Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Austur-Þýskaland Njósnarar á þingi Austur-þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að láta fara fram rannsókn á meintum tengslum margra nýkjörinna þingmanna við austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi. Gottfried Forck, sem á aðild að þriggja manna eftirlitsnefnd með því að leyniþjónustan verði lögð niður, skýrði fréttamönnum frá þessu í gær. Hann segir að rannsóknin verði hafin áður en Maaður ungmenna sem sovéski herinn drap í Tiflis fyrir ári taka þátt í baráttunni fyrir sjálfstæði Georgíu. Sovétríkin Kosningafrestur í Georgíu Stjórnvöld í Georgíu eru sögð hafa frestað kosningum til fylkis- þings rikisins þar til í haust til að gefa stjórnarandstæðingum tæki- færi til að skipuleggja sig í nýja stjórnmálaflokka. Zurab Kodalashvili fréttamað- ur hjá georgískri fréttastofu segir að þing Georgíu hafi ákveðið á fundi sínum á þriðjudag að fella niður stjórnarskrárákvæði um forræði kommúnistaflokksins og fresta þingkosningum sem halda átti um næstu helgi. Kodalashvili segir að þing- fundurinn, þar sem þetta var ákveðið, hafi aðeins tekið tíu mínútur. Stjórnarandstæðingar geta nú skráð samtök sín opin- berlega og hafið undirbúning undir fjölflokkakosningar. Ákvörðun georgíska þingsins kemur í kjölfar kröfu Alþýðu- fylkingar Georgíu frá því á sunn- udag um að kosningum yrði frest- að til þess að stjórnarandstæðing- ar gætu skráð flokka sína og boð- ið fram. Hingað til hafa rótttækir stjórnarandstæðingar í Georgíu neitað að taka þátt í opinberum kosningum. Þeir halda því fram að þingið og aðrar stjórnarstofn- anir séu ólöglegar og viðurkenna ekki vald þeirra. Róttækustu samtökin halda enn fast við að hunsa kosningarn- ar í von um að kosningaþátttaka Nunnur Ur klaustri í kastala Átta belgískar nunnur seldu nýlega klaustrið sitt og keyptu í staðinn kastala í Suður- Frakklandi nálægt Lourdes. Belgíska lögreglan skýrði frá því í gær að hún væra að rannsaka mál nunnanna sem flúðu fyrr i þessum mánuði úr klaustrinu í kastalann í nýjum Mercedes-bíl sem þær höfðu keypt. Elstu nunninni, sem er 93 ára, var ekið í sjúkrabíl. Nunnurnar skildu meðal ann- ars eftir veðhlaupahesta sem þær höfðu líka keypt samkvæmt ráðleggingum fjárhaldara síns. Hann hefur verið handtekinn sakaður um fölsun, pretti og trúnaðarbrot. Biskupinn í Bruges, þar sem klaustrið er, hefur reynt að fá það keypt aftur en árangurslaust. Nunnurnar eru ekki grunaðar um sviksamlegt athæfi. Þær fylgdu ráðleggingum fjárhaldsmanns síns blint eftir og féllust meðal annars á rök hans um að þær yrðu að búa nálægt Lourdes sem ka- þólikkar hafa mikla helgi á. Reuter/rb nái ekki þeim fimmtíu prósentum sem til þarf samkvæmt kosninga- reglum. En Alþýðufylkingin, sem hefur um 50 þúsund félaga í Georgíu, þar sem heildaríbúa- fjöldinn er um 5,2 miljónir, hefur breytt afstöðu sinni að undan- förnu. Nodar Notadze leiðtogi AI- þýðufylkingarinnar segir að sam- tökin telji enn sem fyrr þing Ge- orgíu og Georgíska Sovétlýð- veldið ólöglegt. Þrátt fyrir það sé þingið raunverulegt, það hafi ákveðnu hlutverki að gegna að hægt sé að nota það sem tæki í baráttunni. Georgískir þjóðernissinnar, sem berjast fyrir sjálfstæði Ge- orgíu og sambandsslitum við Sov- étríkin, segja það gera baráttu sína að sumu leyti erfiðari en sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- ríkjanna vegna þess að vestræn ríki hafa viðurkennt yfirráð Sov- étmanna í Georgíu. Mörg helstu stórveldi á Vesturlöndum viður- kenndu hins vegar aldrei innlim- un Eystrasaltsríkjanna í Sovét- ríkin. Leiðtogar georgískra þjóðern- issinna útiloka að þeir geti knúið fram sjálfstæði með vopnavaldi. Þeir hafi enga vöm gegn þung- vopnuðu herliði Sovétmanna. Minningartöflu hefur verið komið fyrir í miðbæ höfuðborg- arinnar Tiflis þar sem sovéskar hersveitir réðust á friðsamar mót- mælaaðgerðir í apríl í fyrra og drápu tuttugu manns. Reuter/rb Blóðpeningar Kínverska hemum launað þingið kemur saman vegna sterkra vísbendinga um að sumir þingmenn hafi starfað fyrir Stasi. Rainer Eppelmann leiðtogi Lýðræðisvakningar, sem er einn þriggja flokka í kosningabanda- lagi Kristilegra demókrata, segir í viðtali við vestur-þýska blaðið Bild, sem birtist í gær, að í skýrsl- um Stasi hafi verið minnst á 40 af 56 þingfulltrúum sem náðu kosn- ingu í Erfurt-kjördæmi. Eppelmann tók við forystu Lýðræðisvakningar eftir að upp komst að Schnur fyrrverandi leiðtogi samtakanna hafði árum saman starfað fyrir Stasi. Lýð- ræðisvakningin fékk ekki nema tæplega eins prósents fylgi í kosn- ingunum j afnvel þótt bandamenn hennar í Kristilega demókratafl- okknum hafi sópað til sín at- kvæðum. Alls fékk bandalagið 48,14 prósent atkvæða. Eppelmann vill að skýrslur Stasi um þingmenn verði birtar opinberlega. Hann segir að margir úr þingmannahópi kristi- legra demókrata, sem voru ára- tugum saman handbendi komm- únista, séu á lista yfir útsendara leyniþjónustunnar. Wemer Fischer, sem hefur for- ystu fyrir eftirlitsnefndinni með endalokum Stasi, segir að sumir þingmenn, sem áður störfuðu fyrir Stasi, séu nú farnir að senda upplýsingar til vestur-þýsku ley niþ j ónustunnar. Reuter/rb Umferðarhávaði Kairóbúar á svefnlyfjum Yfir helmingur þeirra tólf mUj- óna sem búa í Kairó taka róandi töflur og svefnlyf til að losna undan ærandi hávaða stórborg- arinnar samkvæmt upplýsingum egypska dagblaðsins Al-Ahram. Blaðið segir að opinber könn- un á lyfjanotkun hafi leitt í ljós að 62 prósent af íbúum borgarinnar taki svefntöflur til að geta sofnað fyrir hávaðanum í umferðinni og bænalestri. Um þriðjungur borgarbúa er með of háan blóðþrýsting vegna hávaðamengunarinnar. Ökumenn í Kairó liggja einatt á flautunni til að ryðja sér braut um götur borgarinnar. Fólk er kallað til islamskra bæna í mosk- um fimm sinnum á dag með öfl- ugum hátölurum. Hávær tónlist frá giftingarveislum og öðrum hátíðarhöldum víðsvegar um borgina blandast saman við. Al-Ahram segir að hávaða- mengunin við borgartorgið í hjarta borgarinnar sé tífalt meiri en hávaðamörk samkvæmt al- þjóðlegum heilbrigðisreglum. Reuter/rb Eþíópía Sovéskri herráðgjöf hætt Sovétmenn hafa kallað hernað- arráðgjafa sína burt frá bardaga- svæðunum í Eþíópíu að sögn Val- erí Soukhfne sendiherra Sovétr- fkjanna í Súdan. Sendiherrann skýrði frá þessu í viðtali í gær. Hann segir að mörg hundruð sovéskir hernaðarráð- gjafar hafi snúið heim til Sovét- ríkjanna en nokkrir séu enn eftir í höfuðborginni Addis Ababa til að aðstoða við varnir landsins. Vestrænir sendifulltrúar áætla að um eitt þúsund sovéskir ráð- gjafar hafi aðstoðað stjórnarher- inn í Eþíópíu í stríðinu gegn upp- reisnarmönnum í Tigray og Eritr- eu. Sovétmenn hafa látið Eþíópíu- mönnum í té hernaðaraðstoð fyrir andvirði um tíu miljarða dollara frá því að marxistar kom- ust til valda með stjórnarbyltingu 1974. Reuter/rb Auðsöfnun Japanskt spamaðamiet Japanskur almenningur setti nýtt sparnaðarmet á seinasta ári. Heildarsparnaður einstaklinga jókst um 11,2 prósent í 700,8 þús- und miljarða jena í árslok sem er jafnvirði um 280 þúsund miljarða króna. Þetta kemur fram í upplýsing- um japanska seðlabankans sem voru birtar nú í mars. Japanir eru rúmlega 120 miljónir talsins svo að meðaltalspamaður hvers þeirra er rúmlega 2,3 miljónir króna á mann. Meðaltalsspam- aður fjögurra manna fjölskyldu er samkvæmt þessu rúmar níu miljónir króna. Þetta er mesta sparnaðar- aukning í Japan á einu ári frá því 1981. Aukningin er talin stafa af aukinni samkeppni innlánsstofn- ana samfara uppgangi í japönsku efnahagslífi á síðasta ári sem varð til þess að fyrirtæki greiddu al- mennt óvenju háan bónus ofan á föst laun. Almannatryggingar, eftirlaun og ellilaun em mjög af skornum skammti í Japan sem ýtir undir sparsemi almennings. Japanski seðlabankinn segir að hlutabréfaeign einstaklinga hafi aukist um 26 prósent á síðasta ári upp í 125,4 þúsund miljarða jena (50 þúsund miljarðar króna). Reuter/rb Samkvæmt fjárlögum kín- verska ríkisins verða framlög til hersins aukin um 15,2 prósent á þessu ári. Þetta er mesta aukning Kinverja á útgjöldum til hermála í langan tíma. Aukpingin er talin endurgjald fyrir dyggan stuðning kínverska hersins viðNsriómvö!d sem fyrir- skipuðu hernum að beita vopna- valdi til að bæíá. niður lýðræð- ishreyfingu stúdenri^ í júní síð- astliðið sumar. Mikil óánægja er sö^ð innan hersins vegna þess að hetnum skyldi sigað á óbreytta borgátg. Búist var við að útgjöld til her\ mála yrðu aukin um jafnvel enn hærri upphæð eða allt að 25 prós- entum í raungildi til að draga úr óánægju innan hans. Fjárlögin, sem voru kynnt í gær á árlegum fundi kínverska al- þýðuþingsins, einkenndust ann- ars af áframhaldandi aðhaldi í efnahagsmálum. Skömmu eftir að fjárlögin höfðu verið kynnt, var tilkynnt að Deng Xiaoping hefði sagt af sér sem formaður hermála- nefndar ríkisins. Það er síðasta opinbera embættið sem Deng hafði með höndum. Deng, sem er 85 ára gamall, kemur samt áfram til með að ráð- leggja kínverskum leiðtogum hvemig þeir skuli stjórna landinu. Kínverskir embættis- menn segja engan vafa leika á því að hann verði eftir sem áður vold- ugasti maður Kína. Stór hluti kínverskra forystu- manna er persónulega skuld- bundinn Deng og hann hefur sýnt að hann getur hæglega látið víkja þeim úr embætti ef þeir ganga geen vilia hans. Reuter/rb Sikiley Mafíunni vel borgað Um níu af hverjum tíu verslun- um og fyrirtækjum í Cataníu næststærstu borg Sikileyjar greiða fé til mafiunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar ítalska þingsins sem birtist í gær. Rannsóknarfulltrúar þingsins telja að útsendarar mafíunnar beri ábyrgð á miklum eldsvoða sem varð í stóm vörahúsi þegar þingnefndin heimsótti Cataníu í janúar. Fyrirtækin greiða mafi'unni til að komast hjá áföllum eins og eldsvoða eða skemmdarverkum sem þau geta búist við ef þau neita að borga “pizzo“ sem er ít- alska nafnið fyrir kúgunarféð. Morðum í tengslum við mafí- una fjölgaði úr 85 árið 1988 í 113 á síðasta ári í Cataníu samkvæmt upplýsingum þingnefndarinnar. Reuter/rb Pólland Atvinnu- leysingjum snarfjölgar Skráðum atvinnuleysingjum fjölgaði í Póllandi úr rúmlega 152 þúsund í febrúar í 216.557 um miðjan mars samkvæmt upplýs- ingum pólska vinnumálaráðun- eytisins. Þegar aðhaldsaðgerðir pólsku stjórnarinnar hófust 1. janúar vora aðeins tæplega tíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá. Hlutfall atvinnuleysingja er nú um 1,2 prósent af vinnufærum mönnum. Búist er við að atvinnu- leysið eigi enn eftir að aukast stórlega á næstu mánuðum. Iðnaðarframleiðsla Pólverja dróst saman um 23,5 prósent fyrstu tvo mánuði ársins saman- borið við sama tíma í fyrra. Reuter/rb 6 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.