Þjóðviljinn - 14.03.1990, Page 7
MENNING
FÍM-salurinn
Obsessions 2
Daniel Morgenstern: Flóknar myndir hafa
meira aðdráttarafl en einfaldar
Daniel Morgenstern: Ég vildi fást viö andlit manna, sem hefðu náð því að verða átrúnaðargoð.
Mynd - Kristinn.
- Kannski bera þessi verk ekki
vott um þráhyggju heldur svefn-
leysi, segir Daníel Morgenstern
um sýningu sína Obsessions 2
eða Þráhyggju 2. - Ég vinn oft
f ram undir morgun þegar ég er
að ná tökum á nýrri hugmynd.
Morgenstern er ísraelskur
hönnuður, sem starfar í Bretlandi
og sýnir þessa dagana í FÍM-
salnum fyrir milligöngu tímarits-
ins Mannlífs. Hann vakti
snemma athygli í heimalandi sínu
fyrir byltingarkennda og sér-
stæða hönnun og vann þar til
fjölda verðlauna áður en hann
fluttist til Bretlands. Morgen-
stern hefur nú verið búsettur í
Lundúnum í þrjú ár og er þegar
orðinn þekktur fyrir að fara allt
annað en hefðbundnar leiðir við
hönnun.
Obsessions 2 eru klippimyndir,
gerðar úr örsmáum pappírs-
bútum: Abstraktionir unnar úr
samanklipptum líkamsþrykkum,
þrykk á veggfóðursbúta, skreytt-
ir hjólkoppar og andlitsmyndir af
Lenín, Stalín, Maó og Karli
Marx. - Ég fæst aðallega við
þetta þrennt sem stendur, segir
Daníel.
- Pappírsbútarnir eru bara
tímabil og kannski byrjaði ég að
vinna með þá vegna þess að þegar
ég var unglingur gerði ég mikið af
því að vefa saman pappírsræmur
og þá sagði einhver að ég ætti
örugglega eftir að fara út í það að
klippa pappírinn niður í búta...
Mér fannst þetta vera einhvers
konar áskorun. En kannski sný
ég mér að hringum eða punktum
næst, eða fer að gera verk úr
flöskutöppum.
- Hugmyndin að því að nota
líkamsþrykk í listaverk er ekki ný
af nálinni en það er nokkuð sem
gefur óendanlega möguleika,
sérstaklega eftir að ég fór að hafa
mína eigin aðferð, sem mér finnst
gefa mér meira vald yfir efninu. í
stað þess að fá fólk til að mála sig
og leggjast síðan á pappírinn fæ
ég það til að mála þá hluta lík-
amans, sem ég vil fá á blað og legg
síðan blaðið ofan á fyrirmyndina.
- Þegar þrykkin eru orðin
nógu mörg fer ég síðan að leika
mér með þau. Ég sker þau niður í
smábúta og lími síðan saman tvö
eða fleiri, - það er mín aðferð við
að móta hlutina. Ég byrjaði á að
fást við fremur einföld form en
myndirnar hafa smám saman
orðið flóknari. Mér finnst eins og
flóknar myndir hafi mun meira
aðdráttarafl fyrir fólk, gefi því
meira á einhvern hátt því það
eyðir mun lengri tíma fyrir fram-
an abstrakt form en eitthvað, sem
er tiltölulega einfalt.
- Þegar ég fór að gera and-
litsmyndirnar vildi ég fást við
sterk andlit, andlit manna, sem
hefðu náð því að verða átrúnað-
argoð eða eins konar íkónar. Ég
reyni að ná fram þessari sterku
ímynd sem þeir hafa með því að
vinna myndirnar á þennan hátt.
Allir þessir pappírsbútar eru eins
og mólekúlin í mannslíkaman-
um, því öll erum við gerð úr
óendanlegum fjölda smárra ein-
inga, sem saman mynda heild.
- Hjóikopparnir eru dæmi um
hvernig ég fæ mínar hugmyndir.
Ég hef enga trú á þeirri aðferð að
fara og kaupa efni í stórum stfl til
að gera hlutina nákvæmlega eins
og þeir „eiga“ að vera, heldur
nota ég það sem ég finn. Ég leita
aldrei beinlínis að einhverju sem
ég gæti notað en ég hef hins vegar
lag á að sjá hvenær ég get notað
það sem ég finn, jafnvel þó að í
svipinn viti ég ekki hvað ég ætla
að gera með það.
- Dæmi um þetta er fyrsti
hjólkoppurinn, sem ég fann. Ég
hirti hann en hafði ekki hugmynd
um hvað ég ætlaði að gera við
hann og síðan fæddist hugmyndin
og ég fór að safna hjólkoppum.
Ég hef aldrei á ævi minni stolið
hjólkopp og þess vegna eru þetta
allt hjólkoppar úr plasti, en þá
finn ég í stórum stíl á götum
Lundúna. Þeir sem eru úr stáli
eru dýrari og þar af leiðandi betur
festir.
- Skreytingarnar eru form,
andlit og þrykk, en það skiptir
ekki öllu að fólk sjái einhverjar
myndir út úr þessu. Mín vegna
má líta á þetta sem abstrakt
skreytingar. Og þetta eru ekki
endilega einhver verk að stilla
upp, það má vel nota þessa hjólk-
oppa sem bakka.
Sýning Daniels Morgenstern
stendur til 27. mars og er opin
daglega kl. 14-18. LG
Tass
Franskir jassistar í heimsókn
Trio-Lockwood heldur tónleika á Borginni
Fransktjass-tríó, Trio Lockwood,
er komið til landsins fyrir milli-
göngu Alliance Francaise í
Reykjavík og mun leika á Hótel
Borg fimmtudags-, föstudags- og
laugardagskvöld. T ríóið skipa
þeir Francis Lockwood, sem
leikur á píanó, Gilles Naturel
bassaleikari og trommuleikarinn
Peter Gritz, sem allir teljast í
fremstu röð franskra jassista.
Francis er yngri bróðir Didiers
Lockwood, sem mun vera í röð
fremstu fiðluleikara jassins og
hafa þeir bræður spilað mikið
saman. Francis Lockwood stofn-
aði eigið tríó árið 1984 og byggir
nú á eigin orðstír bæði innan
Frakklands og utan; hefur haldið
á þriðja hundrað tónleika um
víða veröld og leikið inn á plötur
með Tony Williams, Niels Henn-
ing Öster Pedersen, John Etheri-
dge og fleirum.
Peter Gritz er ungverskur að
uppruna en hefur verið búsettur í
París frá 1980. Hann hefur leikið
með ýmsum tónlistarmönnum,
þar á meðal Steve Lacy, Didier
Lockwood og Kenny Wheeler.
Gilles Naturel hefur spilað reglu-
lega í jassklúbbum Parísar frá
1983 og meðal annars leikið með
Ray Briant, Joe Newman, Mic-
hel Legrand og Didier Lockwo-
od.
Trio-Lockwood er ekki fast-
skipað hljóðfæraleikurum en á
bassann leika yfirleitt Naturel
eða Jean-Marc Jafet og á tromm-
urnar Gritz eða Aldo Romano.
Þeir Lockwood, Naturel og Gritz
hafa tekið þátt í fjölda þekktra
jasshátíða, svo sem í Nice og Ant-
ibes og leika auk þess saman á
hljómplötunni Nostalgíu, sem
■Tríóið gaf út árið 1987.
Tríóið heldur tónleika á Hótel
Borg á fimmtudags- og föstu-
dagskvöld, en á laugardaginn
leika þeir í Skuggasal hótelsins
frá kl. 22. Bendir Alliance Fra-
ncaise á að megi taka mark á er-
lendum blaðadómum séu tón-
leikar tríósins viðburður sem
enginn jassunnandi ætti að láta
framhjá sér fara. LG
Miðvikudagur 14. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Art-Hún hópurinn
Skákin sem yrkisefni
Fimm listakonur sýna í húsakynnum T aflfélags
Reykjavíkur og Skáksambands íslands
Art-Hún hópurinn sýnir þessa
dagana skúlptúra, grafík og
myndir unnar með kolum, pastel
og olíu í nýjum húsakynnum
Taflfélags Reykjavíkurog Skák-
sambands íslands við Faxafen.
Sýningin var sett upp í tengsl-
um við Stórveldaslaginn og Bún-
aðarbankamótið nú í mars og er
hluti hennar tileinkaður skáklist-
inni. Meðal yrkisefna verkanna
eru form og fletir taflborðsins,
þær orrustur, sem þar fara fram,
og það andrúmsloft, sem gjarnan
skapast á mótum sem þessum og
er hluti verkanna unninn út frá
tildrögum, sem hafa orðið til á
skákmótum undanfarin ár.
I Art-Hún hópnum eru leir-
listarmennirnir Elínborg Guð-
mundsdóttir, Margrét Gunnars-
dóttir og Sigrún Gunnarsdóttir,
Erla B. Axelsdóttir listmálari og
Helga Ármanns grafíklistamað-
ur. Þær hafa allar vinnustofur að
Stangarhyl 7 í Reykjavík auk þess
sem þær reka þar Gallerí Art-
Hún, sem þær stofnuðu fyrir
rúmu ári. Með galleríinu vilja
listakonurnar gefa fólki tækifæri
til að kynnast listamanninum við
vinnu sína og hvetja þær fólk til
að líta inn.
LG
Kveðið f bjargi
fær viðurkenningu í Japan
Hljómdiskurinn Kveðið í
bjargi hefur verið valinn einn af
12 eftirtektarverðustu hljómdisk-
um norrænum í Japan árið 1989.
Á disknum syngur Hamrahlíð-
arkórinn verk eftir íslensk tón-
skáld undir stjórn Þorgerðar Ing-
ólfsdóttur og er hann gefinn út af
íslenskri tónverkamiðstöð. Valið
fór fram í tímaritinu Geijutsu í
Japan og var valið úr fjölda
hljómdiska frá þekktum norræn-
um útgáfufyrirtækjum svo sem
Finlandia, Bis og Caprice.