Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 3
FRETTIR
Menntamálaráðuneytið
Valdinu dreift
um kerfið
Breytingar gerðar á skipulagi menntamála-
ráðuneytisins sem dreifa valdinu til skóla og
stofnana
Iframhaldi af úttekt ráðgjafar-
stofunnar Skipulags og stjórn-
unar á skipulagi og starfsháttum
menntamálaráðuneytisins, hefur
verið ákveðið að gera ýmsar
breytingar á skipulagi ráðuneyt-
isins sem meðal annars fela í sér
að ýmis starfsemi flyst úr ráðu-
neytinu til fræðsluskrifstofa í
byggðum landsins og til einstakra
skóla í menntakerfinu öllu.
Breytingarnar eiga að auka svig-
rúm ráðuneytisins til að sinna
stefnumörkunar- og þróunar-
hlutverki sínu að sögn mennta-
málaráðherra.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra kynnti breyting-
arnar á fundi með blaðamönnum
í gær. Sérstök almenn skrifstofa
hefur verið stofnuð innan ráðu-
neytisins sem á að sinna rekstri
ráðuneytisins sjálfs sem og sam-
eiginlegri þjónustu, svo sem
starfsmannahaldi ráðuneytisins,
gagnavinnslu, skjalavörslu og af-
greiðslu svo og lögfræðilegri
þjónustu.
Fræðslustjórum verður nú fal-
ið að sinna ráðningarmálum
grunnskólakennara og ýmsu því
sem lýtur að starfsmannahaldi
grunnskólanna og skólameistarar
framhaldskólanna fá svipuð
verkefni samkvæmt lögum sem
nýlega hafa verið sett. Háskóli fs-
lands fær einnig verkefni til sín
sem hingað til hafa verið í ráðu-
neytinu. En með lagabreytingu
sem menntamálaráðherra beitti
sér fyrir á sl. ári er valdsvið hans
þrengt varðandi skipun í stöður
lektors, dósents og prófessors-
stöður og valdið fært til háskólans
sjálfs og deilda hans.
Ný deild sem fjallar um full-
orðinsfræðslu hefur verið stofnuð
í menntamálaráðuneytinu og
verður hún undir stjórn Guðný-
jar Helgadóttur, sem undanfarin
8 ár hefur starfað hjá skrifstofu
ráðherranefndar Norðurlandar-
áðs í Kaupmannahöfn. Náms-
stjórar verða einnig ráðnir eftir
nýjum aðferðum, þar sem hluti
þeirra verður í framtíðinni ráðinn
til tímabundinna verkefna í stað
þess að vera allir ráðnir til 4 ára
eins og nú tíðkast.
Svavar Gestsson sagði þessar
breytingar allar ættu að skila
virkara ráðuneyti og skilvirkara
gagnvart þeim aðilum sem það
ætti að þjóna og svigrúm til
stefnumótunar og þróunarverk-
efna ykist.
-hmp
SFR
Elskulegur stjomarfundur
etta var afskaplega elsku-
legur fundur og okkur var
heitið þeim gögnum sem við báð-
um um, sagði Sigríður Kristins-
dóttir sjúkraliði eftir stjórnar-
fund í Starfsmannafélagi ríkis-
stofnana sem haldinn var í hádeg-
inu í gær. Sigríður fer fyrir mót-
framboði gegn tillögum meiri-
hluta uppstillinganefndar félags-
ins.
Þeir sem að mótframboðinu
standa fóru fram á það fyrir helgi
að fá í hendur svonefnda stofn-
anaskrá félagsins en hún er eins
konar kjörskrá fyrir stjórnarkjör-
ið sem fram fer í lok mánaðarins.
Einnig báðu þau um límmiðasett
með nöfnum og heimilisföngum
félagsmanna sem eru um 5.000
talsins. Kvörtuðu þau undan því
að beiðni þeirra hefði verið tekið
með semingi en á stjórnarfundin-
um í gær var málið útkljáð og allir
ánægðir.
Þeir sem að mótframboðinu
standa hyggjast opna skrifstofu á
Laugavegi 94, á lóðinni bak við
Stjörnubíó, í dag, þriðjudag.
Sagði Sigríður í samtali við blaðið
að kosningastarfið gengi vel og
væri fullt af fólki í vinnu.
Ekki er vitað hvar kosninga-
starf hins framboðsins fer fram en
Sigríður og stuðningsmenn mót-
framboðsins hafa haldið því fram
að það fari fram á skrifstofu Vita-
og hafnamálaskrifstofunnar þar
sem Tómas Sigurðsson varafor-
maður núverandi stjórnar starf-
ar.
-ÞH
Sjómenn
Afla sér verkfallsheimildar
Aformanna- og sambands-
stjórnarfundi Sjómannasam-
bandsins í gær var samþykkt ein-
róma að beina þeirri áskorun til
sambandsfélaga að þau afli sér
verkfallsheimildar.
Ekkert hefur miðað í samko-
mulagsátt í deilu sjómanna við
Leiöretting
í frétt um útgáfu Vöku-
Helgafells á Heimsljósi Halldórs
Laxness, sem birtist í Þjóðviljan-
um í gær, urðu þau mistök að
bókin var sögð kosta rúmar 12
þúsund krónur. Hið rétta er að
Heimsljós kostar út úr búð 1.286
krónur með virðisaukaskatti.
Eru hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
útgerðarmenn um gerð nýs kjar-
asamnings. Aðeins tveir sátta-
fundir hafa verið haldnir í
deilunni hjá Ríkissáttasemjara
og var hlé gert á þeim á meðan
beðið var eftir niðurstöðum fund-
arins hjá sjómönnum.
Samkvæmt áskorun fundarins
má búast við fundahöldum í fé-
lögum sjómanna um allt land þar
sem gengið verður úr skugga um
hvort þeir séu tilbúnir í verkfalls-
átök til að knýja útvegsmenn til
samninga. En um 42 félög sjó-
manna eiga aðild að Sjómanna-
sambandinu.
Jónas Haraldsson skrifstofu-
stjóri Landssambands íslenskra
útvegsmanna sagði áskorunina
vera lið í kjarabaráttu sjómanna
og lítið um hana að segja að öðru
leyti á þessu stigi málsins.
-grh
Með afnámi sóknarmarksins er talið að hlutur Eyjabáta rýrni um allt að 1800 þorskígildistonn að verðmæti
allt að 200 - 300 miljónir króna.
Óánægja í Eyjum með
afnám sóknarmaiteins
Með afnámi sóknarmarksins
mun fiskveiðikvóti Eyjaflot-
ans skerðast um allt að 1800
þorskígildistonn og á ársgrund-
velli er það metið allt að 200 - 300
miljónir króna. Mest mun þetta
bitna á þeim útgerðum sem hafa
verið að fjárfesta í nýjum skipum
og hafa í sínum rekstrarforsend-
um gert ráð fyrir áframhaldandi
tilveru sóknarmarksins. Verði
ekkert að gert getur svo farið að
þessar útgerðir verði að sjá á eftir
þessum skipum þar sem allar for-
sendur fyrir áframhaldandi út-
gerð eru þá brostnar. Þetta hefur
valdið mikilli óánægju meðal
þeirra útgerðarmanna og sjó-
manna sem eiga hlut að máli og
meira að segja hefur afnám sókn-
armarksins komið til umræðu í
bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Málamiðlun
á sínum tíma
Samkvæmt frumvarpi sjávar-
útvegsráðherra til laga um fisk-
veiðistjórnunum, sem nú liggur
fyrir alþingi, er gert ráð fyrir af-
námi sóknarmarksins. í staðinn
verður öllum fiskiskipum sem fá
leyfi til veiða í atvinnuskyni út-
hlutað fastri aflahlutdeild í leyfi-
legum heildarafla. Sóknarmarkið
var tekið upp á sínum tíma til að
koma til móts við sjónarmið
þeirra sem höfðu laka aflareynslu
á viðmiðunarárunum. Reglur um
sóknarmark hafa breyst frá því að
þær voru fyrst settar á árinu 1985.
Á árunum 1986 og 1987 voru
þessar reglur rúmar og urðu til
þess að flestir útgerðaraðilar
völdu þann kost, jafnvel fyrir þau
skip, sem höfðu bestu aflareynsl-
una. Sá möguleiki á aflaaukningu
sem sóknarmarkið gaf hafði
tvenns konar afleiðingar. Annars
vegar olli það mikilli óvissu um
heildarafla og var helsti skekkju-
valdur í spám um heildarafla-
magn. Hins vegar leiddi ávinn-
ingur sóknarmarksskipa til skert-
rar aflahlutdeildar aflamarks-
skipa. Út af þessu meðal annars
var sú ákvörðun tekin í sjávarút-
vegsráðuneytinu að sóknarmark-
ið skyldi afnumið í nýja frum-
varpinu og má fastlega búast við
að alþingi staðfesti það í með-
förum sínum á næstunni þegar
kvótafrumvarpið verður tekið
þar til afgreiðslu.
í sjálfu sér átti þessi ákvörðun
sjávarútvegsráðuneytisins ekki
að koma á óvart, meðal annars
vegna þess að á undanförnum
misserum hefur sjávarútvegsráð-
herra og Hafrannsóknastofnun
fundið sóknarmarkinu allt til for-
áttu, þar sem það hefur leitt til
þess að meira hefur verið veitt en
þessir aðilar hafa talið forsvaran-
legt. í því sambandi má nefna
grálúðuaflann á síðasta ári sem
fór úr böndunum miðað við til-
lögur Hafrannsóknastofnunar
um hámarksafla, og hið sama
hefur gerst hvað varðar veiðar úr
þorskstofninum.
Kom á óvart
Svo virðist sem hið afdráttar-
lausa afnám sóknarmarksins hafi
í BRENNIDEPLI
Bœjarráð
Vestmannaeyja telurað
sérstakt tillit verði að taka
til þeirra sem verða verst
úti með afnámi sóknar-
marksins. Ekkiersann-
gjarnt að þeirsem fjárfest
hafa í nýjum skipum séu
lagðir í rúst í einu
vetfangi
komið einstaka útgerðar-
mönnum í Vestmannaeyjum á
óvart. Að sögn Hilmars Rós-
mundssonar formanns Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja
kom það honum á óvart sem og
mörgum öðrum. Hilmar sagði að
nær hefði verið að afnema sókn-
armarkið í áföngum og koma
þannig til móts við þá aðila sem
gert hafa út á það. En ekki að
afnema það í einu vetfangi, eins
og gert er ráð fyrir. Að vísu er þar
gert ráð fyrir bótum fyrir þau skip
sem eru á sóknarmarki en þær
hrökkva skammt.
„Þetta hefur að vissu marki
breytt afstöðu minni til kvótans
sem ég hef verið fylgjandi til
þessa. Á sínum tíma vorum við
flestir hér í Eyjum fylgjandi kvót-
anum sem réttlátustu leiðinni til
fiskveiðistjórnunar eins og mál-
um var þá háttað. Það var þó með
þeim formerkjum að sóknar-
markið yrði ekki njörvað fast nið-
ur eða afnumið, eins og allar líkur
eru á að verði eftir næstu ára-
mót,“ sagði Hilmar Rósmunds-
son.
Skiptar skoðanir
Þó eru mjög skiptar skoðanir
um afnám sóknarmarksins meðal
útgerðar- og sjómanna í Eyjum.
Þeir sem hafa ætíð verið á afla-
marki hugsa sér gott til glóðar-
innar á meðan hinir barma sér
yfir því að bera skertan hlut frá
borði miðað við það sem áður
var. En afnám sóknarmarksins
skiptir fiskvinnsluna einnig miklu
máli í Eyjum. Viðbúið er að tog-
arar eyjarskeggja verði fyrir
skerðingu sem þýðir að minni afli
mun berast til vinnslu í landi og
þar með mun það hafa áhrif á
afkomu húsanna frá því sem nú
er. Að hinu leytinu má ekki
gleyma því að verulegur hluti af
afla Eyjabáta er ísaður og fluttur
óunninn út í gámum. Ef þeirri
þróun yrði snúið við ættu fisk-
vinnsluhúsin aðgang að enn
meira hráefni en þau hafa í dag.
Allavega hefur ársverkum í fisk-
vinnslu fækkað um 25% á undan-
förnum árum eftir að gámaút-
flutningurinn kom til sögunnar í
þeim mæli sem hann er í dag.
Að sögn Jóns Kjartanssonar
formanns Verkalýðsfélags
Vestmannaeyja mun afnám
sóknarmarksins ekki hafa nein
teljandi áhrif á atvinnuöryggi
fiskvinnslufólks frá því sem nú er.
Fyrir það skiptir mestu máli að
dregið verði úr útflutningi á
óunnu hráefni sem síðan er unnið
og markaðssett erlendis í sam-
keppni við þær sjávarafurðir sem
unnar eru hér heima. En að hinu
leytinu er sjónarmið sjómanna og
útvegsmanna skiljanlegt að þeir
vilji fá sem mest fyrir takmarkað-
an afla með því að flytja hann út
eða selja hann á fiskmörkuðum
uppá landi. „Þannig að í þessu
máli sannast hið fornkveðna að
eins dauði er annars brauð,“
eyja í fyrradag ályktaði það um
afnám sóknarmarksins og þær af-
leiðingar sem það getur haft fyrir
einstaka útgerðir í bænum. f ál-
yktun þess segir að taka þurfi
sérstakt tillit til þeirra sem verða
verst úti og það sé ekki sann-
gjarnt að þeir sem lagt hafa út í að
fjárfesta í nýjum skipum verði
lagðir í rúst í einu vetfangi.
Þrátt fyrir þann skell sem Eyja-
menn verða trúlega fyrir með af-
námi sóknarmarksins er fátt eitt
sem bendir til þess að það verði til
að fjölga andstæðingum kvótans
þar á bæ. Enn sem fyrr fara þar
fremstir í flokki Vestfirðingar og
Vestlendingar þó svo að einstaka
Eyjamaður hafí kannski snúist á
sveif með þeim í andstöðunni við
kvótann.
-grh
sagði Jón Kjartansson.
Á fundi bæjarráðs Vestmanna-
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3