Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 11
LESANDI VIKUNM
Hvað ertu að gera núna?
Nú verð ég að viðurkenna að
ég er í standandi vandræðum.
Pað er orðið svo erfitt að komast í
Þjóðviljann án þess að nokkur
viti af, og nú þegar nágranni minn
á efri hæðinni er enn þar en ég
fluttur í nýja raðhúsið mitt kemst
ég ekki í blaðið lengur og veit
eiginlega ekki hvernig ég á að
fara að. Að vísu frétti ég af því að
framtakssami maðurinn í fjár-
málaráðuneytinu hefði fengið
samþykkt að ríkið keypti 750 ein-
tök af hverju dagblaði og dreifði,
og þá er hugsanlegt að hann komi
líka á minn vinnustað ef ég er
heppinn, eða þá að ég hreinlega
kaupi hann sjálfur og fólk haldi
að ég geri það stöðu minnar
vegna en ekki áhugans.
Hvað varstu að gera fyrir 10
árum?
Fyndið að þú skulir spyrja. Það
var þá sem ég velti því alvarlega
fyrir mér að koma úr skápnum og
gerast áskrifandi að blaðinu. En
hugrekkið lét á sér standa, og ég
held að fyrst ég lét ekki slag
standa þarna um vorið þá verði
aldrei úr þessu.
I DAG
Minnisvarði
óþekk(t)a lesandans
Hvað gerirðu helst í frístund-
um?
Eftir að ég varð að hætta að
liggja í stigaganginum og lesa
blað nágrannans tók það tals-
verðan tíma að finna mér
eitthvað í staðinn. Salvar vinnu-
félagi minn benti mér á að kaupa
áskriftarkort að sýningum Þjóð-
leikhússins, og glotti ógurlega
þegar í ljós kom að því var lokað
stuttu seinna.
Segðu mér frá bókinni sem þú
ert að lesa núna.
Mín káta angist eftir hann
þarna ég man ekki hvers son.
Hvað lestu heist í rúminu á
kvöldin?
Ég á gamalt eintak af Nýju
Helgarblaði Þjóðviljans sem ég
reyni alltaf að glugga í áður en
konan er búin að leggja börnin og
kemur upp í.
Hver er uppáhaldsbarnabókin
þín?
Hún er eftir Óskar Guðmunds-
son og heitir Alþýðubandalagið,
átakasaga.
Hvers minnistu helst úr Bib-
líunni?
Þú skalt ekki girnast dagblað
náunga þíns.
Segðu mér af ferðum þínum í
leik- og kvikmyndahús í vetur.
Þjóðleikhúsið var sem sagt
búið að loka þegar ég áttaði mig,
en ég ætla á Stefnumót í Iðnó
þegar þar að kemur. Skrítið að
þeir skuli vera komnir þangað
eftir að Leikfélagið var búið að
vera þar í áratugi. En þeir Þjóð-
leikhúsmenn ætla máske að
reyna til fulls að feta í fótspor
Leikfélagsfólksins, a.m.k. finnst
mér lyktin af þessum breytingum
á leikhúsinu sú, að fyrst að þau
fengu nýtt leikhús þá getum við
a.m.k. fengið breytt leikhús. Og
líklega vonast þeir til þess að
eitthvað af andagiftinni hafi orð-
ið eftir við Tjörnina. Ég hef sama
sem ekkert farið í kvikmyndahús.
Þó vil ég nefna þessa sýningu sem
okkur var boðið upp á vestur á
Sögu í síðustu viku, og það sver
ég að ég hef ekki séð svona mynd
áður, a.m.k. ekki á þessu ári og
örugglega ekki síðan í karlapartí-
inu hjá honum Nonna í fyrra-
sumar.
Lestu gagnrýni um t.d. bækur
og leiklist í blöðum, og hvaða
áhrif flnnst þér hún hafa á þitt
eigið álit?
Ég les ekki bók, fer ekki á bíó,
leikhús eða í Óperuna án þess að
athuga fyrst hvað gagnrýnendur
hafa um verkið að segja. Þetta er
allt saman vel menntað fólk í sínu
fagi og í alla staði hægt að treysta
dómgreind þess.
Fylgistu með einhverjum
ákveðnum dagskrárliðum í út-
varpi og sjónvarpi?
Maður í minni stöðu verður
auðvitað að taka púlsinn á þjóð-
inni. Það geri ég með því að
hlusta á þjóðarsálina og horfa á
Santa Barbara.
Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
Já.
Ertu ánægður með frammi-
stöðu hans?
Já.
Eru til hugrakkir stjórnmála-
menn og konur?
Einn og einn.
Viltu nafngreina þá?
Þessi með derhúfuna sem flutti
kveðjuræðuna góðu suður á Velli
í fyrra er hugrakkur. Synd að
hann skuli hafa flutt vestur um
haf. Var hann ekki 9. þingmaður
Reykj aneskj ördæmis?
Er landið okkar varið land eða
hernumið?
Við erum ekki beint hernumin,
en alveg frá okkur numin. Sjáðu
bara launin hjá íslenska aðal-
verktakanum.
Eiga hugtökin hægri-vinstri
rétt á sér í (íslenskum) stjórnmál-
um í dag?
Nei, það finnst mér ekki. En út
og suður væri nærri lagi.
Miklar breytingar eiga sér nú
stað austantjalds, hverjar gætu
breytingarnar orðið til hins betra
hér vestra?
Nú lítur út fyrir að sterk öfl séu
á móti því að sameinað Þý-
skaland verði í Nató, og þá væri
góður leikur hjá okkur að segja
okkur úr Nató. Þó ekki væri
nema til þess að sanna að Mogg-
inn hefur alla tíð haft rétt fyrir sér
og að þá kæmi Rússinn eins og
skot.
Hvaða eiginleika þinn viltu
helst vera laus við?
Hógværð.
Hvaða eiginleika þinn finnst
þér skrítnast að aðrir kunni ekki
að meta?
Dagblaðasmekk minn.
Hver er uppáhaldsfiskurinn
þinn?
Hafliða-fiskur.
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
Á Miðnesheiði, það væri gam-
an ef hver sem er mætti vera þar.
Hvernig Finnst þér þægilegast
að ferðast?
í ráðherrabíl.
Hvert langar þig helst til að
ferðast?
Mig langar til að fara til Parísar
og verða sendiherra.
Hvaða bresti landans áttu erf-
iðast með að þola?
Hvað íslenska skólakerfinu
hefur gengið illa að kenna börn-
unum okkar að telja. Sjáðu til
dæmis þessa kóna á Stöð 2. Þarna
situr einn þeirra um daginn og er
með yfirlýsingar um hvað það eru
fáir sem kaupa blaðið þitt. í
fyrsta lagi eru mun fleiri sem
kaupa það en hann sagði, og í
öðru lagi verðum við að gera okk-
ur grein fyrir því að það eru marg-
ir sem lesa blaðið í felum eins og
ég; ég veit dæmi þess að fólk
dregur blaðið upp úr póstkassa
nágrannans og hefur jafnvel
klemmt sig illa fyrir vikið.
En hvaða kosti íslendinga
metur þú mest?
Hvað þeir eru fljótir að
gleyma. Fylgstu með kosningun-
um í vor; hvað sem öllu barnahei-
milisleysi líður og aðbúnaði elli-
lífeyrisþega í Reykjavík þá fáum
við sömu áreiðanlegu borgar-
stjórnina aftur, og sömu sögu
verður eflaust að segja af kosn-
ingum til alþingis að ári.
Hverju vildir þú breyta í ís-
lensku þjóðfélagi?
Hækka laun alþingismanna,
maður er orðinn svo leiður á puls-
um og svipuðu fæði. Nú, það væri
ekki úr vegi að fjölga alþingis-
mönnum líka, svo fleiri kæmust
að í einu. Svo ætti að skipta hópn-
um í tvennt, þannig að helmin-
gurinn væri á þingi frá janúar og
út júní, og hinn helmingurinn frá
júlí og til áramóta. Þá hefði mað-
ur hálft árið til að safna kröftum,
nefndum og atkvæðum. Sumir
okkar eru ekki nema í svona 4-5
nefndum og það er ekkert upp úr
því að hafa.
Hvaða spurningu hef ég
gleymt?
Spurðu mig hvað ég vildi gera í
alnæmisvörnum.
Hvað vilt þú taka til bragðs i
alnæmisvörnum?
f fyrsta lagi mvndi ég láta mót-
efnaprófa alla Islendinga svona
einu sinni á ári. Allir þeir sem
væru með mótefni í blóðinu væru
svo látnir búa á sama stað, og þá
væri einhver af eyjunum á
Breiðafirði alveg upplögð, hún
^æri ekki í eyði á meðan. Vita-
skuld væri blátt bann við því að
fara í land, og til öryggis léti ég
tattúera númer á þá smituðu, en
auðvitað á lítið áberandi stað svo
þetta ylli þeim ekki óþægindum.
Víkingasveitin gæti haft yfirum-
sjón með eftirliti þar og haft Kan-
anninnan handarsvo ekkertfæri
úrskeiðis. Þarna væri svo tilvalið
að korna á fót smokkaverksmiðju
til að verja landann. Guðrún
þlÓÐVIUINN
fyrir 50 árum
Sovétríkin og Finnland hafa sam-
ið frið. Friðurinn er stórkostlegur
ósigur fyrir afturhaldsstjórnir
Bretlands og Frakklands. Hern-
aðaraðgerðum hætt í gær. I Sov-
étríkjunum er talið að með samn-
ingunum hafi öryggi Leningrad
verið tryggt og afstýrt að Finn-
land verði notað sem árásarvett-
vangurgegn Sovétríkjunum.
14. mars
miðvikudagur. 73. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.51 -
sólarlagkl. 19.25.
Viðburðir
Karl Marx látinn árið 1883.
Verkakvennafélagið Framtíðin
stofnað á Eskifirði árið 1918.
Nóvudeilan á Akureyri hefst árið
1933.
DAGBOK
APÓTEK
Roykjavlk: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna 9. til 15. mars er í
Apóteki Austurbæj-
ar og Breiðholts Apóteki.
Fyrmofnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22 til 9
(til 10 f rídaga). Siðarnef nda apótekið er
opið á kvöldin 18 til 22 virk daga og á
laugardögum 9 til 22 samhliða hinu tyrr-
nefnda.
LOGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur sími 4 12 00
Seltjarnarnes sími 1 84 55
Hafnarfjörður sími 5 11 66
Garðabær sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavik sími 1 11 00
Kópavogur sími 1 11 00
Seltjarnarnes sími 1 11 00
Hafnarfjörður sími 5 11 00
Garðabær sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt tyrir Reykjavík, Soltjarn-
arnes, og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17
til kl. 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiönir, síma-
ráðleggingar og timapantanir í síma
21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja-
þjónustu eru gefnar í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vaktvirka daga frá kl.
8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans. Landspítal-
inn: Göngudeildin eropin kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspítalans eropin all-
an sólarhringinn sími 696600.
Hafnarf jörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sfmi 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt
sími65666, upplýsingar um vaktlækna
sími51100.
Akureyri: Dagvakt kl 8 til 17 á Lækna-
miöstöðinni sími: 23222, hjá slökkvilið-
inu sími 22222. hjá Akureyrar Apóteki
sfmi 22445. Farsími vaktlæknis 985-
23221.
Keflavfk: Dagvakt. Uppjýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna
sími 1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar. Landspítalinn: Alla
daga 15 til 16 og 19 til 20. Borgarspftal-
Inn: Virka daga 18:30 til 19:30, um helg-
ar 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæð-
ingardeild Landspítalans: 15 til 16.
Feðratími 19.30 til 20.30. Öldrunar-
lækningadeild Landspitalans Hátúni 10
B. Alla daga 14 til 20 og eftirsamkomu
lagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka
daga 16til 19, helgar 14 til 19.30.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstig
opin alla daga 15 til 16 og 18.30 til 19.30.
Landakotsspitali: Alla daga 15 til 16 og
18.30 til 19. Barndeild:Heimsóknirann-
arraenforeldrakl. 16 til 17 daglega.
St.Jósefsspítali Hafnarfiröi: Alladaga
15 til 16 og 19 til 19.30. Kleppsspítal-
inn: Alladaga 15 til 16og 18.30 til 19.
Vestmannaeyjum: Alla virka daga 15 til
16 og 19 til 19.30. Sjúkrahús Akra-
ness: Alla daga 15.30 til 16 og 19til
19.30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga
15 til 16 og 19.30 til 20.
YMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35. Sími: 622266,
opið allan sólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræði-
legum efnum. Sími: 687075.
MS-félagið, Alandi 13. Opið virka daga
frá kl. 8 til 17. Síminn er 688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vest-
urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga 13.30 til 15.30 og kl. 20til
22, simi 21500, simsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra, sem orðiö
hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, sím-
svari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beint samband við lækni/hjúlrunarfræð-
ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf, simi
21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða
orðiðfyrirnauðgun.
Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga-
og ráðgjafarsima félags lesbíaog
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum
tímum. Síminn er 91 -28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: sími:
27311. Raf magnsveita bilanavakt simi:
686230.
Rafveita Hafnarf jarðar: Bilanavakt,
sími: 652936.
Vlnnuhópur um sifjaspellamál. Simi
21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, erveittísíma 11012 millikl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús“ krabbameinssjúklinga
Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla
krabbameinssjúklinga og aöstandendur
þeirra á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúkaog aðstandendur þeirra. Hringið í
síma 91 -2240 alla virka daga.
GENGIÐ
12. mars 1990 Bandarikjadollar ... 61,48000 ... 98,80800
Kanadadollar ... 52,04700
Dönsk króna 9,39700
Norsk króna 9,30950
Sænsk króna 9,94180
Finnskt mark .... 15,24610
Franskur franki .... 10,65700
Belgískur franki 1,73260
Svissneskur franki .... 40,64120
Hollenskt gyllini .... 32,00670
Vesturþýskt mark .... 36,03650
Itölsk líra 0,04878
Austurriskur sch 5,12100
Portúg. escudo 0,40780
Spánskur peseti 0,56060
Japanskt jen 0,40449
(rskt pund .... 95,80100
KROSSGATA
b=
7
HBHs
_ _ m _
zizíSzí:
zbr1 n Uz
Lárétt: 1 órólega 4 sæti 6
haf 7 band 9 getulaus 12
kroppa 14 tind 15 varúð 16
sytra 19 leðja 20 nudda21
mælir
Lóðrétt: 2 harmur 3 hljóða
4kona5lem7refur8
ásjóna 10 fríðir 11 úldnar
13vot17trylla18eira
Lausn á siðustu
krossgátu
Lárétt: 1 ofsa4sult6rák7
síst 9 okar 12 kasta 14 nía
15 náð 16 kappi 19 líku 20
ólag21 troll
Lóðrétt: 2 frí 3 arta 4 skot 5
lóa 7 söngla 8 skakkt 10
kanill 11 ráðugi 13 sóp 17
aur 18 pól
Miðvikudagur 14. mars 1990 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11