Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 1
Miðvikudagur 14. mars 1990 50. tölublað 55. árgangur Stóriðja Samningum lokiö í haust Yfirlýsing um ásetning um að Ijúka samningagerð um nýtt álver hér á landi undirrituð ígœr. Alumax orðiðformlegur þátttakandi íAtlantal- samstarfinu. Staðarval ákveðið fyrir maílok Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra og fulltrúar Atlantal- hópsins sem svo er nefndur undir- rituðu í gær yfírlýsingu um þann ásetning sinn að ganga frá samn- ingum um byggingu nýs álvers hér á iandi fyrir 20. september í haust. Álverinu hefur enn ekki verið fundinn staður en ganga á frá samningum um það fyrir maí- lok í vor. í yfirlýsingunni sem undirrituð var í Rúgbrauðsgerðinni í gær staðfestir iðnaðarráðherra þá stefnu íslenskra stjórnvalda að auka nýtingu innlendra orku- linda með frekari álframleiðslu og forstjórar álfyrirtækjanna þriggja, Alumax hins banda- ríska, Granges hins sænska og Hoogovens hins hollenska, stað- festa áhuga sinn á því að byggja álver á íslandi. Yfirlýsingin er eins konar stundaskrá yfir þá samningagerð sem nauðsynlegt er að ljúka áður en hægt er að hefja byggingu ál- versins. Samkvæmt henni er stefnt að því að taka ákvörðun um staðsetningu fyrir lok maí í vor og ljúka annarri samninga- gerð fyrir 20. september. Þar er um að ræða aðalsamning þar sem ma. verður fjallað um skattamál og úrlausn ágreiningsefna, orku- sölusamning við Landsvirkjun, lóðar- og hafnarsamning við við- komandi sveitarfélag, samkomu- lag um umhverfismál og sam- komulag milli fyrirtækjanna þriggja um eignarhald, rekstur og fjármögnun álversins. f því sam- bandi gefa fyrirtækin þrjú út yfir- lýsingu um að þau séu reiðubúin að eignast hlutabréf í álverinu í þessum hlutföllum: Alumax 30- 40%, Granges og Hoogovens 25- 35% hvort fyrirtæki. Gert er ráð fyrir byggingu ál- vers með 200.000 tonna fram- leiðslugetu á ári og er kostnaður Áður en yfirlýsingin var undirrituð áttu forsvarsmenn Atlantal-hópsins fund með iðnaðarráðherra og formönnum stjórnarflokkanna, frá vinstri: Júlíus Sólnes, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibals- son, Jón Sigurðsson, Steingrímur Hermannsson, Paul E. Drack aðalforstjóri Alumax, Per-Olot Aronson forstjóri Granges, Max Koker framkvæmdastjóri Hoogovens Aluminium og D. Evans aðstoðarforstjóri Alumax. Mynd: Kristinn. við byggingu þess talinn vera 55- 60 miljarðar króna. íslensk stjórnvöld munu reisa orkuver, væntanlegá í Fljótsdal og ein- hverjar viðbætur við aðrar virkj- anir og er kostnaður við þær framkvæmdir áætlaður 30-35 miljarðar króna. Álverið á að vera tilbúið til að hefja rekstur á árinu 1994. í yfirlýsingunni segir að iðnað- arráðherra muni leggja fyrir al- þingi frumvarp til heimildarlaga í október í því augnamiði að fá það samþykkt fyrir árslok. Sömu- leiðis munu fyrirtækin þrjú leggja væntanlegan samning fyrir stjórnir sínar fyrir árslok. Eftir undirritun yfirlýsingar- innar svöruðu ráðherra og for- svarsmenn fyrirtækjanna fyrir- spurnum blaðamanna þar kom fátt nýtt fram. Þeir vörðust allra fregna af ákvörðun um staðarval og forstjóri Alumax, Paul E. Drack, neitaði því að hans fyrir- tæki væri sérstaklega andvígt því að vera í nágrenni við Alusuisse í Straumsvík. Þeir sögðu að orku- verð yrði að vera samkeppnisfært við verð á alþjóðamarkaði og kváðust hafa trú á að svo yrði. Jón Sigurðsson sagði að þessi yfirlýsing væri mikilvægur áfangi sem skyti stoðum undir íslenskt atvinnulíf og þjóðarbúskap. f ljósi hennar myndi hann leggja fyrir vorþing frumvarp til heim- ildar til að hefja undirbúning vir- kjanaframkvæmda strax í sumar. -ÞH Reykjavíkurborg Ráðhúsið mosavaxið Ráðgert að grœða mosa á einn veggja ráðhússins. Tilraunir hafa tekist vel Veggur við einn aðalinnganga ráðhússins í Reykjavík verður að öllum líkindum þakinn mosa. Til- raunir hafa verið gerðar með að græða mosa á þar til gerðar plötur og hefur gengið vel að sögn. Gert er ráð fyrir að kostn- aður vegna þessa muni nema hundruðum þúsunda króna. „Okkur leist nú ekki of vel á þessa hugmynd upphaflega, en nú líst okkur vel á þetta. Tilraunir með þetta hafa gengið vel og þetta er óneitanlega mun fallegra en sá sjálfsprottni mosi sem sjá má á húsum í Vesturbænum," sagði Stefán Hermannsson, að- stoðarborgarverkfræðingur, í samtali við Þjóðviljann í gær. Veggurinn sem um er rætt snýr að Vonarstræti. Gert er ráð fyrir að vatn muni drjúpa í sífellu ofan af svonefndri millibyggingu og niður eftir veggnum mosavaxna. Fyrir framan vegginn á svo að út- búa litlar tjarnir. Vatnið af veggnum rennur í tjarnirnar og þaðan út í Tjörn. Hugmyndin um mosavegginn kom fram í tilboði um hönnun ráðhússins. Mosinn verður græddur á sérstaklega útbúnar einingar, þar sem hraungrjóti er raðað í steypuna. -gg Utanríkismál Jón Baldvin hittir Mandela Utanríkisráðherrafer til Svíþjóðar til að taka þátt ífundi norrœnna utanríkisráðherra með Nelson Mandela í kvöld Nelson Mandela leiðtogi mannréttindabaráttu blökku- manna í Suður-Afríku, sem nú er staddur í Svíþjóð, fór fram á að fá að hitta utanríkisráðherra Norðurlandanna. Sænska stjórn- in bauð því ráðherrunum til fundar með Mandela í sænska utanríkisráðuneytinu í kvöld klukkan 18:30. Mandela segist hafa beðið um fundinn til að fá tækifæri til að þakka Norðurlöndunum dyggan stuðning við baráttuna gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu hvítu minnihlutastjórnarinnar í Suður- Afríku. Hann kynnir fyrir ráð- herrunum ástandið í Suður- Afríku núna og hvernig Afríska þjóðarráðið, sem Mandela er í forsvari fyrir, hyggist haga bar- áttu sinni á næstunni. Búist er við að Mandela fari fram á áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við að þvinga suður-afrísku stjórnina til að ganga að kröfum um kynþátta- jafnrétti án þess að til blóðsút- hellinga komi. Jón Baldvin Hanníbalsson utanríkisráðherra segir að beiðni Mandela hafi ekki komið á óvart. Vonast hafi verið til að utanríkis- ráðherrar Norðurlandanna gætu hitt hann í tengslum við ráðherr- afundinn í Finnlandi í fyrri viku. Heimsókn Mandela til Svíþjóðar hafi hins vegar frestast svo að ekki hafi verið hægt að halda fund með honum fyrr en í dag. Utanríkisráðherrarnir nota líka tækifærið til að ræða einnig sín í milli um afstöðu Norður- landanna sjálfstæðisyfirlýsingar Litháens og um samskipti EFTA og Evrópubandalagsins. Svíar hafa tekið mjög vel á móti Mandela. Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar hefur lofað að Svíar slaki í engu á efna- hagslegum refsiaðgerðum sínum gegn Suður-Afríku fyrr en boðað verði til frjálsra kosninga þar sem allir íbúar landsins fái jafnan rétt. Mandela hitti Oliver Tambo forseta Afríska þjóðarráðsins í fyrsta skipti í 27 ár á mánudag. Tambo hefur legið á sænsku sjúkrahúsi frá því að hann fékk heilablóðfall í fyrra. Mandela ávarpaði sænska þingið í gær og sagðist hlakka til þess dags að hann gæti ávarpað lýðræðislegt þing í Suður-Afríku. Hann lýsti draumi sínum um framtíð Suður-Afríku sem sam- einaðs og lýðræðislegs ríkis þar sem karlar og konur og allir kyn- þættir lifðu saman í bræðralagi. -rb

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.