Þjóðviljinn - 02.02.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Blaðsíða 10
Skiptar skoðanir um landbúnað Kostar einokunaraðstaða íslensks land- búnaðar 10 miljarða álögur á neytendur? Er verðmyndunarkerfi landbúnaðarins hemill á framfarir og hagræðingu? Hafa íslenskir bændur verið lokaðir inni í sjálfvirku stöðnunarkerfi með fullvirðisréttinum? Ofangreindar spurningar og fleiri eru meðal annars til umfjöllunar í Nýju Helgarblaði í dag Þaö er alkunn staðreynd að verð á matvælum, einkum inn- iendum búvörum, mun óvíða í heiminum vera hærra en hér, og hvergi meðal þeirra þjóða sem við berum okkur gjarnan saman við í lífskjörum. Frægast er dæmið af samanburðinum við frændur okkar í Færeyjum: fyrir andvirði eins íslensks kjúklings fást fimm færeyskir kjúklingar. Sama verðhlutfall er á milli færeyskra og íslenskra eggja. Og íslensk svínakóteletta leggur sig á þrjár færeyskar. Og íslenska lambaiærið í Færeyjum jafngildirtveimur og hálfu læri á íslandi ef niðurgreiðslunum er bætt við verðið hér heima. Verðmunur eins og þessi á sér margar og flóknar skýringar. Helsta og einfaldasta skýringin er þó sú, að Færeyingar hafa tekið þá stefnu að flytja inn landbún- aðarafurðír og nýta sér hagstæðasta verð sem gefst á er- lendum markaðí til hagsbóta fyrir innlenda neytendur. Sú krafa hefur nú gerst æ háværari hér á landi að við fylgjum fordæmi frænda okkar í Færeyjum, flytjum inn ódýrar landbúnaðaraf- urðir og nýtum okkur það hagræði sem af slíku getur orðið fyrir neytendur. Slíkt hagræði virðist augljóst í fyrstu, en verður flóknara þegar við lítum til íslensks landbúnaðar og þeirrar efnahagslegu þýðingar sem hann hefur fyrir þjóðarbúið og alla samfélagsgerð á íslandi. Það hefur verið staðfest í íslenskum lögum að islendingar skuli stefna að því að vera sjálfum sér nægir um matvæli á sem flestum sviðum. Og landbúnaðurinn hefur hingað til verið forsenda samfelldrar byggðar í landinu. Við lifum hins vegar í síbreytilegum heimi, og meö auknum milliríkjaviðskiptum og auknum samskiptum á milli þjóða gerast þær raddir háværari hér á iandi, að ekkert vit sé í því að við Islendingar þurfum að vinna fimm sinnum lengur fyrir okkar eggi á morgunverðarborðið heldur en frændur okkar í Fær- eyjum. Það dæmi gengur einfaldlega ekki upp til lengdar. Spurningin er þá hvort íslenskur landbúnaður er fær um að jafna þetta dæmi með hagræðingu og bættri samkeppnisað- stöðu, eða hvort jafnvel sé hagkvæmt að leggja stóran hluta hans niður með allri þeirri félagslegu og atvinnulegu röskun, sem því myndi fylgja. Hver er raunveruleg samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar gagnvart erlendri framleiðslu? Nemur hlutfallslegt óhagræði hennar gagnvart erlendri framleiðslu 10- 15 miljörðum á ári, eins og sumir hagfræðingar vilja halda fram? Er hægt að lækka framleiðslukostnaðinn innanlands umtalsvert? Hvernig? Hér á eftir fara viðtöl við tvo valinkunna menn sem eru á öndverðum meiði í þessu máli. Svör þeirra og sjónarmið bregða væntanlega nokkru Ijósi á vandann. Markaðurinn er skammsýnn húsbóndi Búvöruverð er tímabundið óeðlilega hátt hér á landi vegna þeirra erfiðu skipulagsbreytinga sem landbúnaðurinn gengur nú í gegnum, segir Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra Þau tímabundnu vandamál i sem íslenskur landbúnaður á við að glíma verður að skoða út frá langtímasjónarmiðum en ekki eingöngu þeim sviptivindum s$m markaðsástand býður upp á hverju sinni. Landbúnaðurinn i heiminum er að komast í kreppu sem mótast af vélvæddri rányrkju ■ á landi og ofnotkun lyfja, eitur- efna og áburðar. Landbúnaður viða í heiminum er þannig eitt gleggsta dæmið um atvinnugrein sem markaðsöflin hafa leitt í ógöngur með sífelldri kröfu um tímabundna hámörkun ágóða án tillits til langvinnra umhverfis- áhrifa og áhrifa á heilsu manna. Þær markaðsaðstæður sem nú ríkja í heiminum á landbúnaðar- vörum eiga eftir að breytast innan tíðar og okkar langtimastefna má ekki ráðast af skyndiákvörðun- um út frá skammsýnum stundar- hagsmunum. Þetta sagði Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra í samtali við Nýtt Helgarblað, þar sem hann var meðal annars beð- inn að leggja mat á þær staðhæf- ingar hagfræðinga, að það hlut- fallslega óhagræði sem íslensk landbúnaðarframleiðsla byggi við miðað við heimsmarkaðsverð nemi 10-15 miljörðum króna á ári. Ónákvæmur samanburöur Öllum er trúlega ljóst að slíkur samanburður á samkeppnishæfni íslensks landbúnaðar við er- lendan er afar vandasamur, segir Steingrímur. Þessar umræddu tölur byggja á því að allir styrkir og greiðslur sem hægt er að tengja landbúnaðinum, þar með taldar niðurgreiðslur, eru sett á aðra vogarskálina og það síðan mælt við það verð sem finna rná hagstæðast í heiminum án þess að tekið sé tillit til erlendra styrkja og framlaga til landbúnaðarins. 10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.