Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 17

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 17
MINNING Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst saman, þegar við urðum ná- grannar á Hagamelnum fyrir röskum þrjátíu árum. Þá varð fljótlega kunningsskapur milli krakkanna okkar og samgöngur milli heimilanna urðu all tíðar. Góð vinátta tókst milli eigin- kvenna okkar og þær áttu sam- eiginleg hugðarmál. Allt þetta varð til þess að einlæg vinátta skapaðist með okkur Gunnari og Málfríði, sem aldrei hefur borið skugga á. Á liðnum árum höfum við öll notið ótaldra ánægjustunda á heimilum hvors annars og breytti þar engu um, þótt spölurinn milli heimilanna lengdist nokkuð. Heimsóknum hefur fjölgað hin síðari ár, svo sem eðlilegt er þeg- ar ákveðin störf kalla ekki lengur að. Daginn fyrir fráfall Gunnars komum við hjónin í heimsókn á Hagamelinn og áttum þar góða stund með þeim Gunnari og Mál- fríði. Að venju var rabbað um eitt og annað, rifjuð upp gömul ferðalög og vinafundir. Gunnar var sjálfum sér líkur og virtist ekki þreyttari en að undanförnu. Þegar við kvöddum datt okkur ekki í hug, að nú værum við að kveðja Gunnar hinsta sinni. Sú varð þó raunin, því að kvöldi þessa dags fékk hann snöggt áfall og var fluttur í Borgarspítalann þar sem hann andaðist aðfaranótt 26. janúar sl. Gunnar var fæddur 20. júlí 1905 í Helgafellssveit á Snæfells- nesi. Foreldrar hans voru hjónin: Jóhannes sjómaður Einarsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Þau eignuðust þrettán börn og var Gunnar áttundi í röðinni. Nú er aðeins eitt þeirra á lífi, Svanhvít, sem er búsett í Reykjavík. Gunnari var komið í fóstur eins árs gömlum, sökum ómegðar og fátæktar foreldra hans. Hann var heppinn með fósturforeldra sína. Frá sjö ára aldri til fermingar dvaldi hann á Haukabrekku á Skógarströnd, hjá hjónunum Daníel Jónatanssyni og Jóhönnu Þorbjarnardóttur. Frá tíu ára aldri var hann á vetrum hjá for- eldrum sínum í Stykkishólmi, vegna skólagöngu sinnar. Frá fjórtán ára aldri fram á fullorð- insár dvaldi Gunnar að Klungu- brekku á Skógarströnd, hjá Hall- dóru dóttur hjónanna á Hauka- brekku og manni hennar Her- manni Ólafssyni. Gunnar kenndi sig við Klungubrekku fram eftir Gunnar Jóhannesson fyrrverandi póst árum. Halldóra Daníelsdóttir er enn á lífi, níræð að aldri og búsett í Reykjavík. Á árunum 1928-1930 var Gunnar við nám í Bændaskólan- um á Hvanneyri. Eftir það dvaldi hann löngum í Reykjavík og vann þar fyrst framan af almenna verkamannavinnu. Árið 1937 hóf hann störf við Pósthúsið í Reykjavík, fyrst sem bréfberi en seinna við blaða- og bréfadeildir frá árinu 1941 og varð þar póstfulltrúi. Árið 1974 lét hann af störfum hjá Pósti og síma fyrir aldurs sakir. Var seinna í hálfs- dagsstarfi hjá Slippfélaginu í Reykjavík í tíu ár. Gunnar kvæntist árið 1934 eft- irlifandi konu sinni, Málfríði Guðnýju Gísladóttur, frá Kross- gerði á Berufjarðarströnd. Hjónaband þeirra var farsælt í ríkum mæli, enda voru þau sam- hent í hvívetna. Þeim varð sjö bama auðið og eru þau, sem hér segir: Gísli, dósent í sagnfræði við Háskóla íslands, kvæntur Sig- ríði Sigurbjörnsdóttur, gjald- kera. Þau eiga tvær dætur og eina stjúpdóttur. Vilborg, póstfull- trúi, gift Hilmari Þór Sigurðssyni leigubflstjóra. Þau eiga þrjú böm. Guðfinna, hjúkrunarfræð- ingur, gift Torfa Gunnlaygssyni, flugumferðarstjóra og flug- manni, Akureyri, þau eiga þrjú börn. Skarphéðinn, starfar að markaðs- og sölumálum í eigin fyrirtæki, kvásntur Kolbrúnu Sig- urðardóttur, röntgentækni. Þau eiga þrjú börn. Guðbjörg hjúkr- unarfræðingur, gift Guðmundi Vilhjálmssyni rafeindavirkja, Garðabæ. Þau eiga þrjár dætur. Jóhannes, formaður og fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, kvæntur Sigþrúði Sigurðar- dóttur, tölvuritara. Þau eiga tvö böm og eitt stjúpbam. Frá fyrra hjónabandi á Jóhannes tvær dæt- ur. Þóra Guðný, skrifstofustjóri. Hún á einn son. Bamaböm Gunnars og Mál- fríðar eru með stjúpbömum barna þeirra 21 að tölu, en þau litu á allan hópinn sem sín barna- börn. Barnabamabömin eru orð- in átta. Þau hjónin glöddust mjög svo með börnum sínum og tengda- bömum, en bamabörnin öll vom :rúi - F. 20. júlí 1905 D þeim sannkallaðir sólargeislar í tilvemnni. Heimili þeirra hjóna hefur alltaf verið fallegt og hlýlegt, enda lögðu þau stolt sitt í að svo mætti verða. Gestum hafa þau alltaf tekið opnum örmum af ein- lægni hjartahlýju og góðvild. Gunnar var bókhneigður og átti orðið mikið og gott bókasafn. Gunnar var félagslyndur mað- ur og hafði mikinn áhuga á félags- starfi póstmanna, enda var hann í fomstu Póstmannafélagsins, Byggingarsamvinnufélags póst- manna, fulltrúi á þingum BSRB og starfaði að' undirbúningi sumarbústaða BSRB í Munað- arnesi. í félagsmálaátökum gilti það sama og í lífsbaráttunrii, að Gunnar .var fylginn sér, enda varð hann að sjá árangur verka sinna ef hann átti að sætta sig við niðurstöðurnar. Gunnar söng í kirkjukór Hall- grímskirkju undir stjóm Páls Halldórssonar, frá stofnun kórs- ins 1941 til 1977. Hann hafði mikla ánægju af því starfi og það gladdi hann innilega, er hann var gerður heiðursfélagi kórsins. Auk þátttöku í kirkjukórnum var hann kirkjurækinn og einn af þeim mönnum, sem geymdu bamatrú sína óbreytta alla ævi. Gunnar var að eðlisfari glað- sinna og góðviljaður. Það kom skýrt í ljós í öllu hans dagfari. Hann hafði gaman af að ræða við vini sína um menn og málefni, en forðaðist þref og illindi. Var hon- um þá meira í mun að hlusta á afstöðu hins aðilans og draga svo sína lærdóma af ólíkum sjónar- miðum. 16. janúar 1990 Hin seinni árin hrakaði heilsa Gunnars og varð það honum örð- ug raun, ekki síst er sjónin dapr- aðist og hann gat ekki lengur les- ið. Þrátt fyrir allt tók hann þess- um áföllum með karlmennsku og hógværð. Með Gunnari er góður drengur genginn og að honum mikil eftir- sjón. Málfríður og afkomendur þeirra Gunnars standa nú í þung- um spomm, en ljúfar minningar um góðan dreng, föður og afa, veita þeim huggun og styrk. Þær benda til bjartari heima. Guðjón Halldórsson Aðfaranótt 26. janúar sl. and- aðist á Borgarspítalanum Gunn- ar Jóhannesson fyrrverandi póst- fulltrúi. Gunnar var fæddur í Undirtúni í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 20. júlí 1905. Foreldrar hans vom Jóhannes Einarsson og Guðbjörg Jónsdóttir sem þar bjuggu. Hann hóf störf á Póststofunni í Reykjavík í ágústmánuði 1937 og starfaði sem bréfberi til 1942, að hann hóf starf á Tollpóststofunni og starfaði þar til 1945, að hann hóf starf í blaðadeild og síðar í bréfadeild Póststofunnar, þar vann hann þangað til hann lét af störfum vegna aldurs, 30. ágúst 1974. Var það langur og gæfurík- ur starfsferill. Gunnar var mjög þjáll í öllu samstarfi og einkar lundgóður og hafði ódrepandi vilja til allra starfa. Gunnar var mikill félags- hyggjumaður og starfaði ötullega að félagsmálum póstmanna alla tíð. Hann var kosinn í stjóm Póst- mannafélags íslands 1941. Þá var hann um 16 ára skeið formaður skemmtinefndar félagsins, for- maður byggingarfélags póst- manna um langt árabil, og í stjórn orlofsheimilis BSRB allan þann tíma sem uppbygging stóð yfir á sumarbúðum félaganna í Munað- arnesi. Þá var skákíþróttin á- hugamál Gunnars, hann efldi á allan hátt áhuga póstmanna á þessari merku íþrótt og stóð fyrir mörgum skákmótum á vegum Póstmannafélags íslands. Þau ár sem hann starfaði sem bréfberi og einnig eftir það, vann hann ötullega að bættum kjörum þeirra. Það var fyrst og fremst verk Gunnars að vinnuskylda bréfbera á sunnudögum og öðr- um helgidögum var afnumin á sínum tíma. Á þeim árum sem Gunnar starfaði sem bréfberi birtist eftir han grein í Póstmannablaðinu, þar sem stóð meðal annars um kjör bréfbera á þeim árum: „Engir hvíldardagar og urðu bréfberar sjálfir að greiða aðstoð í veikindaforföllum. Krafa okkar hlýtur að beinast að því einu að okkur verði eftirlátinn einn hvfld- ardagur í viku hverri. Það er meira en réttlætiskrafa frá okkar hendi, það er mannúðarskylda gagnvart heimilum og þeim ein- staklingum sem við höfum fyrir að sjá.“ Gunnar vann alla tíð ötullega að bættum kjörum póstmanna og að því að gera þau lífvænleg, enda var ólíkt betur að þeim mál- um unnið en gerist í dag. Á þeim árum sem Gunnar starfaði í bréfadeild Póststofunn- ar þurftu starfsmenn fyrst og fremst að vita nöfn á sýslum og hreppum, einnig kaupstöðum og ekki síst þurftu þeir helst að muna öll bæjarnöfn á landinu og vera dálítið inni í ættfræði, því sömu ættirnar voru tengdar við marga bæi mann fram af manni. Með tilkomu póstnúmera og einnig við fækkun bréfhirðinga og póstafgreiðslustaða úti á landi hefur þetta breyst til hægðarauka fyrir starfsmenn póstsins. Gunnar var með afbrigðum hjálpsamur maður, það væri langt mál að telja alla þá aðstoð og fyrirgreiðslu sem hann hefur veitt vinnufélögum sfnum í gegn- um árin, og er ég sem þessar línur rita einn af þeim. Frá kynnum okkar hjónanna af Gunnari og konu hans Málfríði Gísladóttur eigum við margs að minnast og mikið að þakka gegnum áratuga vináttu. Börn Gunnars og Málfríðar eru sjö, allt mesta myndar og ágætis fólk. Ég kveð hann í dag, vel vitandi að af mér á hann betri eftirmæli skilin en mér lánaðist að færa í letur. Þess bið ég ástvinum hans, að umhyggja sú,er hann bar fyrir þeim, megi verða þeim styrkur þótt hann sé nú ekki lengur nærri með sama hætti og áður var. Guð blessi minningu vinar míns Gunnars Jóhannessonar. Reynir Ármannsson Kaftibrennsla Akureyrar hf. Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Kólumbíu-blönduna!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.