Þjóðviljinn - 02.02.1990, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Qupperneq 14
Okkur dreymir öll yf irskyggðan stai Rætt við Böðvar Guðmundsson um Heimsókn á heimaslóð og leik- gerð af Fátæku fólki Böðvar Guðmundsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, sonur Guðmundar Böðvarssonar skálds, er fjölhæf- ur maður. Hann er íslenskufræðingur að mennt og hefur uppfrætt margan mann í bókmenntum og mál- fræði, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann hefur samið leikrit, meðal annars hin vinsælu verk Krummagull og Skollaleik sem Alþýðuleikhúsið setti upp og sýndi víða um land. Flestir þekkja hann þó kannski sem trúbadúr á hinni glöðu byltingartíð um og upp úr 1970 þegar við sungum við raust „Á íslandi þurfum við aldrei að kvíða því illskæða hungri sem ríkir svo víða, því ameríski herinn, svo réttsýnn og rogginn, hann réttir oss vafalaust eitthvað í gogginn - O-hó, það segir Mogginn." En í bókum sínum yrkir Böðv- ar annars konar ljóð, ljóðrænni. - Oft kímin að vísu og jafnvel fynd- in og skemmtileg, en nærgöng- ulli, stundum jafnvel hörð og ár- ásargjörn. Hann hefur gefið út fimm ljóðabækur: Austan Eli- voga 1964, í mannabyggð 1966, Burtreið Alexanders (þar sem líka voru ljóð til söngs) 1971, Vatnaskil 1986 og nú síðast Heimsókn á heimaslóð sem kom út rétt fyrir jólin. Það er vegna hennar sem viðtalið er tekið, en einnig verður komið inn á leik- gerð Böðvars af bókum Tryggva Emilssonar sem Leikfélag Akur- eyrar mun sýna í vor. Böðvar er búsettur í Danmörku og kom ein- mitt heim núna til að fylgja leikgerðinni eftir, fara yfir hana með leikstjóranum, Þráni Karls- syni. Fyrst Heimsókn á heimaslóð - er þetta ferðasaga í Ijóðum? Minningarúr mörgum ferÖum „Flest Ijóðin eru einskonar minningar frá ferðalögum til ís- lands eftir að ég settist að í út- löndum,“ segir Böðvar dálítið hikandi. Honum finnst ekki alveg viðeigandi að hann sé að úttala sig um sína eigin bók. „Á tímabili höguðu atvikin því þannig að ég var mikið á ferðinni, ekki bara til íslands heldur ók ég oft í eigin bíl milli landa fram og aftur, og í ljóðunum eru m.a.stemmningar frá því að sitja einn langar leiðir. “ - En lesandi fœr þá hugmynd að þetta sé samfelld saga, eitt ferðalag - kannski frá Danmörku með ferju til Noregs, þaðan með annarri ferju til íslands, svo ak- andi um ísland og með ferju aftur burt ... „Það er vísvituð blekking. Minningarnar eru frá mörgum ferðum - og stöðum sem hafa skipt máli fyrir mig á einhverju skeiði ævinnar. Ljóðin segja frá því þegar ég kem aftur á þessa staði, til dæmis staði bernsk- unnar. Bókin fjallar samt ekki um staði heldur fólk; sjálfan mig auðvitað, fólk sem hefur skipt mig máli, vini mína og fjölskyldu - og annað fólk sem á einhvern hátt blandast inn í líf mitt. Kannski er svolítið mikið um fólk sem ég þekki ekki neitt en hef bara séð, horft á. Þú þekkir þetta - maður fer til dæmis á hár- greiðslustofu eða rakarastofu eins og það heitir fyrir karlmenn, og maður horfir á og spekúlerar í fólki sem maður veit að maður á aldrei eftir að hitta aftur. Eða maður situr úti í horni og horfir á fólk á bar, sem er mjög fróðlegt. Þar er mikið mannlíf. Svo fer maður að skapa þessu fólki líf og athafnir í huganum. Einn ljóðaflokkur bókarinnar heitir „Fjórar svipmyndir af barnum á Norröna". Þar eru þessar línur sem skýra kannski hvað ég á við: Böðvar Guðmundsson: Orðinn leiður á formyrkvuðum Ijóðum. Mynd: Jim Smart. 14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. febrúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.