Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 11
Sjálfvirkt stöðnunarkerfi ríkir í landbúnaðinum Einokunarkerfi landbúnaðarins er hliðstætt því kerfi sem gert hefur kornforðabúr Evrópu að hungurbæli segir Guðmundur ðlafsson hagfræðingur Dæmi Ricardos um beqq ja haq í viöskiptum föt vín samtals Enaland 100 klst. 120 klst. 220 klst. Portúaal 90 klst. 80 klst. 170 klst. föt vín Enaland 100+100 klst. 200 klst. Portúaal 80+80 klst. 160 klst. Ein eining af fötum kostar England 100 vinnueiningar og Portúgal 90 einingar. Ein eining af vlni kostar Englendinga 120 vinnueiningar en Portúgali 80. Samtals kosta 2 einingar af víni og 2 af fötum 390 vinnueiningar. Ef Englendingar framleiða 2 einingar af fötum og Portúgalir 2 einingar af fötum kostar sama magn og áöur 360 vinnueiningar. Þannio hafa báöir sparaö samaniaot 30 vinnueininoar. Deila sú sem staðið hefur um verðlagningu og innflutning á landbúnaðarafurðum hér á landi undanfarin ár er hliðstæð þeirri deiiu sem átti sér stað á Bretlandi fyrir tæpum tveim öldum um Kornlögin. Þar í landi voru í gildi lög sem bönnuðu innflutning á ódýru korni. Landeigendur, sem höfðu hagsmuna að gæta, vildu halda í sína einokunaraðstöðu. En þá kom fram hagfræðingur, sem sýndi fram á að tap land- eigenda af erlendri samkeppni væri minna en sá ávinningur sem heildin hefði af innflutningi. Það voru röksemdirnar fyrir þeim al- menna ávinningi sem hlýst af frjálsri verslun. Þetta sagði Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur í samtali við Nýtt helgarblað um rökin með og á móti frjálsum innflutningi á landbúnaðarafurðum. En Þórólf- ur Matthíasson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans hefur haldið því fram að kostnað- ur samfélagsins af þeirri innflutn- ingsvernd sem landbúnaðurinn nýtur, sé á bilinu 10-15 miljarðar króna á ári lauslega áætlað. (Sjá Guðmundur Ólafsson: Það er lögmál lífsins að allt breytist, einnig landbúnaðarstefnan... Ljósm. Jim Smart tímaritið Vísbendingu: Hvað kostar innflutningsvernd neyt- endur?) íslenskt óhagræði Eru þessar áœtluðu tölur réttar, og hvernig eru þær fengnar? Allar tölulegar niðurstöður um . þann kostnað sem neytendur bera af einokunaraðstöðu land- búnaðarins eru ónákvæmar, en þessar áætlanir hafa hins vegar ekki verið hraktar með rökum. Markús Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka hefur komist að svipaðri niðurstöðu, þ.e. óhag- kvæmni upp á 9 miljarða, eftir allt annarri reikniaðferð, en hann reynir að meta þetta varlega. Stærðargráðan er svipuð. Við höfum því ekki betri tölur til að miða við. Það er hins vegar dá- lítið villandi að halda því fram, að þessar tölur sýni þann sparnað sem hægt sé að fá með innflutn- ingi umsvifalaust. Heldur sýna þessar tölur áætlað mat á því óhagræði sem ríkir í íslenskum landbúnaði miðað við það sem gerist erlendis. Innflutningur einn og sér leysir ekki þennan vanda á einu bretti, heldur er hér um margþætt vandamál að ræða sem þarf að leysa með samræmdu átaki á mörgum sviðum. En áður en við förum út í þá sálma langar mig til að halda áfram með samlíkinguna frá Bretlandi. Rök Ricardos Hagrfæðingurinn sem setti fram rökin gegn Kornlögunum á Bretlandi hét David Ricardo, og er talinn ásamt með Adam Smith faðir nútíma hagfræði. Ricardo var sjálfur landeigandi og hafði persónulegra hagsmuna að gæta af einokunaraðstöðu sinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann tæki afstöðu gegn einokuninni. Hann bjó til eftirfarandi dæmi: Hugsum okkur tvær þjóðir, Portúgali og Breta, sem báðar stunda framleiðslu á klæðnaði og víni. Hugsum okkur að fyrir til- tekið magn af klæðnaði þurfi Portúgalir að kosta til sem svarar 90 vinnustundum en Bretar 100. Segjum jafnframt að ákveðið magn af víni kosti Breta 120 stundir en Portúgali 80 stundir. Tvær einingar af fötum og tvær einingar af víni kosta þá samtals 390 stundir ef þjóðirnar leggja saman. Hugsum okkur síðan að Bretar taki að sér fataframleiðsl- una fyrir 200 stundir og Portúgal- ir vínframleiðsluna fyrir 160 stundir og síðan verði skipt á framleiðslunni. Þá kemur í ljós að hagræðið af versluninni hefur sparað 30 stundir í vinnu. Þetta eru í stuttu máli rökin fyrir ávinn- ingnum af frjálsum viðskiptum, sem engum hagfræðingi dettur í hug að vefengja. Ricardo setti fram þessi rök sín árið 1817 og Kornlögin voru afnumin um 30 árum síðar eða 1847. Við þessi rök bætast síðan rök Adam Smith um sérhæfingu og stærðarhag- kvæmni ásamt með rökum Sví- anna Heckscher og Ohlin um mikilvægi milliríkjaviðskipta við nýtingu framleiðsiuþátta sem er misskipt á milli landa. Svo ekki sé nú minnst á praktísk og pólitísk rök. Hvernig ætlar smáþjóð, sem byggir allt sitt á útflutningi, að réttlæta bann á tiltekinni milli- ríkjaverslun? Þess má einnig geta að margir sérfræðingar telja eflingu milliríkjaverslunar með landbúnaðarvörur forsendu vit- urlegrar baráttu við hungrið í þriðja heiminum. Það er heldur ekki spurning um það hvort leyfður verði innflutn- ingur á landbúnaðarvörum hing- að til lands, heldur hvenær. Neytendur munu ekki una því til lengdar að þurfa að greiða mun hærra verð fyrir þessar vörur en aðrar þjóðir. Verðmætasköp- un viðskiptanna Rökin fyrir frjálsum innflutn- ingi búvara tengjast þá rökunum fyrir þvi að frjáls viðskipti séu verðmætaskapandi í sjálfum sér? Framhald á 12. Og sú fullyrðing að óhagræði neytenda sé af þessari stærðar- gráðu er meira en vefengjanleg. Til dæmis er áætlað að virðis- aukaskatturinn af landbúnaðar- vörum muni gefa 3-4 miljarða upp í þá 7-8 miljarða sem í heild tengjast landbúnaðinum í þessu dæmi. Ef gera á svona samanburð þarf að stilla upp bæði mínusum og plúsum. Það þarf að líta á Steingrímur J. Sigfússon: ís- lenskur landbúnaður á að veita okkur „Benz-gæði á Skoda verði". Ljósm. Jim Smart stærð landbúnaðarins í veltu þjóðarbúsins og þá atvinnu sem landbúnaðurinn skapar, sem mun vera um 15.000 störf hér á landi. Það þarf að líta á gjald- eyrissparnaðinn, öryggið sem matvælaframleiðslan skapar og fleira og fleira. Samanburðurinn verður líka að gerast í gegnum raunhæfan samanburð á þeim tilkostnaði sem er hér og erlendis. Óeðlilega hátt búvöruverð En nú vitum við að verð á bú- vörum er hér hœrra en víðast ann- ars staðar. Hefur íslenskur land- búnaður staðist þær kröfur sem gera þarf um hagrœðingu og vöruverð? Nei, ég get ekki annað en við- urkennt, að verð búvara hér á landi er sem stendur mjög hátt, en það á sér sínar efnislegu og sögulegu skýringar. íslenskur landbúnaður er nú að ganga í gegnum breytingar og aðlögun að breyttum aðstæðum, sem reyndar var byrjað of seint á. Þær breytingar sem nú er verið að gera eru kostnaðarsamar og birt- ast m.a. í of háu vöruverði. Fyrir um það bil áratug fluttum við út mjólkurafurðir sem svarar hátt í 10 miljón lítrum af mjólk og 3- Framhald á 12. Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.