Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
SérjTæðingaþjónusta
Gigtveikir mótmæla hækkunum
Gigtarfélag Islands: Hœkkun á gjaldifyrir sérfrœðiþjónustu alltað
þreföíd. Finnur Ingólfsson: Mátti búast við mótmœlum. Bíðumog
sjáum hvernig nýja kerfið reynist
Finnur Ingólfsson, aðstoðar-
maður heilbrigðisráðherra,
segir að ekki verði brugðist sér-
staklega við mótinælum gigt-
veikra og sykursjúkra gegn
hækkunum á gjaldi fyrir þjón-
ustu sérfræðinga. Gigtarféiag ís-
lands telur að breytingar á gjald-
skrá fyrir læknaþjónustu geti þýtt
allt að þrefalda hækkun fyrir
gigtveika, og krefst þess að gjald-
ið verði endurskoðað.
„Þegar gerðar eru umfangs-
miklar breytingar eins og þessi
er, má alltaf búast við mótmæl-
um. En við ætlum að bíða og sjá
hvernig framkvæmd þessara
breytinga reynist," sagði Finnur
Ingólfsson í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Samkvæmt nýrri reglugerð um
læknaþjónustu hækkar gjald fyrir
komu til sérfræðings úr 630 í 900
krónur. Auk þess greiðir maður
nú 300 krónur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu. Hins vegar er
þjónusta heimilis- og heilsu-
gæslulækna nú ókeypis á da-
gvinnutíma.
í bréfi Gigtarfélagsins til
heilbrigðisráðherra er því haldið
fram að breytingarnar hafi í för
með sér 100 prósent hækkun fyrir
gigtveika. Fari gigtveikur til sér-
fræðings greiði hann 900, 1200 ef
hann fer í rannsókn og 1500 krón-
ur ef hann fer jafnframt í
röntgengreiningu. Áður hafi við-
komandi aðeins þurft að greiða
630 krónur alls fyrir þessa þjón-
ustu.
Að sögn Jóns Þorsteinssonar,
formanns Gigtarfélags íslands,
þarf sá sem haldinn er krónískri
liðagigt eða illvígum bandvefs-
sjúkdómi að meðaltali að fara 12
sinnum til sérfræðings á ári.
Gigtveikir telja að ekki dugi að
vísa þeim til heimilislækna, til
þess sé meðferð þeirra of flókin.
Þessu mótmælti Finnur Ing-
ólfsson í samtali við blaðið í gær.
Hann segist hafa eftir heimilis-
læknum að þeir sinni gigtveikum í
mörgum tilvikum. Fyrir þá sem
geta farið til heimilislækna er um
lækkun að ræða.
„Þessi skipulagsbreyting hefur
í för með sér hækkun fyrir suma,
en lækkun fyrir aðra og sparnað
fyrir þjóðfélagið í heild,“ sagði
Finnur.
-gg
Pallas Aþena.
Forngrísk
myndlist
Grikklandsvinafélagið Hellas
verður með fræðslufund annað
kvöld, fimmtudaginn 22. febrúar
kl. 20.30 í Risinu Hverfisgötu
Haldinn var félagsfundur í Gigtarfélagi íslands í gærkvöldi, þar sem hækkunum á gjaldi fyrir þjónustu
sérfræðinga var mótmælt. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir hins vegar að ekki
verði brugðist við mótmælunum að sinni. Mynd Kristinn.
Kjarasamningar
Fólk á varðbergi
Sigurþór Sigurðsson hjá ASÍ: Töluvert um upphringingar frá fólki
sem lætur vita af verðhœkkunum
Sigurþór Sigurðsson á skrjf-
stofu Alþýðusambands Is-
lands segir töluvert um að fólk
hringi á skrifstofuna og láti vita af
einu og öðru sem hafi hækkað í
verði. Upphringingar hafi komið
vegna hækkana á vöruverði,
þjónustugjöldum sveitarfélaga og
meira að segja hafi verið hringt
vegna væntaniegrar hækkunar á
vcrði fargjalda flugfélaganna á
milli landa.
„Við reynum að bregðast við
öllum athugasemdum fólks,"
sagði Sigurþór. Hann sagði að til
dæmis hefði verið hringt vegna
verðhækkunar á ákveðinni teg-
und heitrar fiskmáltíðar í Hag-
kaupum, úr 290 kr. í 375 kr.
Skrifstofa ASÍ hefði haft sam-
band við Hagkaup og þar hefðu
menn lofað að athuga máhð. En
hjá Hagkaupum má ekki hækka
neina vöru í verði án samþykkis
verslunarstjóra að sögn Sigur-
þórs.
Vegna afskipta ASÍ eru
greiðslukortafyrirtækin Visa og
Eurocard nú með gjaldahækkan-
ir sínar í athugun. En Sigurþór
sagði kjarasamningana ekki úti-
loka allar hækkanir. Ef verð ein-
stakra vörutegunda hækkaði er-
lendis gæti td. verið erfitt að gera
nokkuð í því og í forsendum kjar-
asamninganna væri einnig gert
ráð fyrir hækkunum á nokkrum
sviðum innan ákveðinna marka.
Kvartanir hafa borist til ASÍ
vegna verðhækkunar á niður-
suðuvörum frá ORA á Akureyri.
Sigurþór sagði fulltrúa ORA hafa
sagt skrifstofu ASÍ að fyrirtækið
hefði ekki hækkað verð sinnar
vöru síðan 6. nóvember. En
margir stórmarkaðir hefðu lækk-
að verð á niðursoðnu grænmeti
fyrir jólin til að draga að við-
skiptavini og sett verðið í sama
horf að jólahátíðinni liðinni.
Skýringin á árverkni fólks er að
hluta til örugglega komin til
vegna aukinnar vitundar fólks
um verðlag að sögn Sigurþórs.
Hann sagði fólk þó setja stöðugt
verðlag í samhengi við gerða
kjarasamninga og hann vonaði
að fólk héldi árverkni sinni. ASÍ
gæti lítið gert vegna tilvika sem
kæmu upp úti á landsbyggðinni
og benti fólki á að hafa samband
við verkalýðsfélögin í sinni
heimabyggð vegna þeirra.
-hmp
105. Á dagskrá verður forngrísk
myndlist en fyrirlesarar eru list-
fræðingarnir Hrafnhildur Schram
og Þóra Kristjánsdóttir. Hrafn-
hildur mun veita sögulegt yfirlit
yfir myndlist Forn-Grikkja og
kynna ýmis meistaraverk þeirra,
jafnt á sviði húsagerðar sem
höggmynda, en Þóra fjaliar um
afsteypur af grískum höggmynd-
um sem gleðja augu vegfarenda í
Reykjavík. Báðarsýna litskyggn-
ur með fyrirlestrunum og svara
fyrirspurnum. Öllum er heimill
aðgangur.
Ingermanland
í Norræna húsinu
í kvöld kl. 20.30 heldur Toivo
Folkesten fyrirlestur um Inger-
manland og sögu þess í Norræna
húsinu. Með fyrirlestrinum sýnir
hann litskyggnur. Ingermanland
er fyrir vestan Leningrad við
Kirjálabotn og tilheyrði Svíþjóð-
Finnlandi á árunum 1617 til
1704.íbúarnir eru bæði af finns-
kum og rússneskum uppruna.
Fyrirlesarinn er í stjórn
Finsk-Ingermanslandernas Riks-
förbund. Hann er verkfræðingur
og starfar hjá ASEA í Svíþjóð.
Matreiðslumennirnir Kristján Þ. Sigfússon og Óskar Finnsson sem
reka Argentínu.
Argentísk vika
Veitingahúsið Argentína heldur argentínska viku í samvinnu við Los
Gauchos veitingastaðina í Hollandi. Vikan hefst í dag og lýkur 27.
febrúar. Gestagrillari kemur frá Hollandi með nýjan matseðil þar sem
nauta- og lambakjöt er í aðalhlutverki og er það eldað á argentínska
vísu. Veitingahúsið Argentína er að Barónsstíg 11 í Reykjavík.
Hvað finnst þér?
Röskva, samtök félagshyggiu-
fólks í Háskóla íslands, neldur
fund í kvöld undir yfirskriftinni
„Hvað finnst þér?“ Á fundinum
verður fjallað um stúdentaráð og
hagsmunabaráttuna. Fundurinn
BSRB
Já um allt
land
Selfyssingar einir
felldu samningana
Selfyssingar eru eina félagið
innan vébanda BSRB sem hefur
fellt nýgerða kjarasamninga við
ríkið. Alls hafa 45 félög greitt at-
kvæði um samningana og voru
þeir víðast hvar samþykktir með
yfirgnæfandi meirhluta atkvæða.
I nokkrum smærri félaganna
voru samningarnir samþykktir
með öllum greiddum atkvæðum.
Kosningaþátttakan var yfirleitt
fremur góð, víða 50 prósent eða
meira þeirra sem voru á kjörskrá.
í fjórum félögum kusu allir at-
kvæðisbærir félagar. Minnsta
kosningaþátttakan var í tveimur
félögum, liðlega 11 prósent fé-
laga á kjörskrá.
Nokkur félög eiga enn eftir að
taka afstöðu til samninganna og
munu þau gera það í dag eða um
helgina.
-gb
Síldarsöltun
Grindavík
á metið
Grindvíkingar voru söltun-
armeistarar á síðustu síldarver-
tíð.Þeir fylltu tæplega 35 þúsund
tunnur af þeim rétt liðlega 240
þúsund sem saltað var í á landinu
öllu. Það er svipað magn og saltað
var á vertíðinni 1988.
Síldarsöltun fór fram á tuttugu
stöðum á landinu hjá samtals 47
söltunarstöðvum. Fiskimjöls-
verksmiðja Hornafjarðar saltaði
mest allra stöðva, rétt um 18 þús-
und tunnur.
Eskfirðingar komu næst á eftir
Grindvíkingum í tunnufjölda,
rúmlega 31 þúsund tunnur, og
Hornfirðingar voru í þriðja sæti
með tæplega 30 þúsund tunnur.
Fáskrúðsfirðingar voru í fjórða
sæti með rúmar 22 þúsund tunn-
ur.
-gb
verður í Stúdentakjallaranum og
hefst kl. 20.30. Allir velkomnir.
Er aðstoðar
að vænta?
Er aðstoðar að vænta? er yfir-
skrift fyrirlesturs sem Bragi Guð-
brandsson félagsmálastjóri held-
ur á vegum Geðhjálpar annað
kvöld, fimmtudaginn 22. febrú-
ar. Fundurinn er í kennslustofu á
þriðju hæð Geðdeildar Land-
spítalans og hefst kl. 20.30. Að-
gangur ókeypis, allir velkomnir.
Kvennarannsóknir
Áhugahópur um íslenskar
kvennarannsóknir heldur fund í
kvöld kl. 20.30 í Skólabæ, Suður-
götu 26. Guðrún Ólafsdóttir dós-
ent í landafræði segir frá fundi
sem hún sótti í Hollandi í des-
ember á vegum evrópsks tengla-
nets í kvennafræðum. Þá verður
umræða um styrki til kvenna-
rannsókna árið 1990. Rætt verð-
ur um úthlutunarreglur og kaosið
í úthlutunarnefnd. í þriðja lagi
verður fjallað um Rannsóknar-
stofu í kvennafræðum.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Miðvikudagur 21. febrúar 1990