Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 8
Helgarblaö
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla: @ 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Símfax:68 19 35
Verð: í lausasölu 150 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshrevfingar
Síðumúla37,108 Reykjavík__________________
Hemaðarbandalög
og fsland
Gorbatsjov Sovétforseti var að lýsa því yfir að hann
teldi eðlilegt að þýsku ríkin sameinuðust. Þessi ummæli
minna okkur eina ferðina enn á það hve allt gerist hratt
um þessar mundir. Eftir að múrar hrundu milli þýsku
ríkjanna fóru menn í Vestur-Þýskalandi strax að ympra á
sameiningu landsins. Þá heyrðust andmæli og fyrirvarar
úr mörgum áttum. Nágrannar Þjóðverja í austri og vestri,
svosem Frakkar og Pólverjar, voru ekki beint hrifnir af því
að svo öflugt þýskt ríki kynni að rísa við landamæri þeirra.
Sovétmenn mölduðu í móinn. Ráðamenn í Austur-
Þýskalandi og meira að segja talsverður hluti stjórnar-
andstöðunnar þar töldu vangaveltur um sameiningu ekki
tímabærar. En nú verður ekki betur séð en tekin sé stefna
beint á sameiningu Þýskalands.
Þessi tíðindi herða enn á efasemdum um hlutverk
hernaðarbandalaga í Evrópu. Hvað verður nú um það
Nató, sem þekktur Bandaríkjamaður sagði að stofnað
hefði verið til að „halda Rússum frá en Þjóðverjum niðri“?
Varla getur sameinað Þýskaland verið aðili að Nató með
þeim hætti sem verið hefur. Þeim mun minni ástæða er til
þess sem Varsjárbandalagið er varla nema nafnið tómt
og sovéskur her á heimleið frá Póllandi, Tékkóslóvakíu
og Ungverjalandi. Og nú síðast var Bush Bandaríkjafor-
seti að boða stórfellda fækkun í herjum bæði Bandaríkja-
manna og Sovétmanna í Evrópu.
Þessi vöðvarýrnun hernaðarbandalaganna er með því
ánægjulegasta sem er að gerast um þessar mundir. En
sumir eru ekki sérlega glaðir. Þeir sem tengjast við
hagsmuni hergagnaframleiðenda eru ekki með hýrri há,
þeir missa spón úr sínum aski. Hér heima er Morgunblað-
ið mjög á hlaupum eftir öllum sem láta í Ijós þá skoðun, að
Nató muni alltaf hafa miklu hlutverki að gegna og að
ekkert hafi breyst sem máli skipti ennþá. Það blað hagar
sér reyndar einatt í þessu máli eins og sérfræðingur sem
er þunglyndi sleginn vegna ótta við að sjúkdómi þeim
sem hann sérhæfði sig í og lifði á verði útrýmt fyrir fullt og
fast.
Þær dýfur sem Morcjunblaðið tekur minna okkur á það,
að herstöðvamál á Islandi leysast ekki sjálfkrafa þótt
hernaðarbandalögin týni forsendum sínum. Einn af rit-
stjórum þessa blaðs hér, Magnús Kjartansson, brýndi
það einatt fyrir mönnum, að allt frá lokum heimsstyrjald-
arinnar síðari hefðu Bandaríkin viljað líta á ísland sem
einskonar hernaðarlegan part af Norður-Ameríku, sinn
útvörð, en ekki hluta af Evrópu. Magnús varaði við því, að
ef skriður kæmist á afvopnunarmál í Evrópu og þar með á
upplausn hernaðarbandalaga, þá mættu Islendingar
vara sig á því að sitja ekki eftir með sérsamninga um
bandaríska herstöð, sem væri hér til hagsmunagæslu
„svona til vonar og vara“ hvað sem annarsstaðar gerðist.
Enda væri bandarískur her hér samkvæmt tvíhliða samn-
ingi við Bandaríkin en ekki Nató sem slíkt.
Islendingar hafa á liðnum árum með ýmsum hætti verið
minntir á réttmæti þessa mats á langtímafyrirætlunum
Bandaríkjamanna á íslandi. Nú síðast er verið að veifa
framan í landsmenn varaflugvelli, sem gengur eins og
þvert á allt annað sem er að gerast í heiminum. Og síðast í
gær var Morgunblaðið að minna sem rækilegast á það,
hve háðir amk. Suðurnesjamenn væru orðnir atvinnu hjá
hernum: það væri skelfilegt ef framkvæmdir fyrir hann
drægjust saman - en sem betur fer sleppi menn víst við
það.
Enn og aftur erum við minnt á þann háska sem and-
stæðingar herstöðvastefnu töldu fyrst og síðast alvarleg-
astan: A hernám hugarfarsins, sem kemur m.a. fram í því,
að menn hafa svo ánetjast erlendum her sem atvinnuvegi
að þeir mega helst ekki hugsa sér að losna við hann. Eins
þótt allt um kring sé afvopnun á fleygiferð.
Gáum að þessu. AB
Verð að halda mér í þjálfun
Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitamyndir í FÍM-salnum
- Það er mun erfiðara að máia
með vatnsiitum en olíu, segir Haf-
steinn Austmann. Hann opnar
sýningu á vatnslitamyndum á
morgun í FÍM- sainum við
Garðastræti. - Oiíumyndum má
alltaf bjarga með því að mála yfir
hiutina, en misheppnaðri vatns-
litamynd hendir maður. Það get-
ur komið fyrir að það heppnist
ekki nema ein af tíu myndum,
segir hann.
- Ég byrjaði ekki með olíuna
fyrr en ég var orðinn sextán ára
og ég tek alltaf skorpur þar sem
ég mála með vatnslitum því ég
verð að halda mér í þjálfun eins
og íþróttamaður. Ef ég hætti með
vatnslitina einhver tímabil finnst
mér það stundum taka mig
langan tíma að ná mér aftur á
strik.
En yfirleitt hef ég þann háttinn
á utan þessara þriggja mánaða á
ári sem ég kenni við Myndlista-
og handíðaskólann að ég vinn
með vatnsliti fyrir hádegi og mála
svo með olíu eftir hádegi.
Hafsteinn Austmann: Mun erfiðara að mála með vatnslitum en olíu.
Mynd: Jim Smart.
Þessar myndir eru flestar frá
síðasta ári. Eg vinn ekki fyrir sýn-
ingar heldur ákveð ég að sýna
þegar ég sé fram á að ég sé að
verða kominn með eitthvað í sýn-
ineu. Ée sýndi í Nýhöfn í fyrra og
hélt árið 1988 sýningu í Kaup-
mannahöfn, í Scandinavian Con-
temporary Art Gallery og gekk
ágætlega. Ég held að það sé óhætt
að segja það.
I.G