Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 13
al annars af því að ef fyrirtæki
bóndans fer á hausinn, þá er mun
erfiðara fyrir hann að finna sér
aðra atvinnu en þann sem býr í
þéttbýli. En það er ein grundvall-
arforsenda þess að sú kerfis-
breyting, sem hér er til umræðu
verði framkvæmanleg, að tekið
verði tillit til þeirrar byggðarösk-
unar sem hún kann að hafa í för
með sér, og að þeir sem bera tjón
af henni fái bættan skaðann.
Staðreyndin er sú, að með núver-
andi kerfi eru margir smábændur
nú í þannig stöðu að þeir lepja
dauðann úr skel, svo það er
þjóðfélaginu til skammar. Með
heilbrigðri samkeppni skapast
hagræði sem veita mun svigrúm
til þess að gefa mönnum kost á að
hætta kotbúskap án þess að þurfa
endilega að flytjast af jörðum sín-
um. Þeir geta fengið greidda vissa
tekjutryggingu og drýgt hana
með smáframleiðslu á sinni jörð.
Ég er hins vegar sannfærður um
það að aðrir bændur, sem búa við
góðar aðstæður af náttúrunnar
hendi og vegna nálægðar við
markaðinn munu geta staðist er-
lendan verðsamanburð og nýtt
sér sitt hagræði til þess að verða
stöndugir og öflugir framleiðend-
ur góðrar og vel samkeppnisfærr-
ar vöru. Pannig myndi 10 ára
áætlun um breytta verðviðmiðun
í landbúnaði efla stærri bændur
og skapa heilbrigðari og betri
landbúnað hér á landi. 1 þessu
sambandi má vel taka undir boð-
skap Nikolais heitins Búkaríns til
bænda: Auðgist!
Rökfulltrúa
bænda
Talsmenn bœndastéttarinnar
hafa oft haldið því fram að er-
lendar landbúnaðarafurðir séu
1 ekki eins ódýrar og afer látið. Þau
verð sem hent séu á lofti séu af-
sláttarverð vegna offramleiðslu.
Og því er jafnframt haldið fram
að gœði og gæðaeftirlit erlendu
framleiðslunnar séu ekki í lagi.
Óttast þú ekki að þessi saman-
burður við útlönd sé að þessu leyti
blekking?
ekki einhver svokallaður „frjáls
markaður", sem að minnsta kosti
við okkar aðstæður er hvorki
eiginlegur markaður né frjáls.
Svæðaskipting búvörufram-
leiðslunnar er einnig mikilvæg í
þessu sambandi. Þar þarf að
horfa sérstaklega til landkosta,
nálægðar við markað með dag-
legar neysluvörur, félagslegra
þátta, byggðastefnu og svo fram-
vegis.
Kjarnfóðurgjald
og kynbætur
Getur þú nefnt einhverjar fleiri
aðgerðir eða áform stjórnvalda í
hagræðingarátt?
Já, um síðustu áramót var sá
hluti kjamfóðurgjalds, sem renn-
ur í ríkissjóð lækkaður, um ná-
lægt helming, og nú eru uppi
áform um breytingu laga um inn-
flutning erfðaefna til kynbóta,
einkum á varpfugli, holdafugli og
svínum. Báðar þessar aðgerðir
eiga eftir að stuðla að lækkuðu
vöruverði á eggjum, kjúklingum
og svínakjöti. Ég hefði einnig
viljað sjá það að óbein skattlagn-
ing yrði með öllu afnumin á bú-
vöru, þótt ekki hafi náðst sam-
komulag um það mál.
Þú ert þá ekki að verja óbreytt
ástand í landbúnaðarframleiðsl-
unni?
Nei, langt því frá. Það er held-
ur ekki hægt að halda því fram að
hér ríki kyrrstaða í þessum mál-
um. íslenskur landbúnaður er að
ganga í gegnum umfangsmiklar
breytingar og þar er unnið að
hagræðingu í dag og það verður
gert í auknum mæli í framtíðinni.
Eg skil vel óþolinmæði manna,
en við verðum að sætta okkur við
að þessar umbreytingar taka
tíma. Landbúnaðurinn og for-
svarsmenn hans gera sér manna
best grein fyrir því að það er
höfuðverkefni að ná verðinu nið-
Ef þetta reynist rétt, þá ætti
íslenskur landbúnaður ekki að
þurfa að óttast erlenda sam-
keppni, því hann myndi þá stand-
ast samanburðinn hvað verð og
gæði snertir.
Því hefur einnig verið haldið
fram að þetta gæti leitt til land-
auðnar, að heilu byggðarlögin
myndu leggjast í eyði. Til dæmis
hefur hár toílur á innflutt fóður til
svína og hænsnaræktar verið rétt-
lættur með þvf að það þurfi að
vemda sauðfjárræktina fyrir
samkeppni vegan byggðasjónar-
miða og hefðbundinna búskapar-
hátta, sem séu snar hluti íslenskr-
ar þjóðmenningar. Eru þetta
ekki röksemdir sem taka þarf til-
Ut til?
Það er lögmál lífsins, að allt
breytist, einnig byggðir og bú-
hættir. Þjóðfélög verða ekld læst
inn í eilífðarmynstur, en ég er satt
að segja ekki svo vantrúaður á
íslenskan landbúnað, að ég haldi
að hann muni leggjast af við
minnstu erlenda samkeppni. Hjp
röksemdin vegur miklu þyngra:
þjóð sem ætlar að einangra sig frá
viðskiptum við aðrar þjóðir mun
enda í sömu fátæktinni og
eymdinni og við sjáum nú í
Austur-Evrópu.
Tvíþætt byggða-
sjónarmið
Ef við lítum á byggðaþróunina
í heild, þá er í tvö horn að líta:
annars vegar sveitirnar, hins veg-
ar sjávarþorpin.
Fyrir skömmu var tekin hér
upp verðmiðun við erlendan
markað á fiski á innanlandsmark-
aði. Það þýddi um tvöföldun fisk-
verðs fyrir neytendur, en skapaði
hagræði fyrir sjómenn og útgerð-
ina í heild og er þegar til lengdar
lætur hagkvæmt fyrir þjóðarbúið.
Þegar sambærilegar aðgerðir í
landbúnaði koma á dagskrá, sem
skapa hagræði fyrir neytendur,
ætlar hins vegar allt á annan
endann. Hvers vegna? Og það
þótt nýlega hafi ágætir framsókn-
armenn gert tillögur um innflutn-
ing á tannlæknum til þess að
stugga við einokunargróða ís-
lenskra tannlækna!
Nú virðist það aðeins tíma- i
spursmál hvenær menn játast
undir það hagræði sem felst í
frjálsu framsali á fiskveiðikvót-
um. Slíkt framsal felur hins veg-
ar í sér augljósa hættu fyrir minni
sjávarþorp: ef útgerðarmaður á
Stöðvarfirði sér sér hag í að selja
sinn kvóta til Norðfjarðar, þá er
fótunum kippt undan byggð á
Stöðvarfirði. Ég tel að þama sé
meiri hætta á ferð fyrir byggðim-
ar í landinu en nokkuð annað. Og
við henni þarf að bregðast m.a.
með því að leyfa frjálsa verslun
með gjaldeyri um leið og kvótinn
verður seldur eða leigður með
einhverjum hætti. Að íslenska
krónan verði skráð á erlendum
gjaldeyrismörkuðum eins og aðr-
ir vesturevrópskir gjaldmiðlar.
Eins og nú er innheimtir Seðla-
bankinn auðlindaskatt af útgerð-
inni með einokun á gjaldeyri-
sversluninni. Afnám hennar ætti
að verða liður í nýrri byggða-
stefnu til mótvægis við þá byggða-
röskun sem fyrirsjáanleg er á
næstu áratugum. Þetta em þær
sömu umbætur og þeir em nú að
stefna að í A-Evrópu. Þeir hafa
fundið það betur en aðrir hvað
viðskiptahöftin kosta. Og um leið
að ein forsenda óheftra viðskipta
er að gjaldmiðillinn sé skiptan-
legur á frjálsum markaði.
Hvað varðar landbúnaðinn, þá
er því nú haldið fram að óhag-
ræðið sem núverandi kerfi skapar
sé á bilinu 10-15 miljarðar. Þessi
óhagkvæmni leggst einnig þungt
á sjávarþorpin. Með einokun
landbúnaðarins er verið að fórna
þeirra hagsmunum. Ef þessi
stærðargráða óhgræðisins af ein-
okuninni reynist rétt, þá eiga
menn að horfast í augu við þá
staðreynd og gera viðeigandi ráð-
stafanir. Ef þessar tölur reynast
rangar, sem ekki hefur verið sýnt
fram á, þá ætti íslenskur landbún-
aður ekki að þurfa að óttast er-
lenda samkeppni og lögvernduð
einokun væri þar með óþörf.
-ólg
ur. Það er ekki rétt sem sumir
halda fram að búvömr hafi ekki
aðhald á markaðnum. Þær keppa
við fisk og aðrar neysluvömr og
auðvitað gera menn sér grein
fyrir því að verðsamanburður við
útlönd er líka fyrir hendi.
Þótt ég hafi snúist grimmt gegn
öllum hugmyndum um skyndi-
ákvarðanir um frjálsan innflutn-
ing búvara í von um skjótfenginn
ávinning af lágu heimsmarkaðs-
verði, þá er ég ekki að útiloka að
sú staða kunni að koma upp ein-
hvem tímann í framtíðinni, að
einhver innflutningur verði talinn
réttlætanlegur með viðeigandi
hliðarráðstöfunum og að undan-
genginni aðlögun og styrkingu á
samkeppnisstöðu hinnar inn-
lendu framleiðslu. Hins vegar er
sú stefna bundin í lögum, að við
íslendingar eigum að keppa að ’
því að vera sjálfum okkur nógir
um matvæli eins og kostur er.
Þessi stefna er rétt og ég styð
hana eindregið.
íslensk sérstaða
Hvaða augum lítur þú framtíð
íslensks landbúnaðar?
Þegar við verðum búin að
vinna okkur í gegnum þessa
nauðsynlegu aðlögun að
breyttum aðstæðum, sem nú
stendur yfir, þá er ég bjartsýnn á
framtíðina. Við höfum að mörgu
leyti betri aðstæður hér á landi til
þess að framleiða hágæðavöru eri
víða annars staðar. Hér er minni
mengun, færri sjúkdómar og
snýkjudýr og því minni þörf fyrir
eiturefni. Við getum náð betra og
næringarríkara þurrfóðri en aðrir
og hér em ekki síðri aðstæður til
að reka vélvædd bú sem byggja á
aðfluttu fóðri en í nágrannalönd-
unum. Við búum ekki við upp-
sprengt verð á landi eins og víða
erlendis þar sem þéttbýli og
önnur landnýting keppa við land-
búnaðinn um landrýmið. Allt eru
þetta hins vegar vaxandi vanda-
mál í nágrannalöndum okkar.
Þar hefur líka komið í ljós að hin
vélvædda tæknivædda rányrkja
sem ég kalla svo hefur skilið eftir
sig umhverfisvandamál sem eiga
eftir að gera landbúnaðarfram-
leiðsluna þar mun dýrari í fram-
tíðinni. Allt eru þetta vandamál
sem í raun munu styrkja sam-
keppnisstöðu íslensks landbún-
aðar í framtíðinni og jafnvel opna
möguleika fyrir einhvem útflutn-
ing síðar meir. Það hefur sýnt sig
að í vissum tilfellum skiptir verð-
ið ekki máli, heldur gæðin. í
Bandaríkjunum er að sögn hægt
að fá „verksmiðjuframleidd“ egg
fyrir innan við dollar pakkann.
Én egg úr hænu sem hefur gengið
„frjáls“ á grasi og valið sitt kom
sjálf og alist upp við „náttúr-
legar“ aðstæður kosta hins vegar
2-3 dollara sama eining.
Gagnvart sumu fólki skiptir verð-
ið ekki máli þegar hollustan er
annars vegar. Það er á þessu sviði
sem framtíð íslensks landbúnað-
ar liggur meðal annars.
Benz og Trabant
En eigum við neytendur ekki að
fá að velja hvort við kaupum
þessa dýru gæðavöru eða verks-
miðjuframleidda eggið, sem er
ódýrt?
Þessu vil ég svara með samlík-
ingu úr bílaheiminum, sem ég hef
stundum beitt í þessu sambandi:
við getum ekki vænst þess að fá
Benz-gæði í afurðum fyrir
Trabant-verð. Okkar framleiðsla
er af Benz-gæðaflokki. Við þurf-
um hins vegar að ná verðinu nið-
ur í venjulegan fjölskyldubíla-
flokk þannig að allir geti veitt sér
þessa gæðaframleiðslu. Framtíð-
in er „Benz-gæði á Skoda verði“.
Það er málið.
-ólg
Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13
Styrkur til Noregsfarar
Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1990.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda Is-
lendingum að ferðast til Noregs. I þessu skyni skal veita viður-
kenndum félögum, samtökum, og skipulegum hópum ferðastyrki
til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í
mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða
grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorræn-
um mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal
úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk-
hæfir af öðrum aðilum."
f skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita
styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir
beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla
framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður
farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins Forsætisráðuneyt-
inu, Stjómarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. mars 1990.
Útboð
Bygginganefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli
býður út frágang lóðar fyrir listaverkið „Þotu-
hreiður“.
Helstu verkþættir eru gerð undirstöðu fyrir lista-
verk, fráveitulagnir og malbikun tjarnarbotns
(grunnflötur um 2000 m2).
Útboðsgögn verða afhent á almennu verk -
fræðistofunni h.f., Fellsmúla26 Reykjavík, fráog
með fimmtudeginum 1. febr. 1990 gegn 30.000
kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir og óskir um upplýsingar skulu ber-
ast Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 8.
febr. 1990.
Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar,
Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
Skúlagötu 63, 105 Reykjavík, fyrir kl 14:00
fimmtudaginn 15. febr. 1990.
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Málflutningsskrifstofa
Ragnar Aðalsteinsson hrl.
Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.
Viðar Már Matthíasson hrl.
Tryggvi Gunnarsson hdl.
tilkynnir, að
Othar örn Petersen hrl.
hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Ármúla
17 og gerst meðeigandi í málflutningsskrifstof-
unni frá 31. janúar 1990 að telja. Er heiti skrif-
stofunnr frá þeim degi
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Ragnar Aðalsteinsson hrl.
Othar Örn Petersen hrl.
Sigurður Helgi Guðjónsson hri.
Viðar Már Matthíasson hrl.
Tryggvi Gunnarsson hdl.
Borgartún 24 - sími 27611
Pósthólf 399 - telefax 27186
121 Reykjavík - telex (051)-94014175
BORG G
Móðir okkar, tengdamóðir og systir
Margrét Hallgrímsdóttir
Flyðrugranda 8, Reykjavík
er látin.
Margrét J. Guðjónsdóttir Ólafur Marteinsson
Auðbjörg Guðjónsdóttir Guðmundur Arnaldsson
Hallgrímur Guðjónsson Ragnheiður Haraldsdóttir
Guðný Védis Guðjónsdóttir ÓlafurMarel Kjartansson
Sigurlaug J. Hallgrímsdóttir