Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Page 19
HFJ.GARMENNINGIN 1 Nemendaleikhúsið frum- sýnir í kvöld annað verkefni leikársins: Óþelló eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Hafliði Arn- grímsson, Guðjón Pedersen og Grétar Reynisson unnu leik- gerð verksins, sem sniðin er að þörfum nemanna níu á fjórða ári í Leiklistarskóla ís- lands, en auk þeirra koma fram þrír nemendur úrfyrsta bekk skólans. Harmleikurinn Óþelló er skrif- aður í byrjun sautjándu aldar og hafa líkur verið leiddar að því að frumuppfærsla hafi farið fram í veislusalnum í Whitehall árið 1604 og þá jafnframt verið fyrsta leiksýningin, sem leikhópur Shakespeares setti upp fyrir Jak- ob I Englandskonung. Söguna um márann Óþelló er Shakespe- Jagó (Ingvar Eggert Sigurðsson) bruggar launráð sín. Myndir - Jim Smart. Lygar og lævísi í Lindarbæ Nemendaleikhúsið frumsýnir Óþelló are talinn hafa fundið í einni af sögum ítalans Giraldi Cintio. í sögu Cintios er að finna þemað um afbrýðisemina: Óþelló fer með sigur af hólmi í samkeppn- inni um ástir Desdemónu og sá harmleikur, sem á eftir fylgir, er afleiðing afbrýði Jagós. í meðförum Shakespeares verða málin flóknari, þótt enn sem fyrr eigi afbrýðin hlut að máli. En ástæður Jagós fyrir lyga- vef þeim sem hann fléttar í kring- um hjónabandssælu Óþellós og Desdemónu eru hinsvegar orðn- ar margræðari. Afbrýðisemi í kvennamálum á þar lítinn hlut að máli, þótt að vísu láti Jagó þau orð falla að eitthvað hafi hann heyrt um að hann sé kokkáll Óþellós - og henti sér vel að trúa því. Desdemónu er Jagó hinsveg- ar sama um, það sem fyrir honum vakir er að ná sér niðri á manni, sem hann hatar vegna valda hans, vinsælda, metorða - og ham- ingju. Hatur Jagós, metorðagirnd hans og afbrýðisemi er sá öxull sem leikurinn snýst um. En þótt allar persónur leiksins fléttist inn í útsmoginn lygavef Jagós er fóm- arlamb hans fyrst og fremst Óþelló. Afbrýðisemi er fjarri eðli hans, hann er eins góður og göf- ugur og sannri hetju sæmir þar til efasemdir og illur grunur verða til þess að hann missir stjómina. Baltasar Kormákur Samper fer með hlutverk Óþellós og Des- demónu leikur Edda Amljóts- dóttir, Ingvar Eggert Sigurðsson leikur Jagó og Harpa Amardóttir Emilíu konu hans. Kassíó er leikinn af Bimi Inga Hilmarssyni, Hilmar Jónsson leikur Montanó, Erling Jóhannesson Lodovikó, Eggert Arnar Kaaber Roderigó og Katarína Nolsö Biönku. Onnur hlutverk fylla leikaramir níu svo upp í eftir því sem þörf krefur. Guðjón Pedersen leikstýrir Óþelló, leiklistarráðunautur er Hafliði Amgrimsson og leik- mynd og búningar em eftir Grét- ar Reynisson, sem naut aðstoðar írisar Sigurjónsdóttur. Lýsingu annast Sveinn Benediktsson ásamt Guðjóni og Grétari. Sýn- ingar verða í Lindarbæ. Harpa Arnardóttir og Eggert Arnar Kaaber: Gæti alveg eins gerst í dag - Það er mjög skemmtilegt að fást við Óþelló, þótt þetta sé auðvitað mikið verk að ráðast í, segja Harpa Arnardóttir (Emil- ía) og Eggert Amar Kaaber (Ro- derigó).Við báðum um að Guð- jón og Hafliði ynnu með okkur að öðm verkefni ársins og það að setja upp Óþelló er þeirra tillaga. Leikgerðin miðast aðallega að því að stytta leikritið, eða þjappa því saman, og persónum er sleppt eða tvær gerðar að einni svo leikritið henti Nemendaieikhús- inu. Par að auki er áhersla lögð á þau atriði sem við vinnum út frá sem þungamiðju leiksins. - Allar persónur leikritsins eiga sína örlagasögu, sem ákvarðast út frá því sem hinar persónumar gera og segja, eða öllu heldur því sem ekki er sagt. Það er víst óhætt að segja að þetta fólk búi ekki við opið samskipta- kerfi, því ef það ræddi málin í stað þess að ala með sér gmn- semdir hvert í annars garð væri þama enginn harmleikur á ferð- inni. Þetta er dæmi um hvemig ágimd, afbrýðisemi og metorða- gimd geta mengað mannshugann að því marki að hann endar á að kaffæra sjálfan sig. - Þótt leikritið sé skrifað um 1600 er efni þess í fullu gildi, þetta gæti alveg eins gerst í dag og er sjálfsagt að gerast einhvers staðar núna í einhverri mynd. Hvað finnst ykkur um hlutverk Emilíu og Roderigós? - Emilía er kona Jagós en er fengin til að vera fylgdarkona Desdemónu, segir Harpa. - Það má segja að hún lendi á milli tveggja elda, annars vegar Jagós, og hins vegar Desdemónu. Það er mjög gaman að nálgast þetta hlutverk því í handritinu er það fremur opið og hægt að fara margar leiðir við að túlka það. Þetta er manneskja sem heyrir og sér margt, en segir fátt. - Roderigó er mikill vinur Jag- ós og ástfanginn af Desdemónu, segir Eggert. - Hann verður bandamaður Jagós gegn Óþelló og á sinn þátt í því að gefa honum hugmyndina að því hvemig hann geti náð sér niðri á honum. En Roderigó er einungis verkfæri Jagós, sem hefur hann að féþúfu og notfærir sér ást hans á Des- demónu til að hrinda áformum sínum í framkvæmd. - Roderigó er auðvitað bæði saklaus og trúgjam að því leytinu til að hann trúir því að Jagó sé vinur hans og það blindur af ást að hann verður að trúa því að hann hafi möguieika á að vinna Desdemónu með einhverjum ráðum, og það notar Jagó sér. Hver finnst ykkur munurinn aðallega vera á vinnunni fyrir Grímuleik og fyrir Óþelló? - Þetta- er náttúrlega alveg gerólíkt. Bæði er vinnuaðferðin allt öðmvísi og eins em leikritin eins ólík og frekast má vera. Sú leið sem við fóram við Grímuleik var ákvörðuð alveg frá upphafi, leikstjórinn mætti með ákveðna mynd af því hvemig sýningin ætti að vera og þá mynd fylltum við svo upp í. I þetta sinn höfum við haldið öllum leiðum opnum að meira eða minna leyti og þar með haft möguleika á að prófa okkur áfram, velja og hafna. Þannig hefur þessi heimur, sem við drögum upp í sýningunninnynd- ast í gegnum sameiginlega léit, og það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri leit. Eins hefur verið ánægjulegt að fást við texta í bundnu máli. Orðin em svo falleg og sérstök að þau kalla fram mjög sterka mynd, sem maður leitast ósjálf- rátt við að túlka. Svona form- bundinn texti kallar líka á sterka formskynjun bæði í líkama og rými, það fellur ekki hvað sem er að hrynjandi hans svo hann mótar að vissu leyti form sýning- arinnar. LG Haldið til Kýpur, Emilla (Harpa Amardóttir) og Bianka (Katarína Nolsö) fremst á myndinni. Föstudagur 2. febrúar 19SC NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.