Þjóðviljinn - 02.02.1990, Síða 21
í 1
1
Land til sölu,
á besta stað
í Evrópu...
Nokkrir Danir brugðu á sprell í
fyrra eins og þeir eiga kyn til. Þeir
settu auglýsingu m.a. í einhver
bandarísk blöð um að Danmörk
væri til sölu. Land til sölu, stóð
þar, mcira en 40 þús. ferkflómetr-
ar á besta stað í Evrópu, innifalin
er konungsfjölskylda og eitt besta
knattspyrnulandslið í Evrópu.
Þeir voru náttúrlega ekki að
selja í alvöru enda hafði enginn
umboð til þess. Aftur á móti
sögðust menn vera að kanna
markaðinn.
Ekki í
fyrsta skipti
En þetta var reyndar meira en
einhverskonar aprílgabb, menn
notuðu tilefnið og veltu málinu
fyrir sér bæði í hálfkæringi og al-
vöru. Sumir rifjuðu upp söguleg
fordæmi: höfðu Danir ekki selt
part af ríkinu 1916 þegar þeir
seldu Bandaríkjunum nýlendur
sínar í Vestur-Indíum? (Ekki
mun það hafa verið rifjað upp að
til greina kæmi fyrr á öldum að
selja ísland, en við mörlandar
trúum því náttúrlega upp á Dani
að það hafi þeir reynt, ekki sfst
vegna þess að það stendur í sjálfri
íslandsklukkunni.) Seldi Rússa-
keisari ekki Bandaríkjamönnum
Alaska árið 1867 fyrir sjö miljón-
ir dollara og fylgdu ekki íbúarnir
með í kaupunum, þegjandi og
hljóðalaust? Og þegar öllu er á
botninn hvolft, spurði margur, er
ekki búið að selja Danmörku nú
þegar? Við skuldum 300 miljarða
danskra króna í útlöndum, við
erum að hverfa inn í Evrópu,
kannski ættum við að selja heila
klabbið meðan eitthvað er eftir?
Lítil eyja
Leyfið mér að koma með inn-
skot. Það er reyndar til agnarlítið
ríki hér á hnettinum sem verið er
að selja í pörtum. Það heitir
Naúrú.NaúrúerlítileyjaíKyrra-
hafi sem fékk sjálfstæði á sjöunda
áratugnum. Landsmenn eru
innan við tíu þúsundir. Eyjan er
mestan part fósföt sem mokað er
upp og hægt að reikna út hvenær
þau og þá landið eru búin (ein-
hversstaðar sá ég að það ætti að
vera búið að flytja landið úr landi
1992). Fyrir fósfötin fá Naúrú-
menn peninga eins og skít og
safna í banka í Ástralíu og gætu
víst allir farið á rífleg eftirlaun
þegar ævintýrið er búið. Kannski
verða þeir eftir á eynni: eitthvað
hefur verið um að skip sem taka
fósföt komi með jarðveg í staðinn
svo að þeir góðu Naúrúmenn hafi
eitthvað undir fótum.
Seljum heila
skíttið
En hvað um það. Við vorum að
tala um Danmörku. Þegar sölu-
ævintýrið var á dagskrá skrifaði
blaðið Information skemmtilega
og nokkuð grimma háðsgrein um
málið. Þar segir sem svo, að Dan-
ir standi hvort sem er í hægfara
sjálfsmorðstilraun sem þjóð. í
stað þess að veslast upp hægt og
bítandi ættu þeir nú að taka sig til
og fá þar með sess í sögunni „sem
eina þjóðin sem þorði í raun“.
Við skulum sýna þessum heimi
þar sem menn brenna og ræna og
myrða í nafni þjóðernis, að við
gefum gott fordæmi, gefum okk-
ar þjóðerni upp á bátinn og höld-
um út í heim - með drjúga fúlgu í
vasa.
Seljum heila skíttið, segir í
þessari grein. Landið og sjóinn,
fótboltalandsliðið, konungsfjöl-
skyldu með tilheyrandi höllum.
(Má ég enn skjóta inn: þarna er
enn og aftur komið að hliðstæð-
um við veruleikann: það er alltaf
verið að selja konungsfjölskyld-
una í blöðum, kóngafólk er ein-
hver besti bisness í neimi, ef ekki
væri Margrét drottning væru
skuldir Danmerkur enn skelfi-
legri.) Áfram með smjörið úr In-
formation: Já, við skulum selja
Stórabeltisbrúna, Kristjaníu,
gula akra sem bylgjast fyrir vindi,
mjólkurgeyma og síðustu tuttugu
eplatrén, krúnugimsteinana,
Þjóðminjasafnið, rauða kúa-
stofninn ásamt með æskuheimili
H.C. Andersens...
Allir fáum við alþjóðlega
ferðapassa í hendur og þungar
bankabækur. Sá minnihluti sem
óskar að sitja áfram á fyrrum
dönsku landi fær leyfi til að gera
það með samkomulagi við
kaupanda...
Kaupandi landsins getur svo
farið að koma sér fyrir. Kannski
vill hann nota landið fyrir geisla-
virkan úrgang, ellegar alþjóð-
legan skemmtigarð, kirkjugarð
fyrir merkisfólk eða heimkynni
fyrir eitthvert þjóðartetur sem
hefur ekki komist yfir eigið land.
Og Danir munu spássera inn í
mannkynssöguna sem þeir fyrstu
sem skildu það og höfðu dirfsku
til að breyta í þeim anda, að þjóð-
erni er vonlaust, úrelt og rómant-
ískt hugtak. Og það gerum við
heldur ekki ókeypis. Hver Dani
verður miljónamæringur í sterk-
um gjaldmiðli...
Og svona mætti lengi áfram
spinna.
Alveg bráðsnjöll
hugmynd!
Nema hvað. Þetta sama blað,
Information, fór á stúfana og
spurði gesti og gangandi hvernig
þeim litist á hugmyndina um að
selja landið. Loka sjoppunni.
Náttúrlega var ekki um neina
marktæka skoðanakönnun að
ræða. En svörin voru sjálfsagt
ekki verri endurspeglun á sjálfs-
vitund frænda okkar en margt
annað. Svona helmingur þeirra
sem voru spurðir voru lítið hrifnir
af hugmyndinni. Þeir sögði að
Danmörk væri gott land og það
væri eitthvað sérstakt við að vera
Dani sem ekki mætti til skildinga
meta. Nokkrir voru, eins og fyrr
var að vikið lítillega, á þeim bux-
um að það væri búið að selja
landið hvort eð væri: alþjóðleg
fyrirtæki væru að eignast það
hægt og bítandi, auk þess sem
Þjóðverjar væru að kaupa upp
strandlengjuna fyrir sín sumar-
hús (það er reyndar ein afleiðing-
in af viðskipta- og fjármagnsfrels-
inu í Evrópubandajpginu).
En það var ekki síst fróðlegt að
skoða svör þeirra sem tóku eld-
hressir undir hugmyndina um að
selja sitt land. Rúmlega fertugur
prentari sagði til dæmis á þessa
leið:
Mér finnst þetta góð hugmynd.
Við eigum nokkrar gamlar bygg-
ingar og menningarverðmæti sem
eitthvað ætti að fást fyrir. Það
hljóta að vera til í Bandaríkjun-
um einhverjir vitleysingar sem
vilja kaupa - eða þá í Kína, Kín-
verja vantar alltaf olnbogarými.
Og ef við öll fengjum tíu miljónir
hvert, þá gætum við hætt að vinna
og flutt til útlanda.
Þrítugur háskólastúdent sagði:
Ég hefi áður rætt þetta mál við
vini mína og mér finnst þetta stór-
snjöll hugmynd. Við erum svodd-
an smáþjóð hvort sem er og það
er eins gott að láta Þjóðverjana
kaupa það allt og gera að orlofs-
landi og svo getum við flutt sjálf
hvert sem við viljum. Ég mundi
flytja eitthvað þangað sem maður
þarf ekki að hlusta á .allt þetta
kjaftæði öllum stundum.
Við sjálfir
Og ég fór svona að velta því
fyrir mér, hve margir þeir fslend-
ingar væru sem til væru að taka
undir viðhorf af þessu tagi. Væru
tilbúnir að skrifa undir samning
sem tæki frá þeim sjálfum, núlif-
andi kynslóð, allar áhyggjur af
peningamálum, gerðu alla að
efnuðu eftirlaunafólki einhvers-
staðar þar sem sólin skín mestalit
árið, þar sem maturinn er skítbiil-
egur og rommið ómælt.
Best væri að geta litið á slíkar
spurningar sem óþarfar og
heimskulegar. En því miður:
bæði hið daglega hjal manna og
svo mikill fúsleiki íslendinga á að
hlaupa inní Evrópubandalagið,
sem skoðanakönnun sýnir,
hvorttveggja ýtir undir illan grun
af því tagi sem að ofan var nefnd-
ur. (Fúsleikinn var þeim mun
undarlegri sem enginn
stjórnmálaflokkur hefur lýst sig
fylgjandi umsókn um aðild að því
bandalagi enn.)
Þegar sá fúsleiki er hér tengdur
við landsölugrínið danska, þá
stafar það af því, að maður hefur
sterka tilfinningu fyrir því, að
mjög margir íslendingar haldi að
í Evrópubandalaginu sé fullt af
sjóðum sem greiðlegt sé að ganga
í til að leysa vanda okkar „sem
erum bara nokkrar hræður á
hjara veraldar“. Einhver sniðug
kjaramylla, sem við látum í eftir
höfðatölu en tökum úr eftir þörf-
um. Og svo er annað. Hér áðan
var vísað í danskan stúdent sem
kvaðst verða feginn að komast
frá öllu röflinu og ruglinu í Dan-
mörku. Það er einmitt einhver
svipuð afstaða sem mjög breiðir
úr sér á íslandi. Hún birtist ekki
bara í því að menn séu leiðir á
íslenskum stjórnmálum og bráð-
látum bisnessmönnum í fjárfest-
ingaham, hún kemur fram í
sterkri vantrú á að íslendingar
eigi sér viðreisnar von. Að
minnsta kosti sé þeim eins gott að
fá sérfróða í Brussel og þeirra
markaðssigurverk yfir sig til að
þeir haldi sig á mottunni. Menn
hugsa æ sjaldnar sem svo, að allir
vegir séu okkur færir, og æ oftar:
minn hagvöxtur, mín stjómviska
og mitt aðhald í fjármálum koma
að utan.
HELGARPISTILL
ÁRNI
BERGMANN
Föstudagur 2. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21