Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 12
Útboð
Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflug-
velli býður út smíði, uppsetningu og frágang á
listaverkinu „Þotuhreiður“.
Verkið skal gert úr ryðfríu stáli (316L Samkv.
AISI).
Megin hluti verksins er smíði eggs 4200x5470
mnrr með 8 mm veggþykkt.
Miklar kröfur eru gerðar til gæða og útlits smíð-
innar.
Útboðsgögn verða afhent á Almennu verk-
fræðistofunni h.f., Fellsmúla 26 Reykjavík, frá
og með fimmtudeginum 1. febr. 1990 gegn
30.000 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu ber-
ast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 8.
febr. 1990.
Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar,
Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14:00
fimmtudaginn 22. febr. 1990.
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Sjálfvirkt
Framhald af 11
Já, einmitt. í fomöld og fyrir
daga Ricardos var gjaman litið á
viðskipti sem glæpsamlegt athæfi
eða opinberan þjófnað og sníkj-
ulíf. Það urðu örlög Alþýðu-
bandalagsins hér á landi að taka
þessa hugsun í arf. Að „millilið-
irnir“ og „yfirbyggingin“ í
þjóðfélaginu væm af hinu illa.
Við horfum nú upp á það hvemig
þessi afstaða hefur reynst ríkjun-
um í A-Evrópu, þar sem
komforðabúri Evrópu hefur ver-
ið breytt í hungurbæli. A-
Evrópuríkin liðu fyrir það efna-
hagslega að þau vom einangruð
frá viðskiptum við umheiminn.
Þau nutu ekki þeirrar hagræðing-
ar sem frjáls viðskipti fæða af sér.
Þetta þarf ekki að hafa beint með
sósíalismann að gera sem slíkan.
Það er hægt að hugsa sér sósíal-
ískt þjóðfélag eða blandað hag-
kerfi, sem byggir á þróaðri versl-
un og markaðskerfi í dreifingu,
en sósíalískri skipulagningu vinn-
unnar á ýmsa lund. En það sorg-
lega hefur gerst með Alþýðu-
bandalagið, að það hefur gerst
talsmaður einangmnarstefnu og
einokunar sem kostar alla alþýðu
manna miklar álögur í reynd.
Framsóknarflokkurinn hefur
líka snúist gegn hugmyndum um
frjálsræði í viðskiptum, en á öðr-
um forsendum. Hann virðist
ganga út frá þröngum skamm-
tímahagsmunum bændastéttar-
innar á kostnað heildarinnar.
Þetta er þeim mun dapurlegra ef
litið er til þess að samvinnuhreyf-
ingin var á sínum tíma stofnuð til
þess að brjóta verslunarhöft. Nú
virðast þeii sem standa samvinn-
uhreyfingunni næst vera tals-
menn einokunar, sem skuli bitna
á heildinni.
Þversögn ís-
lenska kerfisins
Hvernig segir þú að einokunar-
staða landbúnaðarins bitni á
heildinni?
Það er ein þversögn í íslensku
efnahagslífi sem hagfræðingar
hafa enn ekki skýrt viðhlítandi.
Hún er sú, að þótt þjóðartekjur á
mann séu hér með því hæsta sem
gerist meðal þjóða, þá búa ís-
lendingar við lengstu vinnuviku í
heimi, eða langt yfir 50 stundir á
viku. Bandaríkjamenn, Bretar
og V-Þjóðverjar fóru niður fyrir
50 st. vinnuviku fyrir síðustu
•aldamót og Norðurlandaþjóðirn-
ar fyrir heimsstyrjöldina fyrri.
Skýringin á okkar langa vinnu-
tíma er trúlega fólgin í því mikla
óhagræði sem við búum við bæði í
sjávarútvegi, landbúnaði og
verslun. Menn hafa bætt sér upp
óhagræðið hingað tii með því að
auka sóknina í fiskistofnana. En
nú er svo komið að það verður
ekki gert lengur. Þess vegna
verða raddir æ háværari um að
tekið verði á þessum málum með
nýjum hætti. Flestir hagfræðing-
ar eru sammála um að vænleg-
ustu kostir í íslensku atvinnulífi
feiist ekki í nýjum atvinnugrein-
um, heldur í því að gera það betur
sem við gerum nú þegar.
Tíu ára áætlun
Hvernig vildir þú að þetta yrði
framkvæmt í landbúnaðinum?
Þetta er ekki spuming um að
gera allt á einu bretti og gefa allan
innflutning frjálsan. Til þess að
, koma á samkeppni og viðmiðun
við heimsmarkaðsverð í landbún-
aði þarf ákveðinn aðlögunar-
tíma, til dæmis 10 ár, og það þarf
að uppfylla ákveðin öryggisskil-
yrði.
Bændur þurfa að átta sig á
þeim möguleikum sem þeim
bjóðast. Þegar meirihlutaskiln-
ingur hefur myndast fyrir því hjá
þjóðinni, að hagsmunir heildar-
innar vega þyngra en stundar-
hagsmunir landeigenda, þannig
að samstaða næst um breytingar,
þá hljóta þær jafnframt að felast í
því að landeigendum verði bætt-
ur skaðinn, þar sem um hann er
að ræða.
Það er fyrirsjáanlegt að
allmörg býli munu ekki standast
erlenda samkeppni og leggjast
niður. Önnur býli munu hins veg-
ar stækka og eflast þegar þau ná
að nýta sér þá hagræðingarmögu-
leika sem fyrir hendi eru á hverj-
um stað.
Það þarf t.d. að gera könnun á
því, hversu margir bændur vildu
hætta búskap, ef þeim væri gert
kleift að gera það með reisn. Við
vitum að meðalaldur bændastétt-
arinnar er fremur hár, og margir
vilja hætta en geta það ekki.
Framsal ffull-
virðisréttar
Eitt fyrsta skrefið væri reyndar
að afnema þær heimskulegu regl-
ur, að ekki megi versla með
fullvirðisréttinn. Landbúnaðar-
ráðherra sagði að þetta hefði leitt
til brasks meðal bænda, og því
bæri að banna það. En verslun
með framleiðslukvóta er einfald-
lega forsenda allrar hagræðingar í
landbúnaðinum, alveg eins og í
sjávarútveginum. Það er líka
æskilegt að þeir sem sjá mögu-
leika á hagræðingu í stækkun bús-
ins kaupi hina út, sem ekki vilja
búa áfram. Þetta bann jafngildir
því hins vegar að allir bændur eru
hengdir í sjálfvirkt stöðnunar-
kerfi: þeir geta ekki breytt búum
sínum í hagræðingarskyni og þeir
geta heldur ekki hætt búskap.
Áður en samkeppni er innleidd
eða verðlagning tengd heims-
markaðsverði þarf að búa land-
búnaðinum svipuð skilyrði hér og
tíðkast erlendis, t.d. hvað varðar
tolla á aðföngum, niðurgreiðslur
og styrki. Um leið þarf að efla
lífeyrissjóð bænda og gera þeim
kleift að komnast á eftirlaun,
jáfnvel fyrr en öðrum stéttum.
Afstaða bænda
Mun þessi kerfisbreyting í land-
búnaðarframleiðslu kannski
verða bœndum hagstæð að ein-
hverju leyti?
Bændur upplifa yfirleitt alia
umræðu um frjálsan innflutning
landbúnaðarvara sem tilræði við
sig og sína tilvist. Það stafar með-
Markaðurinn
Framhald af 11
4000 tonn af kindakjöti. Nú er
mjólkurútflutningur nánast af*
lagður og útflutningur kindakjöts'
aðeins brot af því sem áður
var, en þar hefur verið dregið úr
framleiðslu um 30-40%. Þessi
samdráttur hefur í för með sér
aukinn tímabundinn kostnað á
framleiðslueiningu, bæði í fram-
leiðslu og vinnslu, vegna van-
nýttra fjárfestinga.
Ég tel að nú þurfi að stefna að
því að lækka sláturkostnað á
framleiðslueiningu um 30-50% í
nánustu framtíð með fækkun
sláturhúsa og hagræðingu. Ef við
lítum á verðmyndun í lamba-
kjöti, þá sjáum við að launaiiður
bóndans er þar óhugnanlega lítill
miðað við sláturkostnað, dreif-
ingu og annan tilkostnað.
Mjólkuriðnaðurinn er mjög
vel tæknivæddur en líður einnig
fyrir vannýtta fjárfestingu vegna
samdráttar í framleiðslu. En þeg-
ar við verðum búin að vinna okk-
ur út úr þessum vanda munu
skapast nýir möguleikar til hag-
ræðingar og betri skipulagningar
landbúnaðarins í heild.
Framsal
fullvirðisréttar
Ýmsir hafa orðið til þess að
gagnrýna það bann sem sett hefur
verið á leigu eða framsal
fullvirðisréttar. Að með því sé
verið að hengja bændur í sjálf-
virku stöðnunarkerfi og koma í
veg fyrir nauðsynlega hagræð-
ingu. Hver eru rök þín fyrir þessu
banni?
Ég get ekki séð það að lögmál
markaðarins skili okkur viturlegu
skipulagi þessara mála. Ég tel
raunar ennþá meiri ástæðu til að
óttast afleiðingar þeirra í land-
búnaðinum en með sölu veiði-
kvóta í sjávarútvegi, sem nú ógn-
ar mörgum byggðarlögum. Til
dæmis getum við séð í hendi okk-
ar hvemig slíkt gæti komið þvert
á markaða stefnu um landnýtingu
eða þvert á félagsleg og byggða-
pólitísk markmið. Frjáls verslun
með fullvirðisrétt gæti þar að
auki skapað óþolandi misræmi í
kjörum bænda.
Ekki svo að skilja að núverandi
fyrirkomulag sé gallalaust. Það
Ijótasta við kerfið í dag er að það
skammtar bændum misjöfn lífs-
kjör. En brask með fullvirðisrétt
myndi einungis auka það mis-
rétti.
Tímabundinn
samningur
Fullvirðisrétturinn er heldur
ekkert endanlegt fyrirkomulag.
Hann er þáttur í tímabundnum
samningi á milli ríkis og bænda,
þar sem ríkið tryggir bændum
fullt verð fyrir ákveðið magn af
kjöt- og mjólkurafurðum án til-
lits til þess hvort markaðurinn
muni taka við því öllu. Þessi
magnsamningur er alls ekki til
frambúðar, og hann felur auðvit-
að í sér þá hættu að menn sofni á
verðinum og dóli sér við að fram-
leiða upp í hann án þess að huga
að tilkostnaði.
Ég tel því að þetta kerfi
fullnægi ekki þeim hagræðingar-
kröfum sem gera þarf, og ég hef
sagt það hundrað sinnum á fund-
um mínum með bændum, að það
þurfi að koma inn í þetta kerfi
fleiri hvötum til hagræðingar. Ég
hef til dæmis látið mér detta í hug
að grundvöllur framleiðslunnar
breytist fyrst um sinn yfir í það að
ríkið tryggi bændum fullt verð
fýrir ákveðið magn miðað við það
sem markaðurinn tók við árið
eða árin á undan, þannig að
aukin tenging komi við gengi
vörunnar á markaðnum. Þá er
einnig mjög athugandi að flytja
niðurgreiðslumar yfir í beinar
greiðslur til bænda eða á fram-
leiðslustigið, þannig að verð-
lækkunin komi fram fyrst á fram-
leiðsluferlinu. Slíkt fyrirkomulag
gæti orðið áhrifamikið stýritæki
og um leið gæfist færi á að losa
eitthvað um verðlagninguna á
síðari stigum. Landbúnaður-
inn í heild líður fyrir það að á
þriggja mánaða fresti beinast
kastljós fjölmiðlanna að fimm-
og sex-manna nefndunum, þar
sem þær setjast niður til að
ákveða hækkun búvara. Aðrir
hækka sínar vörur smám saman
án þess að nokkur verði þess var.
Það væri einnig fróðlegt að sjá
hvemig slík verðlækkun á fram-
leiðslustigi skilaði sér í dreifing-
unni. Sumir kaupmenn hafa t.d.
lýst því yfir að þeir þurfi sömu
prósentuálagningu fyrir dreifingu
á kartöflum hvort sem þær kosta
15 kr. eða 150 kr. kílóið. Ef það
gengi eftir gæti ávinningur þess-
arar breytingar orðið verulegur.
En það að ætla að stýra hag-
ræðingu í landbúnaði með frjálsri
verslun með fullvirðisrétt yrði
bara til þess að festa það kerfi í
sessi og skapa algjöra óvissu um
þróun landnýtingar, byggðar
o.s.frv.
Fjárfestingar-
stefna
Eru fleiri hugmyndir á döfinni
um hagfræðingu í landbúnaði
sem gæti skilað lægra vöruverði?
Hagræðingu verður auðvitað
best stýrt með skynsamlegri fjár-
festingarstefnu og hvetjandi og
letjandi aðgerðum. Til dæmis
með því að stöðva nýfjárfestingu
í hefðbundnum búgreinum, eins
og nú hefur nánast gerst. Ég tel
að það sé stefnugrundvöllur
stjómvalda sem eigi fyrst og
fremst að marka þessa þróun, en
12 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990