Þjóðviljinn - 21.02.1990, Blaðsíða 7
MENNING
Sinfónían
Mér þykir vænt um þennan konsert
Selma Guðmundsdóttir leikur píanókonsert Katsjatúríans á Sinfóníutónleikum annað kvöld
Selma Guðmundsdóttir: T ónlist Katsjatúríans ber sterk einkenni af þjóðlegri tónlist Armena. Mynd: Kristinn.
Selma Guðmundsdóttir píanó-
leikari leikur einleik með Sinfóní-
unni á áskriftartónleikum hljóm-
sveitarinnar í Háskólabíói annað
kvöld. Tónleikarnir hefjast kl.
20:30 og á efnisskránni er pían-
ókonsert Katsjatúríans, hljóm-
sveitarverkið Kamarinskaya eftir
Glinka og Níunda Sinfónía Schu-
berts. Hljómsveitarstjóri verður
James Lockhart.
Sinfónía nr. 9 eftir Schubert er
síðasta sinfónía Schuberts og
elsta verkið á efnisskrá tónleik-
anna en tónskáldið lauk henni
árið 1826. Kamarinskaya eftir
rússneska tónskáldið Mikhail
Glinka er samið árið 1848 og
byggt á hefðbundnum brúð-
kaupsdansi frá heimalandi tón-
skáldsins. Píanókonsertinn er
saminn árið 1936 og var frum-
fluttur í Leningrad ári seinna.
Stjórnandinn, James Lock-
hart, er skoskur að uppruna,
fæddur í Edinborg. Hann hefur á
löngum ferli stjórnað stærstu
hljómsveitum Evrópu við tón-
leikahald og óperuflutning og er
nú tónlistarstjóri Ríkishljóm-
sveitarinnar í Þýskalandi, Fíl-
harmóníusveitar Rínarhéraða og
Óperunnar í Koblenz. Þar að
auki er Lockhart yfirmaður Nýja
óperuskólans í Lundúnum.
Selma Guðmundsdóttir flytur
nú píanókonsert Katsjatúríans í
fyrsta sinn í Reykjavík. Selma
hefur áður leikið konsertinn með
Sinfóníunni, á tónleikaferð um
ÓSKAi? INGIVVVÍSSON
IZKSk- Uú'KESK-ÍSLltKb'K
ftom n,700 uppstöttoKXÍk þor of
&360 f <3>fo?rc»ði og 3360 f Qfosofrc»ðt
CWQ&Ú <MXCm
ísland fyrir tveimur árum, auk
þess sem hún hefur leikið hann í
Noregi, með Sinfóníuhljómsveit
Þrándheims.
- Pegar það kom til að ég léki
með Sinfóníunni langaði mig
mest til að spila þennan konsert,
segir hún. - Mér þykir vænt um
hann og þótt ég hafi áður spilað
hann með hljómsveitinni er langt
síðan hann hefur verið fluttur á
tónleikum í Reykjavík.
Laglína fyrir
Flexatón
- Það er skemmtilegt að hafa í
huga þegar tónlist Katsjatúríans
er annars vegar að hann er Arm-
eni, fæddur í Tbílísí. Hann byrj-
aði óvenju seint í tónlistarnámi,
var orðinn nítján ára þegar hann
hóf nám við Tónlistarháskólann í
Moskvu og tónlist hans ber sterk
einkenni af þjóðlegri tónlist
Armena eða áhrifum þess menn-
ingarsvæðis, sem hann kemur
frá. Þetta eru áhrif sem koma
fram í laglínu og hrynjandi hans
verka og jafnvel í hljóðfæravali.
Píanókonsertinn var frumflutt-
ur árið 1937 og náði strax miklum
vinsældum eins og tónlist Kat-
sjatúríans yfirleitt, en hún hefur
verið flutt mjög víða þótt hann
hafi verið eitt þeirra tónskálda,
sem sovéski Kommúnistaflokk-
urinn gagnrýndi fyrir að semja of
nýtískulega tónlist. Katsjatúrían
stjórnaði sjálfur flutningi sinna
verka víða erlendis, kom til dæm-
is hingað árið 1951 og stjórnaði
tónleikum þar sem meðal annars
var flutt tónlist eftir hann. Ég
held ekki að hans tónlist hafi
mikið verið flutt hér á landi síð-
an, konsertinn hefur verið
leikinn einu sinni hér í Reykjavík
svo ég viti til, það gerði Gísli
Magnússon píanóleikari og ætli
það séu ekki ein fimmtán til tutt-
ugu ár síðan.
Það sem kannski kemur mest á
óvart við þennan konsert er
hljóðfærið, sem notað er í öðrum
kafla hans. Sá kafli er eiginlega
tilbrigði við þjóðlag, sem Kat-
sjatúrían heyrði einhvern tíma á
götu í Tbílísí, fæðingarborg sinni,
og inn í þann kafla skrifar hann
laglínu fyrir Flexatón, sem er
sjaldgæft slagverkshljóðfæri,
mjög sérstakt. Það minnir mest á
hringlu en auk hringlsins gefur
það frá sér tón, sem líkist því að
spilað sé á sög. Ég veit ekki um
önnur dæmi þess að þetta hljóð-
færi sé notað til að spila laglínu í
hljómsveitarverki, en Katsjatúrí-
an notar gjarnan óvænt og sjald-
gæf hljóðfæri í sínum verkum til
að líkja eftir hljóminum í þjóð-
Iegum armenskum hljóðfærum.
Silunga-
kvintettinn
draumaverkefni
- Ég lauk einleikaraprófi hér
heima, og var eftir það við fram-
haldsnám í Austurríki og Vestur-
Þýskalandi. Eftir að ég lauk námi
hélt ég mína fyrstu opinberu tón-
leika hér á landi hjá Tónlistarfé-
laginu árið 1977. Skömmu seinna
flutti ég til Svíþjóðar, en þar bjó
ég í fimm ár, starfaði meðal ann-
ars við Tónlistarskóla Sænska út-
varosins og hélt tónleika.
Ég flutti hingað aftur fyrir sjö
árum og hef síðan spilað mikið
bæði sem einleikari og með öðr-
um hljóðfæraleikurum og söngv-
urum. Auk þess kenndi ég við
söngdeild Tónlistarskólans í
Reykjavík þar til fyrir tveimur
árum en þá tók ég mér frí til að
sinna spennandi verkefnum, sem
mér höfðu boðist. Síðan hefur
eitt leitt af öðru, mér hafa boðist
fleiri verkefni og það hefur teygst
úr fríinu.
Ég hef fengið verulega
skemmtileg verkefni undanfarin
tvö til þrjú ár, svo þetta hefur
verið spennandi tímabil. Ég fór
með Kammersveit Reykjavíkur í
tónleikaferð til Bretlands síð-
astliðið haust, en þar spiluðum
við íþremur borgum. Viðfluttum
íslenska tónlist og eins spilaði ég
með í píanókvintett eftir Cesar
Franc.
Ég var með einleikstónleika í
Islensku óperunni í fyrra og eins
hélt ég tónleika í Hollandi á veg-
um Evrópusambands píanókenn-
ara, og hefur verið boðið að
halda tónleika í Englandi á þeirra
vegum. f apríl rætist svo gamall
draumur, en þá spila ég í fyrsta
sinn með í Silungakvintettinum
eftir Schubert á tónleikum með
Kammersveit Reykjavíkur og
það er nokkuð sem mig hefur
Íengi dreymt um að gera.
Mér hefur verið boðið að halda
einleikstónleika í Þýskalandi og
Bandaríkjunum í sumar og verð
svo væntanlega með tónleika
með Sigrúnu Eðvaldsdóttur
fiðluleikara næsta haust, svo það
er nóg að gera og skemmtilegur
tími framundan.
LG
Gallerí Borg
Ingibergur
sýnir
Ingibcrgur Magnússon opnar á
morgun sýningu á teikningum og
akrýlmálverkum í Gallcrí Borg
við Pósthússtræti. Tónleikar og
upplestur verða við opnunina,
sem hcfst kl. 17.
Ingibergur stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands á árunum 1965-70 og hefur
síðan haldið einkasýningar í
Reykjavík, á ísafirði, Egilsstöð-
um og Akranesi og í Kópavogi.
Ingibergur var útnefndur bæjar-
listamaður Kópavogs í fyrra, en
verk hans er að finna í öllum
helstu söfnum landsins.
Kvikmyndaklúbbur íslands
Byssuóðir bankaræningjar
Byssubardagar og eltingarleikir kryddaðir kynferðislegri spcnnu
Dýra- og
plöntuorðabók
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út dýra- og plöntu-
orðabók, hina fyrstu sinnar teg-
undar hér á landi. Orðabókin er
ensk-latnesk-íslensk og latn-
esk-íslensk-ensk. Höfundurinn,
Óskar Ingimarsson, hefur um ár-
abil fengist við þýðingar náttúru-
lífsmynda í sjónvarpi og þýtt eða
annast útgáfu á fjölmörgum nátt-
úrufræðibókum.
í hinni nýju orðabók er að
finna yfir 11.700 nöfn dýra og
plantna á ensku, latínu og ís-
lensku. Vísindaheiti og íslenskar
þýðingar fylgja öllum aðalheit-
um, en auk þess er fjöldi tilvís-
ana, þar eð tvö eða fleiri nöfn eru
á mörgum tegundanna. Þessi bók
ætti að vera fengur skólafólki,
þýðendum, starfsmönnum fjöl-
miðla og öðrum þeim sem þurfa á
íslenskri þýðingu dýra- og
plöntunafna að halda.
Höfundurinn tileinkar Hinu ís-
lenska náttúrufræðifélagi bókina
á aldarafmæli þess með þakklæti
fyrir ómetanlega fræðslu.
Kvikmyndaklúbbur íslands
sýnir bandarísku kvikmyndina
Byssuóð (Gun Crazy) eftir Jos-
eph H. Lewis í Regnboganum
annað kvöld og á laugardaginn.
Myndin er gerð árið 1949 og vakti
á sínum tíma enga sérstaka at-
hygli, en var svo grafin upp átján
árum seinna, þegar Arthur Penn
gerði Bonnie og Clyde. Byssuóð
er nú ein þeirra mynda sem kall-
aðar eru „cult“ myndir, kvik-
myndir, sem bíógestir virðast
geta séð óteljandi sinnum án
þess að fá nokkurn tíma leið á
þeim, en hún er þar að auki róm-
uð sem ein af betri bófamyndum,
sem gerðar hafa verið.
Byssuóð tilheyrir þeim hópi
mynda, sem franskir gagnrýn-
endur skilgreindu fyrstir manna
og kölluðu „film noir“ eða svart-
ar kvikmyndir, og tekur sú lýsing
jafnt til þema myndanna og kvik-
myndastílsins. Flestar þessara
mynda voru gerðar í Bandaríkj-
unum á árunum 1940 til 1960, og
eru í rauninni uppreisn gegn ríkj-
andi hefðum í þarlendri kvik-
myndagerð, sem hafði einkennst
af dæmalausri bjartsýni, sakleysi
og léttleika, allt fór vel, réttlætið
sigraði, glæpamenn fengu mak-
leg málagjöld og enginn efi var
látinn í ljós um gott eðli manns og
þjóðfélags.
Söguhetjur svörtu myndanna
eru yfirleitt á valdi einhvers kon-
ar örlaga eða röð illra tilviljana.
Myndirnar fjalla um skuggahlið-
ar mannlífsins, allt er margrætt
og ótryggt og allir eru hræddir og
hafa eitthvað að fela. Stöðug lífs-
hætta vofir gjarnan yfir söguhetj-
unum og góður endir er ákaflega
sjaldgæfur. Efnið er síðan undir-
strikað með kvikmyndastílnum,
sem einkennist meðal annars af
miklum andstæðum ljóss og
skugga.
Byssuóð var upphaflega fram-
haldssaga eftir MacKinley Kant-
or og birtist í Saturday Évening
Post. Myndin segir frá Annie og
Bart (Peggy Cummins og John
Dall), sem eiga sér vafasama for-
tíð og sameiginlega ástríðu: byss-
ur. Þau hittast í tívolíi og með
þeim tekst ást við fyrstu sýn og frá
þeirri stundu upphefst stanslaus
syrpa byssubardaga, eltingar-
leikja og bankarána krydduð
kynferðislegri spennu á milli
skötuhjúanna, en skothvellur
byssunnar verður þeirra ástar-
játning og eftir því sem ránunum
fjölgar og fleiri liggja í valnum
verður ást þeirra meiri.
Eitt frægasta atriði myndarinn-
ar er afdrifaríkasta bankarán
parsins. Atriðið var ekki tekið
upp í kvikmyndaveri eins og
venja var, heldur við „raunveru-
legar“ aðstæður með grandalausa
vegfarendur sem áhorfendur en
ránið var myndað án þeirra vit-
undar og auk þess tekið í einu
löngu myndskeiði án þess að
nokkurs staðar væri klippt. Kvik-
myndavélinni var komið fyrir í
aftursæti bíls parsins og fylgist
með Annie þar sem hún bíður
eftir Bart á meðan hann rænir
bankann handan götunnar. Lög-
regluþjónn kemur að og hún
reynir að tefja fyrir honum en
þegar Bart kemur hlaupandi út úr
bankanum drepur hún lögreglu-
þjónninn og þau Bart forða sér á
ofsahraða.
Byssuóð verður sýnd kl. 21 og
23:15 annað kvöld og kl. 15 á
laugardaginn.
LG
Miðvikudagur 21. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7