Þjóðviljinn - 14.03.1990, Síða 10
VIÐ BENDUM Á
Útlaginn
Sjónvarpið kl. 21.15
íslenskar kvikmyndir eru ekki
ýkja algengar á sjónvarpsskjám
landsmanna, en bregður þó fyrir.
Sjónvarpið sýnir í kvöld kvik-
mynd Agústs Guðmundssonar
um útlagann Gísla Súrsson.
Myndin er frá 1984 og fékk mjög
góða dóma á sínum tíma. Arnar
Jónsson leikur útlagann, en auk
hans fara Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og
Helgi Skúlason með viðamikil
hlutverk.
Furðuleg
fyrirbæri
Rás 1 kl. 16.20
Snjómaðurinn ógurlegi leggur
undir sig Barnaútvarpið í dag.
Hann er talinn búa hátt uppi í
Himalayafjöllum, heima-
mönnum til mikillar hrellingar.
Reglulega kemur fram fólk sem
telur sig hafa séð þessa ógurlegu
skepnu, aðrir segjast hafa séð
spor eftir hana.
Bryndís
og Jón
Sjónvarpið kl. 20.35
Áður en myndin um þau
vestfirsku hjón Gísla Súrsson og
Auði Vésteinsdóttur kemur á
skjáinn, ætlar Ólína Þorvarðar-
dóttir að ræða við önnur hjón
sem komið hafa við sögu Vest-
fjarða, Jón Baldvin Hannibals-
son og Bryndísi Schram. Ólína
spjallar við þessi vel kynntu hjón
á léttu nótunum. Hún er hagvön
á heimili Jóns og Bryndísar á
Vesturgötunni, er gamall nem-
andi Jóns, skrifaði metsölubók
um Bryndísi og hefur nú verið
sterklega orðuð við framboð fyrir
jafnaðarmenn í höfuðborginni.
Uppruni
íslendinga
Rás 1 kl. 22.30
Rás eitt hleypir þáttaröð um ís-
lenska þjóðmenningu af stokk-
unum í kvöld. Pættirnir eru að
nokkru leyti byggðir á samnefnd-
um bókaflokki. I fyrstu tveimur
þáttunum verða spurningar um
uppruna íslendinga reifaðar og
greint frá rannsóknum og kenn-
ingum á því sviði. Síðan verður
fjallað um íslenska tungu,
munnmentir, bókmenntir, læsi
og bókagerð. Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir og Einar Kristjánsson
hafa umsjón með þáttunum.
Stórveldaslagu r
Stöð 2 kl. 20.35
Stöð tvö gerir stórveldaslagnum í
skák góð skil í kvöld og verður
með tvær útsendingar frá mótinu
í Faxafeni. Fyrst verður tíu mín-'
útna skot frá mótinu, en síðar um
kvöldið, klukkan 22.35, kemur
hálftímaþáttur þar sem greint
verður frá gangi mála.
DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS
SJÓNVARPIÐ
17.50 Töfraglugglnn Umsjón Árný Jó-
hannsdóttir.
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Poppkorn Umsjón Stefán Hilmars-
son.
19.20 Umboðsmaðurinn Fyrsti þáttur.
Nýr bandarískur gamanmyndaflokkur.
Ungur maður gerist óvænt umboðs-
maður sérviskulegra skemmtikrafta.
Aðalhlutverk Jón Cryer.
19.50 Bleiki pardusinn
20.00 Fréttir og veður
20.35 Gestagangur Viðmælendur Ólínu
að þessu sinni eru hjónin Bryndís
Schram og Jón Baldvin Hannibalsson.
Umsjón Ólína Þorvarðardóttir.
21.15 Utlaginn Islensk kvikmynd frá ár-
inu 1984. Leikstjóri Ágúst Guðmunds-
son. Myndin er byggð á Gísla sögu
Súrssonar. Aðalhlutverk Arnar Jóns-
son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Helgi
Skúlason og Tinna Gunnlaugsdóttir.
Myndin var frumsýnd í Sjónvarpinu
18.4. 1987.
23.00 Ellefufréttir.
STÖÐ 2
15.30 Góðir vinir Myndin byggir á sam-
nefndri metsölubók Louis Gould og
segir frá skrautlegum kringumstæöum
sem húsmóðir nokkur lendir í er eigin-
maður hennar er lagður inn á sjúkrahús.
Gamanmynd við allra hæfi.
17.05 Santa Barbara
17.50 Fimm félagar Spennandi mynda-
flokkur fyrir alla krakka.
18.15 Klementína Vinsæl teiknimynd
með íslensku tali.
18.40 í sviðsljósinu
19.19 Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir
og veður ásamt fréttatengdum innslög-
um.
20.30 Landslagið Gluggaást Flytjendur:
Helga Möller og Ivar Halldórsson.
20.35 Stórveldaslagur í skák.
20.45 Af bæ i borg Gamanmyndaflokkur
sem allir hafa skemmtun af.
21.15 Bílaþáttur Stöðvar2 Umsjón: Birg-
ir Þór Bragason.
21.55 Michael Aspel Það eru þau Tina
Turner, Rod Steiger og Nigei Havers
sem breski sjónvarpsmaðurinn Michael
Aspel spjallar við í kvöld en til gamans
má geta að þessi sami þáttur var sýndur
í Bretlandi fyrir viku.
22.35 Stórveldaslagur i skák
23.05 Sæluríkið Raunsæ mynd sem lýsir
baráttu Bandarikjamanna við landnema
en þeir fyrrnefndu vilja landnemana á
bak og burt. Kvikmyndatakan er einstök
sem og tímasetning myndarinnar en
hún á að gerast í Wyoming á nítjándu
öldinni. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson,
Christopher Walken, Sam Waterson,
Brad Dourif, Isabelle Huppert, Jeff Bri-
dges, John Hurt og Josep Cotton. Leik-
stjóri: Michael Cimino. Stranglega
bönnuð börnum. Lokasýning.
01.35 Dagskrárlok.
RÁS 1
FM,92,4/93,5
6.45 Veðurfregnlr. Bæn, séra Pálmi
Matthíasson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 i morgunsárið - Randver Þorláks-
son. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir
kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýs-
ingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00. Mörður Árnason talar um daglegt
mál laust fyrir kl. 8.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans
Múmínpabba" eftir Tove Jansson Lára
Magnúsardóttir les þýðingu Steinunnar
Briem (8). (Einnig útvarpað um kvöldið
kl. 20.00)
9.20 Morgunleikfimi með Halldóru
Björnsdóttur.
9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi
Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir.
10.00 Fréttir.
10.03 Neytendapunktar Hollráð til
kaupenda vöru og þjónustu og baráttan
við kerfið. Umsjón: Steinunn Harðar-
dóttir. (Einnig útvarpað kl. 15.45).
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Úr bókaskápnum Erna Indriða-
dóttir skyggnist í bókaskáp Stefáns
Sæmundssonar blaðamanns. (Frá Ak-
ureyri)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur Umsjón: Ingveldur G.
Ólafsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum
fréttum á miðnætti).
11.53 Á dagskrá Litið yfir dagskrá miðvik-
udagsins í Útvarpinu.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.15 Daglegt mál Endurtekinnþátturfrá
morgni sem Mörður Árnason flytur.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglýs-
ingar.
13.00 í dagsins önn - Að komast upp á
topp Umsjón: Bergljót Baldursdóttir.
13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk" eftir
Tryggva Emilsson Þórarinn Friðjónsson
les (16).
14.00 Fréttir.
14.03 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni
Marteinsson. (Endurtekinn aðfaranótt
mánudags kl. 5.01)
15.00 Fréttlr.
15.03 Samantekt um loðdýrarækt á ís-
landi Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir.
(Endurtekinn ' þáttur frá mánudags-
kvöldi).
15.45 Neytendapunktar Umsjón:
Steinunn Harðardóttir. (Endurtekinn
þáttur frá morgni).
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin
16.08 Þingfréttir
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið - Furðuleg fyrir-
bæri! Hlynur Örn Þórisson segir frá
„snjómanninum ógurlega". Umsjón:
Kristín Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Prokofijev og
Saint Saéns Skýþísk svíta oþ. 20 eftir
Sergei Prokofijev. Sinfóníuhljómsveitin í
Chicago leikur; Claudio Abbado stjórn-
ar. Fiðlukonsertnr. 3íh-moll, op. 61 eftir
Camille Saint-Saéns. Kyung-Wha
Chung leikur með Sinfóníuhljómsveit
Lundúna; Lawrence Foster stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend
málefni. (Einnig útvarpað að loknum
fréttum kl. 22.07).
18.10 Á vettvangl Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einn-
ig útvarpað í næturútvarpi kl. 4.40).
18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og
listir líðandi stundar.
20.00 Litll barnatíminn: „Eyjan hans
Múmínpabba" eftirTove Jansson Lára
Magnúsardóttir les þýðingu Steinunnar
Briem (8). (Endurtekinn frá morgni)
20.15 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörns-
son kynnir.
21.00 Að vistast á stofnun Umsjón: Guð-
rún Frímannsdóttir. (Endurtekinn þáttur
frá 13. febrúar).
21.30 íslenskir einsöngvarar Eiður Ág-
úst Gunnarsson syngur íslensk og er-
lend lög; Ólafur Vignir Albertsson leikur
með á píanó.
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend
málefni. (Endurtekinn frá sama degi).
22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.20 Lestur Passiusálma Ingólfur
Möller les 26. sálm.
22.30 íslensk þjóðmenning - Uppruni
fslendinga Fyrsti þáttur. Umsjón: Einar
Kristjánsson og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir. (Einnig útvarpað kl. 15.03 á
föstudag)
23.10 Nátthrafnaþing Málin rædd og
reifuð. Umsjón: Ævar Kjartansson.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur Umsjón: IngveldurG.
Ólafsdóttir. (Endurtekinn frá morgni).
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS 2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu,
inn i Ijósið Leifur Hauksson og Jón Ár-
sæll Þórðarson hefja daginn með hlust-
endum.
8.00 Morgunfréttir — Morgunútvarpið
heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir.
11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu
Harðardóttur.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir - Gagn og gaman
Jóhönnu Harðardóttur heldur áfram.
14.03 Brot úr degi Eva Ásrún Alberts-
dóttir.
16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Sig-
urður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson og Katrfn Baldursdóttir. -
Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. -
Stórmál dagsins á sjötta tímanum. -
Gæludýrainnskot Jóhönnu Harðardótt-
ur.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni
útsendingu, simi 91 - 68 60 90
19.00 Kvöldfréttir
19.32 Zikk-Zakk Umsjón: Sigrún Sigurð-
ardóttir og Sigríður Arnardóttir.
20.00 Iþróttarásin Fylgst með og sagðar
fréttir af íþróttaviðburðum hér á landi og
erlendis.
22.07 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn
Tiyggvadóttir rabbar við sjómenn og
leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl.
03.00 næstu nótt á nýrri vakt).
23.10 Fyrirmyndarfólk lítur inn í kvöld-
spjall.
00.10 j háttinn Ólafur Þórðarson leikur
miðnæturlög.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
01.00 Áfram ísland Islenskir tónlistar-
menn flytja dægurlög.
02.00 Fréttir.
02.05 Donovan Magnús Þór Jónsson
segir frá söngvaskáldinu og rekur sögu
þess. (Endurtekinn þátturfrá sunnudegi
á Rás 2).
03.00 Á frívaktinni Þóra Marteinsdóttir
kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn
þáttur frá mánudegi á Rás 1).
04.00 Fréttir.
04.05 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi mið-
vikudagsins.
04.30 yeðurfregnir.
04.40 Á vettvangi Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson og Bjarni Sigtryggsson.
(Endurtekinn þáttur frá deginum áður á
Rás 1).
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Ljúflingslög Svanhildur Jakobs-
dóttir kynnir. (Endurtekinn þáttur frá
föstudegi á Rás 1).
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
06.01 Á þjóðlegum nótum Þjóðlög og
vísnasöngur frá öilum heimshornum.
BYLGJAN
FM 98,9
STJARNAN
FM 102
ÚTRÁS
FM 104,8
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9
Passið
ykkur á
myrkrinu!
lUMFERÐAR
IRÁÐ
Gódar veíslur enda vel!
Eftireinn
-ei aki neinn
RÁÐ
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. mars 1990