Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 18

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON________________________ Skákmeistari Reykjavíkur 1990 Þröstureða Hannes Með réttu ætti Skákþingi Reykjavíkur nú að vera lokið og sigurvegari fundinn en veikindi eins keppanda, Þrastar Þórhalls- sonar, gera það að verkum að allt er á huldu með sigurvegara og skák hans við A-Þjóðverjann Steffen Lamm sem frestað var á miðvikudagskvöldið ræður úrslit- um í mótinu. Hannes Hlífar Stef- ánsson hefur haft forystu allt mótið en á sunnudaginn tapaði hann óvænt fyrir Lamm, eigin- manni Sigurlaugar Friðþjófsdótt- ur, og það gerði Þresti kleift að komast upp fyrir hann með sigri yfir Víkingsmarkverðinum kunna Ögmundi Kristjánssyni. Er síðasta umferð hófst á mið- vikudagskvöldið gat Þröstur alls ekki mætt til leiks og þá gerðu skákstjórar sig seka um mistök. Veikindi geta alltaf komið upp og Skákþing Reykjavíkur er raunar þekkta „flensumót“ en eini rétti leikurinn var að fresta einnig þeim skákum sem vörðuðu efsta sætið. Svipað atvik kom upp á Boðsmóti TR 1971 og fékk skákstjórinn Svavar G. Svavars- son múrarameistari hrós fyrir að dæma skák efsta manns, Þóris Ólafssonar, tapaða því hann gat ekki mætt vegna vinnu. Harður úrskurður er réttlætanlegur þó að mati undirritaðs hefði hin leiðin, að flytja til úrslitaskákirnar, ver- ið sanngjarnari. Aðalatriðið er að síðasta umferð skákmóta lýtur ákveðnum lögmálum og það á að vera regla að öllum skákum sé lokið fyrir hana. Nóg um það. Staða efstu manna fyrir skák Þrastar og Lamm er þessi: 1. Hannes H. Stefánsson 9Vi v. 2. Þröstur Þór- hallsson 9 v. + frestuð skák. 3. Þröstur Árnason 8’A v. 4. Steffen Lamm 8 v. + frestuð skák. 5.-7. A-þýski þátttakandinn setti strik í reikninginn hjá Hannesi 19. Hadl De6 20. b3?! Ingi Fjalar Magnússon, Pálmi Pétursson og Magnús Ö. Úlfars- son V/i v. 8.-12. Lárus Jóhannes- son, Héðinn Steingrímsson, Tóm- as Björnsson, Dan Hansson og Þór Örn Jónsson 7 v. + 1 biðskák hver. Af þessum skákmönnum hefur frammistaða 16 ára pilts Inga Fjalars Magnússonar kannski komið mest á óvart en hann hefur haldið sér í toppbaráttunni allt mótið. Hannes Hlífar Stefánsson - Steffen Lamm Óregiuleg byrjun 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. f3 c5 4. d5 e6 5. dxe6 Bxe6? (Ónákvæmni, Eftir 6. .. fxe6 má svartur all vel við sinn hag una. Eins og skákin þróast fær svartur einangrað peð og greini- lega lakara tafl.) 6. Re2 Rc6 7. Rf4 d5 8. exd5 Rxd5 9. Rxe6 fxe6 10. c3 (10. Bb5 var lakara vegna 10. .. Dh4+ 11. g3 Db4+ eða 10. .. Da5a+ strax.) 10. ..a6 11. De2 Df6 12. g3 Be7 13. Bh3 e5 14. Rd2 0-0 15. Re4 Dg6 16. Bg2 (Eðlilegra var 16. 0-0, en Hannes óttaðist 16. .. Rf4! sem leysir öll vandamál svarts.) 16. .. Had8 17. Bd2 Kh8 18. 0-0 h6 (Betra var 20. Bcl og stöðuyf- irburðir hvíts eru augljósir). 20. .. b5 21. h4 Dg6 22. Kh2 Hfe8 23. Bh3 b4 24. Hcl bxc3 25. Rxc3 Rxc3 26. Bxc3 Rd4 27. De3 Bf6 28. Ba5? (Hannes gáir ekki að sér. Hon- um hefur sýnilega sést yfir næsta leik svarts sem gerir stöðu hvíts skyndilega mjög erfiða.. Betra var 28. Bg2 eða jafnvel 28. Hfel. Raunar hefur hvítur teflt skákina hálf linkulega t.d. var óþarfi að leyfa riddaranum að hasla sér völl á d4. Og með gegnumbroti á mið- borðinu snýr svartur dæminu við...) a b c d e f g h 28. .. e4! 29. fxe4 Hxe4 30. h5 De8! 31. Dd3 He2+ 32. Kgl (Eða 32. Khl Dxh5 33. g4 De5 og svartur vinnur.) 32. .. He3! 33. Dg6 Hxg3+! (Vinningsleikurinn. Hannes á enga möguleika í framhaldi skák- arinnar.) 34. Dxg3 Re2+ 38. Hxc5 De2+ 35. Kg2 Rxg3 39. Khl Rag3+ 36. Hxf6 gxf6 40. Kgl De3+ 37. Bxd8 Rxh5 - og hvítur gafst upp. Keppni í unglingaflokki er lok- ið og þar sigraði Helgi Áss Grét- arsson með fullu húsi, hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Keppendur í opna flokknum á Skákþingi Reykjavíkur voru 106 sem er metþátttaka. í unglinga- flokki tefldu 54. Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram n.k. sunnu- dag og hefst kl. 14 í Skákheimili TR að Faxafeni. Skákkeppni stofnana hefst mánudaginn 5. febrúar með keppni í A-riðli og miðvikudag- inn 7. febrúar hefst keppni í B- riðli. Skráning stendur yfir þessa dagana. Lausná skákþraut í síðasta þætti birtist eftirfar- andi skákþraut: a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik. Lausn: 1. Db2! Kd7 2. De5! Kc6 (eða 2... Kc8 3. Dc7 mát) 3. De4 mát. a b c d e f g h Hvítur mátar í 3. leik. Halldór Karlsson Þann 22. janúar sl. lést Halldór Karlsson trésmíðameistari á sex- tugasta aldursári. Hann var skák- vinur fram í fingurgóma, tók sjálfur þátt í skákmótum og styrkti beint og óbeint skákstarf- semi í landinu án þess þó að hafa hátt um það. Undirritaður hafði nokkur kynni af Halldóri og get- ur tekið undir allt það sem sagt hefur verið um hann. Það er ekki hægt að ímynda sér að hann hafi nokkru sinni eignast óvildar- mann um dagana. í spjalli mínu við Halldór kom fram dálæti hans á nokkrum af höfuðsnillingum skáklistarinnar, einkum þeim Vasily Smyslov fyrrum heims- meistara og Kúbumanninum José Raoul Capablanca, heims- meistara 1921-‘27. í skákum þeirra fyrirfinnst það sem Hall- dór hafði í mestum metum, kyrrð og einfaldleiki sem þeir einir hafa á valdi sínu sem skilja hin dýpri rök skáklistarinnar. Sannir heiðursmenn þeir Smyslov og Capablanca. Það var Halldór líka. 40 ára afmæli Breiðfir&inga Opna afmælismótið hjá Breiðfirð- ingum í Reykjavík verður spilað um næstu helgi, í Sigtúni. Búist er við að um 50 pör muni taka þátt í mótinu sem verður með barometer-sniði og 2 spil milli para. Brídgehátíð í samvinnu Flugleiða, Bridgesambandsins og Bridgefélags Reykjavíkur verður um aðra helgi. Hátíðin er tvískipt þ.e. tvímennings- keppni ca. 42 para á föstudeginum og laugardeginum og opinni sveita- keppni (Flugieiðamótið) á sunnudeg- inum og mánudeginum. f tvímenn- ingskeppninni verða 2 spil milli para, en 9 umferðir verða spilaðar í sveita- keppninni (6 á sunnudeginum og 3 á mánudeginum, hver umferð 10 spila leikir). Skráningu í tvímennings- keppnina lýkur nú um mánaðamótin, en í sveitakeppnina 9. febrúar. Vitað er um 2 erlendar sveitir (með vissu) sem munu sækja okkur heim á Bridgehátíð. Önnur frá Svíum, skipuð þeim Göthe, Gullberg, Mor- ath og Lindquist og hin frá USA, skipuð þeim Polowan, Lynn Deas (heimsmeistari kvenna), Molson og Svíanum Fallenius, sem búsettur er í New York þessa dagana. Reynt hefur verið við Jose Damiani frá Frakk- landi, nv. forseta alþjóðasambands- ins, um að koma með sveit með sér, en óvíst er hvort kappinn á heiman- gengt þessa dagana. Tímasetningin er þessi: Upphaf kl. 20 á föstudeginum, til ca. kl. 1 og síðan 10 árdegis á laugardeginum. Á sunnudeginum hefst spilamennska kl. 13 og verða spilaðir 3 leikir um eftirmiðdaqginn og aðrir 3 um kvöldið. Á mánudegin- um verður svo hafist handa kl. 15 og þá lokið við þá 3 leiki sem þá verða eftir. Spilað verður eftir Monrad- fyrirkomulagi á Flugleiðamótinu. Aðaltvímenningskeppni Breiðfirð- inga í Reykjavík hófst í síðustu viku. 54 pör (108 manns) taka þátt í keppn- inni. Eftir 3 umferðir í aðalsveitakeppni Reyðar- og Eskifjarðar, er staða efstu sveita þessi: Eskfirðingar 69, Jónas Jónsson 68, Trésfld 54. Eftir 15 umferðir af 25 í aðaltví- menningskeppni Skagfirðinga í Reykjavík, er staða efstu para orðin þessi: Aðalbjörn Benediktsson-Jóhannes Guðmannsson 130, Guðrún Hinriksdóttir-Haukur Hannesson 126, Jón Stefánsson-Sveinn Sigur- geirsson 101 og Lárus Hermannson- Rúnar Lárusson 100. Skráning í íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni, sem spil- að verður í febrúar, stendur yfir hjá Bridgesambandinu. Skipan stigefstu sveita landsins í dag er þessi: Verðbréfamarkaður'íslandsbanka: Sævar Þorbjörnsson, Karl Sigurhjart- arson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson. Flugleiðir: Jón Baldursson, Aðal- steinn Jörgensen, Ragnar Magnús- son, RúnarMagnússon, RagnarHer- mannsson og Matthías Þorvaldsson. Tryggingamiðstöðin: Sigtryggur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Hrólfur Hjaltason, Ásgeir Ásbjörnsson, Ás- mundur Pálsson, Guðmundur Pét- ursson, Ólafur Lárusson, Hermann Lárusson, Anton R. Gunnarsson, Friðjón Þórhallsson, Jakob Kristins- son og Júlíus Sigurjónsson. Modern Iceland: Magnús Ólafs- son, Páll Valdimarsson, Valur Sig- urðsson, Sigurður Vilhjálmsson, Ein- ar Jónsson. Samvinnuferðir/Landsýn: Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Sverrir Ármannsson, Eiríkur Hjalta- son og Helgi Jónsson. B. M. Vallá: Sigfús Örn Árnason, Gestur Jónsson, Sverrir Kristinsson, Gísli Steingrímsson, Jón Ingi Björns- son, Svavar Björnsson. Jón Þorvarð- arson, Þórir Sigursteinsson, Ómar Jónsson, Guðni Sigurbjarnason og Björn Halldórsson, Símon Símonar- BRIDGE 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson son, Hörður Arnþórsson, Hrannar Erlingsson, ísak Örn Sigurðsson, Stefán Guðjohnsen. Delta: Haukur Ingason, Valgarð Blöndal, Gylfi Baldursson, Sigurður B. Þorsteinsson, Jón Steinar Gunn- laugsson, Óli Már Guðmundsson, Ármann J. Lárusson, Ragnar Björns- son, Oddur Hjaltason, Jón Þ. Hilm- arsson, Björgvin Þorsteinsson og Guðmundur Eiríksson. Kristján Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Pétur Guðjónsson, Ant- on Haraldsson, Jón Sverrisson og Hilmar Jakobsson, allir frá Akureyri. Að auki má nefna sveit frá Selfossi, Akranesi, ísafirði og að austan, auk þeirra sem ótaldar eru úr Reykjavík (Sigmundur, Júlíus Sveinn Eiríks, Guðlaugur Sv. og Sigurpáll). Við spilaborðið upplifa spilarar ýmis afbrigði sem leikurinn felur í sér. Flestar af þessum stöðum eru þekktar í fþróttinni og bera ýmis nöfn. Lítum á nokkur dæmi: S:G2 H:10 T: L:7 S:KD10 S:- H:2 H:8654 T:- T:- L: L: S:Á43 H: T:5 L:- Spaði er tromp og Austur spilar hjarta. Til að fá 3 slagi, verðum við að trompa hjartað, og spila síðan tígli. Vestur er varnarlaus. Þetta spila- bragð kallast „Robert coup“ kennt við ungverska spilarann Robert Dar- vas. Með lítillega breytta stöðumynd má fá fram franska afbrigðið „en passant" (framhjáhlaup) sem margir spilarar kannast við af eigin reynslu. Kínversk íferð (svíning) er annað þekkt fyrirbrigði: N: Á5 V: A: K862 G107 S: D943 Suður gluðrar dömunni af stað og Vestur er í klípu. Að láta kónginn vaða á dömuna er ekkert einfalt mál, eða hvað má segja um þá spila- mennsku, ef Suður hefði byrjað með: D109? Og loks er hér eitt afbrigði af kastþ- rönjg (squeeze) kennt við Tim Seres frá Astralíu: þreföld kastþröng, afar sjaldséð: S:D H:- T:- L:K S:- S:K H:G H:- T:G T:97 L:3 S:- H:9 T:10 L:Á L:- Lauf er tromp og spaðasjöu er spil- að og trompað með ás. Vestur er varnarlaus, og í raun sama hvað hann gerir. Ath. Kastþröng er afbrigði sem kemur mjög oft fyrir í leiknum og er til í ýmsum útgáfum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.