Þjóðviljinn - 14.03.1990, Blaðsíða 12
Einar Einarsson
á eftirlaunum:
Ég er alveg hlutlaus í þeim efnum
og mér er nokkuö sama hvar þaö
verður staösett, þó sjálfsagt væri
betra aö hafa það úti á landi.
Eiríkur Þór Magnússon
málari:
Já til þess að auka atvinnu og ég
vil hafa það úti á landi.
Jón Hallgrímsson
flugmaður:
Ég hef bara ekkert þælt í þessu.
Pétur Björnsson
sölumaður:
Já ég er það og vil náttúrlega
hafa það hér í Straumsvík.
Hafsteinn Björnson
á eftirlaunum:
Já ég er mjög hlynntur því og vil
hafa það í Hafnarfirði. Ég er sjálf-
ur gaflari.
SPURNINGIN
Ertu hlynntur byggingu
nýs álvers á Islandi?
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Bílar
Tímamót hjá Trabant
þjómnuiNN
liJlAwll/i r-r\/~irc 1OOD tAluHlnA KR Aronnm i
Miðvikudagur 14. mars 1990. 50. tölublað 55. árgangur
Volkswagen yfirtekur framleiðslu austurþýsku alþýðuvagnanna. 601
Trabant 601 í umferð á íslandi en innflutningi var hættfyrir tveimur úrum
Það var sagt um Trabantinn á
sfnum tíma að hann væri eini
bfllinn sem gæti sagt nafnið sitt.
Fleiri sögur spunnust um þennan
hræódýra bíl með tvígengisvél-
inni sem var með yflrbyggingu úr
trefjaplasti og gekk fyrir olíu-
blönduðu bensíni.
„Eru ekki alltaf sagðar sögur af
því sem nýtur vinsælda?" spurði
Helgi Ingvarsson framkvæmda-
stjóri Ingvars Helgasonar hf. sem
hefur flutt inn Trabant-bíla í rúm-
an aldarfjórðung. Þjóðviljinn
hitti þá bræður Helga og Júlíus
Vífil að máli í tilefni af því að nú
hefur verið ákveðið að vestur-
þýsku Volkswagen-verksmiðj-
urnar taki við framleiðslu Tra-
bants. Nú er ætlunin að bíllinn fái
hefðbundna bensínvél eins og
aðrir bílar.
„Trabantinn er hjartað í þessu
fyrirtæki,“ segja þeir bræður en
faðir þeirra kom fótunum undir
fyrirtækið með innflutningi Tra-
bants. „Við ókum ekki öðrum
bílum í tíu ár og fjölskyldan átti
heilan flota af Trabant. Ætli það
hafi ekki verið fluttir inn svona
6-7 þúsund bflar síðan þeir fyrstu
komu til landsins árið 1963. Nú er
skráðuróOl bíll af þessari tegund,
sem raunar heitir fullu nafni Tra-
bant 601.“
Trabantinn hefur aðeins einu
sinni breytt um útlit á þessum
tíma. Árið 1965 var útliti fólks-
bílsins breytt en skutbíllinn
breyttist tveimur árum síðar. „Og
það stendur ekkert til að breyta
því. Ný útgáfa með bensínvél sem
hefur verið sýnd opinberlega er
alveg eins og þessi gamli góði,“
segir Júlíus Vífill.
Sterkar
tilfinningar
Að sögn þeirra bræðra er ekki
til sú bíltegund sem fólk ber
sterkari tilfinningar til og skiptir
þá engu hvort átt er við eigendur
bflanna, fjölmiðlafólk eða al-
menning. „Það vakti alltaf áhuga
fjölmiðla ef eitthvað var að gerast
hjáokkurút af Trabantinum. Við
þurftum aldrei að auglýsa hann.
Við getum ekki gert okkur neina
von um viðlíka athygli út á aðrar
tegundir sem við flytjum inn.
Fyrir nokkrum árum átti Gunnar
Bjarnason hrossaræktarráðu-
nautur frumkvæði að stofnun fé-
lags Trabanteigenda sem hlaut
nafnið Skynsemin ræður og þetta
félag stóð fyrir hópakstri með til-
heyrandi lúðrablæstri á tuttugu
ára afmæli Trabantsins hér á
landi.“
En hvað olli þessum vinsæld-
um Trabantsins? Það var að sjálf-
sögðu verðið sem var langtum
lægra en á öðrum bílum. „Þegar
fyrstu bílarnir komu mátti fá tvo
Helgi Ingvarsson (tv.) og Júlíus Vífill Ingvarsson með gamlan Trabant á milli sín en hann er eign eins
starfsmanns Ingvars Helgasonar hf. Mynd: Jim Smart.
Frá hópakstri félagsins Skynsemin ræður árið 1983 þegar 20 ár voru liðin frá upphafi innflutnings á
Trabant-bílum. Bíllinn fremst til vinstri er með gamlalaginu sem breyttist árið 1965. Síðan hefur útlitinu ekki
Verið breytt.
slíka fyrir verð einnar
Volkswagen-bjöllu. Nú myndu
þeir sennilega kosta innan við 200
þúsund krónur sem er svona
fjórðungur af verði lítilla jap-
anskra bíla. En auk verðsins má
nefna að bilanatíðnin var minni
en í mörgum öðrum bílum frá
Austur-Evrópu og einnig var af-
greiðsla á varahlutum alltaf mjög
góð.“
Helgi rifjaði það upp að einu
sinni hefði verið gerð neytenda-
könnun á varahlutaverslunum og
þar hefði fyrirtæki þeirra komið
heldur illa út í sumum flokkum.
„Það stóð í könnuninni að við
ættum engar bensíndælur, enga
knastása, vatnskassa eða vatns-
dælur í Trabanta. Þess var hins
vegar hvergi getið að þessir hlutir
eru ekki notaðir í Trabant."
Innflutningi hætt
í næsta mánuði verða tvö ár
liðin síðan síðasti Trabant-bfll var
skráður inn í landið. „Það birtust
yfirlýsingar frá Bifreiðaeftirlitinu
í blöðum þess efnis að bfllinn væri
hættulegur öryggi bflstjóra og
farþega auk þess sem hann ylli
meiri mengun en hægt væri að
samþykkja. Raunar fengum við
það aldrei á hreint hvort við gæt-
um flutt inn fleiri bfla, en við
tókum ekki áhættuna á því að
flytja inn bfla og sitja svo uppi
með þá. Þess vegna var innflutn-
ingnum hætt.“
Þeir bræður gátu engu svarað
um það hvenær byrjað yrði að
flytja inn nýju bflana en þeir
koma á markað ytra seint á þessu
ári. Sú von skal sett fram hér að
Trabantinn muni áfram prýða
stræti þessa lands, þó hann hætti
að segja nafnið sitt.
-ÞH