpar- beiðni hefði stjórnin einnig beðið um 200 milljóna aðstoð á næstu tveimur árum til að bæta atvinnu- ástand í landinu. Innrás Bandaríkjamann 20. desember olli gífurlegum skemmdum á mannvirkjum í Panamaborg. Fjöldi óbreyttra borgara féll líka í innrásinni en áreiðanlegar tölur hafa enn ekki verð birtar um mannfallið. Reuter/rb Bandarískur hermaður stendur vörð við rústirnar eftir innrás Bandaríkjamanna í Panama. A ustur-Pýskaland Múgur ræðst á bækistöðvar leynilögreglu Tugir þúsunda manna réðust á höfuðbækistöðvar austur- Sjómannaverkfall í Noregi Sjómenn í Norður-Noregi hófu verkfall í gær en þá átti þorskver- tíðin að hefjast. Forystumenn sjómanna krefj- ast þess að fleiri bátar fái leyfi til þorskveiða. Alls hafa 3000 skip fengið leyfi en sjómenn vilja að þau verði 3900. Þeir krefjast líka aukins þorskkvóta en hann var skorinn niður í 113.000 tonn fyrir þetta ár úr 178.000 tonnum á síð- asta ári. Reuter/rb þýsku leyniþjónustunnar I gær. Fólkið braut rúður og eyðilagði húsgögn. Austur-þýska stjórnin skoraði á fólkið að sýna stiílingu. Samtök stjórnarandstæðinga tóku undir áskorunina og aðstoðuðu sfðar við að loka af svæðið við höfuð- stöðvar leyniþjónustunnar sem hefur verið leyst upp. Austur-þýsk stjórnvöld til- kynntu í gær að rannsókn færi fram á því hvort Erich Honecker, fyrrverandi Ieiðtogi Austur- Þýskalands, og Erich Mielke fyrrverandi leiðtogi öryggislög- reglunnar hefðu gerst sekir um landráð.__________Reuter/rb Blaðamenn taka blað af kommúnistum Blaðamenn og aðrir starfs- menn austur-þýsks landsmála- blaðs hafa tekið blaðið úr hönd- um kommúnista og breytt því í fyrsta óháða dagblaðið í Austur- Þýskalandi. Nafni blaðsins, sem hefur 400.000 áskrifendur, var breytt úr Das Volk í Thuringer Allgemeine þegar það kom út í gær í fyrsta skipti eftir breyting- una. Reuter/rb Lokið er baráttu hetjunnar góðu við harðleikinn sjúkdóm og það er ljómi yfir lífsstríðinu síðast sem og lífsgöngunni allri. Æðru- laust var alvörunni miklu mætt og miðlað til hins síðasta af mildi þeirri og umhyggju er hann var svo auðugur af. Okkur finnst það svo hræðilega miskunnarlaust og ósanngjarnt þegar dáðum prýdd- ur drengur góður með lífskraft allan og lífsvilja óskertan verður að lúta í lægra haldi á ör- skömmum tíma, þótt allt sé gert sem unnt er til hjálpar. En þessi hryllilegi sjúkdómur eirir engu, þegar hann grípur sín- um heljartökum á hreystimenni jafnt til hugar og handar svo sem sá var, sem hér er minnst. Orð- vana stöndum við eftir í hryggð og einlægri eftirsjá, þau allra helzt sem honum unnu mest og bera sárastan söknuðinn. Kynni okkar Magnúsar urðu ekki löng, en börnin okkar beggja tengd,u okkur saman og ég fann fljótt hvílíkur öðlingur þar fór, sem sameinaði umhyggju og hlýju heimilisföðurins og atorku- semi hagleiksmannsins og yfir öllu var „lífsnautnin frjóa”, glað- værðin góð og einstök eljusemi svo af bar. Það er gott að eiga svo glitrandi lífsbraut að baki, en því sárara sýnist okkur, þegar í andrá snöggri öllu burt er svipt. Magnús Björnsson átti eðliskostina góðu, sem olli því að hvar sem hann fór brá birtu vermandi gleði og geisl- andi lífsorku á veg okkar allra, er áttum með honum enhverja sam- leið. En gæfumaður er sá einn er góðu eðliskostina nýtir til þarfra athafna eða gleðigjafar eða í ást- ríkri alúð til þeirra sem næst standa. Slíkur gæfumaður var Magnús með sínar farsælu og glöggu gáf- ur, með ást á tærum tónum, með hagleiksmund völundar við hvert starf. Hann lék ágæta vel á hljóðfæri og hafði af unun, svo söngelskur og tónnæmur sem hann var, enda í góðu samræmi við þá gleði hjartans sem honum var svo eiginleg. En það var ævistarf hans við smíðar, sem efst verður í huga samferðamannanna einnig, þar sem kapp og aðgát, elja og vand- virkni héldust mætavel í hendur. Hann var snillingur til allra við- gerða og viðhalds þess sem gam- alt er, nærfærnum höndum var farið um verðmæti dýr, hann fann og skildi gildi þessarar varðveizlu og munu verk hans í Viðey ekki sízt bera þess vott, þótt ekki væri að neinum verðleikum metið. Hann var einn þeirra fágætu manna sem féll aldrei verk úr hendi og gat vart verklaus verið. Hér er ekki ætlunin að rekja ævisögu hins ágæta drengs, að- eins brotasilfur eitt frá farsælli ævigöngu, alltof skammri. Magn- úsvarf Austfirðingur, Vopnfirð- ing vildi hann ævinlega telja sig og ræktarsemi hans við heima- haga fólst m.a. í ófáum hand- tökum við bústað brottfluttra á Vopnafirði. Fæddur var hann 3. maí 1923 og var því aðeins 66 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru þau róm- uðu rausnarhjón Anna Magnús- dóttir ljósmóðir frá Hjarðarhaga á Jökuldal og Björn Jóhannsson frá Valdasteinsstöðum í Hrúta- firði, en Björn var skólastjóri á Vopnafirði í mörg ár. Á Vopna- firði ólst Magnús upp en snemma hneigðist hugur hans til handiðn- ar, þótt aðrar leiðir væru opnar svo greindum manni. Hann var tvo vetur í Lauga- skóla en jióf svo trésmíðanám og lauk sveinsprófi 1947. Um ára- tugaskéið vann hann hjá Tré- smíðaverkstæði Reykjavíkur- borgar, en síðast starfaði hann hjá Kópavogsbæ. í öllum sínum 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.