Þjóðviljinn - 14.03.1990, Qupperneq 6
ERLENDAR FRETTIR
Sovétríkin
Forsetavald í stað flokksræðis
Fulltrúaráð Sovétríkjanna
samþykkti í gær með yfirgnæ-
fandi meirihluta stjórnarskrár-
breytingar sem stórauka forseta-
valdið og afnema valdaeinokun
kommúnistaflokksins.
Úrslitin í atkvæðagreiðslunni
eru taiin mikill sigur fyrir Gorbat-
sjov Sovétleiðtoga. Andstæðing-
ar hans höfðu spáð því að honum
tækist naumlega að fá aukin fors-
etavöld samþykkt. En þegar til
kom greiddu 1.817 atkvæði með
að auka að völd forseta, 133 á
móti og 61 sat hjá.
Tillagan um að fella úr gildi
stjórnarskrárákvæði um valda-
einokun kommúnistaflokksins og
koma á fjölflokkalýðræði í So-
vétríkjunum var samþykkt með
1.771 atkvæði gegn 164 en 74 sátu
hjá.
UEEbmÉlK
Kóreskt
auðmagn
í Síberíu
Suður-kóreska risafyrirtækið
Hyundai hefur fallist á að hjálpa
Sovétmönnum við að reisa
margra miljarða dollara olíu-
hreinsunarstöð í Síberíu.
Chung Ju-yung stofnandi
Hyundai-fyrirtækisins segir að
Nikolai Lemajev olíumálaráð-
herra Sovétríkjanna hafi farið
fram á að Kóreumenn tækju þátt
í uppbyggingu efnaiðnaðar við
Tobolsk-olíuhreinsunarstöðina.
Fyrirtækið hefði fallist á þetta og
nú þegar undirritað samninga þar
að lútandi að jafnvirði 300 milj-
óna króna.
Chung er nýkominn heim úr
fimm daga heimsókn til Moskvu
þar sem hann ræddi við sovéska
ráðamenn um aukin viðskipti
milli Suður-Kóreu og Sovétríkj-
anna og um kóreskar fjárfesting-
ar í Síberíu.
Hyundai hefur ennfremur
skuldbundið sig til að flytja ár-
lega inn timbur frá Sovétríkjun-
um fyrir jafnvirði sex miljarða
króna, reisa sápuverksmiðju í
Nakhodka og taka þátt í upp-
byggingu kolaiðnaðar í Síberíu.
Sovétríkin hafa ekki stjórn-
málasamband við Suður-Kóreu
en í kjölfar Ólympíuleikanna í
Seoul 1988 hafa ríkin skipst á
ræðismannaskrifstofum og við-
skipti þeirra aukist hröðum skref-
um.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi hef-
ur sýnt mikinn áhuga á að fá jap-
önsk og suður-kóresk fyrirtæki til
að taka þátt í uppbyggingu Síber-
íu.
Japanar hafa tekið boðin
fremur dræmlega. Annars vegar
vegna deilna við Sovétmenn um
yfirráð yfir nokkrum eyjum nyrst
í japanska eyjaklasanum. Hins-
vegar vegna ótta við áhrif sam-
vinnu við Sovétmenn á japönsk
viðskipti við Bandaríkin sem er
mikilvægasti markaðurinn fyrir
japanskar vörur.
Suður-Kóreumenn hafa aftur á
móti sýnt mikinn áhuga á við-
skiptum við Sovétríkin. Þeir vona
að samhliða auknum efnahags-
tengslum Sovétríkjanna við
Suður-Kóreu aukist einangrun
Norður-Kóreu. Það minnki lík-
urnar á norður-kóreskri árás í
Suður-Kóreu. Síbería er líka
auðug af náttúruauðlindum sem
Suður-Kóreu vantar.
Reuter/rb
Forsetinn verður í framtíðinni
kosinn í almennum kosningum til
fimm ára en Gorbatsjov vill að í
þetta skipti kjósi þingið hann.
Sumir þingfulltrúar eru mót-
fallnir þessu og vilja að forsetinn
verði strax kosinn af almenningi.
Greidd verða atkvæði um þessa
tillögu fyrir þingslit á morgun.
Búist er við að Gorbatsjov tak-
ist að fá vilja sínum framgengt
þar sem þorri þingheims er hon-
um sammála um mikilvægi þess
að þegar í stað verði gripið til
ákveðinna aðgerða til að koma í
veg fyrir upplausn ríkisins.
Gorbatsjov má heita öruggur
um að ná kosningu ef þingið velur
fyrsta forsetann. Fyrsta verkefni
hans verður þá að reyna að ná
samningum við Litháa sem lýstu
innlimun Litháens í Sovétríkin
ógilda um helgina.
Gorbatsjov sagði í gær að
sjálfstæðisyfirlýsing litháenska
þingsins væri ógild og ekki kæmi
til greina að hefja samningavið-
ræður milli stjórna Sovétríkjanna
og Litháens eins og um tvö ríki
væri að ræða. Hinsvegar hefur
hann látið í ljós vilja til að leysa
þetta mál með friðsamlegum
hætti.
Reuter/rb
Gorbatsjov fékk vilja sínum framfylgt í gær þegar þingheimur sam-
þykkti að auka völd forseta og afnema einræði kommúnista. En nú er
eftir þrautin þyngri, að halda saman Sovétríkjunum.
Þýskaland
Mark fyrir mark
Helmut Kohl kanslari Vestur-
Þýskalands hét Austur-
Þjóðverjum því í gær að þeir
fengju eitt vestur-þýskt mark
fyrir hvert austur-þýskt mark
þegar gjaldmiðlar þýsku ríkj-
anna verða sameinaðir.
Talið er að með því að lýsa
þessu yfir núna vilji Kohl tryggja
bandamönnum sínum í Austur-
Þýskalandi brautargengi í þing-
kosningunum um helgina. Kristi-
legi demókrataflokkurinn, flokk-
ur Kohls, hefur stutt dyggilega
við bakið á bandalagi þriggja
austur-þýskra íhaldsflokka í
kosningabaráttunni.
Kohl tók fram að þessi ákvörð-
un um gengisskráningu vestur-
þýska og austur-þýska marksins
gilti fyrst og fremst fyrir sparifjár-
eigendur en ekki um allan
atvinnurekstur í Austur-
Þýskalandi.
Hann gat þess ekki hvort
ákveðið hefði verið hvenærgjald-
miðlarnir yrðu endanlega sam-
einaðir. Ibrahim Böhme leiðtogi
austur-þýskra sósíaldemókrata
hefur lýst því yfir að hann vilji að
vestur-þýska markið verði tekið
upp í Austur-Þýskalandi 1. júlí til
að koma í veg fyrir spákaup-
mennsku.
Undanfarna daga hafa svart-
amarkaðsbraskarar boðið eitt
vestur-þýskt mark fyrir fjögur
austur-þýsk í von um stórgróða
þegar gjaldmiðlarnir verða sam-
einaðir.
Reuter/rb
Ungverjaland
Kommúnisminn söluvara
Ungversk stjórnvöld vinna að
því þessa dagana að koma
leifum kommúnistaríkisins í verð
með því að bjóða söfnurum og
vestrænum spákaupmönnum að
kaupa rauðar stjörnur, Lenín-
styttur, herbúninga ogaðra minj-
agripi um valdaskeið kommún-
ista.
Vestur-Þjóðverjar hafa sýnt
sérstaklega mikinn áhuga á að
kaupa ýmsar minjar um ung-
verska kommúnismann. Þeim
virðist ekki nægja að útvega sér
brot úr Berlínarmúrnum, gadda-
vírsflækjur úr austur-þýskum
Iandamæragirðingum og önnur
austur-þýsk merki heldur bjóða
þeir vel í rauðar stjörnur og Len-
ínstyttur í Ungverjalandi.
Þjóðverjar bjóða yfir 4000
mörk (150 þús. kr.) fyrir 80 cm
breiðar rauðar málmstjörnur af
verksmiðjuhúsum. Litlar Lenín-
styttur úr bronsi eða postulíni
seljast á jafnvirði um fjögur þús-
und króna. Búningar úr Þjóð-
varðliði verkalýðsins, sem voru
varasveitir ungverska hersins,
seljast á jafnvirði um 50 þúsund
króna frá toppi niður í tá með
tilheyrandi húfu og stígvélum.
Herbúningar rúmenska hers-
ins eru ennþá eftirsóttari. Þeir
seljast á allt um fimm þúsund
mörk (180 þús. kr.).
Þrátt fyrir gjaldeyrisþorsta
Ungverja hafa ungversk
stjórnvöld samt hafnað tveimur
tilboðum frá Bandaríkjunum og
Frakklandi í þriggja metra breiða
rauða stjörnu sem setið hefur
uppi á þaki ungverska þingsins
frá árinu 1950. Hana vilja Ung-
verjar eiga sjálfir í safni.
í stað þess að selja þingstjörn-
una hefur ungverska þingið fund-
ið upp á því snjallræði að leigja út
herbergi í þinghúsinu undir
einkasamkvæmi. Leigan fyrir
glæsilega innréttaðan sal með út-
sýni yfir Dóná er um sautján þús-
und krónur á klukkustund.
Reuter/rb
Þýskaland
Israel
Stjómarslit
Israelski verkamannaflokkur-
inn sleit í gær stjórnarsamstarfl
við Likudbandalagið af því að
það hafnaði tillögum Bandaríkja-
manna um samningaviðræður ís-
raelsmanna við Frelsissamtök
Palestínu, PLO.
Shimon Peres leiðtogi verka-
mannaflokksins segir að þing-
menn hans muni greiða atkvæði
með vantrausti á ríkisstjóm Yitz-
haks Shamirs í þinginu á morgun.
Peres segir fremur litlar líkur á
að verkamannaflokknum takist
að mynda nýja meirihlutastjórn
með stuðningi fjögurra trúar-
flokka sem eiga sæti á þingi.
Verkamannaflokkurinn hefur 39
þingsæti af 120 á þingi móti 40
þingsætum Likudbandalagsins.
Trúarflokkarnir geta því ráðið
úrslitum fyrir stjórnarmyndun ef
stóru flokkarnir hafna stjórnar-
samstarfi sín í milli.
Stjórnarslitin urðu eftir að
Shamir rak Peres úr stjórn sinni.
Þá ákváðu aðrir ráðherrar verka-
mannaflokksins að segja af sér.
Reuter/rb
Nicaragua
Viðskipta-
banni
aflétt
Bandaríkjastjórn aflétti í gær
viðskiptabanni á Nicaragua og
Bush Bandaríkjaforseti lofaði að
beita sér fyrir efnahagsaðstoð við
landið.
Bandaríkjamenn settu við-
skiptabann á Nicaragua fyrir tæp-
um áratug til að reyna að fella
stjórn sandínista sem beið ósigur
í lýðræðislegum kosningum í síð-
asta mánuði.
Bush sagðist myndu biðja
öldungadeild Bandaríkjaþings
um að stofna 800 miljóna dollara
sjóð fyrir aðstoð við bæði Nicar-
agua og Panama. Öldungadeildin
hefur tekið dræmlega í fyrri
beiðni forsetans um 500 miljóna
dollara aðstoð við Panama. Bush
vonast til að fá Psnamaaðstoðina
samþykkta með því leggja til
sameiginlegan sjóð fyrir aðstoð
við bæði ríkin.
Ráðgjafar Violetu Chamorro,
sem tekur við forsetaembætti í
Nicaragua í apríl, báðu Banda-
ríkjastjórn í síðustu viku um 300
miljóna dollara aðstoð.
Reuter/rb
Kjamavopnin burt
Gerhard Stoltenberg varnar-
málaráðherra Vestur-Þjóð-
verja hefur lýst því yfir að hann
telji að fjarlægja eigi kjarnorku-
hleðslur fyrir stórskotalið burt
frá Vestur-Þýskalandi.
Stoltenberg sagði á ráðstefnu
um öryggismál í Vestur-
Þýskalandi á mánudag að kjarn-
orkustórskotalið hefði engu hlut-
verki að gegna lengur nú þegar
sameining þýsku ríkjanna er á
Líbýa
Olíuáætlun tvöfaldast
Stjórnvöld í Líbýu hafa birt
nýjar upplýsingar yfir áætlað
olíumagn í jörðu. Samkvæmt
þeim er olíu- og gasforði þeirra
tvöfalt meiri en áður var talið.
Líbýumenn áætla að þeir eigi
allt að fimmtíu miljarða tunna af
vinnanlegri olíu í stað 22,8 milj-
arða eins og áður var talið. Það
ætti að duga þeim til olíuvinnslu
um það bil eina öld í viðbót mið-
að við vinnsluhraða á seinasta
ársfjórðungi 1989 þegar þeir
unnu 1,25 miljón tunna á dag.
Tilraunir Líbýumanna að und-
anförnu sýna að þeir geta dælt
1,65 miljónum tunna af olíu á dag
án frekari fjárfestingar.
Reuter/rb
næstu grösum.
Því er ætlað að skjóta kjarn-
orkusprengjum stutta vegalengd
með fallbyssum til að eyða óvina-
herjum í návígi. Það þýðir að því
yrði einungis beitt í bardögum á
þýskri grund.
Vestur-þýska stjórnin hefur
líka látið í ljós eindregna and-
stöðu við endurnýjun skamm-
drægra kjarnavopna Atlantshafs-
bandalagsins í Vestur-Þýska-
landi. Þau drífa nokkru lengra en
kjarnorkustórskotalið en er samt
fyrst og fremst ætlað til bardaga á
þýskri grund eða í nánasta ná-
grenni við Þýskaland.
Ákvörðun Atlantshafsbanda-
lagsins um endurnýjun skammd-
rægu kjarnavopnanna var nýlega
frestað til ársins 1992 vegna and-
stöðu stjórnvalda í ýmsum ríkj-
um Vestur-Evrópu. Reuter/rb
6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 14. mars 1990