Þjóðviljinn - 14.03.1990, Síða 9
MENNING
Týnda teskeiðin
í Keflavík
Föstudaginn 9. mars 1990
frumsýndi Leikfélag Keflavíkur
leikritið Týndu teskeiðina eftir
Kjartan Ragnarsson undir leik-
stjórn Halldórs Björnssonar.
Þetta leikrit Kjartans er af
þeirri gerð sem stundum er
kennd við svartan húmor, - þar
sem verið er að skemmta um hið
óskemmtilegasta efni. Á þessari
sýningu tókst leikendum mætavel
að koma þessari tvöfeldni verks-
ins til skila. Meðan á sviðinu urðu
til kátlegir árekstrar og flækjur
sem oft toguðu í brosið þá tókst
ágætlega að fá áhorfendur til þess
að hugleiða það hvernig mundi
umhorfs í eldhúsinu og þær hug-
leiðingar entust í drjúgan
skammt af gæsahúð. Jafnvel sá
vottur af hiki og óstyrk sem ævin-
lega er til staðar í áhugaleikhúsi,
og raunar víðar, hann nýttist
ágætlega til þess að auka á þann
óstyrk og þá spennu sem raun-
verulega átti heima í verkinu.
Týnda teskeiðin er ekki aðeins
svört kómedía það er líka kald-
hæðið verk um heimsmanninn
með falska hártoppinn, um bylt-
ingarmanninn sem breyttist í
þjófóttan bísnesmann við fyrsta
tækifæri, um það hvernig sá
smærri er stöðugt misnotaður og
fyrirlitinn af þeim stærri og að
lokum étinn.
Að öðrum leikendum ólöstuð-
um voru það þau Rakel Garðars-
dóttir og Hafsteinn Gíslason sem
sýndu eftirtektarverðustu
frammistöðuna. Hann kom ágæt-
lega til skila bæði ókvalráðri
græðgi og eigingirni Boga og á
hinn bóginn öryggisleysi hans og
hégómaskap en Rakel sýndi ein-
feldni og hrekkleysi Beggu með
miklum ágætum.
Hólmgeir Hólmgeirsson leikur
af miklum skörungsskap kjötiðn-
aðarmanninn sjálfan, sem greini-
lega lítur svo á að kjöt sé kjöt
hverju sem það klæðist.
Hólmgeir þyrfti þó að ráða bót á
þeim ágalla að honum hættir til
þess að verða óskýr í tali þegar
hæst hóar geðshræringin á svið-
inu.
Þær Guðný Kristjánsdóttir og
Súsanna Fróðadóttir skiluðu
hlutverkum eiginkvennanna með
sóma og Jóhanni Smára Sævars-
syni tókst að skapa svo hrút-
leiðinlega persónu að leikhús-
gestum létti stórlega þegar hann
var drepinn.
Undirrituðum þótti nokkuð á
skorta að hamskipti Rúnars úr
byltingarmanni í bísnesmann
væru nægilega gagnger. Fata-
skiptunum fylgdi tæpast sú per-
sónuleikabreyting sem ég hefði
viljað sjá. Sigrún Sævarsdóttir
Um virðisaukaskatt-
skylda vöru
Athygli framleiöenda, heildsala og annarra sem
selja virðisaukaskattskylda vöru til endurselj-
enda er vakin á því aö á sölunótu skal ávallt
koma fram einingarverð vöru án virðisauka-
skatts. Virðisaukaskattur af andvirði sölu skal
koma fram sem aðgreind upphæð á sölunótu.
Reykjavík, 13. mars 1990
Verðlagsstofnun
IP Forval
Uppsteypa bílageymsluhúss
við Lindargötu
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg-
ingadeildar borgarverkfræðings, auglýsir forval
verktaka vegna fyrirhugaðs útboðs á upp-
steypu bílageymsluhúss við fyrirhugaðar íbúðir
og þjónustumiðstöð aldraðra að Lindargötu 57-
61 og 64-66 í Reykjavík.
Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi
síðar en föstudaginn 23. mars 1990 kl. 16.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því
að eindagi launaskatts fyrir febrúar er 15. mars
n.k.
Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal
greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt
er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í
þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Hólmgeir Hólmgeirsson og Guðný Kristjánsdóttir í hlutverkum sínum.
var hinsvegar svo eðlileg og ár-
eynslulaus að hún hefði sem best
getað verið dóttir þeirra Agga og
Astu og alin upp á sviðinu í Fél-
agsbíói.
Leikfélaga Keflavíkur sýnir
það nú með hverju verkinu af
öðru að það hefur orðið alla
burði til þess að koma upp áhuga-
verðum sýningum. Fjöldi ungs
fólks hefur gengið til liðs við það
og þróttmikið starf skilar sér í æ
metnaðarfyllri sýningum.
Undirritaður óskar leikfé-
laginu til hamingju með þessa
þróun og vonar að á henni verði
engin uppstytta um leið og hann
hvetur bæjarbúa til þess að láta
ekki þessa sýningu fram hjá sér
fara- Á.Á.
Garðyrkjuskólinn
Endur-
menntunar-
námskeið
Garðyrkjuskóli ríkisins að
Reykjum í Ölfusi mun á næstu
vikum gangast fyrir endur-
menntunarnámskeiði í garð-
plöntuframleiðslu, undir nafn-
inu: ÁGRÆÐSLÁ? (fyrirlestur
og æfingar).
Tilgangurinn með námskeið-
inu er að kenna undirstöðuatriði
ágræðsluaðferðarinnar sem
fjölgunaraðferðar. Námskeiðið
er einkum ætlað þeim, sem ekki
hafa áður fengið æfingu í
ágræðslu í skólanum, fyrir 1985.
Námskeiðið hefst 20. mars
n.k., kl. 9.30, og verður svo alla
dagana sem það stendur yfir. í*á
verður fluttur fyrirlestur og síðan
kennd brýning hnífa. Æfingar
fara svo fram 27. mars. 3. apríl og
10. apríl en 17. apríl fer fram
„alvöruágræðsla". Æfð verður
ágræðsluaðferðin „bein
ágræðsla" og verður ýmiss konar
víðiefni notað við æfingarnar.
Alvöruágræðslan fer hinsvegar
fram á reyniviðargrunnstofna
með kvistum af ýmsum reyni-
viðarklónum eða -tegundum.
Kennari verður Ólafur Njálsson.
Ekki komast nema 10 manns á
námskeiðið. En fari svo að að-
sókn verði meiri en unnt er að
sinna þá verða tvö námskeið
haldin næsta vetur.
Upplýsingar um námskeiðið
og skráningu fer fram í síma 98-
34340. Framleiðnisjóður land-
búnaðarins tekur þátt í kostnaði
við námskeiðið fyrir garðyrkju-
bændur.
Fulltrúar í endurmenntunar-
nefnd fyrir garðplöntufram-
leiðslu eru þessir: Frá Félagi
garðplöntustöðva-eigenda:
Helga Ragna Pálsdóttir og Björn
Sigurbjörnsson. Frá Félagi garð-
yrkjumanna: Jón Arnarson og
Svanhvít Konráðsdóttir. Frá
Garðyrkjuskóla ríkisins: Ólafur
Njálsson. -mhg
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Hvammstanga
Félagsfundur
Alþýðubandalagið á Hvammstanga boðar
til félagsfundar fimmtudagskvöldið 15.
mars í Vertshúsinu kl. 20.30.
Ftagnar Arnalds alþingismaður mætir á
fundinn.
Stjórnin
Ragnar Arnalds
Alþýðubandalagið Sauðárkróki
Félagsfundur
Alþýðubandalgið á Sauðárkróki boðar til fólagsfundar laugardag-
inn 17. mars í Villa Nova kl. 16.00.
Ragnar Arnalds alþingismaður mætir á fundinn.
Stjórnin
Guðrún Ágústsdóttir
Sigurjón Pétursson
Laugardagsfundur ABR
Borgarmálastefna Alþýðubandalagsins
Hver er borgarmálastefna Alþýðubandalagsins? Hver á stefnan
að vera?
Málshefjendur verða borgarfulltrúarnir Guðrún Ágústsdóttir og
Sigurjón Pétursson.
Almennar umræður og fyrirspurnir eftir stuttan inngang málshefj-
enda. Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Alþýðubandalagið Akranesi
Aðalfundur Reinar
Aðalfundur Reinar verður haldinn laugardaginn 17. mars kl. 13.30
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Heitt á könnunni. Sýnum áhuga og mætum öll.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Kópavogi
Skrifstofa félagsins
verðurfyrstum sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga.
Félagar eindregið hvattir til að koma á skrif stofuna til að fá fréttir af
málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin.
Sími 41746. Stjómin
Borgarstjórnarkosningarnar
Ný staða
Félagsfundur verður haldinn í Tæknigarði við Dunhaga, miðviku-
daginn 14. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Ný staða í framboðsmálumf í Reykjavík.
Stjórnin
ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9