Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN—i
Fylgdistu með heimsókn
Havels til íslands?
Þór Sveinsson
sölustjóri:
Já. Þaö var heimssögulegur at-
burður að fá í heimsókn nýkjörinn
forseta Austur-Evrópulands sem
hefur þurft að sæta því aö sjá ekki
leikrit sín flutt í 20 ár og sjá loks
eitt frumflutt í Þjóðleikhúsi Islend-
inga.
Iða Brá Vilhjálmsdóttir
skrifstofustúlka:
Nei.
Birna Martínsdóttir
húsmóðir með meiru:
Já. Mér finnst allt svo jákvætt
sem er að gerast hjá þeim, en
það má deila um gagn svona
heimsókna.
Sævar Arnason
iðnverkamaður:
Ég vissi af henni án þess að
fylgjast náið með henni.
Sigrún B. Geirsdóttir
fóstrunemi:
Já, ég fylgdist með henni í
sjónvarpinu. Ég held að svona
heimsóknir séu mjög góðar fyrir
samskipti landanna.
Námskeið
Húsverðir á skólabekk
Námskeið hjá Iðntœknistofnunfyrirhúsverði njóta mikilla vinsœlda.
Námskeið í viðhaldi, öryggismálum og mannlegum samskiptum
úsverðir eru því vanastir að
vinna störf sín í kyrrþey. Þeir
skipta um perur, sinna viðhaldi,
opna fyrir þeim sem gleyma lykl-
inum sínum og sjá til þess að þeir
sem erindi eiga um þeirra yfir-
ráðasvæði geti farið sinna ferða
stórslysalaust.
Húsvarsla er ábyrgðarstarf og
þótt oftast sé einungis auglýst
eftir laghentum mönnum til þessa
starfs liggur í augum uppi að það
þarf ýmsa aðra hæfileika til að
sinna því svo vel sé. Til dæmis
þurfa húsverðir að vera sæmilega
að sér í mannlegum samskiptum
því þeir þurfa oftar en ekki að
eiga samskipti við fólk sem er í
uppnámi af einhverjum orsök-
um. Kannski er það læst úti, eða
þá að páfagaukurinn slapp út í
sameignina, nú eða þá að það
hefur komið heim að íbúðinni á
floti.
Hingað til hefur menntunar-
málum húsvarða ekki verið sinnt
svo heitið geti. Iðntæknistofnun
hefur tekið að sér að bæta úr
þeim skorti og efnt til námskeiða
fyrir húsverði. Á fyrsta náms-
keiðinu voru 18 manns og komust
færri að en vildu. Annað nám-
skeiðið hófst í fyrradag og stend-
ur fram í miðja næstu viku.
Námskeiðin standa í 60
kennslustundir og þar er farið ít-
arlega í eftirlit með húseignum og
daglegan rekstur þeirra. Þar er
lögð áhersla á aukna viðhalds-
þörf húsa og mikilvægi fyrirbyg-
gjandi aðgerða til að koma í veg
fyrirónauðsynlegarskemmdir. Á
námskeiðinu er einnig farið ofan í
saumana á öryggisvörslu, holl-
ustumálum og síðast en ekki síst
mannlegum samskiptum. Loks er
Húsveröir tileinka sér fræðin. Mynd: Kristinn.
fjallað um stöðu húsvarða á
vinnumarkaði og hvernig þeir
geta bætti starfsskilyrði sín og um
leið þá þjónustu sem þeir veita.
Af hálfu Iðntæknistofnunar
hefur Jón Jóel Einarsson umsjón
með námskeiðunum. Hann sagði
í spjalli við blaðið að eftirsóknin
væri mikil og auk námskeiðsins
hér í Reykjavík væri einnig hald-
ið samskonar námskeið á Akur-
eyri. Síðar er fyrirhugað að bjóða
upp á svona námskeið víðar á
landsbyggðinni. Verða þau hald-
in í tengslum við verkmennta-
Borgarstjórn
skólana eða farskóla sem sums
staðar eru starfræktir á þeirra
vegum.
Námskeiðshaldið er afrakstur
af starfi hóps sem gerði tillögur
um fyrirkomulag þess. í þeim
hópi voru fulltrúar frá Iðntækni-
stofnun, Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Félagsmálastofnun
Reykjavíkur, Húseigendafé-
laginu, Fasteignum ríkissjóðs,
Fjárlaga- og hagsýslustofnun,
Húseignum stjórnarráðsins,
dóms- og kirkjumálaráðuneyti og
menntamálaráðuneyti. Nám-
skeiðin eru svo styrkt af félags-
málaráðuneytinu.
-ÞH
Jón Jóel Einarsson hefur umsjón
með fræðslunámskeiðunum fyrir
húsverði af hálfu Iðntæknistofn-
unar íslands. Mynd: Kristinn.
Skólamáltíðir
ekki útilokaðar
Tillögu minnihlutaflokkanna vísað tilskóla-
málaráðs
Borgarstjórn samþykkti í síð-
ustu viku að vísa tillögu um
máltíðir í grunnskólum til skóla-
málaráðs. Borgarfulltrúar
minnihlutans lögðu tillöguna
fram og vildu að henni yrði vísað
til fræðsluráðs, en við því var
ekki orðið.
Guðrún Ágústsdóttir mælti
fyrir tillögunni og benti á að
bæjaryfirvöld í Kópavogi hefðu
komið á skólamáltíðum. Bærinn
greiðir laun eins starfsmanns í
hverjum skóla og hluta af efnis-
kostnaði.
Guðrún minnti einnig á störf
nefndar sem hafði það hlutverk
að gera tillögur um hvernig minn-
ast mætti þess að konur tóku fyrst
sæti í borgarstjórn. Nefndin lagði
m.a. til að komið yrði á skóla-
máltíðum í grunnskólum, enda
væri næringarástand reykvfskra
skólabarna óviðunandi.
-gg
Handbolti
Lið íslands í HM
í gærkvöldi tilkynnti forysta
Handknattleikssambands íslands
hverjir skipa þann sextán manna
leikmannahóp sem sendur verður
til þátttöku í A-heimsmeistara-
keppninni í handknattleik í Tékk-
óslóvakíu en hún hefst eftir rétta
viku.
Liðið verður þannig skipað:
Markverðir: Einar Þorvarðar-
son, Guðmundur Hrafnkelsson
og Leifur Dagfinnsson.
Hornamenn vinstra megin:
Guðmundur Guðmundsson og
Jakob Sigurðsson, hægra megin:
Bjarki Sigurðsson og Valdimar
Grímsson. Línumenn: Þorgils
Óttar Mathiesen (fyrirliði) og
Geir Sveinsson. Útispilarar
vinstra megin: Alfreð Gíslason,
Héðinn Gilsson og Júlíus Jónas-
son, á miðjunni: Sigurður Gunn-
arsson og Óskar Ármannsson,
hægra megin: Kristján Arason og
Sigurður Sveinsson.
Fyrsti leikur liðsins verður
gegn Kúbumönnum 28. febrúar,
daginn eftir, 1. mars, verður
keppt við Spánverja og síðasti
leikurinn í undanriðli verður
gegn Júgóslövum 3. mars.
Síðustu leikir landsliðsins áður
en það heldur utan verða gegn
Hollendingum á föstudagskvöld
og síðdegis á laugardag.
-ÞH