Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. mars 1990. 56. tölublað 55. órgangur ABR Borgaimálaráð í upplausn Meirihluti borgarmálaráðs: Fullt traust til KristínarÁ. Sigurjón: Ráðiðflosnar upp. Össur: Mœti ekki á fundieftirleiðis. Guðrún: Treystiá siðferðisstyrkfólks. Stjórn ABR: Atkvœðagreiðslan ólögleg Meirihluti borgarmálaráðs Al- þýðubandalagsins í Reykja- vík lýsti í gær yfir fullu trausti á Kristínu A. Ólafsdóttur borgar- fulltrúa. Fundurinn vísaði hins vegar frá tillögu Sigurjóns Pét- urssonar um að þeir sem lýst hafa yfir stuðningi við önnur framboð en G-lista hætti að sækja fundi ráðsins. Frávísunartillagan kom frá Össuri Skarphéðinssyni og var samþykkt með sex atkvæðum gegn fímm.Stjórn ABR sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem hún lýsir atkvæðagreiðs- luna í borgarmálaráði ólöglega. Stjórnin telur að tveir fulltrúar ÆFR, sem sátu fundinn og tóku þátt í atkvæðagreiðslu, hafi ekki haft atkvæðisrétt samkvæmt 7. grein félagslaga. „Úr því stuðningsmenn ann- arra framboða en G-listans sjá ekki sóma sinn í að víkja af vett- vangi borgarmálaráðs, býst ég við að ráðið muni flosna upp að mestu leyti. Við verðum að end- urskoða afstöðu okkar til setu í ráðinu og það getur komið til greina að boða til funda í borg- armálaráði aðeins fyrir þá sem styðja G-listann,“ sagði Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi og for- maður ráðsins, í samtali við Þjóð- viljann eftir fundinn í gær. Össur Skarphéðinsson sagði við Þjóðviljann að hann hefði ekki hug á að mæta á fundi borg- armálaráðs eftirleiðis. „Það verður hver og einn að gera það upp við sig hvort hann mætir á fundi borgarmálaráðs. Það er fráleitt að ráðið fari að taka ákvarðanir um hverjir mæti á fundi og hverjir ekki,“ sagði Össur. Stuðningsyfirlýsingin við Kristínu er samhljóða samþykkt sem gerð var í stjórn Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins í Reykjavík í fyrrakvöld. „Kristín er réttilega kjörinn fulltrúi reykvísks Alþýðubanda- lagsfólks í stofnanir flokksins sem og á vettvangi borgarinnar. Borg- armálaráði hlýtur sem fyrr að vera styrkur af setu hennar þar,“ segir í yfirlýsingunni. Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi lagði fram bókun eftir at- kvæðagreiðsluna í ráðinu og segir þar meðal annars að hlutverk borgarmálaráðs sé að móta stefnu í borgarmálum og ræða hluti sem ekki eru ræddir við full- trúa annarra flokka. Guðrún seg- ist ekki hafa trú á því að þeir sem ekki styðja G-listann muni starfa áfram í borgarmálaráði og segist treysta á siðferðisstyrk fólks í því. Guðrún sagði jafnframt í bókun sinni að hún teldi óþarft að mælast til þess að aðrir en stuðn- ingsmenn G-listans hætti að mæta á fundi ráðsins og telur samþykkt tillögu um traust á Kristínu fráleita. Ekki náðist í Kristínu Á. Ólafs- dóttur í gærkvöldi. Stjórn ÆFR fjallaði um fram- boðsmálin á fundi í fyrrakvöld og skoraði þar á ABR að endur- skoða ákvörðun sína um sérstakt framboð G-listans til borgar- stjórnar í vor. ÆFR vill að minni- hlutaflokkarnir gangi til liðs við Nýjan vettvang og minnir á að ÆFR er ekki bundin af ákvörðun ABR um G-lista í Reykjavík. -gg Sex fulltrúar í borgarmálaráði samþykktu traustsyfirlýsingu við Kristfnu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa, en fimm voru á móti. Stjórn ABR telur að tveir fulltrúar ÆFR sem sátu fundinn hafi ekki haft atkvæðisrétt og því hafi atkvæðagreiðslan verið ólögleg. Stjómin hefur beint því til Sigurjóns Péturssonar, formanns ráðsins, „að framvegis verði þess gætt við formlegar atkvæðagreiðslur í borgarmálaráði aö fyigt sé ákvæðum félagslaga". Mynd: Jim Smart. Lífeyrissjóðir Fimmtíu prósent til sjóðsfélaga Lánveitingartilsjóðsfélaga innan Sambands almennra lífeyrissjóða voru að meðaltali um 643 þúsund krónur á síðasta ári miðað við 481 þúsund krónur á árinu 1988. Hœkkun nemur34% en að raungildi aðeins 13 % Fjölgun laga i veittra lána til sjóðsfé- laga innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða nam um 30% á árunum 1988 og 1989 mið- að við aðeins 2,5% fjölgun milli áranna 1987 og 1988. A því ári voru veitt 3.266 sjóðsfélagalán að fjárhæð 1.551 mifjónir króna en á síðasta ári voru veitt 4.199 lán til sjóðsfélaga að fjárhæð 2.701 miljónir króna. Á síöasta ári námu lán til sjóðsfélaga að meðaltali um 643 þúsundum króna miðað við 481 þúsund krónur á árinu 1988. i Hækkunin nam því um 34%, en i að raungildi, miðað við hækkun lánskjaravísitölunnar, var í reynd aðeins um 13% hækkun að ræða. Þessar upplýsingar komu fram í lánakönnun Sambands al- mennra lífeyrissjóða sem náði til alls 74 lífeyrissjóða og þar á með- al voru allir stærstu sjóðir lands- Sovétríkin Litháar afvopnaðir Gorbatsjov Sovétlciðtogi gaf í gær fyrirskipun um að Lithá- ar skyldu láta af hendi ÖU vopn sem þeir kynnu að hafa undir höndum. Jafnframt lét hann tak- marka reglur um vegabréfsárit- anir og herða landamæraeftirlit. Innanríkisráði Sovétrikjanna hefur verið skipað að gera upp- tæk vopn í eigu almennings í Lit- háen láti fólk þau ekki af hendi af frjálsum vilja. Fyrirskipun Gorbatsjovs kem- ur tveimur dögum eftir að frestur Litháa til að afturkalla sjálf- stæðisyfirlýsingu sína rann út. Æðsta ráð Sovétríkjanna hóf í gær umræður um lög sem kveða á um hvernig ríki geti sagt sig úr Sovétsambandinu. Litháar segja að lögin gildi ekki um þá þar sem sig þeir hati nú þegar sagt lögum við Sovétríkin. Sovéska fréttastofan APN hafði hins vegar eftir Vitautas Landsberg forsætisráðherra Lit- háens í gær að Litháar væru sam- mála sovéskum stjórnvöldum um að ekki skyldi skorið á tengsl fyr- irtækja í Litháen við samstarfsað- ila þeirra í öðrum lýðveldum Sovétríkjanna. Reuter/rb ins. Af þeim sökum fyllyrðir stjórn SAL að þessar niðurstöður séu marktækar. Þrátt fyrir þessa fjölgun lána til sjóðsfélaga virðist sem flest lán hafi verið veitt árið 1986 en þá nam fjöldi þeirra alls 4.882. Heildarlánsfjárhæð til sjóðsfé- laga hækkaði í krónutölu um 74% milli áranna 1988 og 1989. Miðað við hækkun lánskjaravísi- tölunnar milli ára var um að ræða 47% raunhækkun á útlánum. Ef hins vegar er borið saman við árið 1986 er raunhækkunin aðeins um 2%. Sé borið saman hlutfall líf- eyrissjóðslána miðað við ráðstöf- unarfé sjóðanna á árunum 1983 - 1989, þá lánuðu sjóðirnar um 62% af ráðstöfunarfé sínu beint til sjóðsfélaga árið 1984. Þetta hlutfall er áætlað hafa numið um 15% á síðasta ári. Hafa ber þó í huga að ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna hefur aukist verulega á undanförnum árum og mun meira en hækkun lánskjaravísit- ölunnar á samsvarandi tímabil- um. -grh Járnblendið Græddi á tá ogfingri 100 miljónir greiddar í arð Afkoma íslenska járnblendifé- lagsins á síðasta ári var mjög góð og nam hagnaður fyrirtækisins um 323 mifjónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í gær. Þar var ákveðið að úthlutun arðs til hluthafa, 5% af nafnvirði hluta- fjár eins og það var í árslok. Þeir fá því samtals í arðgreiðslu um 100 miljónir króna. Þrátt fyrir þennan hagnað á ár- inu 1989 var hann þó minni en á metárinu 1988. Ástæðan er að verðlag á kísiljárni hrapaði á síðari mánuðum ársins og sölu- magn varð óvenjulítið. Fram- leiðslan í fyrra var sem svarar 72 þúsund tonnum af 75% kísiljámi en það er 3% meira en á árinu þar á undan. Útflutningur var hins vegar einungis rúm 58 þúsund tonn, sem er verulegur samdrátt- ur frá fyrri áram, en stafar að hluta til af seinkun skips í flutn- ingum fyrri áramótin. Á fundinum kom fram að af- koma fyrirtækisins stendur í jám- um á fyrstu mánuðum þessa árs. Hins vegar er talið að verðfall ársins 1989 hafi þegar náð botni og því sé nokkur von um ein- hvem bata í verðlagi á næstunni. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.