Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Um eftirl itsstöðvar Undanfarna daga hefur staðið linnulítil umræða um gagnsemi íslands sem „eftirlitsstöðvar“ á komandi friðartímum. Má ekki á milli sjá hver er áhugasamastur um að undirstrika mikilvasgi bandarísku herstöðvanna á fs- landi, Morgunblaðið, Jón Bald- vin eða talsmenn hersins. Eink- um er sjónum beint að fyrirhug- uðum varaflugvelli en fleira hangir á spýtunni. Að líkindum er undirrót um- ræðunnar í ríkis- og íhaldsfjöl- miðlunum ummæli Jóns Baldvins á uppákomu hans nreð Ólafi Ragnari á Hótel Sögu á dögun- um. Oft vill það fara svo þegar tvö aðalnúmer keppa um athygli fjöldans á slíkum samkomum að talað er fulldjarft þegar yfirtrom- pa þarf hinn aðilann. Jafnaðar- legast kemur fleipur ekki að sök við slík tækifæri en þarna áttu hlut að máli menn sem eiga að heita ábyrgir. Jóni Baldvini varð það á að segja að hermangsfyrir- tækið íslenskir aðalverktakar væri verðlaust og ástæðulaust fyrir fjármálaráðherrann að kaupa það fyrir hundruð miljóna króna. Þessi orð utanríkisráðher- rans hlutu góðar undirtektir á fundinum, sem von er til, en stuð- uðu óneitanlega ýmsa þá menn, sem hagsmuna áttu að gæta, enda venja að taka ummæli ráðherra alvarlega. 111 var sú hugsun að mjólkur- kýrin góða, fslenskir aðalverk- takar, væri að verða geld. Stór- veldin að fækka í herliði sínu í Evrópu, verið að skera niður framlög til hermála og upplausn- arástand í liði óvinarins mikla í Austur-Evrópu. Þótt flestu venjulegu fólki virðist að á slík- um þíðu- og friðartímum væri ti- lefni til að draga saman herbún- að, fækka í herjum, loka her- stöðvum og nota vopnapening- ana í eitthvað gagnlegt, þá telja hermangsöflin það ekki vera. Ekki má „veikja varnirnar“ og séu þær nógu sterkar þarf að finna verkefni til að maka krók- inn á. Ef ekki er hægt að hagnast á kalda stríðinu er um að gera að hafa einhverjar krónur upp úr friðnum. Lausnin er einföld, sú að breyta herstöðvum banda- ríska hersins hér á landi í „eftir- litsstöðvar“. Þær tvö hundruð íbúðir sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að byggðar verði fyrir bandaríska herinn á næstunni munu samkvæmt því koma sér vel fyrir „friðareftirlitsmenn" á vegum Nató í framtíðinni. Og ekki má hugsa til þess að flug- mönnum Nató, sem væru á eftir- litsflugi í þágu friðarins, hlekktist á; þess vegna er vitanlega nauðsynlegt að Bandaríkjamenn og Nató leggi varaflugvöll í Að- aldal fyrir svo sem 10-12 miljarða króna. Nei, íslenskir aðalverk- takar ætla sér stór verkefni í framtíðinni. Frá því á fundinum góða hefur Jón Baldvin því verið að reyna að hugga hermangarana á allan mögulegan hátt. Líklega er hon- um þó engin alvara með talinu um varaherflugvöllinn, því hann sér vitanlega fáránleika slíkrar framkvæmdir, heldur er aðeins að friða íhaldið. Eins og við var að búast fór Dagblaðið á stúfana og hafði við- tal við yfirmann bandaríska hers- ins á Keflavíkurflugvelli, Tómas nokkurn Hall, þann 15. febrúar. Þar kemur fram að á komandi friðartímum mun „mikilvægi stöðvarinnar aukast" og fullyrt er að enginn samdráttur sé fram undan hjá hernum. Hér er líka verið að róa aðalverktakana. Röksemdirnar fyrir áfram- haldandi vígbúnaðaruppbygg- ingu á íslandi eru í megindráttum tvenns konar. í fyrsta lagi benda Jón Torfason skrifar Bandaríkjamenn á að ef þeir flytji herafla sinn heim úr Evrópu verði þeir að tryggja sér greiðar samgöngur yfir Norður- Atlantshaf á sjó og í lofti til að geta flutt lið og birgðir til Evrópu ef hættuástand skapast. Þar sé Is- land nauðsynlegur útvörður í norðri. Þetta er vitaskuld rétt- mætt miðað við það að óvinurinn mikli sé í Austur-Evrópu en verð- ur marklaust nú þegar kúgunar- veldi Sovétmanna er að molna niður. Það má heldur ekki gleyma því að Nató-löndin í Evr- ópu hafa þúsundir manna undir vopnum, sem ættu að geta þvælst fyrir Rússunum um hríð, og sam- kvæmt kenningum herforingj- anna um fælingarmátt hinna dá- samlegu kjarnorkuvopna ætti að vera nokkur vörn í þeim. Mundi ekki duga að hóta Sovétríkjunum kjarnorkustríði ef þau létu ófrið- lega í Evrópu? Ef ekki, hvaða gagn er þá að allri kjarnorku- vopnauppbyggingunni? Raunin er sú að sovéski herinn hefur aldrei verið nein ógnun við ríkin í Vestur-Evrópu,- Hlutverk hans hefur fyrst og fremst verið að halda niðri alþýðu manna í svo- nefndum bandalagsríkjum Sov- étríkjanna í Austur-Evrópu. Burtséð frá þessum hernaðarlegu rökum má ekki gleyma því fólki sem óskar þess að landið þess, hvort sem það heitir ísland eða einhverju öðru nafni, verði aldrei notað til vígvæðingar eða árása á aðrar þjóðir. Það á sér mikinn rétt. Hin röksemdin er að hér þurfi að vera „eftirlitsstöð"; getur nokkur haft á nróti því? En eftirlit nreð hverju? Á að hafa hér eftirlit með öllum herjum? Eiga Banda- ríkjamenn að hafa eftirlit með Sovétmönnum eða eiga Sovét- menn að hafa eftirlit með Bandarríkjamönnum héðan? Eiga þeir að hafa eftirlit hvorir með öðrum? Eiga Sameinuðu þjóðirnar að sjá um eftirlit með þeim báðum og fá til þess menn frá t.d. Indlandi, Kenýa og Finn- landi? Og hver á að borga, Nató, Varsjárbandalagið, Sameinuðu þjóðirnar eða jafnvel íslendingar sjálfir? Á þessi stöð að starfa ein- ungis hér á íslandi eða eiga að rísa aðrar stöðvar í Noregi, Grænlandi og víðar? Á ekki að reisa eftirlitsstöð á Svalbarða sem er mun nær herskipahöfnum So- vétmanna? Þetta er nú í rauninni svolítið snúið enda er alltr talið um eftirlitsstöð út í loftið. Það étur hver eftir öðrum óhugsað og enginn gerir nánari grein fyrir fyrirkomulaginu eða rekstri eftir- litsstöðvarinnar. Vísast er tilgan- gurinn sá að kasta ryki í augu al- mennings með öllu þessu eftir- litshjali. Sannleikurinn er sá að það þarf ekkert sérstakt eftirlit hér. Her- veldin hafa góðum og vel þjálfuð- um njósnurum á að skipa og vita nákvæmlega hvað hver um sig á marga kafbáta, eldflaugar, her- skip og flugvélar. Vandinn er ekki annar en sá að ákveða hvað sérhver má hafa mörg vígtól af hverju tagi og hvar þeim skuli fyrir komið. Reglan verður sú að halda t.d. flestum herskipum í heimahöfnum og láta andstæð- ingana vita ef eitthvert þeirra leysir landfestar. Það mætti hugsa sér að hvort stórveldi um sig megi hafa 10-20 kafbáta búna kjarnorkuvopnum í sjó á hverj- um tíma en hinir verði í höfn. Þá ætti að nægja að hafa nokkra menn í helstu herskipahöfnum andstæðinganna til að fylgjast með ferðum kafbáta og herskipa, því ef aðeins tiltekinn fjöldi má vera í vígstöðu hverju sinni gildir einu hvar þeir eru. Eftirlit með herafla og vígbúnaði er í sjálfu sér ekki flóknara mál en að telja kindur inn í fjárhús. En vitanlega reyna vígbúnaðarsérfræðingar, herfræðingar, hermálafulltrúar, öryggismálafulltrúar og allir þessir hjáróma vígbúnaðar- hottintottar, að sveipa eftirlit með vígbúnaði vissri dulúð og halda því á lofti að aðeins sé fyrir innvígða að fjalla um slík mál, fyrst og fremst í því skyni að skapa sér atvinnu til frambúðar. Setjum nú svo að ekki sé talið nægja að telja herskip og kafbáta í heimahöfnum og búnaður hers- ins hér skuli notaður til eftirlits. Þá rísa upp ný tæknileg vanda- mál. Njósnabúnaður Banda- ríkjamanna á Islandi er nefnilega aðeins hlekkur í langri keðju sem teygir sig um víða veröld. Oll boð frá radarstöðvunum og hlustun- arstöðvunum fara um jarðstöð til miðstöðvar í Bandaríkjunum, þar sem unnið er úr þeint, en nýt- ast ekki til almenns eftirlits. Hler- unarbúnaðurinn neðansjávar er ekki aðeins ætlaður til að finna sovéska kafbáta og herskip, held- ur einnig til að tortíma þeim. Hér á landi er líka búnaður, sem kjarnorkukafbátar Bandaríkja- manna nýta sér til að miða út skotmörk sín í Sovétríkjunum, en er vitagagnslaus í friðareftirlits- stöð. Það er líka fáránleg tilhugsun að bandaríski herinn láti njósna- og herbúnað sinn hér á landi af hendi til annarra aðila. Þeir kappkosta af öllum mætti að halda uppgötvunum í rafeinda- og tölvubúnaði í sínum höndum, sérstaklega þó í höndum hersins. Menn muna kannski eftir því hvaða meðferð flugvirkjarnir tveir fengu hjá dátunum djörfu um jólin þegar þeir gengu í allra augsýn inn á verkstæði, þar sem gert er við herflugvélar, til að komast í rafmagnstengil. Þeir voru snúnir í gólfið þegar í stað. Herinn gætir njósnatækja sinna svo vel að venjulegir borgarar fá ekki að koma nálægt þeim. Bandaríkjamenn mundu aldrei bjóða njósnatól sín hér fram til friðareftirlits, enda er hann lítils eða einskis virði til slíks. Svona í framhjáhlaupi má benda á að allt þetta upphlaup til að friða íslenska aðalverktaka er óþarft því næg verkefni eru til í sambandi við hermennsku. Sov- étmenn vantar sárlega íbúðir yfir alla þá hermenn sent þeir munu kveðja heint úr Evrópu á næst- unni og mundu ábyggilega taka meðmæli Bandaríkjahers með aðalverktökum gild. Svo er þess að gæta að mikið verk er fram undan við að rífa sprengjubirgða- skemmurnar, flugskýlin, stjórns- töðvarnar, radarstöðvarnar og að hreinsa til um allt land eftir bandaríska herinn þegar hann er farinn. Jón Torfason er íslenskufræðing- ur. „Sannleikurinn er sá að það þarf ekkert sér- stakt eftirlit hér. Herveldin hafa góðum og vel þjálfuðum njósnurum á að skipta og vita ná- kvœmlega hvað hver um sig á marga kafbáta, eldflaugar, herskip og flugvélar.“ Grunsemdir háttvirtra atkvæða Því er einhversstaðar lýst í góðri bók að ógæfusamir séu þeir sem leggjast í ferðalög. Þessi mikli vísdómur kom í hug Þrándi á dögunum þegar hann fór að velta fyrir sér, eins og upp úr þurru, hvort þeirra sem leggjast í pólitík á vinstri vængnum bíði sama hlutskipti, einkum vegna þess að þeir þurfa að bera öðrum mönnum þyngri syndir sinna feðra. í höfuðborginni hefur hlutverkið aftur á móti verið auðveldara um sinn vegna þess að borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna hafa þó verið sammála um að þeir séu sammála um allt sem skiptir máli í borgarmálefn- um, og kunni þá list, öðrum mönnum betur, að vinna saman. Svo traust hefur þessi samvinna verið á síðasta kjörtímabili að sumir borgarfulltrúar geta ekki hugsað sér að vinna áfram að borgarmálefnum með samflokks- mönnum, væntanlega af ótta við að einhvern skugga kunni að bera á samstarfið í fjarlægri framtíð. Hið góða samkomulag borg- arfulltrúanna hefur nú verið stað- fest með þeirri eðlilegu ákvörð- un, þeirra sem kunna að vinna saman, að bjóða fram einn lista fyrir hvern borgarfulltrúa sem minnihlutanum er spáð í kosning- unum í vor. Með þessu móti næst sá meðaltalsjöfnuður sem öllu skiptir, minnihlutaflokkarnir fá til jafnaðar einn mann hver í þeirri borgarstjórn sem Davíð og vinir hans ráða hér eftir sem hing- að til. Nú má enginn skilja hug- leiðingar Þrándar á þann veg að hann ætli að skipta sér af pólitík, enda ekki á færi annarra en þeirra sem hafa bæði vit og reynslu til að draga réttar ályktanir, og sjá af pólitísku hyggjuviti inn í framtíð- ina. En með því að Þrándur er eins og fyrri daginn áhugamaður um vellíðan vinstri manna þá set- ur hann nú fram, í allri vinsemd, nokkrar hugleiðingar um það hvernig þeir, sem eru svo sáttir hver við annan að þeir verða að vera sitt í hvoru lagi, geti haldið áfram að rækta sáttfýsi stna og samstarfsvilja. Enda þótt fjórflokkarnir nýju, Alþýðuflokkur, Framsókn, Alla- ballar og Kvennalisti hafi ákveð- ið að halda áfram að elskast í hæfilegum leynum vill Þrándur benda þeim á að þetta er nokkuð seint í rassinn gripið þegar borg- arbúar, og raunaröll þjóðin, hafa fylgst með tildragelsi þeirra í fjögur ár. Þess vegna er að hans mati rétt að opinbera nú trú- lofun, enda þótt giftingunni verði frestað urn ótilgreindan tíma, til að koma í veg fyrir allan misskiln- ing, og einnig til þess að óvið- komandi séu ekki að kássast upp á annarra manna jússur. Með því að flokkar þessir eru sammála um allt, einkum þó um að koma með öllum tiltækum ráðum í veg fyrir að Davíð og vinir hans ráði borginni áfram, ætti ekki að vefjast fyrir þeim að opinbera borgarbúum trúlofun sína með því að gera grein fyrir því sem þeir eru sammála um. Þetta má til að mynda gera með því að flokkarnir komi sér saman um stefnuskrá, en láti vera að semja slíkar skrár hver fyrir ann- an, og birta kjósendum fyrir kosníngar. Ef svo (jafnvel lík- lega) skyldi nú fara að kjósend- um litist vel á trúlofunina er áreiðanlega öruggara að hafa samið um það fyrir kosningar, hver eigi að geyma búrlyklana í kommúnu vinstri flokkanna næstu fjögur árin. Ef af þessu gæti orðið þá yrði gaman fyrir kumpána á borð við Þránd að lifa. Tvær höfuðfylking- ar takast á. Komið á einskonar tveggja flokka kerfi, þar sem glundroðakenningin á vinstri vængnum hefur snúist upp í and- stæðu sína, sameinaðir íhald- sandstæðingar hafa bundist órof- aböndum til baráttu fyrir góðum málstað, meira réttlæti, auknum jöfnuði. Davíð fer fyrir vinum sínum en góður húmanisti, með vit á peningum, fyrir okkar fylk- ingu... Strangagaður pistlaritari er óðara farinn að skrifa sig í ung- mennafélagsham við tilhugsun- ina eina, hvers má þá vænta af hinum? En á síðustu stundu laumast ein auvirðileg hugsun, eins og boðflenna í partí, inn í kollinn á Þrándi. Getur verið að minni- hlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur þori ekki að reyna nýjar leiðir af ótta við þá ógæfu sem er litlu skárri en að leggjast í ferðalög: að þurfa að stjórna borginni á sína ábyrgð næsta kjörtímabil? Nei, svona má alvarlegur skrásetjari aldrei hugsa. Verst ef talsvert af háttvirtum atkvæðum tekur að þjást af svipuðum grun- semdum. Þrándur Miðvikudagur 21. febrúar 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.