Þjóðviljinn - 27.01.1990, Page 1
Laugardagur 27. janúar 1990 19. tölublað 55. árgangur
Fullt mál af peim gula. - Þó lítt miöi í Verölagsráöi sjávarútvegsins aö ákveöa nýtt fiskverð sem samkvæmt lögum á aö taka gildi næstkomandi fimmtudag 1. febrúar, halda
sjómenn sínu striki við að færa björg í bú. Mynd: Jim Smart.
Þjórsárdalur
Hjálparfoss sjónmengaður
Hesthús sem Landsvirkjun hefur reistfyrir starfsmenn við Búrfellsvirkjun her ísjónlínu viðHjálparfoss.
HvorkiNáttúruverndarráð né Skipulagsstjórn ríkisins beðin um álit
Fjörutíu hestaflahúsið, sem
Landsvirkjun hefur verið að
reisa fyrir hestamenn sem starfa
við Búrfellsvirkjun, kemur inn í
sjónlínu útsýnisstaðarins við
Hjálparfoss. Uppyflr hamrabelt-
unum við fossinn ber nú báru-
járnsþak við himin.
„Þetta eru afskapleg mistök
sem ég harma mikið,“ sagði Ás-
ólfur Pálsson á Ásólfsstöðum í
Þjórsárdal, en hann á sæti í Þjórs-
árdalsnefnd.
Ásólfur sagði að hann hefði
ekki verið á þeim fundi Þjórsár-
dalsnefndar sl. sumar þegar þetta
mál var tekið fyrir, en hann hefði
skoðað þetta þegar framkvæmdir
hófust við hesthúsin og sýnst þá
að hóll við húsin myndi fela bygg-
inguna. Nú hefði hinsvegar kom-
ið í ljós að svo er ekki.
„Okkur sást yfir þetta en þar
sem húsin eru risin tel ég að eigi
að sættast á bestu lausnina í þessu
máli, en ég tel að það megi bjarga
þessu með því að rækta skóg uppi
við fossinn og fela þannig hest-
húsin.
Jóhann Már Maríusson að-
stoðarframkvæmdastjóri Lands-
virkjunar og formaður Þjórsár-
dalsnefndar kannaðist ekki við
að hesthúsin kæmu inn í sjónlínu
frá útsýnisstaðnum við Hjálpar-
foss.
„Við reyndum að koma í veg
fyrir þetta á sínum tíma og mæld-
um þetta út, auk þess sem staður-
inn fyrir húsin var valinn í kvos til
þess að koma í veg fyrir sjón-
mengun á þessum stað. Það kem-
ur mér verulega á óvart ef þetta
er satt,“ sagði Jóhann Már.
Hjálparfoss, sem og aðrir foss-
ar í Fossá í Gnúpverjahreppi og
nánasta umhverfi þeirra eru á
náttúruminjaskrá, en þrátt fyrir
það hefur ekki verið leitað álits
Náttúruvemdarráðs um bygging-
una.
„Allar meiri háttar byggingar á
óbyggðu svæði á að bera undir
Náttúruverndarráð, en það hefur
ekki verið gert í þessu tilfelli,“
sagði Davíð Egilsson hjá Náttúru-
verndarráði. Hann sagði að þetta
mál yrði kannað.
Byggingar sem ekki em reistar
á lögbýlum eða em á deiliskipu-
lagi ber einnig að bera undir
Skipulagsstjórn ríkissins. Stefán
Thors skipulagsstjóri ríkisins
segir að ekkert erindi hafi borist
um þessa byggingu til embættis-
ins.
„í fljótu bragði myndi ég ætla
að þessi bygging hefði átt að
koma til umsagnar hjá embættinu
og við munum skoða þetta mál
nánar. Ef þarna hefur verið farið
í kringum reglur gæti komið til
þess að það þyrfti að fjarlægja
mannvirkið á kostnað eigenda.
Sveitarfélagið gæti svo verið
skaðabótaskylt gagnvart eigand-
anum ef það hefur veitt öll leyfi til
byggingarinnar án þess að hafa
heimild til þess,“ sagði Stefán.
Steinþór Ingvarsson oddviti í
Gnúpverjahreppi sagðist ekki
hafa séð mannvirkið eftir að það
reis og því ekki vita hvort það
kæmi inn í sjónlínuna við Hjálp-
arfoss. hinsvegar hefði Hilmar
Einarsson byggingarfulltrúi á
Laugarvatni, en Gnúpverja-
hreppur heyrir undir hann, ekki
gert neina athugasemd við þessa
byggingu.
Hilmar Einarsson byggingar-
fulltrúi sagði að það hefði verið
búið að steypa kjallarann á hest-
húsinu áður en sótt var um bygg-
ingarleyfið, en þrátt fyrir það
hefði hann ekki séð ástæðu til
þess að stöðva framkvæmdir.
-Sáf
Síðumúlinn
Þjóðviljinn
flytur
Síðumúli 6 kvaddur. Flutt í Síðumúla 37
jóðviljinn flytur nú um helg-
ina í nýtt húsnæði í Síðumúla
37, á annarri hæð, en húsnæði
blaðsins okkar að Síðumúla 6 hef-
ur verið selt bókaútgáfunni Vöku/
Helgafelli.
Þjóðviljinn hefur verið til húsa
í Síðumúla 6 síðan árið 1976.
Starfsmenn og velunnarar blaðs-
ins Iögðu á sig mikla vinnu við að
koma húsinu upp og það er með
söknuði að starfsmenn yfirgefa
nú Síðumúla 6.
Húsnæðið að Síðumúla 37 er í
eigu Sigfúsarsjóðs og leigir blaðið
það af honum fyrst um sinn. Þar
verður öll starfsemi blaðsins á
einni hæð jafnt ritstjórn, setning,
umbrot, auglýsingar og af-
greiðsla.
Starfsmenn Þjóðviljans kveðja Síðumúla 6 með söknuði. Mynd Jim Smart.
Auk þess sem blaðið flytur í
nýtt húsnæði eru ýmsar breyting-
ar á döfinni í vinnslu Þjóðviljans.
Þar má nefna að í næstu framtíð
verður blaðið brotið um í tölvum.
Hallur Páll Jónsson fram-
kvæmdastjóri Þjóðviljans sagði
að hér væri um að ræða húsnæði
sem hentaði starfsemi blaðsins í
dag mjög vel og þessi tímamót
myndu starfsmenn blaðsins nýta
til að endurskoða og efla útgáfu
blaðsins.
-Sáf