Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Raufarhöfn Engin veiði án tryggrar sölu Það eru nokkrir grásleppukarl- ar búnir að leggja fyrstu netin og það eru þeir sem hafa sölu- samning í vasanum sem tryggir þeim 900 þýsk mörk fyrir hrogna- tunnuna. Eins og málum er hátt- að í dag er það óðs manni æði að hefja veiðar án nokkurrar trygg- ingar fyrir sölu og verði grá- Sjómenn Alltí biðstöðu Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari segist ekki búast við því að boðað verði til sáttafundar í kjaradeilu sjómanna við útvegs- menn á næstunni og er það í fullu samráði við deiluaðila. Á meðan eru þau sjómannafé- lög sem ekki hafa þegar aflað sér verkfallsheimildar, að afla sér hennar ýmist með allsherjar at- kvæðagreiðslu eða á almennum félagsfundum þar sem því verður við komið. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra Sjómannasambandsins er búist við að afstaða félaganna liggi fyrir um miðja næstu viku eða í lok mánaðarins. Þá verður boðað til formanna- og sambandsstjóm- arfunndar hjá Sjómannasamb- andinu þar sem niðurstöðurnar verða ræddar og lagt á ráðin með framhaldið. -grh sleppuhrogna, sagði Arnþór Páls- son trillukarl á Raufarhöfn. Samkvæmt reglugerð um grá- sleppuveiðar mátti hefja veiðar á svæðinu frá Skagatá að Hvíting- um í fyrradag. Á Raufarhöfti hafa um 14 - 15 aðilar veiðileyfi og er það svipaður fjöldi og verið hefur. Um helmingur veiðileyfis- hafa hafa unnið í vetur í loðnu- bræðslunni sem og undanfarin ár og lætur nærri að þegar þeirri vinnu er að ljúka halda þeir á hrognkelsamiðin á trillunum sín- um. Að þessu sinni hefur útlitið í sölu grásleppuhrogna sjaldan eða aldrei verið dekkra vegna verð- hmns og offramboðs. Þó er mikið .í húfi að vel sé haldið á spöðunum á vertíðinni sem er í þann veginn að byrja því útflutningsverðmæti grásleppuhrogna nam um 500 - 600 miljónum króna á síðasta ári. Að sögn Arnþórs hefur verð á grásleppuhrognum verið of hátt og því til viðbótar hafa íslending- ar verið haldnir þeirri meinloku að þeir hafi betra hráefni til sölu en aðrir. Arnþór telur að íslend- ingar geti að nokkm leyti sjálfum sér um kennt hvernig komið er þar sem þeir ásamt Kanada- mönnum hafa framleitt of mikið af hrognum með fyrrgreindum afleiðingum. Arnþór sagði engan vafa leika á því að þetta erfiða ástand í sölu- málum grásleppuhrogna gerði það að verkum að minni áhugi væri meðal trillukarla að hefja veiðar en ella. Á síðustu vertíð var saltað á Raufarhöfn í 1.200 tunnur og bjóst Arnþór við að það yrði eitthvað svipað í ár. -grh Kosningar Næiri hundrað og áttatíu þúsund á skrá Hagstofa íslands hefur gefið út kjörskrárstofn sem sveitarfé- lögin í landinu nota til þess að gefa út kjörskrár fyrir kosningarnar í vor. í tölum Hagstofunnar eru um 180.000 manns á kjörskrá en þegar búið verður að finstilla töl- urnar er búist við að um 177.000 manns hafi rétt til að neyta at- kvæðisréttar sins þann 26. maí i vor. Auk þeirra íslendinga sem orðnir eru 18 ára og eiga löghei- mili á íslandi eiga einnig kosnin- garétt þeir ríkisborgarar Norður- landanna sem átt höfðu löghei- mili hér á landi í þrjú ár miðað við 1. desember sl. Álls er þar um að ræða 851 mann. Einnig mega kjósa 1.523 íslendingar sem bú- settir eru erlendis. Loks má nefna Alltaf hákarl í viðtali við lesanda vikunnar, Bjartmar Guðlaugsson, féll niður setning í byrjun viðtalsins. Svar hans við spurningunni Hvað ertu að gera núna? átti að vera: Eins og er er ég að hella upp á könnuna handa okkur og ná átt- um svo þetta viðtal lukkist vel. En annars er ég að vinna að nýrri plötu. Skáldagyðjan er búin að halda mér í trans síðan um ára- mót og ég er búinn að semja mikið. Á næstunni verð ég á tón- leikaferðalagi um landið og það krefst talsverðs undirbúnings. Þess má líka geta að Bjartmar á alltaf hákarl heima. að þeir Danir sem búsettir voru hér á landi 6. mars 1946 eða ein- hvern tíma á næstu tíu árum á undan hafa kosningarétt svo fremi þeir hafi lögheimili hér- lendis á kjördag. Kjósendum á kjörskrá fjölgaði óvenju mikið fyrir síðustu kosn- ingar eða um 13,7% en þá hafði kosningaaldur verið lækkaður úr 20 árum í 18. Nú er fjölgunin töluvert minni eða um 5% og eru þeir um átta þúsund fleiri en árið 1986. Nýir kjósendur verða um 16.400 sem er rúmlega 9% kjós- enda. Breyting á kjósendafjölda á einstökum stöðum endurspeglar þá byggðaþróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Þann- ig hefur orðið 8% fjölgun á höf- uðborgarsvæðinu og 5% á Suður- nesjum en á Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra fækkar kjósendum og á Norður- landi eystra, Austurlandi og Suð- urlandi fjölgar þeim óverulega. Mesta fjölgunin hefur orðið í nágrannabyggðum Reykjavíkur, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi, á bil- inu 15-26%. Mesta fækkunin hef- ur hins vegar orðið á Flateyri, Þórshöfn, Suðureyri og Raufar- höfn, á bilinu 9-11%. Alls eru 71.325 á kjörskrá í Reykjavík, 11.353 í Kópavogi, 10.044 á Ákureyri og 10.022 í Hafnarfirði. Á höfuðborgar- svæðinu eru nú liðlega 104 þús- und manns á kjörskrá en það eru um 58% kjósenda á landinu öllu. -ÞH Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa hvatt mjög til samvinnu gegn Sjálfstæðisflokknum i sveitarstjórnum og fjölmargir hafa hlýtt því kalli formannanna. Sameiginleg fram- boð mjög víða Á meðan minnihlutaflokkarnir í Reykjavík eiga í miklum hremmingum vegna umræðna um sameiginlegt framboð, fjölgar sameiginlegum framboðum mjög á smærri stöðum. Mjög víða eru sameiginlegir framboðslistar annað hvort komnir fram eða væntanlegir. Það er þó einkcnn- andi að sameiginlegt framboð virðist eiga minnstu fylgi að fagna á stærstu stöðunum. Umræðan um sameiginlegt framboð hefur að mestu leyti snúist um þreifingarnar í Reykja- vík, sem enn sem komið er virð- ast ekki ætla að skila verulegum árangri. Sambærileg umræða hef- ur ekki farið fram í nema fáum kaupstöðum af stærri gerðinni. Þannig bjóða menn fram hver fyrir sig í Kópavogi, Hafnarfirði, á Akureyri, i Keflavík, á Akra- nesi, á ísafirði og í Neskaupstað. Höfuðborgarsvœðið Hins vegar virðast góðar líkur á að boðið verði fram sameigin- lega á Seltjarnarnesi, í Mosfells- bæ, í Garðabæ, á Selfossi og fjöl- mörgum stöðum öðrum, smáum og stórum. í Garðabæ ætla Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkur að bjóða fram sameiginlegan lista. Hvor flokkur hefur nú einn bæjarfulltrúa í Garðabæ, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreinan meirihluta þar. Minnihlutaflokkarnir á Sel- tjarnarnesi ákváðu nú í vikunni að bjóða fram einn lista gegn veldi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Alþýðubandalagið er stærst þess- ara flokka þar með tvo bæjar- fulltrúa, Framsóknarflokkurinn hefur einn, en Alþýðuflokkurinn engan. Þessir þrír ætla að samein- ast gegn Sjálfstæðisflokknum. Svipað er uppi á teningnum í Mosfellsbæ, sem reyndar hét Mosfellshreppur þegar kosið var síðast. Þar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fimm fulltúa af sjö í bæjarstjórn, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn einn hvor, en Framsóknarflokkurinn engan. Fulltrúar minnihlutaflokkanna þar funda í kvöld til þess að taka ákvörðun um framboð gegn S j álfstæðisflokknum. Viðrœður á Selfossi Alþýðubandalagið á Selfossi sendi Alþýðuflokki og Kvenna- lista bréf fyrir jól og óskaði eftir viðræðum um sameiginlegt fram- boð. Undirtektirnar voru dræm- ar framan af, en fyrir hálfum mánuði hófust viðræður af al- vöru. Þær munu nú vera langt á veg komnar og jafnvel búist við að málin skýrist á næstu dögum. Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í bæjar- stjórn Selfoss eftir kosningarnar 1986, en hann sprakk í fyrra. Nú í BRENNIDEPLI er enginn starfhæfur meirihluti í bæjarstjórninni. Reyndar er ekki búist við að G-listi verði boðinn fram neins staðar á Suðurlandsundir- lendinu. í Þorlákshöfn er búist við að A-flokkarnir bjóði fram sam- eiginlega, og í Hveragerði eiga andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins í viðræðum um sameiginlegt framboð. Ekki er búist við að boðinn verði fram G-listi á Stokkseyri. í Vestmannaeyjum verða þó hefðbundnir listar í boði. Minna er vitað um stöðu mála á Austurlandi, en samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans eru litlar líkur á sameiginlegum framboðum þar. Þó má búast við sameigin- legu framboði á Höfn í Horna- firði, en þar voru fjórir listar í framboði síðast, D-listi, B-listi, F-listi og H-listi óháðra. Búist er við að sá síðast taldi verði einnig boðinn fram nú. Hefð á Ólafsfirði Alþýðubandalagið og óháðir eru sterkasta aflið í bæjarstjórn Húsavíkur nú, með þrjá fulltrúa af níu. Þar er sterklega búist við sameiginlegu framboði. Á Dalvík hefur verið stofnað jafnaðarmannafélag sem hyggst bjóða fram, en framboðsmál á Dalvík voru langt frá því að vera hefðbundin vorið 1986. Fram- sóknarflokkurinn bauð fram B- lista, Sjálfstæðismenn buðu fram með óháðum og Alþýðubanda- lagið bauð fram með öðrum vinstri mönnum. Þeir tveir síðar nefndu mynda meirihluta í bæjar- stjórn Dalvíkur. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins á Ólafsfirði hafa boðið fram sameiginlega síðan 1974 með góðum árangri. Þeir felldu meirihluta Sjálfstæðisflokksins 1974, héldu meirihluta 1978 og 1982, en Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meirihlutann síðast. Listi vinstri manna verður boðinn fram gegn Sjálfstæðisflokknum nú, en listinn verður til með öðr- um hætti en áður. Áður komu flokkarnir sér saman um röðun á listann, en nú hefur verið ákveðið að efna til opins prófkjörs og er gert ráð fyrir að það verði haídið fyrir páska. Þjóðviljinn hefur ekki upplýs- ingar um sameiginleg framboð á Norðurlandi vestra. Á ísafirði eru vinstri menn heldur að sundrast en sameinast. G-listi hefur verið lagður fram, en einnig er búist við framboði vinstri manna og fatlaðra. Aðrir flokkar bjóða fram hver sinn lista. Ekkert á Vesturlandi Alþýðubandalagið, Fram- sóknarflokkurinn og einstak- lingar úr öðrum flokkum í Bol- ungarvík ætla hins vegar að sam- einast fyrir kosningarnar. Eins og kom fram í Þjóðviljanum í gær er búist við að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur bjóði fram sinn listann hvor í Bolungarvík, en þessir flokkar mynda þar meiri- hluta í bæjarstjórn. Engar fregnir hafa borist um sameiginleg framboð á Vestur- landi. Hugmyndin var til að mynda aldrei rædd á Akranesi. Á Suðumesjum er landslagið allt annað. Ekki hefur verið rætt um sameiginlegt framboð í Kefla- vík, en t Garði og Njarðvík eru viðræður í gangi. Samvinna flokka í sveitar- stjórnum er ekki ný bóla, en af þessari samantekt virðist ljóst að sameiginleg framboð era mun al- gengari nú en oftast áður. Ein meginástæða fyrir því er vita- skuld sú að forystumenn A- flokkanna sitja nú saman í ríkis- stjórn og hafa hvatt mjög til sam- vinnu gegn Sjálfstæðisflokknum í sveitarstjórnum. -gg Tveir aðilar eða fleiri á þessum stöðum hafa annað hvort ákveðið að bjóða saman eða eiga í viðræðum um sameiginlegt framboð. Fimmtudagur 22. mars 1990 ÞJOOVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.