Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 23

Þjóðviljinn - 02.02.1990, Side 23
ANDREA JÓNSDÓTTIR Seint en gott Rickie Lee Jones er afkastalítil miðað við tónlistarfólk af hennar frægðargráðu. Fyrsta platan hennar kom út með glæsibrag árið 1979, og á henni er það lag sem enn er það þekktasta sem frá henni hefur komið, Chuck E. ‘s in love. Kannski hefur Rickie Lee Jon- es, eins og fyrsta platan heitir, verið óþarflega gott byrjanda- verk, a.m.k. það miklu betra en næsta plata, Pirates , að sú síðar- nefnda þótti alllangt frá að stand- ast henni snúning. Árið 1983 kom út platan Girl at her volcano, og enda þótt sú plata sé mjög sérstök og sjarmerandi, lítur út fyrir að hún hafi verið gefin út til að Rick- ie gleymdist ekki, á meðan hún væri að safna efni, kjarki og ' kröftum í nýja plötu. Á Girl at her volcano eru nefnilega mestan part gamlir slagarar, í flutningi Rickýjar og félaga á klúbbum. Þetta eru 7 lög á 10 tomma plötu, t.d. My funny valentine og frá- bærlega hæg og góð útgáfa af Don‘t walk away Renée, eða Þótt líði ár og öld, eins og Bjöggi söng það. Jæja, svo-kom út platan Magazine árið 1984, og í leiðinni las maður um að Rickie hefði átt í erfiðleikum með áfengi og þaðan af verri meðul. Platan fékk þó ágætar viðtökur gagnrýnenda, sem hafa reyndar alltaf verið Kápumyndin á Flying Cowboys: I am singing at your Window.eftir málarann Jose Esteban Martin- ez. miklu ánægðari með plötur Rick- ýjar en almenningur, nema hvað fyrsta platan sameinaði þessa hópa nokk. En, viti menn, heil 5 ár liðu þar til Rickie Lee Jones lét næst á sér kræla á plötumarkaðin- um, sem sagt þar til í fyrra. Og það er ánægjulegt að geta sagt, að þessi nýja plata hennar, Flying Cowboys, er alveg ljómandi góð, gefur þeirri fyrstu ekkert eftir í heildina tekið, þótt Chuck E. hafi náttúrlega nú öðlast sess sem eitt af klassískum dægurlögum og því erfitt að keppa við hann. En á Kúrekunum fljúgandi eru sterk lög eins og Ghetto of my mind, Just my baby og svo ljúflega góð útgáfa af gamla hitt-laginu Don‘t let the sun catch you crying, sem Gerry and the Pace makers sungu á bítlatíð í Bretlandi. Rickie Lee Jones er lík sjálfri sér á Flying Cowboys, en það er meiri ferskleiki á þessari plötu en allar götur síðan fyrsta platan hennar kom út. Hún hafði líka góðan mann sér við hlið í upptökustjórninni, Walter Beck- er úr Steely Dan, og lið og vana hljómsveita-stúdíóhunda í undir- leiknum. Sjálf semur hún bróð- urpartinn af lögunum, og leikur á gítar, hljómborð og fleira. Tónl- istin er blanda af rokki og djassi og textarnir myndrænir og skáld- legir, um ást, misjafnlega djúpa, flökkulíf, sárt aðdráttarafl eiturs- ins... annars er yfirbragð plöt- unnar frekar ljóst, en Rickie heldur alltaf þessari ímynd bó- hemísks menntamanns, eða menntaðs og vel upp alins flæk- ings, og það hlýtur að vera í gegn- um texta og tóna, því að aldrei hef ég barið hana augum nema á misvondum ljósmyndum. En hvað um það, það ætti enginn að verða svikinn af plötunum henn- ar Rickýjar Lee Jones, og síst þeirri síðustu, hvað þá að verða miklu fátækari né plássminni. Góðar stundir. A A safnarastiginu Eins og suma rekur kannski minni til setti ég hann Donovan gamla efstan á lista yfir bestu plötur ársins 1989, enda þótt um safnplötu væri að ræða: Dono- van's greatest hits and more. Þetta er nefnilega afskaplega skemmtilegt safn, sem sýnir hinar ýmsu hliðar Donovans frá 7. ára - tugnum: rokk, draumkenndar melódiur, popp, keðjusöng, sýr- umúsík og skoska þjóðlagahefð. Hér eru helstu hitt-lög Donovans eins og Sunshine Superman, Mellow Yellow, Jennifer Junip- er, Hurdy Gurdy man, Baraba- jagal, og Catch the wind og Co- lours í sérstakri útgáfu, perlur eins og Happiness runs, Season of the Witch, Atlantis og La- lena... 20 lög í allt, og það sem meira er, úrskýringar með hverju lagi og grein um plötuferil Dono- vans - fyrirmyndarútgáfa! The Free Story er líka greinag- óð, bæði í tónum og letri. Hún er hins vegar ekki ný - platan kom út 1973, en var í fyrra gefin út á geisladiski. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að Heart breaker er fórnað til að halda fullum gæðum - og ég sem hélt að möguleikar disksins væru óendanlegir - eða þannig... en á Free-sögunni eru 19 lög þeirrar fræknu en skamm- lífu sveitar (*68-‘72), þau vinsæl- ustu (All right now...) og úrval af stórum skífum. Ætti ekki bara að falla í kramið hjá gömlum að- dáendum nú á þessum tímum áhuga á þungarokki og blús. A Tregasveit á Blúslofti Tregasveitin er ein þeirra hljómsveita sem hafa verið að hasla sér völl að undanförnu. Þessi blússveit ætlar að halda tónleika á Blúsloftinu í kvöld, föstudag. í forystu Tregasveitarinnar eru þeir feðgar Pétur Tyrfingsson og Guðmundur sonur hans og má ekki á milli sjá hvor er betri. Raunar er sagt að Guðmundur sé löngu búinn að sanna hæfileika sína sem einhver albesti gítar- leikari landsins en Pétur sé efni- legur söngvari. Eitt er þó víst ekki skortir þá feðga einlægnina sem er kjaminn í öllum góðum blús. Með þeim feðgum eru þrír aðr- ir í sveitinni. Þriðji maðurinn í framlínunni er Sigurður Sigurðs- son sem syngur og leikur á munn- hörpu, landsþekktur blúsari og oft kenndur við hljómsveitina Kentár. í hryndeildinni eru þeir Sigurður Ágústsson bassaleikari og Guðvin Flosason trommu- leikari. Tregasveitin kom fyrst fram opinberlega í marsmánuði á síð- asta ári og hefur síðan verið að mótast. í frétt frá þeim félögum segir að nú séu þeir búnir að finna sinn tón og skapa sér sinn stíl. Þeir eru strangtrúarmenn hvað treganum viðkemur, það er bannað að leika annað en blús. Og í kvöld gefst tækifæri til að hlýða á Tregasveitina á Blúsloft- inu. Það hét til skamms tíma Ris- ið og er á efstu hæði Hverfisgötu 105. Þar hefur tekið til starfa nýr vert, Pálmar Halldórsson, og hyggur á öflugt skemmtanalíf. -ÞH o s o*> ° <=r> -s / T— LO co - GT^ ro HRINGUR jOHANNESSON tn • — 00 S: o 5. MÁLVERKASÝN1NG Z Í 3 —1 < Sýning í Safnahúsinu á Selfossi f—i — 3. febrúar til 11. febrúar 1990 —1 u Opið virka daga kl. 16.00 - 20.00 j^l LISTASAFN ASÍ og kl. 14.00 - 20.00 um helgar UKJ Grensásvegur 16, Reykjavík Listskreytinga- sjóður ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga með listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um List- skreyingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygg- ingarnefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn List- skreytingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórn- ar Listskreytingasjóðs ríkisins, Menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavík, á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er, að umsóknir vegna framlaga 1990 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. júlí n.k. Reykjavík, 30. janúar 1990 Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Hafnarfjarðar Bæjarmálafundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar mánudaginn 5. febrúar í Gaflinum við Reykjanesbraut kl. 20.30. Dagskrá: 1. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi kynnir tillögu að fjár- hagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir 1990. 2. Endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins. Kynning og um- ræður. 3. Útgáfumál. 4. Önnur mál. Allir fulltrúar í nefndum og ráðum og aðrirfélagsmenn eru hvattirtil að mæta vel og stundvislega. Formaður Alþýðubandalagið Kópavogi Opið hús Opið hús. Rabbfundir alla laugardaga milli 10 og 12 á skrifstofunni í Þinghóli, Hamraborg 11. Verið velkomin. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfólagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746. Stjórnln Laugardagsfundir ABR Kjaramálin Opinn fundur um kjaramálin og nýjan kjarasamning verður hald- inn kl. 11 f.h. laugardaginn 3. febrúar að Hverfisgötu 105, efstu hæð. Forystufólk úr verkalýðshreyfingunni heldur stuttar framsögu- ræður og svarar fyrirspurnum. Einnig verða almennar umræður. Alþýðubandalagið f Reykjavík Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálar áð Alþýðubandalagið á Akranesi boðar tii bæjarmálaráðsfundar f Rein þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20,30. Dagskrá: 1. Kynning á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fynr árið 1990. 2. Sölufyrirkomulag HAB. 3. Kirkjuhvoll. 4. önnur mál. Mætum öll. Stjórnin. Alþýðubandalagið Kóþavogi Þorrablót Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalags Kópavogs verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 3. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Tríó Þorvaldar Jónssonar og Vordís leika fyrir dansi. Miðaverð sama og í fyrra, 2.500 krónur. Miðamir seldir á skrifstofu ABK í Þinghóli. Tryggið ykkur miða í tíma. Undlrbúnlngsnefndin Alþýðubandlagið í Reykjavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til félagsfundar þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Kosning kjömefndar vegna borgarstjómarkosninga og full- trúa ABR í miðstjórn AB. 2. Staðan í framboðsmálum vegna komandi borgarstjórnar- kosninga og kynning á fundarsamþykkt Alþýðuflokksfólag- anna í Reykjavík. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið og stjórnin minnir á ákvæði fólagslaga um róttindi sem fylgja greiddum félagsgjöldum. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.