Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 5
VIÐHORF Verður Kópasker fyrst í röðinni? Ég rakst á í skjalaskáp skrif- stofu minnar mosagræna bók gefna út af áætlanadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Þetta var Byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu - Skýrsla og tillögudrög, eins og bókin er nefnd. I sama mund datt mér í hug að lesa betur frétt, sem birtist í helgarblaði „Dags“, þ.e. frá- sögn af neyðarfundi á Kópaskeri. Hvað er að gerast? Nú er hrein- lega talað um það fullum hálsi að nauðsynlegt sé að fækka byggð- um í landinu. í sparnaðarskyni og til að koma í veg fyrir að haldið sé uppi vonlausri búsetu, upp á náð Byggðastofnunar og þjóðarbús- ins í heild. Á frumbýlingsárum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, í ár- roða dagsbrúnarinnar, voru hug- myndaglaðir menn við stýrið í þeirri ágætu stofnun. Nú skyldi hugað að jaðarbyggðum líkt og gert var víða í nágrannalöndum. Ákveðið var að gera byggðaá- ætlun fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu, sem skyldi vera upphaf að stórri byggðaáætlun, er ná skyldi að Smjörvatnsheiði í suðri. Endurnýja skyldi hina fornu þinghá í Sunnudal sem eitt byggðaþróunarsvæði. Þessir draumar gufuðu upp, þar sem ekki var við það komandi að rugla reitum yfir kjördæma- mörk. Eftir stóð byggðaáætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu. Til verksins var fenginn Guðmundur Óskarsson, verkfræðingur, í apríl 1973. Hann vann þessa áætlun í samráði við heimamenn. Hann skilaði verki sínu á árinu 1974, en skýrslan var gefin út í mars 1975. í niðurlagi Byggðaþróunar- áætlunar fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu segir skýrsluhöfundurinn: „Áætlunin gerir ráð fyrir að flestir Norður-Þingeyingar fái vinnu heima fyrir við sitt hæfi og nýting mannafla verði því ekki minni en meðaltal landa- heildar. Með hliðsjón af breyttri atvinnuvegaskiptingu til hins betra ætti tekjubilið, miðað við landsheild, að hafa minnkað á tímabilinu... Takist verulega til í þessum efnum getur hæglega farið svo að tekjumismunur verði eng- inn í lok tímabilsins (1975- 1985) og jafnvel svo að Norður-Þingeyingar geti stát- að af almennt hærri meðal- tekjum en gerist á landinu.“ Forstöðumaður áætlana- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins segir svo í formála „skýrslunnar", en svo nefnir hann byggðaþróunaráætlun fyrir Norður-Þingeyj arsýslu: „Að svo komnu er þessi skýrsla aðeins gefin út til um- ræðu meðal lögmætra samráðs- og umsagnaraðila og til athugunar af hálfu Fram- kvæmdastofnunarríkisins. Til að undirstrika það er útgáfa þessi auðkennd sem skýrsla og tillögudrög. Að loknum umræðum, á vegum þessara aðila, mun skýrslan lögð fyrir stjórn stofnunarinnar til form- legrar afgreiðslu.“ Ekki er vitað til þessi að stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins hafi nokkurn tíma gert sérstakar ráðstafanir til að koma í fram- kvæmd markmiðum áætlunar- innar. Það var ljóst í upphafi að nauðsynlegt var að veita Norður- Þingeyingum leiðsögn, til að nálgast markmið áætlunarinnar m.a. vegna þess að ekki var sum- staðar til staðár nægileg tæknileg og rekstrarleg reynsla, til að vir- kja ný svið. Ekki skal dregin fjöður yfir það að veitt hefur verið fjármagn til nytsamra hluta til þessa svæð- is, sem annarra svæða, úr Byggöasjóði. Guðmundur Óskarsson, höf- undur skýrslunnar, bauð fram Áskell Einarsson skrifar aðstoð sína við Framkvæmda- stofnunina, en því boði var hafn- að. Ekki hefur verið fyrir hendi slík „fyrsta stigs aðstoð" í þeim stofnunum, sem fengist hafa við byggðastofnunum, sem fengist hafa við byggðaþróun hingað til. í þessum stofnunum hafa ekki verið tæknimenntaðir menn, sem gátu skoðað viðfangsefnin í réttri vídd, áður en kom til fram- kvæmdaáforma. Hafi hins vegar hallast á fjárhagslega m.a. vegna rangra úrræða og þekkingarleysis hafa þessar stofnanir haft á að skipa her vandamálafræðinga, sem aldrei hafa fengist við rekst- ur, með eigin hendi. Hér erum við komnir að grundvallarvanda opinberra að- gerða í byggðamálum. Það hefur ekki staðið á að básúna út vand- ann, án þess að benda á leiðir. Þetta er miður drengilegt kaffi- bollaspjall. Á tímabilinu frá 1973-1989 hef- ur íbúum Norður-Þingeyjarsýslu fækkað um 633 íbúa eða 30,1%. Það þarf að leita víða í landinu til að finna slíka fólksfækkun. Það þarf því ekki að undra þótt ein- hverjum detti í hug að ekki sé „púkkandi“ upp á slíkra byggðir. Menn spyrja og jafnvel þeir, sem lifa á byggðavandanum, að nú sé komið að því að létta byrðinni af þjóðarbúinu, með því að hætta að halda óarðbærum svæðum í byggð. Slík sjónarmið komu greini- lega fram í nýárshugvekju hásk- ólarektors í Bústaðakirkju á síð- asta nýársdag. Hann taldi byggðaaðgerðir svo frekar á þjóðarjötunni, að það héldi menntageiranum í svelti. Hann átti þau úrræði að hætta búsetu í jaðarbyggðum. íbúarþeirra gætu lifað á sölu veiðileyfa, eftir að fiskveiðum hefði verið kvóta- skipt á milli landshluta. Þetta taldi hann hagkvæmara fyrir þjóðarbúið, en að láta þetta fólk stunda atvinnu sína á kostnað skattþegnanna. Ekki þarf að efa að þetta eru hugsuð orð hjá þess- um ágæta háskólarektor. Hætt er við að þetta sé hugur margra og jafnvel almenn skoðun vissra hópa manna, sem sækja sitt í ríkisjötuna á þurru. Eitt sinn á ferðum mínum um Norðurland, í samstarfi við starfsmenn Framkvæmdastofn- unar ríkisins, var komið á Kóp- asker m.a. til að ræða hafnarmál. Einn hinna „sérfróðu“ datt það ráð í hug að flytja fólkið á Kópa- skeri í íbúðarblokk, sem þá var auglýst til sölu í nágrannasveitar- félagi Reykjavíkur. Þessi ágæti maður fékk þá „undirvísingu“ á Kópaskersfundinum, svo að hann var margs fróðari um að 200 hönnun mannvirkja. Að mestu þarf það starf að fara fram á vegum hlutaðeigandi eignar- og rekstraraðila en unnt er að veita þeim uppörv- un og aðstoð á grundvelli þess undirbúnings, sem áætlunar- starfið hefur falið í sér.“ Þetta eru góð orð sögð á þrosk- aárum byggðaþróunaraðgerða á íslandi, en eru nú grafin og gleymd. Umrædd áætlun var hugsjón- amál Gísla Guðmundssonar, al- „Fari þessi byggð í órœktaf mannavöldum myndast eyða í byggð. Á tímum frjálsra eignaskipta milli landa geta byggðir lentmeð ódýrum hætti í klóm útlend- inga. Þannig geturþjóðin misstgóða landkosti í hend- ur útlendinga, fyrir ein- skœran aulahátt og skammsýni “ íbúar Kópaskers legðu meira í þjóðarbúið, en ef þeir væru dag- launamenn og skrifstofuþjónar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta Kópaskersfundi voru enn færðar sönnur á að byggðin við Öxarfjörð hefði hlutverki að gegna. Hitt er jafnljóst að bið- lund Byggðastofnunar er að bresta, því að „kvoðan“ er tak- mörkuð og víða brenna eldar byggðaeyðingar, sem þarf að hefta. Pólitískar skottulækningar eiga sér takmörk. Handarbaka- vinnubrögðin, duga ekki lengur. Ráðamenn, Framkvæmdastofn- un og síðar Byggðastofnun hafa brugðist fyrirheitum. Þau hafa reynst mýrarljós í byggðum Norður-Þingeyinga, og þótt víðar sé leitað. í áður nefndum formála for- stöðumanns áætlunardeildar, með byggðaþróunarskýrslunni segir ennfremur: „Þarf að fullvinna áætlanir um rekstur, framkvæmdir og fjár- hag einstakra áformaðra ein- inga, ásamt tilheyrandi þingismanns, frá Hóli á Langa- nesi, sem treysti á opinberar byggðaaðgerðir og hlutfverk Framkvæmdastofnunar ríkisins. En hver er raunin? Á Kópaskeri var eitt traustasta kaupfélag landsins. Það var lífss- tarf þeirra feðga Björns Krist- jánssonar frá Víkingavatni og Þórhalls sonar hans. Nú heyrast fréttir um gjaldþrot þessa forystu kaupfélags. Eitt sinn átti ég, ásamt oddvit- um sveitanna við Öxarfjörð, við- tal við forstjóra Framkvæmda- stofnunar ríkisins, varðandi jarð- hitaleit í Öxarfirði. Ég hafði orð fyrir þeim og sagði að þar færu menn, sem sætu á gullkistu. Eftir á að hyggja er þetta ekki ofmælt. Það furðulega er að ekki fæst fé til nauðsynlegra rannsókna, fyrr en eftir dúk og disk og það með herkjum. Vitað er um lífrænt gas, sem gæti verið fyrirboði olíu í dýpri jarðlögum. Ekki er fé til þessa verkefnis, fyrr en einhvern tíma um síðir, ef til vill. Fari svo að þarna sé um auð að ræða getur Öxarfjörðurinn orðið ein auðug- asta byggð landsins. Á öllu svæð- inu frá Auðbjarnarstaðarbrekku og út í Núpasveit eru frábær skil- yrði til fiskiræktar og annarra nytja jarðhitans. Við Öxarfjörð og austur í Þist- ilfjörð eru ein bestu sauðfjár- ræktarsvæði landsins, þar er nægilegt beitarland. Með skynsamlegri landbúnaðarpóli- tík, þar sem landkostir til beitar verði látnir ráða um skiptingu framjleiðsluréttar í sauðfjárrækt, má skapa þarna skilyrði til sauðfjárbúskapar á fyrri vísu. Útgerð frá Kópaskeri verður að vera við hæfi, vegna erfiðra hafnarskilyrða og heimamiða. Hér verður að hjálpa fólki til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar varðandi endurhæfingu fyrir- tækja, sem miðist við skynsamleg skilyrði. Þetta er kjörið hlutverk iðnráðgjafa og Byggðastofnunar . á Akureyri. Við skulum varast að búa til byggðaeyður í landinu af manna- völdum. Vitað er um mikinn jarðhita í Öxarfirði og ókannaðir eru aðrir möguleikar. Fari þessi byggð í órækt af mannavöldum myndast eyða í byggð. Á tímum frjálsra eignarskipta milli landa geta byggðir lent með ódýrum hætti í klóm útlendinga. Þannig getur þjóðin misst góða landkosti í hendur útlendinga, fyrir ein- skæran aulahátt og skammsýni. Kassasjónarmið skammsýnna manna er ekki byggðastefna. Fjárhagsleg slys, vegna ónógs eigin fjár, eru ekki einsdæmi á Kópaskeri eða óvænt óhöpp, vegna mannlegra mistaka. Þetta gerist víða í landinu og þykir at- hugavert. Þeir tímar eru nær en margan grunar, að fiskiræktin blómstri á ný. Það væri þjóðhættuleg skammsýni að deyða framtak í þeim byggðum, sem búa yfir miklum guðsgjöfum á sviði land- kosta. Það koma tímar, þegar enginn vill kannast við að hafa kveðið ragnarök yfir byggðum Norður- Þingeyjarsýslu. Hver byggð á tvenna tíma. Askcll Einarsson er framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga með aðsetur á Akureyri. ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5 Adsitjauppi meðbmð- gáfaða eiginkonu Eins og kunnugt er búa sumar konur við ýmisleg forréttindi sem karlar láta sig ekki dreyma um. Meðal þess sem blasir við í þeim efnum er að þær hinar sömu vita miklu betur hvað karlar hugsa, hverjar eru langanir þeirra og þrár en karlar sjálfir. Þetta eru auðvitað forréttindi sem munar um, ekki síst vegna þess að um leið vita þær einar um hugsanir og þrár sjálfra sín og hafa þannig yfirburða þekkingu á hugmynda- og tilfinningasviði beggja kynja. Með þessa vitneskju í farteskinu hafa greindar og duglegar konur tekið sér fyrir hendur að ráða ferðinni í umræðum um jafnrétti kynjanna en karlar oftast þagað þunnu hljóði af ræfildómi þeirra sem vita upp á sig skömmina. Nýlega kallaði tímaritið Heimsmynd þrjár snjallar konur á sinn vettvang til að fara vel völdum orðum um það hugðar- efni sem samskipti kynjanna er flestu fólki. Tímaritið valdi sér ekki viðmælendur af verri endan- um, allar hafa konurnar náð eftir- tektarverðum árangri í starfi, ein er meðal virtustu sagnfræðinga samtímans og tvær listamenn á leiklistar- og bókmenntasviði. Það er því að vonum að gamalt karlrembusvín á borð við Þránd taki eftir þegar svo ágætir fulltrú- ar þeirra sem djúpstæða þekk- ingu hafa á mannlífinu kveðja sér hljóðs. Um mál af þessu tagi er auðvit- að réttast að haga orðum sínum af gætni. Karlkynið hefur jú allar ávirðingar heimsins á samvisk- unni, og ekki væri það gott til afspurnar fyrir Þránd ef hann bættist nú í hóp þeirra sem vilja hafa vit fyrir konum. Aftur á móti má kallast áhættulítið að gera fá- tæklegar athugasemdir við þann þankagang sem fram kemur í um- mælum tveggja þessara kvenna, og virðist vera ein af staðreynd- um mannlegs eðlis, eftir því sem ráða má af orðum þeirra. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur kemst meðal annars svo að orði: „Þegar maður eignast barn með karlmanni og vill að það gangi upp er nauðsynlegt að kunna að fela styrk sinn, enda sér maður konuna oft týna sínum persónuleika í upphafi hjóna- bands. En smátt og smátt eftir því sem bandið styrkist fer persónu- leiki hennar að koma í ljós og jafnframt á sér stað eitthvert upp- eldi á karlinum þannig að hann verður fær um að taka því. Hjónabandið er orðið sterkt og raunverulega gott þegar konan fær að vera með sinn fullmótaða persónuleika. En það útheimtir tíma og kænsku. Konur verða að lúmskast til að láta karlinum finn- ast að hann ráði og margar konur leika að þær séu heimskar til að ganga í augun á körlunum. Enda vegnar okkur betur ef við kunn- um að fela gáfurnar.“ Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur tekur undir og segir um sigurvegarana í keppninni um hylli karla: „Það eru þær sem gefa sig út fyrir að vera undirgefnar, hjálparvana og pínulítið heimskar sem eiga mesta möguleika í samkeppninni um athygli og ást karlmanna í flestum tilfellum, það er óbreytt.“ Þegar Þrándur sér svona texta í blöðum sem vilja láta taka mark á sér, hafðan eftir fólki sem ekki er ástæða til að væna um alvöru- leysi, þá hugsar hann með sér: Mikið líður nú karlkyninu vel, með svo þægilega einfalt sálarlíf sem kvenkyns hlutinn þekkir út og inn, og ekkert kemur á óvart. Þannig telur sagnfræðingurinn að þá því aðeins verði „karlinrí' ánægður með tilveruna að kon- unni hans takist að lúmskast aft- an að honum, og leika sig nógu heimska til að hann finni til þess valds sem hann á að hafa þörf fyrir. Væntanlega verður karl þessi því lukkulegri með tilver- una sem konan hans er lúmskari, og leiknari í að dylja gáfur sínar. Samband hjóna verður traustara þegar konan hefur nógu lengi far- ið svona aftan að þeim einfeldn- ingi sem hún er gift og hann því hlotið „eitthvert uppeldi" sem gerir hann færan um að taka þeim breytingum sem verða á kon- unni. Liggur enda í augum uppi að karl hefur óumbreytanlegan persónuleika en „hlýtur uppeldi“ sem gerir hann færan um að þola „fullmótaðan persónuleika“ eiginkonunnar. Þar að auki hlýtur hver maður að skilja að allir karlar eru eins í þessu tilliti og þess vegna eðlilegt að tala um „karlinn“ í eintölu. Einhverra hluta vegna lúmsk- ast spurning um hugskot Þrándar af þessu tilefni: Eru þeir karl- menn þá ógæfusamastir sem sitja uppi með hreinskilna, sjálfbjarga og bráðgáfaða eiginkonu, með munninn fyrir neðan nefið, en hamingjan fólgin í því að velja sér lúmska, ósjálfbjarga og helst af öllu heimska spúsu að lífsförunaut? - Þrándur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.