Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Að lifa um
efni fram
Fyrirsögn leiöarans í Morgunblaöinu á sunnudaginn
þessi: „Við höfum lifaö um efni fram“. Tilefniö er: skýrslur
um aö viö höfum á næstliðnum árum aukiö bæöi samneyslu
og einkaneyslu mun meir en landsframleiðsla hefur aukist.
Meö þessu hafi fengist kjarabót sem sé um margt fölsk,
enda fjármögnuö með lántökum.
Formúlan „viö höfum iifað um efni fram“ er meingölluð aö
því leyti, aö hún eins og gerir alla samseka, leyfir þeim ekki
að sleppa viö ámæli sem sannarlega búa viö þröngan kost,
standa til hliðar viö allt sukk. En að ööru leyti á hún rétt á sér:
drjúgur meirihluti íslendinga er mjög bráðlátur í sín þægindi,
hvort heldur við tökum dæmi af öllum þeim skólanemendum
sem keyra í fjölbraut og menntó í eigin bíl, eöa þá flottræfils-
lega oftölvuvæðingu fyrirtækja.
Morgunblaösleiöarinn vill beina ábyrgðinni einkum aö
stjórnmálamönnum: þaö eru þeir sem spenna eyöslubog-
ann hátt. Blaðið gerir ekki mun á vinstri og hægri í þeim
efnum - og felst kannski í þeim jöfnuði óbein viöurkenning á
þeirri synd Sjálfstæðisráðherra aö leika ríkisfjármálin mjög
grátt í síðasta góðæri. Blaöiö vill taka stjórnmálamenn til
bæna eins og þeir leggja sig og boða hugarfarsbreytingu,
sem þyrfti aö veröa „bæöi hjá alþingismönnum og kjósend-
um“. Blaöið segir:
„Ef alþingismenn eru sannfærðir um aö endurkjör þeirra
byggist á því að þeir nái sem mestu fé út úr ríkissjóði og
opinberum sjóöum fyrir viökomandi kjördæmi, halda þeir
fast viö núverandi starfshætti. Finni þeir hinsvegar þá kröfu
frá kjósendum, aö þeir leggi megináherslu á sparnaö í opin-
berum rekstri, jafnvel þótt þaö þýði færri krónur í hvert
kjördæmi, snúa þeir viö blaöinu". Gallinn viö frómar óskir
af þessu tagi er sá, aö ekki er tiiraun gerö til aö svara því,
hvaðan koma ætti sá þrýstingur sem veldur „hugarfarsb-
reytingu". Satt best aö segja er ekkert það í þjóðfélaginu, í
neyslumynstri þess sem ber svip af harðandi samkeppni
eins og annaö, í þeirri trú einstaklinga jafnt sem fyrirtækja aö
„meira er betra“ - ekkert ber í sér hvatningu til framsýni,
hófstillingar, sparnaðar. Þaö er sama hvert litið er: engin
umtalsverð öfl setja spurningarmerki viö endalausa þenslu
þarfahugtaksins, sem hrekur ástandið „mannsæmandi lífs-
kjör“ burt og á undan okkur hvenær sem við höfum nálgast
þaö.
Stjórnmálamenn eru svosem hvorki betri né verri en af-
gangurinn af samfélaginu aö þessu leyti: þeir eru náttúrlega
bundnir vilja almennings, og almenningur vill alveg vafa-
laust aö þeir séu „eyðslusamir" (eöa „örlátir" ef menn vilja
láta það hljóma betur). Og aö því er varðar margumtalað
aðhald í ríkisfjármáium, sem vissulega er verið aö reyna aö
tryggja með ýmsum hætti, þá er þaö eitt sem mjög leggst
gegn þeirri viöleitni. En það er þjóðarsamstaða um
pilsfaldakapítalismann svonefnda, um „rétt“ fyrirtækja til aö
leita ásjár hjá opinberum sjóöum þegar á bjátar. Þaö er
sama hve harðir frjálshyggjumenn og markaössinnar menn
segjast í oröi vera - einnig þeir eru fljótir aö skjótast meö
sína skjólstæðinga undir pilsfald ríkisins þegar þurfa þykir
og þykir aldrei nóg aö gert. Aö því er félagshyggjuflokka
varöar, þá taka þeir einnig þátt í þeim leik. Aö vísu á nokkuð
öörum forsendum en hægrimenn - þeir réttlæta sig, sem
sjálfsagt er, fyrst og fremst meö því aö þeir vilji meö björgun-
araðgerðum forða fólki frá atvinnuleysi. Þessi forsenda er
að sjálfsögðu virðingarverð. En sem fyrr segir: mismunandi
forsendur koma saman í sterkum hliðstæðum í hegöun
pólitískra flokka, hegðun sem meðal annars dylur þaö,
hverjir þaö í raun eru sem lifa um efni fram og hverjir ekki.
KLIPPT OG SKORIÐ
Helsti hugmyndafræðingur kommúnista í Rúmeníu gerði grín að áhuga Guðmundar J. á pínupilsum og
fákunnáttu í lenínískum fræöum 1971, er íslendingurinn hafði sallað niður þjóðfélagskerfi þeirra.
Guðmundur J.
og Rúmenía
Tíminn birtir í gær stórt viðtal
við Guðmund J. Guðmundsson,
formann Dagsbrúnar og Verka-
mannasambandsins og auglýsir
það veglega á forsíðu með eftir-
farandi hætti: „Guðmundur J.
Guðmundsson gerir hreint fyrir
sínum dyrum varðandi boðsferð
til Rúmeníu: Þótti fávís í komma-
fræðum og lítt lesinn.
Guðmundur segir: „Upp á síð-
kastið hefur borið nokkuð á því í
fjölmiðlum, að Alþýðubanda-
lagsmenn hafi heimsótt Ce-
ausescu, verið í náðinni hjá hon-
um og þegið af honum kost og
lósí. Ég hef verið nefndur til
þeirrar sögu og svo vill til að þetta
er alveg satt. Eg held ég verði því
að gera játningu í austantjaldsstíl
á brotum mínum gagnvart Rúm-
eníu.“
Guðmundur J. lýsir síðan
heimsókn ásamt nokkrum öðrum
forystumönnum úr Alþýðu-
bandalaginu til Rúmeníu 1971,
en samskipti voru höfð við þar-
lend stjórnvöid á 'þeim forsend-
um að Rúmenía hefði ekki tekið
þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu
1968. í hvítu forsetahöllinni, sem
nú er sundurskotin og brunnin
voru íslendingarnir spurðir,
hvort Alþýðubandalagið viður-
kenndi hin lenínísku prinsíp.
Áður en Svavar Gestsson og Ingi
R. Helgason höfðu ráðrúm til að
svara, ansaði Guðmundur að
eigin sögn: „Stundum við suma.“
Rúmenum brá og báðu um skýr-
ingu. Svavar Gestsson lýsti þá
sjálfstæði Alþýðubandalagsins,
sem lyti engum erlendum flokki,
en vildi hafa vinsamleg samskipti
við sósíalíska flokka sem og
flokka sósíaldemókrata í Evr-
ópu. Guðmundur J. segir í Tím-
anum í gær: „Svavari mæltist vel
og ég sá á leiðtoganum að honum
fannst Svavar ekki lenínískur
heldur."
Einkaeign bænda
á landi
Guðmundur J. Guðmundsson
segist fljótlega hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum með lýsingu
Rúmena á verkalýðsmálum í
landi þeirra og réttindum launa-
fólks, td. til að gera verkföll.
Skriffinnskan var slík, að Guð-
mundur sagði að „...menn þyrftu
að verða langlífir til að ganga
gegnum þetta apparat allt saman
og taldi að þetta væri varla í sam-
ræmi við hin ienínísku prinsíp."
Hófst nú hörkurifrildi um málið,
og hafði Guðmundur betur, að
eigin sögn, „...því að frammíköll
mín og athugasemdir voru bæði
kaldranaleg og ólenínísk.“
Pó kastaði fyrst tólfunum þeg-
ar talið barst að því hvernig Rúm-
enum gengi að hagnýta landsins
gæði og Guðmundur gagnrýndi
þá fyrir að leyfa ekki bændum að
eiga sitt land. Þá gekk fram af
heimamönnum og spurðu þeir
Guðmund hvort hann hefði ekki
lesið Lenín, „...manstu ekki eftir
því að Lenín segir um bændur að
þeir séu með annan fótinn í for-
tíðinni en hinn í framtíðinni?"
Guðmundur J. sló sér þá upp
með því að vitna í neðanmáls-
grein í íslensku þýðingunni á
þessu verki Leníns, „...þar sem
segir að fóturinn sem sé í fortíð-
inni sé sokkinn upp fyrir hné í
mýri og þeir megi sig því vart
hræra til framtíðar." Enn meiri
deilur hófust af þessu tilefni og
sletti Rúmeninn að lokum á Guð-
mund: „Ég efast um að þú hafir
lesið Lenín.“
Féll á pínupilsunum
Daginn eftir í Rúmeníuför
Guðmundar J. og félaga var búið
að skipta um túlk, því sá fyrri
þótti draga um of taum Gumund-
ar og milda orð hans. En allt kom
fyrir ekki, Dagsbrúnarmaðurinn
hélt áfram að tæta sundur stjórn-
arfarið í landinu: „Ég fullyrti að
verkföll væru bönnuð, bændur
hefðu verið kúgaðir inn í sam-
yrkjubú og Rúmenar væru hnípin
þjóð í vanda og fólk fátækara en
efni stæðu til og stjórnvöld á
rangri braut.“
Loks kom þar, að Guðmundur
J. sá að engu yrði hnikað til í
landinu fyrir hans tilstilli og
sveigði því talið að léttara hjali.
Sagðist hann hafa tekið eftir því,
að ungir Rúmenar væru undir
vestrænum áhrifum, piltar síð-
hærðir og stúlkur í mjög stuttum
pilsum.
Rúmeninn brást enn hinn
versti við „...og sagði að gestir
tækju helst eftir því sem þeir
hefðu__mestan áhuga á...væri
óskandi að stutt pils stúlkna væru
mér yndisauki. Gæti það verið að
okkar flokkur væri uppteknari af
hinu ytra en hinu innra?“ Jakinn
var mátaður með þessum athuga-
semdum og rúmenskir mið-
stjórnarmenn tóku aftur gleði
sína. Hins vegar sætti Guðmund-
ur sig við þennan hugmynda-
fræðilega ósigur ári síðar, þegar
Ceausescu kom hingað að hitta
forseta íslands ásamt einkafullt-
rúa sínum, sem reyndist þá vera
hugmyndafræðingurinn v sem
lagði Guðmund með athuga-
semdinni um pínupilsin. Þá leið
Guðmundi eins og Ása-Þór þegar
Útgarða-Loki hafði gabbað hann
til að drekka hafið, lyfta Mið-
garðsormi og glíma við Ellina og
sá Guðmundur J. „...hvers konar
stórmenni ég hafði att kappi við. “
Maður þessi, Dmitri Poscuesku,
situr nú í fangelsi.
Þröstur burstar
og Nordal sker
Ingi R. Helgason fór nú í heim-
sókn í rúmenska Seðlabankann,
enda bankaráðsmaður hér heima
og að sögn Guðmundar með be-
vís frá Jóhannesi Nordal. Guð-
mundur J. er annars býsna forvit-
inn um hvað gerist á seðlabanka-
ráðsfundum heima og erlendis:
„...á fundum þeirra fara fram
miklir leyndardómar, sem
jafnvel enn þéttari hula hvílir yfir
en því sem fram fer hjá frímúrur-
um. Þar gerist eitthvað sem fær
jafnvel Þröst Ólafsson til að
klæðast dökkum jakkafötum og
bursta skó sína, áður en hann fer
á fundi bankaráðsins." Guð-
mundur gleymir nú alveg upp-
gjöri sínu við Lenín og Rúmeníu
um stund og lýsir því hvernig sag-
an segir að Jóhannes Nordal sé
uppáklæddur í svuntu að skera
steik á kjötkveðjuhátíð seðla-
bankaráðs.
Eftir allt rifrildið við Rúmena
var Guðmundur J. fluttur á
sjúkrahús í Brassov og hélt áfram
að ræða við almenning, sem hann
hafði áður stundað með
allgóðum árangri á hliðargötum
og knæpum Búkarest, eftir strok
frá aðalhópnum. Meðal annars
komi gamall maður á spítalanum
íslendingnum í skilning um að
hann væri á móti dúmm-dúmm,
sem Guðmundur túlkar þannig
að sá gamli hafi verið andvígur
styrjöldum.
Er þá talið upp það helsta í
þessu opinskáa viðtali í Tímanum
í gær, þótt erfitt sé að átta sig á því
hvað Guðmundur er að fara þeg-
ar hann segir um þessa játningu
sína: „Ég...ætla að vona að ég
verði ekki dreginn fyrir einhvern
dómstól fyrir svik við föðurlandið
og þjónustu við Ceausescu...“
þlÓÐVIUINH
Síðumúla 37-108 Reykjavík
Stmi: 68 13 33
Símfax:68 19 35
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
FramkvœmdastjórhHallurPállJónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim
Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir,
ólafurGíslason.ÞorfinnurÓmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson.
Skrifstofustjórí: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglysingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi-
mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðsiustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla37, Reykjavík,sími:68 13 33.
Símfax:68 19 35
Auglýslngar: Síðumúla 37, sími 68 13 33
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verðílausasölu: 100 kr. Nytt Helgarblað: 150kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. febrúar 1990